Morgunblaðið - 14.09.1982, Page 44

Morgunblaðið - 14.09.1982, Page 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 25 Umdeilt víti færði Breiðablik sigur á KA KA VAKÐ að bíta í það súra epli að sætta sig við að falla niður í 2. deild. Liðið tapaði fyrir Breiðabliki á laug- ardag 1—2 á Kópavogsvelli. Sigur- mark Breiðabliks kom úr vítaspyrnu sem var nokkuð umdeild. Línuvörð- urinn hafði veifað á rangstöðu nokkru áður en boltanum var spark- að í hendina á Eyjólfi bakverði. Sig- urður Grétarsson skoraði svo örugg- lega úr vítaspyrnunni. Það var mikil barátta í leik beggja liðanna á Kópavogsvelli á laugardaginn og leikurinn var all- vel leikinn og hraður. Strax á 4. mínútu átti Ásbjörn þrumuskot beint i vinkilinn og út. En fyrstu mínútur leiksins voru það Blik- arnir sem pressuðu stíft og voru þá nálægt því að skora. Besta færi þeirra í fyrri hálfleik kom þegar ungur nýliði, Sævar Gunnleifsson, skaut þrumuskoti af stuttu færi eftir góða sókn en beint í þver- slána. Liðin skiptust á að sækja og náðu að skapa sér ágæt tækifæri en ekki tókst þó leikmönnum að skora fyrr en á 36. mínútu leiks- ins. Þá braust Elmar upp kantinn og náði að gefa vel fyrir markið á Ásbjörn Björnsson sem skallaði örugglega í markið af stuttu færi. Sami kraftur var í leikmönnun- um í síðari hálfleiknum og sýnt var að liðin ætluðu að selja sig dýrt. Á 69. mínútu síðari hálf- leiksins jöfnuðu Breiðabliksmenn leikinn. Sævar Geir Gunnleifsson fékk góða sendingu fram völlinn frá Sigurði Grétarssyni. Sævar brunaði inn í vítateiginn og tókst með harðfylgi að skora. Litlu munaði þó að Aðalsteinn mark- vörður næði að handsama boltann er hann reyndi að bjarga með góðu úthlaupi. Á 76. mínútu áttu KA-menn gott tækifæri er Gunnar gaf á Hinrik í góðu færi en fæst skot hans hafnaði í hliðarnetinu. Sigurður Grétarsson átti mjög gott tækifæri á að skora mark á 85. mínútu. Hann fékk sendingu frá Sævari en skot Sigurðar fór framhjá. Vítaspyrnan umdeilda kom svo á 85. mínútu leiksins. Síð- ustu fimm mínúturnar lögðu leikmenn KA mikið kapp á að jafna metin en þrátt fyrir góðar tilraunir í þá átt tókst það ekki. Bæði liðin sýndu ágætis knattspyrnu í leiknum. I liði Breiðabliks átti Sævar Gunn- leifsson sem var að leika annan leik sinn með meistaraflokki, góð- an dag og sýndi að þar er mikið efni á ferðinni. Leikmenn KA börðust vel í leiknum og hefðu verðskuldað jafntefli. Elmar átti góða spretti með liðinu svo og Ásbjörn. Þá voru varnarmenn liðsins sterkir, sérstaklega Guðjón sem stendur ávallt vel fyrir sínu. í stuttu máli: Kópavogsvöllur: Breiðablik—KA 2-1 (0-1). Mörk Breiðabliks: Sævar Gunn- Klmar Geirason á fullri ferd upp kantinn, með miklum tilþrifum. Mark KA kom eftir góða fyrirgjöf Elmara. tjómm. Grtjia. leifsson á 69. mínútu og Sigurður Grétarsson á 85. mínútu úr víta- spyrnu. Mark KA: Ásbjörn Björnsson á 36. mínútu. Gul spjöld: Engin. Áhorfendur voru 753. Dómari var Guðmundur Haraldsson og dæmdi hann leikinn vel ef undanskilið er það atvik þegar hann dæmdi víta- spyrnuna á KA. __ >R. Sævar Gunnleifsson n*r að koma boltanum framhjá Aðalsteini markverði sem hefur hlaupið út á móti. (Sjá nedri mynd.) LUGLEIDI, Besta markt*kif*ri Víkinga í leiknum gegn ÍA. Heimir gaf boltann á Jóhann Þorvarðarson fyrir miðri mynd. Hann skaut, en Bjarni