Morgunblaðið - 14.09.1982, Síða 48

Morgunblaðið - 14.09.1982, Síða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 fl Watford enn í efsta sætið — Manchester-liöin þó einnig á sigurgöngu meö sama stigafjölda WATFORD, nýliðinn í 1. deild, hefur endurheimt forystuna í 1. deild eftir fimmtu umferó ensku deildarkeppninnar á laugardaginn, en það gerði liðið með því að gersigra WBA, aem annars befur gert það afar gott I fyrstu umferðunum. Forysta liðsins er þó ekki beinlínis trygg, liðið hefur hlotið sama stigafjölda og Manchester-liðin tvö, United og City, en öll hafa 12 stig. Þá er Liverpool með 11 stig og skammt í mikinn sæg annarra liða. Lið Watford var óstöðvandi á heimavelli sinum, Vicarege Road, sérstaklega lék Luther Blissett frábærlega, en henn skoraði tvívegis í leiknum. Blissett skoraði fyrst á 38. mínútu og síðan bætti Les Taylor marki við á 54. mínútu áður en Blissett bætti siðara marki sínu við á 67. raínútu. WBA stillti upp 5 manna vörn auk markvarðarins, en það hrökk skammL Lítum næst á úrslit leikja i 1. deild: Aston Villa — N. Forest 4-1 Brighton — Sunderland 3-2 Coventry — Arsenal 0-2 Liverpool — Luton 3-3 Man. Utd. — Ipswich 3-1 Norwich — Southampton 1-1 N. County — Everton 1-0 Stoke — Swansea 4-1 Tottenham — Man. City 1-2 Watford — WBA 3-0 West Ham — Birmingham 5-0 Manchester-liðin héldu bæði sínum strikum á laugardaKÍnn og bæði unnu bráðathyglisverða sigra. United fékk Ipswich í heim- sókn og þrátt fyrir að Anglíu-liðið hafi ekki byrjað vel í haust, er enginn leikur unninn fyrirfram gegn því. Hinn 17 ára gamli Norman Whiteside var stjarna United í leiknum, hann skoraði tvívegis og hefur því gert fjögur mörk í fimm fyrstu leikjunum. Whiteside skoraði strax á 2. mín- útu leiksins, en síðan var nokkuð jafnræði með liðunum allt til leikhlés og Paul Mariner náði að jafna metin á 35. mínútu. En í síð- ari hálfleik náði United mun betur saman og lék Ipswich oft sundur og saman. Steve Coppell náði for- ystunni fyrir lið sitt á 73. mínútu og sjö mínútum fyrir leikslok inn- siglaði Whiteside svo sigurinn er hann vippaði knettinum lævíslega yfir markvörð Ipswich. A sama tíma var City að vinna góðan sigur gegn Tottenham á White Hart Lane, en það sama verður sagt um Tottenham og Ipswich, að liðið hefur ekki byrjað tímabilið eins vel og reiknað var með. Graham Baker, sem City fékk frá Southampton fyrir lítinn pening, skoraði bæði mörk Iiðsins, hvort í sínum hálfleiknum. Gary Mabbutt skoraði eina mark Tott- enham undir lok leiksins, en hetja City var raunar öðrum fremur Al- ex Williams, tvítugur varamark- vörður sem lék í stað Joe Corrig- an, en sá gamli meiddist í síðasta leik City. Williams hélt City- skipinu á réttum kili langtímum saman með snjallri markvörslu. Kannski var stórkostlegasti leikur umferðarinnar á Anfield í Liverpool, þar sem meistararnir áttu í hinu mesta basli með nýliða Luton. Snemma í leiknum meidd- ist Jake Findley, markvörður Lut- on, og tók Kirk Stephens fyrst stöðu hans, síðar Mal Donaghie, eða alls þrír markverðir. Þrátt fyrir hringlið stóðu leikmenn Lut- on sig frábærlega. Liverpool hafði yfir, 2—1, í hálfleik, Brian Stein náði forystunni fyrir