Morgunblaðið - 14.09.1982, Side 47

Morgunblaðið - 14.09.1982, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 27 Sigurvegararnir í Islandsmótinu í knattspyrnu í 2. deild Þróttur sigraði í 2. deild • Þróttur Reykjavík varð öruggur sigurvegari í 2. deildar keppninni í knattspyrnu og er sá sigur fyrir nokkru í höfn, þó að ein umferð sé eftir. Þróttur mætti Fylki á fimmtudagskvöldið síðastliðið og skildu liðin jöfn, 0—0, en það var síðasti leikur beggja liöa í sumar. Á meðfylgjandi mynd má sjá sigurlið Þróttar, en það skipa eftirtaldir leikmenn og byrjum við á efri rööinni, f.v.: Páll Ólafsson, Rúnar Sverrisson, Ómar B. Siggeirsson, Ásgeir Elíasson, Ólafur Magnússon, Baldur Hannesson, Jónas Hjartarson, Jóhann Hreiðarsson, Júlíus Júlíusson, Logi Úlfljótsson, Ársæll Kristjánsson og Aöalsteinn Örnólfsson. Krjúpandi, f.v.: Kristján Jónsson, Sverrir Pétursson, Guðmundur Erlingsson, Nikulás Jónsson, Bjarni Harðarson, Valur Helgason og Arnar Friðriksson. Á myndina vantar Ágúst Hauksson, Ottó Hreinsson, Daða Harðarson og Sigurð Pétursson. Hjólreiðakeppnin Hella-Reykjavík: Einar stakk af í Kömbunum EINAR Jóhannsson sigraöi í hjól- rcióakeppni frá Hellu til Reykjavík- ur annað árið í röð. Þetta var síðasta hjólreiðakeppni ársins og fór hún fram í bezta veðri, eins og í fyrra. Einar háði lengi vel einvígi við Helga Geirharðsson, sem verið hef- ur sigursæll í keppnum sumarsins, en þegar í Kambana kom, tókst Ein- ari að slíta sig frá Helga og úrslitin voru þá ráðin. Einar er sterkur í brekkunum, því hann reif sig einnig lausan í Kömbunum í fyrra, en árangur hans var þá betri en nú. I sveinaflokki var Hilmar Skúlason í sérflokki, stakk keppi- nautana einnig af í Kömbunum, en hörð keppni var um annað sæt- ið milli Ólafs og Sigurgeirs. í drengjaflokki sigraði efnilegur hjólreiðamaður, Ingólfur Einars- son, og skaut hann jafnframt mörgum keppendum í karlaflokki ref fyrir rass. Úrslitin urðu ann- ars sem hér segir: Karlaflokkur: Einar Jóhannsson (Colner) 2:13,22 Helgi Geirharðss. (Peugeot) 2:16,42 Guðmundur Jakobss. (Colner) 2:30,26 Sveinaflokkur: Hilmar Skúlas. (Motobecane) 2:25,09 Ólafur E. Jóhannss. (Colner) 2:30,31 Sigurgeir Vilhjálmss. (Kalkhoff) 2:30,54 Drengjaflokkur: Ingólfur Einarss. (Motobecane) 2:41,19 Halldór Kristjánss.(Motobecane) 3JH52 Guðm. Erlendsson (Motobecane)3:06,24 Nokkrir íslenskir hjólreiðamenn skruppu til Danmerkur í ágúst- mánuði og tóku m.a. þátt í 300 manna hjólreiðakeppni í Kaup- mannahöfn. Stóðu þeir Helgi Geirharðsson og Einar Jóhanns- son sig með miklum sóma, þótt ekki byggjust Danir við miklu af Islendingunum, enda hjólreiða- áhugi mikill í Danmörku og marg- ir danskir hjólreiðamenn í fremstu röð í heiminum. Þeir Helgi og Einar gerðu sér lítið fyrir og urðu í öðru og þriðja sæti í keppninni, Dönum til mikillar undrunar. Vonandi á þessi árang- ur eftir að efla og glæða hjólreiða- íþróttina hér