bjargaði naumlega með úthlaupi. Ljúnn. KÖE. Víkingar íslandsmeistarar EINU jafnasta íslandsmóti i knatt- spyrnu sem sögur fara af lauk síðast- liðinn sunnudag er lið Víkings og ÍA léku á Laugardalsvellinum. Leik lið- anna lauk með markalau.su jafntefli og það nægði Víkingum og uröu þeir því (slandsmeistarar í knattspyrnu á þvi herrans ári 1982. Er þetta annað árið í röð sem Víkingar verða ís- landsmeistar í knattspyrnu og er það gott afrek. Það er nefnilega ávallt mjög erfitt að verja íslandsmeistara- titil í boltaíþróttum. Lið Víkings hlaut 23 stig í mótinu af 36 stigum mögulegum. Víkingur sigraði í sjö leikjum af 18, gerði 9 jafntefli en tapaði aðeins 2 leikjum. Það var mesta furða hvað leik- menn Vikings og ÍA gátu sýnt á Laugardalsvellinum á sunnudag- inn. Völlurinn var eitt forarsvað og varla uppá það bjóðandi að leika á honum knattspyrnu. Það verður óskemmtilegt fyrir Víking að leika Evrópuleik á honum á miðvikudag eftir alla rigninguna. Allt frá upphafi var mikil bar- átta í leik Víkings og ÍA. Greini- legt að leikmenn ætluðu að selja Víkingur — ÍA 0—0 sig dýrt. Víkingar náðu að pressa mjög stíft á mark ÍA á upphafs- mínútum leiksins og voru nálægt því að skora. Tvívegis björguðu Skagamenn á marklinunni, fyrst á 5. og síðan á 6. mínútu leiksins. En leikmenn IA áttu líka sín tæki- færi. Sigþór átti skalla ofan á þverslá Víkingsmarksins og síðan skot rétt yfir. Stefán Halldórsson átti góðan skalla eftir hornspyrnu að marki IA en yfir. Skömmu áður en flautað var til hálfleiks átti Sigþór mjög gott skot að marki Víkings en Ogmundur varði vel. Litlu munaði í upphafi síðari hálfleiksins að Jóhann Þorvarð- arson skoraði fyrir Viking og kæmi liðinu yfir í leiknum. Fyrra færi Jóhanns kom á 53. mínútu leiksins og var það besta mark- tækifærið í leiknum. Heimir braust í gegn og gaf góða sendingu til Jóhanns sem var inni í miðjum vítateig ÍA í opnu marktækifæri. En Jóhann var full seinn á sér og Bjarni markvörður ÍA bjargaði með góðu úthlaupi. Skömmu síðar fékk Jóhann annað tækifæri til að skora en skot hans hrökk þá í varnarmann. Frekar dofnaði yfir leiknum er líða tók á hann, enda eðlilegt við þær slæmu aðstæður sem leikurinn fór fram við. Lið Víkings var mjög jafnt að getu í Ieiknum. Og það sem færir liðinu öðru fremur sigur í ís- landsmótinu að þessu sinni er mjög sterk liðsheild. Varla veikur hlekkur í keðjunni. Vörn Víkinga var sterk og góð gegn ÍA. Stefán Halldórsson mjög öruggur sem miðvörður, þá voru bakverðirnir báðir þeir Magnús og Þórður dug- legir og ákveðnir í leik sínum. Ögmundur lék af öryggi í markinu eins og hann hefur gert í allt sumar. Á miðjunni léku Ómar og Aðalsteinn vel. Ómar hafði mikla yfirferð og sýndi mikinn baráttu- vilja. Frammi voru þeir Heimir og Sverrir báðir hættulegir þegar þeir voru í boltanum. Skagaliðið gaf Víkingum lítið eftir í leiknum og lék vel eins og það hefur reynd- ar oftast gert í sumar. Bjarni var góður í markinu og Sigurður Hall- dórsson lék vel í vörninni en báðir þessir leikmenn léku aftur með eftir nokkurt hlé. Sigurður Lár- usson og Árni Sveinsson áttu báð- ir snjallan leik gegn Víking. