Morgunblaðið - 14.09.1982, Page 28

Morgunblaðið - 14.09.1982, Page 28
Vítt og breitt Kvikmyndír Sæbjörn Valdimarsson myndum ársins, KAFBÁTUR- Skammt er stórra högga á milli í Ifíóhöllinni l>ar hefur nú gengið i stærsta salnum um allnokkurt skcið ágætismyndin THE STUNT MAN, hvar l’eter OToole sannar rétt einu sinni hvílíkur afburða- leikari hann er. En nú er röðin komin að PORKY’S, bandarisk/ kanadískri gamanmynd, sem er þriðja vinsælasta myndin vestan hafs í ár. Ef við lítum aðeins nánar á þann vinsældalista hefur E.T. að sjálfsögðu vinninginn, hefur tek- ið inn 229 milljónir dala (sækir nú stöðugt á vinsælustu mynd allra tíma, STAR WARS, sem halað hefur inn 319 milljónir þar vestra. Reyndar telja framleið- endur hennar að STAR WARS verði að víkja í kringum áramót- in fyrir hinni feikna vinsælu mynd Spielbergs, en minna um leið á, að þá verður næsta mynd STAR WA RS-seríunnar, THE REVENGE OF THE YEDI, rétt hinum megin við hornið, því þessi aldýrasta mynd seríunnar verður frumsýnd í maí nk., slétt- um sex árum eftir frumsýningu STAR WARS. Næst kemur ROCKY III með 109 millj., þá PORKY’S örlitlu lægri; STAR TREK II: THE WRATH OF KAHN með 74 millj., og því næst POLTERGEIST með 65 milljón- ir dala. Svo að sjá má að hin nýja mynd kvikmyndahússins er hreint ekki í svo afleitum félags- skap! Laugarásbíó mun taka til sýn- inga á næstunni kvikmyndina NIGHTHAWKS með hinum vinsæla Sylvestar Stallone og Billy Dee Williams í aðalhlut- verkum. Þeir bregða sér hér í gervi rannsóknarlögreglumanna í New York . .. í Háskólabíói hefur verið hálf- gerð kvikmyndahátíð síðustu vikurnar — fyrst BREAKER MORANT, og þessa dagana er verið að sýna þar eina af bestu Makalaust tríó. ARTHUR. INN ... I Reynboyanum gengur stór- myndin ON GOLDEN POND við miklar vinsældir ásamt ágætum endursýningum. Stjömubíó sýnir um þessar mundir hina endurbættu útgáfu Spielbergs á CLOSE ENCOUNT- ER .... sem að mörgu leyti er betri en frummyndin, a.m.k. hvað hljóðeffekta varðar — en það vantar því miður dolby-kerfi í húsið. I Austurbœjarbíói er verið að sýna eitt snjallasta verk Ken Russels, ALTERED STATES, sem undirritaður sá vestan hafs á síðasta ári, og lýsti þá fjálg- lega á þessum síðum. Hann stendur enn í þeirri meiningu sinni að hér sé um að ræða eina merkilegustu mynd þessa stór- brotna ruglukolls ... I Tónabíói má enn sjá tilþrif þeirra Nicholsons og Lange á eldhúsborðinu. Lange er tví- mælalaust ein mest kynæsandi ieikkona okkar tíma, það eru að- eins guðsvolaðir eymingjar sem ekki lifna við undir umræddri senu, nú og svo er Nicholson villtur til augnanna . . . Þeir Bíóbœjarmenn halda sig stíft við þrívíddarmyndirnar. Um þessar mundir hafa þeir ein- ar þrjár slíkar í takinu — BAR- DAGASVEITINA, vestrann í OPNA SKJÖLDU og „eina þá allra djörfustu", GLEÐI NÆT- URINNAR. í þessu sambandi má geta þess, að ein vinsælasta myndin í Bandaríkjunum í dag er fyrsta þrívíddarmynd stóru kvikmyndaveranna í Hollywood um hartnær þriggja áratuga skeið - FRIDAY - THE 13TH PART III, sem gerð er af Para- mount. Nýja Bíó býður upp á glænýja gamanmynd, NÚTÍMA VANDA- MÁL, sem bráðskemmtilegum „original" mannskap í aukahlut- verkum. Stórkostleg breyting hefur orðið á meðaialdri frum- sýndra mynd hérlendis á síðustu árum. Það er ekkert tiltökumál lengur þó að hér séu á boðstólum ársgamlar myndir, í fjölmörgum tilfellum, mánaðarlega, eru þær jafnvel ekki það gamlar. Á ferð um Amsterdam ekki alls fyrir löngu, sá ég mér til mikillar ánægju að þar voru í gangi að- eins tvær umtalsverðar myndir sem enn voru ósýndar hér heima! Gamla Bíó hefur nú endursýnt um nokkra hríð FAME, sjálfsagt sökum vinsæida tónlistarinnar uppá síðkastið á vinsældalistun- um