Morgunblaðið - 21.09.1982, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.09.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Egllsstaðir: Vistheimilið Vonarland KgilsstöAum, 15. september. FYRIR réttu ári tók Vistheimilið Vonarland til starfa. Heimilismenn eru nú 10 talsins víds vegar af Austurlandi. Við heimilið starfa fjórir þroskaþjálfar auk annars starfsfólks og forstöðumanns, Bryndísar Símonardóttur. Á Vonarlandi eru nú fjögur börn á skólaskyldualdri og munu þau sækja hinn almenna grunn- skóla á Egilsstöðum í vetur. Síð- astliðinn vetur var gerð tilraun í þessa átt — sem gafst það vel að horfið var frá stofnun þjálfun- arskóla á vistheimilinu eins og tíðkast hefur á slíkum stofnunum — en þess í stað ákveðið að leita samvinnu við hið almenna skóla- kerfi um kennslu skólaskyldra heimilismanna. Grunnskólinn á Egilsstöðum fékk síðan heimild til ráðningar sérhæfðra starfsmanna vegna þessa verkefnis og mun því annast kennslu þessara barna í vetur í samvinnu og samráði við starfs- menn Vonarlands. Formaður Svæðisstjórnar Aust- urlands er Guðmundur Magnús- son, fræðslustjóri. — Ótafur Hafnarbryggjan í Stykkishólmi Stykkishólmur: Gagnger viðgerð á hafnarbryggjunni Stykkishólmi, 8. september. NÚ FER hér fram gagnger viðgerð á hafnarbryggjunni í Stykkishólmi, eða elsta hluta hennar, sem er orðinn bæði gamall og hættulegur bifreiðaumferð og báta. Ólafur Einarsson stjórnar verkinu, en það er unnið á vegurn Hafnarmálastjórnar. 16 metra staurar eru reknir niður með rafmagnsafli og er ákveðið að klára fremsta hlutann nú, svo að bátar geti verið þar við. Þá verður skipt um dekk á bryggjunni, en það er orðið mjög fúið. Helmingur bryggjunnar var steyptur upp fyrir nokkru og með tilkomu þess- arar endurnýjunar er þess að vænta að bryggjan geti þjónað Hólminum næstu árin. Þessi viðgerð var mjög nauð- synleg. Eitt af því, sem verst er hér í höfninni, er þegar einhver frost koma, þá vill höfnina leggja strax og það hefir auðvitað sín áhrif. Þess vegna hefir verið byggð ný hafskipabryggja í Skipa- vík, en þar er minni hætta á ís- ingu. Umsvif við höfnina eru mikil enda hefir bátum fjölgað hér und- anfarin ár. FrélUriUri Nýskipaður sendiherra Frakklands, hr. Louis Legendre, afhenti nýlega for- seta fslands trúnaðarbréf sitt að Bessastöðum, að viðstöddum Olafi Jóhann- essyni, utanríkisráðherra. Stykkishólmur: Rosknir í skemmtiferð Stykkishólmi, 6. september. f GÆR bauð Rotary-klúbbur Stykk- ishólms, eldri borgurum þessa bæjar i skemmtiferð í Borgarfjörð. Var far- ið í Munaðarnes, þar sem boðið var til hádegisverðar. Eftir mat var svo ekið sem leið liggur í Hvalfjörð og til Saurbæj- ar, þar sem sóknarpresturinn, Jón Einarsson, tók á móti ferðafólkinu og sýndi því staðinn og skýrði frá ýmsu úr sögunni. Kaffi var svo drukkið í félagsheimilinu á Hvalfjarðarströnd og þaðan ekið heim. Voru allir ánægðir með þessa ágætu ferð, enda veður með af- brigðum gott. FrétUriUri Nú er tækifærið 28. september MALLORCA heim um LONDON 2 vikur á Magalufströndinni kr. 9.800.- 3 vikur á Magalufströndinni kr. 11.000.- Möguleiki á dvöl í London . . . og auövitað ÚRVALS-kjör Sími26900 URVAL^^T ÚRVALS innihurðir Allar hurðir enn á gamla verðinu ef pantað er strax. LÆGSTA VERÐ Á LANDINU. Útsölustaðir í Reykjavík og Kópavogi: Iðnverk, Nóatúni 17, sími: 25945 Axel Eyjólfsson, Smiðjuvegi 9, sími: 43577 TRÉSMÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR Iðavöllum 6 Keflavík SÍMI: Ó2-3320 8 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.