á landi. — ágás 60.000 áhorfendur horfðu á Maradona myndaðan RÚMLEGA 60.000 spænskir barkar öskruðu sig hása á Nou Camp- leikvanginum í Barcelona, heima- velli spænska knattspyrnustórveldis- ins á dögunum, er argentínska knattspyrnuundrið Diego Maradona trítlaði í fyrsta skiptið inn á leik- vanginn í nýþveginni Barcelona- peysu sinni. Þetta var ekki í tilefni af því að hann væri að fara að leika sinn fyrsta leik fyrir félagið. Nei, fyrsta æfing Barcelona var á dagskrá, svo og myndataka fyrir fjölmiðla! Barcelonabúar eru svo sjúkir i knattspyrnu, að þeir rúmlega hálffylltu Nou Camp í tilefni dags- ins. Maradona kvartaði oft sáran yf- ir því að fá aldrei frið heima í Argentínu, frægðin fór í taugarn- ar á honum. Hann getur búist við því að hlutirnir verði enn verri á Spáni og í því sambandi má geta þess, að þegar kappinn skar sig á hökunni með rakvél sinni dag nokkurn, var því slegið upp með Heklugosletri í fremsta íþrótta- blaði Spánar, Mundo Deportivo. Það er því mikið álag á stráknum og þjálfarinn, Udo Lattek, hefur af því miklar áhyggjur, því allir sáu hvernig álagið lék snillinginn á HM á Spáni. Lattek hefur reynt að létta á piltinum með því að vara við of mikilli bjartsýni. Hann hefur sagt að Maradona sé að- framkominn af þreytu eftir HM og erfið keppnistímabil heima í Argentínu. Almenningur blæs hins vegar á slíkan fyrirslátt og bendir á að strákurinn hafi aðeins leikið 5 leiki á Spáni og ekki leikið deildarleik í Argentínu síðan 1981. Annars á Lattek við sérkenni- legt vandamál að stríða hjá Barce- lona, þ.e.a.s. hann hefur of marga snjalla leikmenn á sínum snærum. Svo marga, að ef hann teflir fram því liði sem almennt er talið það sterkasta sem Barcelona á til, sitja samt 13 núverandi og fyrr- verandi landsliðsmenn á bekkn- um! Frá hjólreiðakeppni frá Helhi til Reykjavíkur. Fremstur fer Guðmundur Jakobsson, en Olafur E. Jóhannsson og annar hjólreiðakappi fylgja fast eftir. Ljósm.: Magnús KrÍMtjánsHon Frá hjólreiðakeppninni. Sigurgeir Vilhjálmsson (Lv.) og Hilmar Skúlason berjast um forystuna í sveinaflokki. Ljósm.: M»gnús Krwtjámmon Björgvin vann Ron Rico SÍÐASTA opna golfmót Keilis á þessum keppnistimabili fór fram um sl. helgi. Veður var gott mótsdagana enda keppendur 127. Úrslit urðu þessi: Meistaraflokkur: Högg 1. Björgvin Þorsteinsson GA 76 2. Geir Sveinsson GR 77 3. Sigurður Albertsson GS 78 1. flokkur: 1. Guðmundur Arason GR 76 2. Guðbjörn Ólafsson GK 77 3. Peter Salmon GR 78 2. flokkur: 1. Hörður Morthens GR 81 2. Guðlaugur Gíslason GK 82 3. Baldur Brjánsson GK 84 3. flokkur: 1. Haukur Björnsson GR 83 2. Valur Fannar yngri GK 84 3. Gunnar Þorleifsson GR 84 Kvennaflokkur m/f: 1. Lóa Sigurbjörnsdóttir GK 73 2. Inga Magnúsdóttir GA 74 3. Guðbjörg Sigurðardóttir GK 74 Heildverslun E.Th. Mathiesen gaf mjög vegleg verðlaun til keppninnar að venju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.