í Bretaveldi. Nú, og svo á náttúrlega ekki illa við að sýna söngvamyndir í Óperunni ... Og smáfrétt af einu, alvöru Hollywood-leikkonunni okkar, Önnu Bjöms: Hún hefur nýlega fengið aðalkvenhlutverkið í gamanmyndinni SHAKE IT UP. Myndin verður tekin upp í Los Angeles og nágrenni undir stjórn Alan Arkish. Af öðrum leikurum má nefna Daniel Stern og Gail Edwards. Annað nafn sem ég hef séð á myndinni er GET CRAZY. Og að lokum — svar til Norö- lendings, sem skrifar mér 5. þessa mánaðar eftirfarandi bréf: Ágæta kvikmyndasíða. Mig langar að spyrjast fyrir um nokkrar kvikmyndir, sem ég hef ekki orðið var við að bærust hingað til lands í kvikmyndahús. Hugsanlegt er að einhverjar þeirra hafi farið framhjá mér, en aðrar veit ég að hafa ekki sést. Hvers vegna ekki og hve- nær eru þær væntanlegar? Þessa spurningu ber ég fram í þeirri von að Kvikmyndasíðan megi e.t.v. aðstoða mig við að leita svars. Títtnefndar myndir eru þess- ar: 1. ARTHUR. Aðalhlutverk Dud- ley Moore. (Lagið úr þessari mynd fékk Óskarsverðlaunin í ár, ef ég man rétt.) 2. THE DEVIL AND MAX DEVLIN. Aðalhlutverk: Ell- iott Gould, Bill Cosby, Cathy Lee Crosby. (Þessi kvikmynd er frá Walt Disney-fyrirtæk- inu, sennilega framleidd 1980.) 3. S.O.B. (Blake Edwards.) 4. Excalibur. Kvikmynd þessa veit ég lítið um annað en að hún fjallar um Arthúr Engla- kóng og sverð hans frægt. Bandarísk, líklega gerð 1981. 5. CAT PEOPLE með David Bowie í aðalhlutverki. 6. E.T. Margumtöluð mynd Spielbergs. 7. FELIX. Þessi mynd er dönsk og glæný, frumsýnd þar fyrir skemmstu og hefur hlotið mikið umtal og góða dóma, að því ég vest veit. Líklega lítil von að hún sjáist hérlendis. 8. THE MEDUSA TOUCH. Svo- lítið er farið að slá í hana þessa, en ég get með engu Dudley Moore, Sir John Gielgud og Liza Minelli I MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 Atriði úr hinni vinsæiu gamanmynd PORKY’S. móti munað eftir henni hér heima. Aðalhlutverk Lino Ventura, Lee Remick og Rich- ard Burton. Þakklátur yrði ég ef svör ég fengi. Með fyrirfram þökk, Norðlendingur. Svar: Mér er það létt og Ijúft að verða við bón þinni, en þetta get ég upplýst þig um: 1. Myndin verður fljótlega tekin til sýninga í Austurbæjarbíói. Hún er bráðskemmtileg og þeir Moore og Sir John Giel- gud fara á kostum. 2. Þessi mynd var gerð af Dis- ney i fyrra og verður sýnd í fyllingu tímans í Gamla Bíói. 3. S.O.B. var sýnd í sumar í Tónabíói. 4. EXCALIBUR, sem er af hinni svokölluðu „sword and sorc- ery“-gerð mynda, sbr. SVERÐIÐ OG SEIÐ- SKRATTINN, er leikstýrð af John Boorman 1981. Fjallar um riddara hingborðsins, Merlin, Arthur konung, Sir Lancelot, Guinevere, og allt það ágæta fólk. Verður frum- sýnd í Austurbæjarbíói fljót- lega. 5. og 6. Þegar þessar línur birt- ast, verður forstjóri Laugar- ásbíós að semja um sýn- ingarrétt þessara mynda hérlendis í London. Aðspurð- ur sagðist hann leggja alla áherslu á að fá hina geysi- vinsælu mynd, E.T., sem fyrst til sýninga hérlendis. 7. Þrátt fyrir allmargar fyrir- spurnir komst ég ekki á snoð- ir um framtíð FELIX hér- lendis, síðan stendur öllum upplýsingum opin. 8. THE MEDUSA TOUCH var frumsýnd í Háskólabíói 3. júlí ’79. Hlaut hún ríflega meðal- aðsókn, eða rösklega sjö þús- und manns. Með þökk fyrir bréfið, S.V. NasUssia Kinski (hér I TESS), fer ne* aAalhlutverkið í CAT PEOPLE. Bladburóarfólk óskast! U‘"”7IS 35408 Austurbær Laugavegur Skólavöröustígur Hverfisgata Uthverfi Síöumúli Drekavogur Karfavogur Nýtt bliW Bliw er hentug sápa, sem vegna umbúðanna er mjög hentug í notkun. Hún er drjúg, þar sem hún liggur ekki á vaskinum og leysist upp. , . Heildsölubirgðir: KaiipSel Sf. Sími 27770.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.