Morgunblaðið - 14.09.1982, Qupperneq 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
t
Eiginkona mín og móöir okkar,
ANNA ÞÓROARDÓTTIR,
Grundarbraul 20, Ólafavík,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 11. september.
Jarðarförin auglýst síöar.
Eyjólfur Snaabjörnason,
Halla Eyjólfsdóttir,
Guömunda Eyjólfsdóttir.
+ Systurdóttir okkar og bróöurdóttir mín,
RUTH HJARTAR,
lést í Laridspítalanum pann 11. þ.m.
Ingibjörg J. Hall, Garöar Hall,
Ragnar Hall, María Hjartar.
Móöir okkar. +
GUDRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR fré Vestmannaeyjum, Heimavöllum 5, Keflavík, andaðist 4. september, útförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk
hinnar látnu. Börnin.
t
Móöir okkar,
RÓSA ÍVARSDÓTTIR
fró Maröarnúpi,
andaöist í Héraöshaelinu Blönduósi 11. september.
Börn hinnar lótnu.
t
Eiginkona mín,
FRIDRIKKA JÚLÍUSDÓTTIR,
Leifagötu 8, Reykjavík,
andaöist i Landspítalanum aöfaranótt 13. september.
Sævaldur Konráösson.
Fao^of'kar,
GUÐMUNDUR HJÖRLEIFSSON
trésmiöur,
Brávallagötu 42,
andaöist í Landspítaianum aö morgni 12. september.
Erna Guömundsdóttir,
fna Guömundsdóttir,
Leifur Guömundsson.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
JÚLÍUS Á. JÓNSSON,
Austurbrún 2, Reykjavík,
lést í Hafnarbúðum 13. september 1982.
Ásta Magnúsdóttir,
Hans Júlíusson, Annar Hjartardóttir,
Jón Gunnar Júliusson, Þuríóur Beck,
Birna Júlíusdóttir, Hlööver Oddsson,
Kristin Júlíusdóttir, Guömundur Ingólfsson,
börn, barnabörn, barnabarnabörn og aórir aóstandendur.
Guðríður Sœmunds-
dóttir — Minning
Fædd 14. ágúst 1906
Dáin 3. september 1982
Amma okkar, Guðríður Sæ-
mundsdóttir, hefur kvatt þennan
heim. Hún gerði það á sama lát-
lausa og fyrirferðalitla hátt og
hafði einkennt allt hennar líf; hún
sofnaði og vaknaði ekki aftur.
Þó heilsan hafi verið farin að
gefa sig og þrekið tekið að minnka
áttum við ekki von á þessu. Það
var aðeins síðustu vikuna sem hún
fór ekki fram úr rúminu að heitið
gæti, en þótt það hafi þá hvarflað
að manni að endalokin nálguðust,
komu þau á óvart, eins og dauðinn
gerir reyndar ætíð.
Við barnabörnin hennar höfum
misst mikið. Jafn hjartagóða og
hlýja konu er erfitt að finna. Þeir
eru fáir sem alla tíð hafa tekið
jafn vel á móti okkur, hvernig sem
á stóð. Alltaf vorum við jafn vel-
komin í heimsókn til ömmu. Hlýj-
an og umhyggjan skein úr hverri
hreyfingu og úr hverju orði. Hún
vildi alltaf allt fyrir aðra gera.
Þegar jafn kær ástvinur er tek-
inn á brott, fyllist hugurinn af
minningum. Minningarnar um
ömmu eiga það sameiginlegt að
vera allar góðar.
Efst í huga okkar er þó þakklæti
fyrir að hafa fengið að njóta sam-
vista með henni, þakklæti fyrir
allar þær stundir sem hún deildi
með okkur.
Megi algóður Guð blessa sál
hennar og taka í sinn himneska
faðm.
Blessuð sé minning hennar.
Stýr mínu fari heilu heim,
í höfn á frióarlandi.
I>ar mig í þinni gaeslu geim,
ó, (>ud minn alls valdandi.