Luton, en þeir Graeme Souness og Ian Rush svöruðu fyrir Liverpool. Luton var síðan sterkari aðiiinn framan af og þeir Dave Moss og Stein náðu forystunni með mörkum sínum. Það var svo ekki fyrr en á 75. mín- útu, að varamaðurinn Craig John- stone jafnaði metin fyrir Liver- pool. Stoke City raðar aideilis mörk- unum þegar sá er gállinn á liðinu. Swansea náði forystunni með marki Bob Latchford strax á 8. mínútu, en þeir Dave Watson og Mick Thomas svöruðu fyrir Stoke fyrir leikhlé. Yfirburðir Stoke voru sannarlega miklir og minnk- uðu ekki er Dai Davis, markvörður Swansea, skoraði sjálfsmark í síð- ari hálfleiknum. Paul Maguire skoraði fjórða mark Stoke úr víta- spyrnu. Sunderland lék afar vel í fyrri hálfleik gegn Brighton og tveggja marka forysta liðsins hefði átt að nægja til að byggja að minnsta kosti jafntefli á. Stan Cummins og Ally McCoist sáu um mörkin, en á fyrstu 22 mínútum síðari hálfleiks skoraði heimaliðið þrívegis og tryKKÖi sér öll stigin þrjú. Gordon Smith, Gerry Ryan og Tony Greal- ish skoruðu mörkin, en því miður fyrir Brighton sáu aðeins um 10.000 áhorfendur góða frammi- stöðu liðsins. Arsenal vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu er Coventry var að velli lagt. Það voru nýju mið- herjar liðsins, þeir Lee Chapman og Tony Woodcock, sem skoruðu mörkin og kannski eru betri tímar fram undan með blóm í haga hjá Arsenal fyrst þeir félagarnir virð- ast vera að ná sér á strik. Chap- man skoraði með skalla á 40. mín- útu eftir fyrirgjöf frá John Holl- ins, en Woodcock bætti marki sínu við í seinni hálfleik. West Ham vann stærsta sigur dagsins og er óhætt að segja að ekki standi steinn yfir steini hjá Birmingham, sem fengið hefur á sig 17 mörk í fimm fyrstu leikjun- um, skorað aðeins tvö. Alan Dev- onshire fór á kostum hjá West Ham, hann skoraði reyndar ekki sjálfur, en sýndi slík snilldartil- þrif hvað eftir annað, að fólk reis Craig Johnstone, t.h., kom inn á sem varamaður og skoraði jöfnunarmark Liverpool gegn Luton. Tony Woodcock og Lee Chapman, nýju miðherjarnir hjá Arsenal, skoruðu báðir fyrstu mörk sín fyrir félagið á laugardaginn. úr sætum og klappaði honum lof í lófa. Franqois Van Der Elst og Paui Goddard skoruðu fyrir West Ham í fyrri hálfleik, en þeir Ray Stewart (víti), Alvin Martin og Sandy Clarke bættu mörkum við í síðari hálfleik, lokatölur því 5—0. Aston Villa vann einnig stóran sigur á laugardaginn og var það Nottingham Forest sem mátti kyngja hinum stóra ósigri. Denis Mortimer skoraði fyrir Villa á 21. mínútu og Peter Withe var á ferð- inni með fallegt mark tíu mínút- um síðar. John Robertson minnk- aði muninn með marki úr víta- spyrnu á 44. mínútu, en Forest hafði enga burði til að fylgja markinu eftir. Gordon Cowans skoraði úr víti fyrir Villa á 63. mínútu og Peter Withe innsiglaði síðan stórsigur liðsins með marki á 79. mínútu. Ian Bowyer, fyrirliði Forest, var rekinn af leikvelli í síðari hálfleik svona rétt til að nudda dálitlu salti í sárið. STAÐAN 1. DKILD: WaCford 5 4 0 1 11 3 12 ManrheKter Utd. 5 4 0 1 12 5 12 Manchexter City 5 4 0 1 6 3 12 Liverpooi 5 3 2 0 11 6 11 WBA 5 3 0 2 11 6 9 Stoke Cilj 5 3 0 2 10 7 9 Notte (ounty 5 2 2 1 6 6 8 