Morgunblaðið - 14.09.1982, Síða 43

Morgunblaðið - 14.09.1982, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 23 • Sigurlás Þorleifsson markakóngur 1. deildarinnar með 10 mörk. Heimir Karlsson skoraði jafnmörg mörk og skipta þeir því med sér titlinum. Sigurlás Þorleifsson: „Áttum að vinna stærri sigur" „ÞETTA var þokkalegur leikur hjá okkur í dag. Það var mikið í húfi hjá báðum liðum og taugarnar því þand- ar til hins ýtrasta hjá leikmönnum," sagði Sigurlás Þorleifsson, marka- kóngur þeirra í ÍBV, eftir leikinn á laugardaginn. Sigurlás fékk fjöl- mörg góð marktækifæri í leiknum og skoraði eitt mark. „Það leiðinleg- asta við þennan leik er það að ég endaði keppnistímabilið eins og ég byrjaði það, með því að klúðra góð- um færum. Framliðið var slakt, sér- staklega vörnin og við hefðum hæg- lega getað unnið stærri sigur ef við hefðum nýtt færin betur. Ég er ánægður með árangur okkar í sumar, 2. sætið er allavega okkar og nú býð ég spenntur en samt rólegur eftir úrslitunum á morgun. Þetta er ágætur endir á ágætu sumri hjá okkur.“ Þetta hafði Sigurlás að segja eftir leik ÍBV og Fram á laug- ardaginn. — hkj. „Mjög ánægður með sumarið" HINN viðkunnanlegi þjálfari ÍBV, Steve Fleet, var að vanda rólegur og hógvær þegar blaðamaður Mbl. vatt sér að honum eftir leik ÍBV og Fram á laugardaginn. „Þetta var skemmti- legur leikur og góð barátta hjá liðum sem stóðu í ströngu á sitt hvorum vígstöðvunum. Þetta er hraðasti leikur sem ég hefi séð í sumar. Framarar voru að berjast fyrir líFi sínu í deildinni og þeir börðust vel, en raínir menn léku betur og verð- skulduðu sigurinn. Þegar við erum nú að ræða saman erura við með 2. sætið tryggt og sæti í UEFA-keppn- inni næsta keppnistimabil og ég mun sofa rólegur í nótt. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér veit sá einn sem allt veit,“ sagði Steve Fleet brosandi og benti til himins. „Annars er ég mjög ánægður með sumarið hjá okkur í ÍBV, við höfum átt við ýmis vandamál að stríða, en leyst þau og sótt stöðugt i okkur veðrið. Mér finnst knattspyrnan nú ekkert verri en i fyrra og áhorfendur hafa verið mjög heppnir að geta fylgst með jafnri og spennandi keppni frá fyrstu til síðustu umferð- ar. Hver einasti leikur i mótinu hef- ur haft mikla þýðingu.“ Steve Fleet sagðist ekkert geta sagt um það að svo stöddu, hvort hann yrði áfram með ÍBV-liðið næsta sumar. Það hefði lítið sem ekkert verið rætt enn- þá. „Fyrst klárum við leikina við Pólverjana í Evrópukeppninni.“ — hkj. Framliðið var óhemjuslakt og ÍBV átti að vinna stærri sigur FRAM, eitt af stórveldunum í ís- lenskri knattspymu, er fallið í 2. deild. Liðið tapaði fyrir ÍBV í Eyjum á laugardaginn, 2—0, og þegar leikmenn liðsins komu í búnings- herbergið eftir þunglamalega göngu af velli með slæmt tap á bakinu, biðu þeirra þær fréttir að úrslit ann- arra leikja í deildinni á sama tima hefðu orðið á þann veg að fallið í 2. deild væri orðin óhrekjanlega stað- reynd. Það má því með gálga- húmorslegri kaldhæðni segja sem svo að dauðadómurinn yfir Fram hafi verið kveðinn upp i Kópavogi, á ísafirði og í Eyjum, og aftakan fram- kvæmd á Hásteinsvellinum i Eyjum. Þetta er mikið áfall fyrir Fram, sem hefur leikið í 1. deild frá árinu 1967. Liðið var með í 1. deild frá því deildaskipting var upp tekin árið 1955, en féll niður i 2. deild 1965, kom upp aftur strax 1966. Hjá leikmönnum ÍBV varð gangan af velli öllu léttari og þeir gátu leyft sér að brosa út í bæði. Liðið hafði gulltryggt sér 2. sætið í deildinni og þar með þátttöku- rétt í UEFA-keppninni næsta haust og þeir höfðu sett pressu á Víkinga í báráttunni um sigur- launin