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, Laugar- dalsvöllur: Víkingur—ÍA: 0—0 Gul spjöld: Árni Sveinsson ÍA og Sigurður Jónsson IA. Áhorfendur voru 1657. — ÞR. Og hér rekur Sævar endahnútinn á sóknina er hann skorar af öryggi, fyrsta mark Breiðabliks og jafnar leikinn. LjÓMm. Guðjón. Ömar Torfason: „Erum með ÞAÐ ríkti mikil gleði í búningsklefa Víkinga eftir að sigurinn sæti var í höfn. Forystumenn félagsins fóðm- uðu leikmennina að sér og þjálfar- inn Sedov fékk hvern rembingskoss- inn af öðrum á vangann. Tappar flugu úr kampavínsflöskum og skál- að var fyrir þvi að íslandsmeistara- titillinn var í höfn. Þegar mesta gleð- in var yfirstaðin tókst að ná fyrirliða Víkinga, Ómari Torfasyni, afsiðis og fá álit hans á mótinu. —Þetta er ánægjulegt, það er stórkostlegt að liðið skuli vera bú- ið að verja titilinn. Þetta er búið að vera mjög erfitt mót frá upp- hafi. Það hefur verið mikil pressa á okkur. Öll lið leika vel gegn Vík- ingum og reyna að sigra þá af því að við erum meistarar. Sigur okkar vannst fyrst og fremst á mjög sterkri liðsheild. Þjálfarinn besta liðið“ okkar hefur unnið mikið og gott starf. Hann hefur byggt upp mjög markvisst og hefur uppskorið eins og hann hefur sáð. Nú hvílum við okkur vel fram að Evrópuleiknum gegn Spánverjunum á miðvikudag. En í þeim leik ætlum við að standa okkur vel. Við höfum aðeins tapað tveimur leikjum í sumar í deild- inni og það er afrek. Við höfum tvímælalaust verið með besta lið- ið, á því er enginn vafi. Nú erum við líka reynslunni ríkari. Frá og með deginum i dag stefnum við að þriðja íslandsmeistaratitlinum. Máltækið segir: Allt er þegar þrennt er. Við getum ekki verið síðri en handknattleiksmennirnir, að vinna þrjú ár í röð, sagði Ómar Torfason fyrirliði Víkinga. — ÞR. á- r *: W *#'**'*$ • Ómar Torfason fyrirliði Víkinga með íslandsbikarinn er Víkingar fagna sigrinum á sunnu- daginn. Ljó»m. KÖE. Sanngjarn KR-sigur í fjörugum leik KR SIGRAÐI Val með einu marki gegn engu í eina leik síðustu um- feröarinnar í 1. deildar keppninni sem hafði enga þýðingu varðandi fallsKti eða toppsæti. Þetta voru tvö af þremur liðum deildarinnar sem ekki gátu unnið deildina eða fallið í 2. deild. Þá höfðu liðin ekki einu sinni að UEFA-sæti að keppa. Fyrir vikið mættu leikmenn afslappaðir til leiks, en þeir hafa ekki verið margir leikirnir i sumar sem boðið hafa upp á slíkt. Leikurinn var því opinn og fjörugur, oft og tíðum vel leikinn hjá báðum liðum, en sigur KR var meira en sanngjarn, þvi liöið átti bæði fleiri færi og betri. Var sigur liðsins reyndar með minnsta móti. Valsmenn voru skeinuhættari fyrstu mínúturnar og á 3. mínútu munaði hársbreidd að Hilmari Sighvatssyni tækist að beina fyrirgjöf Guðmundar Þorbjörns- sonar í KR-netið. Hann var hins vegar aðþrengdur af varnar- mönnum og knötturinn fór fram- hjá. En KR-ingarnir fóru fljótlega að koma meira inn í myndina og þó þeir væru alls ekki meira með knöttinn, voru sóknarlotur þeirra mikla hættulegri. Óskar Ingi- mundarson komst í dauðafæri á 10. mínútu eftir að hafa náð mis- lukkaðri sendingu frá varnar- manni til markvarðar. En Óskar var helsti jafnvægislítill er á hólminn var komið, skotið því ekki eins hnitmiðað og Brynjari mark- verði tókst að komast fyrir knött- inn. En fjórum mínútum síðar KR— i n Valur 1' —U fögnuðu KR-ingar marki, Birgir Guðjónsson fékk knöttinn í dauða- færi við markteigshornið eftir fal- lega sókn KR-inga niður vinstri kantinn og skoraði með föstu