Morgunblaðið - 21.09.1982, Síða 5

Morgunblaðið - 21.09.1982, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 5 Frá opnun bandarísku vikunnar í Nausti. Mor^unblaðiö/ Emiiía Ráðstefna um næringu og heilsu á Norður- löndum hefst í dag RÁÐSTEFNA um næringu og heilsu á Norðurlöndum hefst i hátíðasal Háskóla íslands, klukkan tvö eftir hádegi með ávarpi Guðmundar Magnússonar, háskólarektors. Aðal- tungumál ráðstefnunnar verður enska. Káðstefnan er opin öllum. Erindi verða flutt í eftirfarandi röð: Gustav Nedergaard (Danmörku kl. 14:15. Ritva Seppánen (Finnlandi) kl. 14:45. Jón Óttar Ragnarsson (íslandi) kl. 15:15. Arne Lövö (Noregi) kl. 16:00. Björn Isaksson (Svíþjóð) kl. 16:30. _ Að erindaflutningi loknum verða pallborðsumræður sem Laufey Steingrímsdóttir stjórnar. Verður rætt um efnið Næringar- vandamál Norðurlandabúa. Fund- arstjóri á fundinum verður Björn Sigurbjörnsson. Ung nordisk musik festival: Tvö íslenzk verk á tónleikum í kvöld „Bandarískir dagar“ á Naustinu SENDIHERRA Bandaríkjanna á íslandi, Marshall Brement, opnaði í gærkvöldi „bandaríska daga“ á Naustinu. „Nú er rúmur aldar- fjórðungur síðan Naustið hóf þá nýbreytni að kynna matarvenjur hinna ýmsu þjóða. Það er við hæfi, að við hcfjum kynningu á banda- rískum mat — fyrsta kynningin sem haldin var í Naustinu, var ein- mitt „bandarísk vika“. Með þessu viljum við cndurvekja þá Naust- stemmningu, sem hér ríkti," sagði Omar Hallsson veitingamaður. Halldór S. Gröndal, sem var veitingamaður í Naustinu, bryddaði upp á þeirri nýjung að kynna mat hinna ýmsu þjóða og svo sló þetta uppátæki svo í gegn, að „bandaríska vikan" stóð yfir í þrjár vikur. Þar var m.a. í fyrsta sinn á íslandi á boðstólum körfukjúklingur sem varð svo vinsæll meðal íslendinga. Á DAGSKRÁ „Ung nordisk musik festival“ i kvöld eru kammertónleik- ar. Þeir verða að Kjarvalsstöðum og hefjast klukkan 20.30. Á dagskránni eru sjö verk eftir unga norræna höfunda. Verkin eru: Strengjakvartett eftir Hauk Tómasson; Je chante la chaleur désésperée fyrir píanó, eftir Jouni Kaipainen frá Finnlandi; Hald fast, da held’na öve, fyrir gítar, eftir Glenn Erik Haugland frá Noregi; Reflekser, fyrir sópran, altflautu, fiðlu, selló og píanó, eft- ir Niels Rosing-Schow frá Dan- mörku; Musik for String Quartet, eftir Olli Koskelin frá Finnlandi; In Aeternum, fyrir flautu og pí- anó, eftir Mist Þorkelsdóttur og A Wooden Box, tónlist fyrir fimm blásturshljóðfæri, selló og mar- imba, eftir Sidney Friedman frá Svíþjóð. Satt að segjja, heyrir&i ddært óvenjulegt úrHiilips hljómtælqum! thnnig á það líka að vera Hljómtæki eiga að skila nákvæmlega því sem er á hljómplötu eða kassettu og því sem kemur úr útvarpinu. Engu skal bætt við og engu sleppt. Þannig er það einmitt hjá Philips. Philips hefur ávallt verið í fararbroddi í hljómtækjaframleiðslu og með því að hagnýta sér fullkomnustu tækni sem völ er á hefur þeim tekist að framleiða hljómtæki sem uppfylla kröfur hinna vandlátustu. 9PHILIPS / Philips hlustarðu á tónlist en ekki á tækin sjálf! Haföu samband, vió erum sveigjanlegir i samningum. heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655 Sí o

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.