Morgunblaðið - 21.09.1982, Page 1

Morgunblaðið - 21.09.1982, Page 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 208. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins Friðargæzlusveitir aftur til Líbanon Fjöldamorð Þannig var aðkoman þegar fréttamönnum var leyft að fara inn í Sabra-búðir Frelsis- samtaka Palestínu í Vestur-Beirút eftir fjöldamorðin þar. Beirút, 20. septemher. AP. LÍBANONSTJÓRN fór þess formlega á leit í dag við ríkisstjórnir Banda- ríkjanna, Frakklands og Ítalíu að þær sendu friðargæzlusveitir sínar aftur til Vestur-Beirút, sem ísraelsmenn hersitja, og að þær yrðu þar í a.m.k. 20 daga. A sama tíma fann Rauði krossinn lík 120 fórnarlamba fjöldamorð- anna og kom þeim fyrir í fjöldagröfum. Samþykkja að velja Kohl kanzlara 1. okt. Honn, 20. september. AP. LEIÐTOGAR flokka kristilegra demókrata (CDU) og frjálsra demókrata (FDP) samþvkktu í dag aö reyna að fella stjórn Helmut Schmidts kanzlara fyrir 1. október, kjósa Helmut Kohl, leiðtoga CDU, eftirmann hans og boða til nýrra kosninga fyrsta sunnudaginn í marz. Ronald Reagan forseti tilkynnti í sjónvarpsávarpi í kvöld að bandarískir landgönguliðar yrðu aftur sendir til Líbanon til að taka þátt í friðargæzlustörfum, en yrðu þar aðeins í „takmarkaðan tíma". Francois Mitterrand forseti til- kynnti einnig í sjónvarpsávarpi í kvöld að Frakkar myndu senda nýtt friðargæzlulið tii Líbanon og sagði að fyrstu hermennirnir yrðu komnir þangað innan þriggja daga. Italir staðfestu að þeir mundu senda friðargæzlusveit. Forseti ísraels, Yitzhak Navon, hvatti í dag til rannsóknar „áreið- anlegra og óháðra manna“ á fjöldamorðunum og ísraelska út- varpið taldi líklegt að Menachem Begin forsætisráðherra samþykkti það. Navon kvað það skyldu Israelsmanna gagnvart sjálfum Navon, forseti ísrael, hefur hótað að segja af sér. sér og hinum siðmenntaða heimi að gera fulla grein fyrir morðun- um. Yfirlýsing hans í útvarpi hafði að geyma óbeina hótun um afsögn. Verkamannaflokkurinn krefst einnig opinberrar rannsóknar og leiðtogi hans, Shimon Peres, skor- aði á stjórnina að segja af sér. Blöðin „Davar" og „Jerusalem Post“ tóku undir áskorunina. Blaðið „Haaretz" sagði að Ariel Sharon landvarnaráðherra og for- seti herráðsins, Rafael Eytan hershöfðingi, ættu að segja af sér. Ráðherrann Yitzhak Modai kvað stjórnina „sannfærða um að haldið hafi verið eins vel á málum og unnt hefði verið". Rannsókn blaða bendir þó til þess að morðin hafi byrjað á fimmtudagskvöld og ráðherrar hafi vitað um þau á föstudagsmorgun án þess að gera nokkuð. Modai sagði að morðin hefðu hafizt á fimmtudagskvöld og hætt þegar ísraelskir hermenn skárust í leikinn „fyrir hádegi" á föstudag. Yfirstjórn hersins segir að ísra- elskir hermenn hafi vitað að sveit- ir falangista hefðu farið inn í búð- irnar og heyrt skothríð, en haldið að slegið hefði í bardaga milli fal- angista og palestínskra skæruliða, þar sem það væri yfirlýstur til- gangur falangista að hafa upp á skæruliðum og hergögnum þeirra. Þegar særðir og fallnir falang- istar voru bornir út var það talið staðfesta að bardagar hefðu geis- að. A föstudagsmorgun og síðar um daginn hefði sá grunur vaknað að eitthvað grunsamlegt væri á seyði. Samband var haft við leið- toga falangista og þeim skipað að fara úr búðunum. Israelsmenn segja að þeir hafi haldið að fal- angistarnir væru velagaðir her- menn, sem hefðu barizt gegn skæruliðum, ekki skríll eins og þeir sem börðust í borgarastríð- inu. Nú er talið víst að Amin Gemayel úr flokki falangista verði valinn forseti í stað bróður síns. Camille Chamoun fv. forseti til- kynnti í dag að hann hefði dregið sig í hlé í þágu „þjóðareiningar, frelsis og lýðræðis". Flestir múhameðstrúarmenn á þingi styðja Gemayel. Þriðji for- setaframbjóðandinn, Raymond Edde, sem er í útlegð í París, hvatti til þess að forsetakosning- unum yrði frestað. ísraelskir embættismenn hörm- uðu í dag þá ákvörðun Egypta að kalla heim sendiherra sinn í ísrael til skrafs og ráðagerða. Utanrík- isráðherrar Arababandalagsins koma saman í Túnisborg á morg- un að ræða sameiginlegar aðgerð- ir vegna fjöldamorðanna. Samkomulagið náðist á fundi leið- toga FDP, Hans-Dietrich Genschers og Franz-Josef Strauss, leiðtoga CSU, systurflokks CDU í