og öruggu skoti. Fimm mínútum síð- ar varði Brynjar meistaralega þrumuskot Hálfdáns örlygssonar, en síðan róaðist leikurinn mjög inni í vítateigunum uns KR-ingar fóru að láta kveða að sér á nýjan leik undir lok hálfleiksins, þá átti Óskar Ingimundarson hörkuskot í þverslá eftir að Valsvörnin hafði verið opnuð upp á gátt og á síðustu mínútu hálfleiksins björguðu Valsmenn af marklínu er Sæbjörn Guðmundsson hafði skallað að marki með Brynjar markvörð úr leik. KR-ingarnir hófu síðari hálf- leikinn með sömu látunum og strax á fyrstu mínútunni sleikti knötturinn þverslána utanverða eftir hörkuskot þeirra röndóttu. En leikurinn jafnaðist meira hvað varðaði hættulegar atlögur, því jafnræði var svo sem lengst af talsvert úti á vellinum. Halldór Pálsson varði gott skot Dýra Guð- mundssonar á 65. mínútu og þremur mínútum síðar var mark dæmt af Val er Ingi Björn ýtti knettinum yfir marklínuna eftir að Halldór hafði hálfvarið hörku- skot, líklega rangstaða á ferðinni. Ágúst Már og Jósteinn áttu sitt hvort þrumuskotið og G-uðmundur Þorbjörnsson var með annað slíkt hinum megin á vellinum. Annars fjaraði leikurinn út eins og um sjávarföll væri að ræða. Þetta var í heild fjörugur og skemmtilegur leikur, létt yfir hon- um og ágæt knattspyrna á köflum. KR-liðið var betra og leikmenn liðsins jafnir að getu, utan hvað Sæbjörn sýndi öðru hvoru takta sem báru af því sem félagar hans gerðu best. Ágúst Már, Hálfdán og Óskar áttu mjög góða spretti, en í heild var þetta góður dagur hjá liðinu. Valsmenn léku oft laglega úti á vellinum, góður samleikur og skiptingar á milli kanta oft vel út- færðar. En framlínan var daufari en í síðustu leikjum liðsins, KR-vörnin hafði góðar gætur á henni. Besti maður Vals var Guð- mundur Þorbjörnsson, en aðrir sluppu mjög bærilega frá hlut- verkum sínum. í stuttu máli: íslandsmótið, 1. deild: KR—Valur 1-0 (1-0) Mark KR: Birgir Guðjónsson á 14. mínútu. Spjöld: Dýri Guðmundsson og Grímur Sæmundsen, báðir Val. Dómari: Þorvarður Björnsson. — gg- Flautan bjargaði ÍBK frá falli ÞAÐ munaði aðeins broti úr sek- úndu, að það yrði hlutskipti ÍBK að falla í 2. deild en ekki Fram um helgina, en gæfan var Suðurnesjaliö- inu hiiðholl, einnig klukka dómar- ans. Þegar leikurinn hafði farið 40 sekúndum fram vfir venjulegan leiktíma fékk ÍBÍ-leikmaðurinn Ámundi Sigmundsson knöttinn í dauðafæri. Hann lét skot riða af og knötturinn þandi út netmöskva ÍBK. En Arnþór Óskarsson dómari blés í flautuna i sömu andrá og Ámundi spyrnti, leikurinn því búinn áður en knötturinn fór inn fyrir marklínuna. Þetta var nokkuð umdeilt atvik, því mörgum þótti Arnþór blása of fijótt í fiautuna miðað við þær tafir sem urðu i síðari hálfleik. Hvaö um það, þessu verður ekki breytt, en þetta munaði því að ÍBK heldur sæti sínu í 1. deild, en Fram fellur. Hefði mark Ámunda staðið, hefði Kefiavík fallið. Leiknum lauk því án þess að mark væri skorað, úrslit sem hent- uðu báðum liðum. Það var ljóst strax í byrjun, að bæði liðin voru ákveðin að selja sig dýrt og leika til sigurs til þess að tryggja sæti sín án nokkurs vafa. Harka var oft mikil, of mikil á köflum, því Arnþór dómari hafði ekki nægilega góð tök á leiknum. En leikurinn var þó oft skemmti- Lokastaðan í 1. deild Lokastaðan í 1. deildinni varð þessi: Víkingur Vestm.eyjar KR Akranes