V. Briem
Dúa, Gunnar og Sigurður Grétar
Guðríður Sæmundsdóttir and-
aðist á heimili dóttur sinnar,
Hellulandi 8, Reykjavík, föstudag-
inn 3. september sl. og fer útför
hennar fram í dag frá Fossvogs-
kirkju. Guðríður var fædd hinn 14.
ágúst 1906 á Lækjarbotnum í
Landsveit, dóttir hjónanna Sæ-
mundar Sæmundssonar, bónda, og
konu hans, Sigríðar Theodóru
Pálsdóttur, er þar bjuggu. Bæði
voru þau hjón af góðkunnum
rangæskum ættum. Sjö voru
systkinin á Lækjarbotnum sem
komust til fullorðinsára og eru nú
bræður hennar tveir eftir, Sæ-
mundur og Árni.
Árið 1909 deyr faðir hennar og
ári seinna verður móðir hennar að
hætta búskap og systkinin dreif-
ast meðal frænda og vina. Fer þá
Guðríður að Hurðarbaki í Vill-
ingaholtshreppi til Árna Pálsson-
ar, bónda, móðurbróður síns. Elst
hún þar upp í stórum fóstursystk-
ina hóp og voru þau henni afar
kær, enda reyndust þau henni sem
hún væri þeirra eigin systir. Lærði
hún þar öll hin almennu sveitar-
störf og vann við þau fram að tví-
tugu, þá fer hún til Reykjavíkur
og flyst til móður sinnar, sem þá
var farin að búa í Reykjavík. Vann
hún þar við ýmis störf. Fer í Sam-
vinnuskólann og naut þeirrar
menntunar vel, hún var greind
kona og alla tíð fróðleiksfús.
Árið 1931 giftist hún Guðmundi
Guðmundssyni og átti með honum
eina dóttur. Þau Guðmundur slitu
samvistum eftir fáein ár. Þá flyst
hún á Njálsgötu 48 hér í borg, þar
sem móðir hennar bjó. Þar var
heimilið sem fjölskyldan gat alltaf
sameinast á. Þar var góð frænka
sem hjálpaði móður sinni til að
sameina fjölskylduna aftur. Dúa,
eins og hún var kölluð meðal
frænda og vina, varð frændfólki
sínu stoð og stytta, því allir sem
einhvers þurftu með leituðu til
hennar.
Árið 1947 giftist hún Þorsteini
Jóhannessyni bifreiðastjóra. í
+
Faöir minn og afi okkar,
ÁGÚST ÓLAFSSON
fyrrverandi verkstjóri,
Sólvallagötu 52.
lést á heimili sínu, föstudaginn 10. september.
Emil Ágúatsson,
Guörún Dröfn Emilsdóttir,
Ragna Björk Emilsdóttir.
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
BRANDURJÓNSSON
fyrrverandi skólastjóri,
andaöist aöfaranótt sunnudagsins 12. september i Landakotsspít-
ala.
Fyrir hönd aöstandenda,
Rósa Einarsdóttir og dætur.
+
Útför eiginkonu minnar og móöur okkar,
SIGRÍDAR GRÓU ÞORSTEINSDÓTTUR,
Eyrarvegi 13, Akureyri,
veröur gerö frá Akureyrarkirkju, miövikudaginn 15. september kl.
13.30.
Tryggvi Helgason,
Þorsteinn Gunnarsson,
Benedikt Gunnarsson,
Styrmir Gunnarsson.
+
Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir,
KLEMENS ÞORLEIFSSON
kennari,
Hjallavegi 1, Reykjavík,
andaöist sunnudaginn 12. september sl.
Guöríóur Þórarinsdóttir,
Ólöf Inga Klemensdóttir,
Þórarinn Klemensson, Ásdís Sigurgestsdóttir,
Þórunn Klemensdóttir, Þröstur Olafsson.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa,
JÓNS GUÐNASONAR,
Öldugötu 26, Hafnarfiröi.
Kristín Sigríöur Einarsdóttir,
Einar V. Jónsson,
Halldóra G. Jónsdóttir, Marteinn G. Þorléksson,
Guóni Jónsson, Berta Björgvinsdóttir,
Jóhannes Jónsson, Guörún Lérusdóttir,
María Jónsdóttir, Jón Pélmi Skarphéöinsson,
og barnabörn.
