Morgunblaðið - 14.09.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.09.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 31 Dalvík: Heyfengur nokkuð undir meðallagi Dalvík, 2. seplember. ^ Áklæða-og gluggatjaldasýning Aumastir allra eru alþýðu- bandalagsmenn er klyfja nú Há- skóla-Bleik og teyma milli stofn- ana að sannfæra vinnandi almúga um nauðsyn kauplækkunar. Dreifa þeir appelsínugulum Harmagráti og Heimsendaspám á kartonspjöldum er ná „meðal- menni í klof“ eins og Gröndal gamli orðaði það um doðrant einn á liðinni öld. Hverra erinda þeir ganga verður ljóst af ræðu seðla- bankastjóra á alþjóðafundi Gjald- eyrissjóðsins er hann kveður nauðsynlegt að „fjármagna greiðsluhalla" með „ábyrgri sam- vinnu verkalýðsfélaga" og viðlíka speki úr Grútarbiblíu eymdarinn- ar. Næstu daga ganga opinberir starfsmenn til atkvæða um samn- ing þann er forvígismenn hafa gert um kjör þeirra. Ljóst er að þeim er mikill vandi á höndum. Hvort ber þeim að gjalda jákvæði eða neikvæði við samningi þeim er fyrir liggur? Eigum við að segja já við rétt- arbótum ýmsum er boðnar eru og virðast jákvæðar? Eru þær þess virði að við viljum með jákvæði afsala okkur samningsrétti þeim er við höfum talið öllu öðru dýr- mætari og kyssa á vönd samnings- rofa og svíðinga? Með því að segja já afsölum við okkur framtíðarrétti til áhrifa um kaup og kjör. Þá afhendum við ríkisvaldi um alla framtíð ákvörð- un um samningsrétt okkar. Hver okkar vill bera ábyrgð á því? Minnumst þess að við greiðum einnig atkvæði vegna félaga okkar í ASI. Spyrjið þá álits. Teflt er um sjálfan samningsréttinn. Segjum nei. Nei og aftur nei. Nei, við bráðabirgðalögum og launahækkun. Sveium jólaketti yfirstéttarinnar er hvæsir nú við hversmanns dyr, þótt hann reyni að dylja klærnar í blánkuskóm Al- þýðubandalagsins. Segjum NEI. Nei og aftur NEI. Pétur Pétursson, þulur. Egilsstaðir: Málefnasamn- ingur hrepps- nefndar Kgils.stddum, 8. september. Á FUNDI hreppsnefndar Egilsstaða- hrepps í gær var lagður fram og ein- róma samþykktur málefnasamning- ur þeirra þriggja flokka er fulltrúa eiga í hreppsnefndinni, þ.e. Alþýðu- bandalags, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Eins og kunnugt er reyndist ekki áhugi né þörf fyrir myndun sérstaks meirihluta í hreppsnefnd Egilsstaðahrepps að loknum sveit- arstjórnarkosningum í vor. En hreppsnefndin ákvað strax að gera með sér sérstakan málefna- samning. Að því hefur síðan verið unnið og samningurinn er nú í höfn. I málefnasamningi þessum er kveðið á um stjórnun sveitarfé- lagsins og samstarf sveitarfélaga á Héraði með það fyrir augum að Fljótsdalshérað verði eitt lögsagn- arumdæmi. Þá er lögð áhersla á atvinnumál, landnýtingu og um- hverfismál, samgöngur og þjón- ustu í málefnasamningi flokk- anna. Ennfremur eru heilbrigðis- og öldrunarmál tíunduð, svo og skólamál, félags- og menningar- mál. Gert er ráð fyrir ráðningu sérstaks félagsmálafulltrúa í lok þessa árs. Hreppsnefndin hyggst kynna málefnasamning þennan rækilega nú á næstunni með ýmsu móti. A hreppsnefndarfundinum í gær var ennfremur samþykkt til- laga þeirra Helga Halldórssonar og Ragnars Steinarssonar, Sjálf- stæðisflokki, um útgáfu frétta- bréfs varðandi málefni sveitarfé- laganna og fasta viðtalstíma hreppsnefndarmanna. UM ÞESSAR mundir er heyskap í Svarfaðardal að Ijúka. Ekki verður um mikinn háaslátt að ræða þar sem spretta hefur verið lítil sökum þurrka nú í sumar. Vorið hér við Eyjafjörðinn utanverðan var með afbrigðum kalt svo snjóaði í fjöll í miðjum júní. Seinni hluta júnímánaðar brá svo til betri tíðar og var júlí- mánuður einstaklega hlýr og þurr- viðrasamur. Sökum vorkuldanna og þurr- viðrisins í sumar varð grasspretta léleg í Svarfaðardal. Heyfengur mun að öllum líkindum verða nokkuð undir meðallagi og mun suma bændur vanta hey til vetrar- ins. Fóðurgildi þeirra heyja sem aflast hafa mun þó mjög gott. Kartöfluuppskera virðist ætla að verða mjög góð og jafnvel meiri en í meðalári. Sama er að segja um berjasprettu sem að þessu sinni er mjög mikil. Réttir hafa verið haldnar und- anfarin ár i kringum 20. sept. en nú er ráðgert að flýta þeim um eina viku og verður nú réttað í Dalvíkurrétt 11. sept. en á Tungu- rétt í Svarfaðardal 12. sept. Er þetta gert til að flýta sauðfjár- slátrun því á undanförnum árum hafa bændur lent með slátrun í snjóum og hefur það gert þeim erfitt fyrir. Að sögn Kristins Guðlaugsson- ar, sláturhússtjóra á Dalvík, er gert ráð fyrir að slátrað verði um 11.700 dilkum nú í haust sem er 7—8% fækkun frá fyrra ári en um 2.000 fullorðins fjár verður slátrað sem er nokkur aukning. Sláturfé í sláturhúsi KEA á Dalvík kemur úr Arnarnes-, Árskógs- og Svarf- aðardalshreppi og af Dalvík og Ólafsfirði. (►'rélUlilkynning.) Að Kjarvalsstöðum sýna Gefjun og Epal hf. gerðir áklæða, glugga- tjalda og værðarvoða sem Gefjun framleiðir. Á sýningunni eru sýndar þrjár nýjar áklæðategundir og ein gluggatjaldategund auk nýrra værðarvoða. Segir í frétt frá SÍS, að áklæðin séu í 109 litaafbrigðum og gluggatjöldin í 15 litaafbrigð- um. Auk þessa séu einnig sýndar eldri vörur sem Gefjun hefur framleitt. Sýningin stendur til 26. september. UUUIJU Bíll ársins 1982 RENAULT9 LAGLEGUR, LETTUR OG LIPUR Dómnefndin sem valdi RENAULT 9 sem bíl ársins 1982, er skipuð fulltrúum allra helstu bílablaða Evrópu. Gagn- rýnendum, sem vel má treysta til að velja bíl ársins 1982. RENAULT 9 hefur einnig hlotið mikið lof þeirra leik- manna sem hafa reynsluekið honum, og komist í kynni við kosti hans. Meðal margra kosta má nefna sérhönnuð sæti, sem hafa fengið sérstaka viðurkenningu í vali bíis ársins 1982. Gerð Vél Eyðlsa/90kmVerð R9TC 48din 5,41 129.000,- R9GTL 60 din 5,41 139.000.- R9GTS 72din 5,41 151.000- R9Automatic 68din 6,31 156.000,- Fáanlegir með mjög fullkomnum aukaútbúnaði. Sýningai KRISTINN GUDNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.