eftirsóttu í deildinni. Tveggja marka tap eða meira hjá Víkingum í leiknum við IA myndi færa IBV íslandsbikarinn. Það má því ætla að mörg hlý og hjartnæm hugskeyti hafi borist úr Eyjum upp á Skaga á sunnudaginn. Sunnudagurinn sá leið hjá mörg- um með naglabítandi óþreyju og kveljandi eftirvæntingu. Nóg um það að sinni, snúum okkur að leiknum sjálfum. Það varð strax ljóst í upphafi að leikmenn ÍBV ætluðu sér ekkert annað en sigur í þessum leik enda til mikils að vinna. Þeir náðu strax góðum tökum á leiknum og höfðu algjöra yfirburði allan fyrri hálfleikinn, Framarar komust ein- faldlega aldrei inn í leikinn. Eyja- menn léku stórvel, þeirra besti leikur í allt sumar. Boltinn gekk vel, gott spil. Og fyrra markið kom á 11. mínútu og þvílíkt mark. Dæmd var aukaspyrna á Fram út við hliðarlínuna a.m.k. 30 metrum frá markinu. Ómar Jóhannsson var ekkert að tvínóna við hlutina heldur skaut aldeilis þrumuskoti á mark Fram og boltinn þaut í netið án þess að Guðmundur markvörð- ur Baldursson áttaði sig á því hvað var eiginlega að ske. Allir bjuggust við fyrirgjöf frá Ómari ÍBV— O Fram og svo þandi boltinn út marknetið. Glæsilega gert hjá Ómari, mark ársins á Hásteinsvelli. Þetta var einmitt sú byrjun sem Eyjamenn höfðu vonast eftir og sem Framarar að sama skapi höfðu óttast mest. Og Eyjamenn óðu í færunum. Guðmundur varði vel á 27. mínútu frá Kára en að- eins mínútu síðar kom hann eng- um vörnum við. Þórður Hall- grímsson skallaði boltann laglega fyrir fætur Sigurlásar Þorleifs- sonar sem brunaði í gegnum vörn Fram og skoraði af miklu öryggi, 2—0. Þrátt fyrir ágæta baráttu Framara áttu þeir ávallt í vök að verjast fyrir ágengni sóknar- manna ÍBV. Á 35. mínútu var Kári enn í færi, Guðmundur kom langt út úr markinu á móti Kára sem vippaði yfir Guðmund en líka framhjá markinu. Á 44. mínútu splundraði örn Óskarsson vörn Fram með frábærri sendingu á Jó- hann Georgsson, en Guðmundur varði glæsilega fast skot Jóhanns úr mjög góðu færi. Og á 45. mín- útu bjargaði Sverrir Einarsson af tánum á Sigurlási sem var kominn inn í markteig með boltann. Því 2—0 í hálfleik. Eyjamenn gáfu verulega eftir í s.h. en voru samt sem áður mun atkvæðameiri í sóknaraðgerðum sínum. Framarar náðu ekki upp neinu spili af viti allan leikinn og satt að segja var fallstimpillinn á liðinu frá fyrstu mínútu Það var aldrei minnsta von fyrir Fram í þessum leik. Sigurlás hafði með marki sínu í f.h. náð Heimi Karlssyni í keppninni um marka- kóngstitilinn og í s.h. fékk Sigur- lás mörg góð tækifæri til þess að renna sér framúr Heimi, en eins og svo oft áður í sumar hljópst markaheppnin úr skónum hans Lása. Á 51. mínútu brunaði hann upp völlinn með alla Framvörnina á hælunum en í vtiateignum, þeg- ar hann hugðist renna boltanum framhjá Guðmundi markverði, steig hann á boltann og féll, færið þar með fyrir bí. Á síðustu mínútu leiksins fékk Sigurlás síðan þrjú dauðafæri en brást fótfimin í þeim öllum. Fyrst lék hann einn í gegn frá miðju en Guðmundur varði frábærlega vel útfært skot Lása. Á markamínútu s.h. fékk Sigurlás boltann á markteig eftir frábæra aukaspyrnu Ómars en skot Lása flaug yfir þverslána. Og svo á allra síðustu mínútu brunaði Sigurlás enn í gegn en Guðmund- ur markvörður sá við honum með því að æða út úr markinu, langt út fyrir teig. Þegar augum er rennt yfir minnisbókina og það sem hér að ’framan er upptalið vaknar kannski sú spurning hvort Fram- arar hefðu ekki verið með í þess- um leik. Jú, jú, þeir voru með og þeir börðust af krafti og hörku en þeir sköpuðu sér ekki eitt einasta færi sem vert er að geta. Þetta var þannig leikur og þannig er þetta oft hjá