Mjóuhlíð 14, Reykjavík, var heim-
ili þeirra, og þar áttu þau með
börnum sínum, dótturinni Sigríði
Theodóru, börnum Þorsteins,
Hrefnu Svövu og Ragnari Hilm-
ari, og tengdamóðurinni Guðrúnu,
yndislegt heimili. Börnin giftust
og eignuðust afkomendur. Fram-
tíð og velferð þeirra var þeim fyrir
mestu. Dúa var mikil hannyrða-
kona og áttu þau marga fagra
muni sem vitna um handbragð
hennar.
Hjónin voru samhent og áttu
mörg áhugamál. Þau spiluðu mik-
ið og áttu góða spilafélaga. Þau
ferðuðust um landið og nutu þess,
því bæði voru þau sveitabörn.
Kærkomnir gestir voru þau þegar
þau komu hér að Skarði, þau
glöddu alla, þau gleymdu engum.
Og nú þegar síðasta systirin af
börnum Sæmundar á Lækjarbotn-
um kveður, leitar hugurinn til lið-
inna ára, þar sem glæsilegar og
góðar frænkur, Katrín, Guðrún,
Jóhanna, Pálína og Guðríður mót-
uðu huga og störf frændfólksins.
Allar voru þær vel gefnar og vinn-
andi, fræddu okkur um margt.
Þær þekktu alla og gleymdu eng-
um. Þær vissu hve mikils virði það
var að eiga fjölskyldu. Fjölskyldur
systkinanna frá Lækjarbotnum
eru í sannleika ein stór fjölskylda.
í nafni frændfólksins, þegar við
að lokum kveðjum Dúu frænku,
verður okkur hugsað með þakklát-
um huga til alls þess sem hún
gerði fyrir okkur, allar hátíðar-
stundirnar á heimili hennar og
heimilum okkar. Hún hafði alltaf
tíma til að vera með öllum, bæði
þegar við glöddumst yfir áföngum
og sigrum í lífi okkar, og engin
hönd og hugur var betri og hlýrri
en Dúu þegar eitthvað var að.
Gjafir hennar og góðar óskir
geymast í hugum okkar sem
dýrmætur fjársjóður.
Gott er að leiðarlokum að hugsa
til síðustu lífsstunda Dúu frænku.
Hún var umvafin ástúð og um-
hyKKju dóttur sinnar, tengdasonar
og barnabarna. Voru mæðgurnar
sérstaklega samrýndar og miklir
kærleikar þeirra í milli, sem með-
al annars kom fram í því, að þegar
Þorsteinn andaðist fluttist Dúa á
heimili dóttur sinnar, sem annað-
ist hana til dauðadags.
Frændfólkið allt sendir fjöl-
skyldu og venslafólki Dúu innileg-
ustu samúðarkveðjur og biður Guð
um að blessa minningu hinnar
mætu konu.
Sigríður Theódóra Sæmundsdóttir
Eitt sinn skal hver einn deyja,
tímaglasið tæmist. Síðasta kornið
er runnið.
Guðríður Sæmundsdóttir lauk
þessu tímaglasi sínu að morgni 3.
þ.m., 76 ára að aldri, eftir nokkurn
aðdraganda, þannig, að ekki kom á
óvart.
Guðríður fæddist 14. ágúst 1906
að Lækjarbotnum í Landsveit,
dóttir hjónanna Sigríðar Theó-
dóru Pálsdóttur og Sæmundar
Sæmundarsonar, bónda þar.
Systkini hennar voru 7. Föður
sinn missti Guðríður er hún var
2ja ára, og 4ra ára að aldri fór hún
í fóstur til móðurbróður síns,
Árna Pálssonar, að Hurðarbaki í
Flóa, og ólst þar upp fram yfir
fermingu. Að Hurðarbaki voru
allir henni góðir, og þar átti hún
glaða daga, sem hún minntist með
þakklæti æ síðan. Sér í lagi tók
hún ástfóstri við mun eldri fóst-