Valur Isafjörður Breiðablik Keflavík Fram KA 18 7 9 2 25-17 23 18 9 4 5 23-16 22 18 5 11 2 14-12 21 18 6 6 6 22-20 18 186 57 18-15 17 18 6 5 7 27-29 17 18 5 6 7 18—22 16 185 6 7 14-19 16 18 4 7 7 17-23 15 18 4 6 8 17-22 14 r r legur á að horfa, skemmtileg knattspyrna á köflum og mikil barátta, spennan mikil. IBI átti fyrsta hættulega tæki- færið, langt innkast Jóns Oddssonar rataði á kollinn á Örn- ólfi bróður hans, en hörkuskalla hans varði Þorsteinn Bjarnason snilldarlega. Þetta var strax á 6. mínútu, en þótt jafnræði væri mikið með liðunum úti á vellinum, voru það leikmenn ÍBK sem fengu betri færi í fyrri hálfleik. Magnús Garðarsson skaut yfir úr góðu færi eftir fyrirgjöf Öla Þórs á 22. mínútu og sami leikmaður var í dauðafæri á 30. mínútu, en Hreið- ar Sigtryggsson markvörður ÍBÍ bjargaði meistaralega. 8 mínútum síðar var sami Magnús enn á ferð- inni, nú með hörkuskot rétt fram hjá. Eru þá upp talin helstu marktækifæri fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var ekki nema mínútu gamall, er Ámundi Sig- mundsson braust í gegn um vörn ÍBK, en skot hans þandi út hlið- arnetið. Tveimur mínútum síðar reyndi Jón Oddsson langskot af um 20 metra færi, hörkuskot, en knötturinn þaut rétt yfir markið. Var mikið fjör í leiknum um þess- ar mundir og á 50. mínútu bjarg- aði Hreiðar Sigtryggsson tvívegis naumlega eftir stórsókn ÍBK, í báðum tilvikum var hinn hættu- lega Magnús Garðarsson á ferð- inni. ÍBI snéri vörn í sókn nær samstundis og hinu megin varði Þorsteinn naumlega skot Gunnars Péturssonar, missti knöttinn, en náði svo að bjarga í horn. Um miðbik hálfleiksins var talsvert miðjuþóf og fátt um færi á báða bóga, en þegar líða tók að lokum leiksins fór að færast fjör í leikinn á ný. Keflvíkingar björg- uðu af marklínu skalla Gústafs Baldvinssonar á 73. mínútu eftir hornspyrnu Jóns Oddssonar, en tíu mínútum síðar var hamagang- ur hinu megin á vellinum er Hreiðar Sigtryggsson varði glæsi- lega þrumuskot Steinars Jó- hannssonar í horn. Steinar kom inn á sem varamaður í hálfleik, fyrsti leikur hans með ÍBK í sumar. Sjö mínútum fyrir leiks- lok, eða á 83. mínútu má segja sið- ustu fjörbrot leiksins hafa farið fram. Þá sóttu sunnanmenn og var mikið hamast og hrint í vítateig ÍBÍ við þetta tækifæri. En knött- urinn barst að lokum að marki ÍBÍ og þar bjargaði Gunnar Guð- mundsson af marklínu. Knöttur- inn hrökk til Ragnars Margeirs- sonar sem spyrnti viðstöðulaust hörkuskoti að marki ÍBÍ, en Hreiðar markvörður bjargaði snilldarlega. Síðustu mínúturnar dofnaði heldur yfir leiknum og það var ekki fyrr en á síðustu sekúndu leiksins að upp úr sauð á ný, en frá því er greint í upphafi greinar. Þetta voru sanngjörn úrslit í góðum leik, sem þó var of grófur á köflum. Þar átti Arnþór dómari sök, hann leyfði leikmönnum að komast upp með of grófan leik og lenti svo í vandræðum er hann ætlaði að fara taka fastar á mál- unum. En það var kannski ein- kenni þessa leiks, hversu jafnir allir leikmenn vallarins voru, en það má glöggt sjá á einkunnagjöf- inni. Enginn stóð upp úr, en eng- inn lét sitt eftir liggja. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, ÍBÍ—ÍBK 0-0 Spjöld: Engin þó full ástæða hefði oft verið til. Dómari: Arnþór Óskarsson. Jens/— gg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.