fallliðum. Eyjamenn léku þennan leik lengst af mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sönnuðu það enn að þegar mest á reynir þá nær liðið sér vel á strik. Vörnin var þétt og örugg og lítið reyndi á kappann Pál Pálmason, sennilega rólegasti leikur hans í sumar. Á miðjunni átti Ómar Jóhannsson stórgóðan leik, hreinasti listamaður með boltann þegar hann tekur sig til. Sigurlás og Kári Þorleifssynir í framlínunni voru mjög atkvæða- miklir og ógnandi. Besti leikur Kára í sumar. Framliðið var óhemju slakt í þessum leik, ekki heil brú til í leik liðsins. Þó var ágætis keyrsla á mönnum, en þetta var hjá flestum hlaup án fyrirheits. Hafþór Sveinjónsson var langbesti maður liðsins, barðist allan tímann af krafti og vilja og allt spii sem sást til liðsins átti upptök sín hjá hon- um. Sverrir Einarsson var góður í vörninni hjá Fram sem að öðru leiti var slök og opin. Sem gefur að skilja voru Framarar algjörlega niðurbrotnir menn eftir leikinn. I stuttu máli: Hásteinsvöllur 11. september, 1. deild. ÍBV - Fram: 2-0 (2-0). Mörk ÍBV: Ómar Jóhannsson á 11. mín. Sigurlás Þorleifsson á 28. mín. Áminningar: Sverrir Einarsson Fram, Viðar Elíasson ÍBV og Kári Þorleifsson ÍBV, fengu allir gula glýju fyrir augun. Dómari: Sævar Sigurðsson. Áhorfendur: Metaðsókn í sumar. — hkj. „Við áttum aldrei nokkra möguleika gegn Bordeaux" — sagði Karl Þórðarson eftir 1—4 skell Laval í frönsku 1. deildinni „VIÐ áttum aldrei nokkra mögu- leika gegn Bordeaux. Þeir voru ein- faldlega miklu betri en við,“ sagði Karl Þórðarson er Mbl. ræddi við hann um helgina. Sjötta umferð friinsku 1. deildarkeppninnar fór þá fram og urðu úrslitin sem hér segir: Lens — Paris St. Germain 4—0 Mulhouse — Bastia 4—1 Auxerre — Sochaux 2—2 Bordeaux — Laval 4—1 Rouen — Lille 2—0 Tours — Strasbourg 2—0 St. Etienne — Toulouse 2—1 Monaco — Metz 2—1 Nantes — Lyon 1—0 Nancy — Brest 1—1 Það voru þeir Dieter Miiller, 1, Jean Tigana, 1, og Bernard Lac- ombe, 2, sem skoruðu mörk Bord- eaux gegn Laval. Teitur Þórðarson var ekki með Lens gegn Paris St. Germain og var heldur ekki á meðal varamanna. Hefur átt við meiðsli á fæti að stríða frá því keppnistímabilið hófst. Hans sæti hefur ungur leikmaður tekið og staðið sig með mikilli prýði. Skor- að mikið af mörkum þannig að erfitt verður fyrir Teit að endur- heimta sæti sitt. Lenz situr nú eitt á toppi frönsku 1. deildarinnar með 10 stig, hefur enn ekki tapað leik. Nantes er með 9 stig, þá Toulouse 8, síðan koma Nancy, Bordeaux, Brest og Laval með 7 stig, Aux- erre, Lyon, Monaco, Tours, Bastia og Paris St. Germain öll með 6 stig, Metz Rouen og St. Etienne öll með 5, Strasbourg og Mulhouse hafa 4, og Sochauz og Lille reka lestina með 3 stig. Það vekur athygli að bæði Lens og Auxerre, sem voru í bullandi fallhættu allt keppnistímabilið í fyrra, hafa byrjað mjög vel, sér í lagi Lens. Á sama hátt hafa mörg þeirra liða sem voru í hópi þeirra efstu í fyrra verið í erfiðleikum í haust. Þá þar nefna bæði St. Eti- enne og Sochaux. LIÐ ÍBV: Páll Pálmason 6, Viðar Elíasson 6, Snorri Rútsson 6, Þórður Hallgrímsson 6, Valþór Sigþórsson 6, Örn Óskarsson 6, Ómar Jóhannsson 7, Jóhann Georgsson 5, Sveinn Sveinsson 6, Sigurlás Þorleifsson 7, Kári Þorleifsson 7, Hlynur Stefánsson (vm) lék of stutt. LIÐ Fram: Guðmundur Baldursson 6, Þorsteinn Þorsteinsson 5, Árni Arnþórsson 4, Sverrir Einarsson 7, Marteinn Geirsson 5, Valdimar Stefánsson 4, Bryngeir Torfason 4, Viðar Þorkelsson 4, Einar Björnsson 4, Guðmundur Torfason 6, Hafþór Sveinjónsson 7, Lárus Grétarsson (vm) 4, Ólafur Hafsteinsson (vm) lék of stutt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.