West Ham 5 2 1 2 9 4 7 Tottenham 5 2 1 2 ii 8 7 Swannea 5 2 1 2 8 7 7 Sunderland 5 2 1 2 7 6 7 (oventry 5 2 1 2 4 5 7 Hrighlon 5 2 1 2 5 12 7 Everton 5 2 0 3 9 6 6 Nottinghara Foreat 5 2 0 3 10 12 « Anton Villa s 2 0 3 9 n « Norwich 5 1 2 2 8 9 5 Luton 5 1 2 2 11 14 5 Arsenal 5 1 1 3 4 6 4 Southampton 5 1 1 3 3 12 4 lp.swirh 5 0 3 2 5 8 3 Birmingham 5 0 1 4 2 17 1 2. DEILD: Wolverhampton 5 3 2 0 9 1 11 Grimnby 4 3 1 0 11 3 10 QFK 5 3 1 1 8 4 10 Sherrield Wed. 4 3 0 1 11 5 9 Eulham 4 2 2 0 7 2 8 ('rysul P»l*ee 4 2 2 0 7 4 8 Leed* lltd. 4 2 2 0 5 3 8 Neweurtlc 5 2 2 I 6 6 8 I*ekeater 5 2 1 2 11 5 7 Burnley 4 2 1 1 9 4 7 (hetaea 5 1 3 1 3 3 6 Kotherham 5 1 3 1 7 8 6 Oldham 4 1 2 1 3 3 5 (’amhridge 5 1 1 3 6 9 4 Bolton 4 1 1 2 4 8 4 I>erby (ounty 4 1 1 2 3 8 4 Harnnley 4 0 3 1 3 5 3 CarlÍNle 4 1 0 3 « 13 3 Blarkburn 5 1 0 4 5 12 3 Charlton 4 1 0 3 4 12 3 Middknbrough 4 0 2 2 4 9 2 Shrewabury 4 0 0 4 1 6 0 Everton lék vel í fyrri hálfleik gegn Notts County og nokkrum sinnum voru leikmenn liðsins óheppnir að skora ekki. Heimalið- ið náði hins vegar yfirtökunum í seinni hálfleik, góð barátta færði liðinu nokkra yfirburði á miðj- unni. Eina mark leiksins og sigur- mark County, skoraði Rachid Har- kouk úr vítaspyrnu á 56. mínútu. Hann lék inn í vítateig Everton, var felldur, og skoraði sjálfur úr vítinu. Hér voru áhorfendur að- eins rúmlega 9.000 talsins. Norwich varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik gegn Southampton er miðherji iiðsins, Keith Bertchin, var borinn af leikvelli illa skorinn á höfðinu. Engu að síður náði Norwich forystunni á 58. mínútu er John Deehan skoraði úr víti. Seint í leiknum náði Dave Armstrong að jafna metin og þar við sat þrátt fyrir færi á báða bóga að gera út um leikinn. England, 2. deild: Burnley l(Steven) — Rotherham 2(Fern 2) Cambridge 3 (Reilley 2, Street) — Charlton 2 (Ferns, Walker) Crystal Palace 2 (Mabbutt, Hil- aire) — Blackburn 0 Derby 1 (Dalziel sjm.) — Middl- esbrough 1 (Bell) Fulham 4 (Cooney 2, Lewington, Houghton) — Bolton 0 Grimsby 2 (Drinkell, Waters) — Shrewsbury 0 Leicester 6 (Lynex 3, Lineker 3) — Carlisle 0 Newcastle 1 (Clarke) — Chelsea 1 (Lee) Oldham 0 — QPR 1 (Gregory) Sheffield W. 2 (Bannister, Meg- son) — Leeds 3 (Worthington 2, Butterworth) Wolves 2 (Humphrey, Eaves) — Barnsley 0 Þess má geta að lokum, að þrjú af mörkum Leicester voru skoruð úr vítaspyrnum, Lynes tvö, en Lin- eker eitt. 3. og 4. deild 3. DEILD: Bournemouth — Sheffield lltd. 0—0 Bradford — Newport 4-2 Brentford — Southend 4-2 Cardíff — Wifran 3-2 Chetrterlíeld - Brtatol R. 0-0 Gillingham — Millwall 1-0 lluddersfield - Wataall 2-2 Lincoln — Reading 4-0 Plymouth — Orient 2-0 Portsmouth — W rexham 3-0 Preston — Oxford 1—2 4. DEILD: Alderahot — Peterbrough 2-0 Bristoi C. — Blackpool 0-0 Bury — Crewe 0-1 ('henter — Torquay 0-0 Parlington — Hererord 2-1 liartlepool — Northampton 2-1 Mannfield - Port Vale 0-2 Swindon — Haiifax 0—1 York — Tranmere 2-1 Hinn 17 ira gamli Norman White- side hefur sýnt snilldartakta í liði Manchester Utd. í haust, ekki síst 4 laugardaginn gegn Ipswich, er hann skoraði tvivegis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.