Bæjara- landi. Gerhard Stoltenberg, forsæt- isráðherra Slésvíkur-Holsteins, og Friedrich Zimmermann, þingleiðtogi CSU, sátu einnig þennan sáttafund. Áður hefur verið stefnt að því að fella Schmidt fyrir fylkiskosn- ingarnar í Hessen um næstu helgi, en engin skýring var gefin á því hvers vegna því áformi hefur verið breytt. Fyrr í dag hafði komið upp ágreiningur milli stuðningsmanna Strauss í Bæjaralandi og FDP og hann vakti efasemdir um árangur þeirra tilrauna. Kohl, Genscher og Strauss virðast vilja næði til að vinna að stefnumótun nýrrar stjórn- ar áður en Schmidt verði felldur. Strauss gagnrýndi frjálsa demó- krata fyrir tækifærisstefnu og sagð- ist ekki vilja sitja með þeim í ríkis- stjórn, ef þeim tækist að fella Schmidt í atkvæðagreiðslu um van- traust í þessari viku. í viðtali við „Stern“ kvaðst hann hafa „fyrir- vara“ á samvinnu við FDP og tók fram að hann vildi nýjar kosningar í desember í síðasta lagi. CDU og FDP, sem olli stjómarkreppunni með því að slíta stjórnarsamvinn- unni á föstudaginn, hafa viljað kosn- ingar í vor. Vinsældir FDP hafa dvínað ört samkvæmt skoðanakönnunum að undanförnu og flokkurinn telur hag sínum bezt borgið með því að fresta nýjum kosningum til þess að vinna sig aftur í álit. Úrsögnin úr stjórn- inni getur hins vegar veikt flokkinn ennþá meira. Leiðtogar vinstri arms FDP hafa krafizt þess að flokkurinn snúi baki við Hans-Dietrich Genscher, sem átti mestan þátt í úrsögninni úr stjórninni á föstudaginn. Upphaf- lega ætluðu FDP og CDU að bera fram frumvarp um vantraust á mið- vikudag og þá hefði Kohl verið kos- inn kanzlari á föstudaginn. Fast hefur verið lagt að flokkun- um að komast að samkomulagi fyrir kosningarnar í Hessen. FDP vildi semja um samsteypustjórn fyrir þann tíma, þar sem flokkurinn óttast slæma útreið í Hessen og að staða ihaldsmanna, eins og Strauss og félaga hans í CSU, sem vildu nýj- ar kosningar, styrkist. CDU og CSU er spáð hreinum meirihluta í nýjum kosningum. FDP er spáð aðeins 4,3 af hundraði, en þarf 5% til að koma manni að. Nánar um atburðina í Líbanon á bls. 30 og 31. Palme kannar myndun stjórnar eftir sigurinn Stokkhólmi, 20. september. AP. OLOF PALME, leiðtogi sósíaldemókrata, hóf óformlegar viðræður við helztu samstarfsmenn sína I dag um stjórnarmyndun eftir greinilegan sigur jafnaðarmanna í kosningunum á sunnudaginn. Forseti þingsins ræddi jafnframt við leiðtoga helztu flokka um stjórnarmyndunina. Ráð- herralistinn mun verða lagður fram 8. október, nokkrum dögum eftir aö þing kemur saman. Thorbjörn Fálldin forsætis- ráðherra afhenti þingforsetan- um lausnarbeiðni sína í morgun, en stjórn hans situr áfram til bráðabirgða. Þetta er í raun fyrsti sigur Palme í fimm kosningum síðan 1969 og hann verður í fyrsta skipti sjálfráður um myndun eigin ríkisstjórnar, 13 árum eftir að hann varð flokksleiðtogi. Á því tímabili hefur hann verið sjö ár forsætisráðherra. Jafnframt tryggði hann sósíaldemókrötum meirihluta, en borgaraflokkarn- ir hafa verið við völd í ýmsum samsteypustjórnum síðan 1976. Sósíaldemókratar fengu 166 þingsæti og borgaraflokkarnir 163, en kommúnistar héldu sín- um 20 þingsætum. Sósíaldemó- kratar sigruðu einnig í stærstu borgum Svíþjóðar í borgar- stjórnarkosningum sem einnig fóru fram. Úrslitin valda því að Palme hefur frjálsari hendur en ella t tilraunum sínum til að berjast við atvinnuleysi og versnandi efnahagsástand, sem voru aðal- mál kosninganna, en hingað til hefur hann orðið að treysta á stuðning kommúnista. Búizt er við að hann muni safna völdun- um sem mest hjá sér. Talið er víst að nokkrir full- trúar verkalýðssambandsins og nokkrar konur fái sæti í nýju stjórninni. Vera má að Gertrud Sigurdson, fyrrum ráðherra þróunaraðstoðarmála, verði næsti utanríkisráðherra. Palme leggur sérstaka áherzlu á að ráða stjórn utanríkismála sem mest sjálfur að sögn stjórnmála- manna. Iðnrekendur, vinnuveitendur og samtök þeirra, svo og borgaraflokkarnir, hafa boðað baráttu gegn hinum umdeildu tillögum sósíaldemókrata um launþegasjóði, en vona að Palme geri einhverjar breytingar á til- lögunum. Ovenjurólegt var í kauphöllinni í Stokkhólmi eftir sigur sósíaldemókrata. Nánar um sænsku kosningarnar ábls.19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.