Morgunblaðið - 21.09.1982, Síða 16
18
MORGUNBLAÐH}, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON
Deng áfram áhrifamest-
ur, þótt heill söfnuður
haldi í stjórnartaumana
NVAKSTADU) flokksþing kínverska kommúnistaflokksins markar að
ýmsu leyti timamót í kínverskum þjóðmálum. Þar var goðsognin um Maó
endanlega kveðin i kútinn og bann lagt við persónudýrkun. Formannsemb-
a'ttið var lagt niður en framkvæmdastjóri gerður að æðsta manni flokksins.
Jafnframt tryggja nýjar skipulagsreglur að einn maður geti ekki tekið
ákvarðanir í flokksnafni í meiriháttar málum, eins og var í tíð Maós,
ákvarðanatakan verður héðan í frá sameiginlega í höndum þriggja
flokksstofnana, framkvæmdanefndarinnar, nýrrar ráðgjafanefndar, sem
aidraðir leiðtogar eiga sæti I, og flokksagaeftirlitsnefndarinnar, sem fær
aukin völd, einkum þegar ný innrætingarherferð hefst á hendur „vinstri
monnum" á næsta ári. Það er því heill söfnuður, sem skipar forystusveitina
í Kína, en ekki einn maður, eins og í tið Maós.
Hin nýja flokksskipan er
undan rifjum Deng Xiao-
pings runnin, hans hug-
arsmíð í einu og öllu, þannig
sniðin, að ekki verði horfið af
þeirri braut, sem hann hefur
leitt Kína inn á siðustu misseri.
Og þótt hann hafi að vissu leyti
horfið úr sviðsljósinu, dylst það
engum, að hann verður áfram
áhrifamestur leiðtoga þar í
landi. Honum hefur tekist það
sem Maó tókst ekki, að koma
nýrri kynslóð skjólstæðinga
sinna í áhrifamestu stöðurnar og
endurskipuleggja stofnanir þær
sem þeir stjórna. Deng tók sjálf-
ur sæti í öldungaráðinu, en í það
lét hann kjósa ýmsa þá í mið-
stjórninni, sem hann vildi losna
við þaðan. Menn, sem málum eru
kunnugir, segja að með því að
stjórna öldungaráðinu, vilji Deng
tryggja áhrif sín, og með setu
sinni þar geti hann haft hemil á
Hu Yaobang framkvæmdastjóra,
ef Hu skyldi vilja færa sig upp á
skaftið og reisa sér stall a la Maó.
Og nú á tíminn einn eftir að
leiða í Ijós hvernig skipulags-
breytingarnar reynast. Einnig á
eftir að reyna hvernig hinn al-
menni flokksmaður bregst við
breytingunum, einkum þær 20
milljónir félaga, sem gengu í
flokkinn í menningarbyltingunni
og Deng kallar vinstri sinna.
Þeirra bíður hreinsunareldur,
verða að innrita sig upp á nýtt og
gangast undir inntökupróf á
næsta ári.
Á flokksþinginu veittust þeir
Deng og Hu hart að vinstri
mönnum í flokknum og fór Hua
Guofeng fyrrum flokksformaður
og forsætisráðherra ekki var-
hluta af ásökunum um „vinstri
mistök". Hua var helzti skjól-
stæðingur Maós sem sat í áhrifa-
stöðum, en áhrif hans minnkuðu í
síðustu viku, þegar honum var
vikið úr framkvæmdanefndinni
fyrir að fylgja Maó blint. Nokkr-
um dögum áður var embætti
varaformanns, sem Hua hélt
þrátt fyrir að vera í ónáð fyrir
„vinstri villu", lagt niður. Eftir
flokksþingið er Hua, sem eitt
sinn var nefndur „hinn vitri leið-
togi“, aðeins einn af 210 mið-
stjórnarmönnum. Langmestur
meirihluti miðstjórnarmanna eru
stuðningsmenn Dengs, margir
þeirra lítt þekkt nöfn á uppleið
undir verndarvæng Dengs. Sól
Hua hefur því heldur betur hrap-
að, þegar haft er í huga, að aðeins
sex ár eru liðin frá því Maó sagði
við Hua: „Nú get ég andað léttar,
þar sem þú ert tekinn við.“
Erlendir fréttaskýrendur líta á
brottvikningu Hua sem sigur
fyrir Deng og sem viðvörun til
hinna, sem enn hafa ekki sýnt
Deng undirgefni.
Talið er líklegt að framundan
séu hjaðningavíg í Kína, sem
hefjist fyrir alvöru þegar helm-
ingur flokksmanna verður að inn-
rita sig á ný og gangast undir
eins konar inntökupróf, þar sem
þeir verða prófaðir í flokkslín-
unni. Þegar hefur verið flett ofan
af ýmsum mótstöðuhópum, sem
umsvifalaust hafa verið sakaðir
um fylgni við ekkju Maós og fjór-
menningaklíkuna og dregnir fyrir
rétt. Réttarhöld af þessu tagi hóf-
ust skömmu fyrir flokksþingið og
er timasetning þeirra ekki talin
nein tilviljun.
I þessu sambandi á það eftir að
koma í ljós hvernig Hu Yaobang
framkvæmdastjóra og Zhao Ziy-
ang forsætisráðherra ferst
stjórnirLÚr hendi, hvort þeir hafi
þá eiginleika til að bera og þann
styrk, sem til þarf til að hreins-
unarherferð Dengs beri árangur.
Verkaskiptingin milli Hu og
Zhaos verður skýr í hinni nýju
stjórnskipan. Hu einbeitir sér að
innri málum flokksins og Zhao að
efnahagsmálunum. Skiptingin er
tilkomin vegna sérþekkingar
þeirra, en menn, sem málum eru
kunnugir, segja að áhugamál
þeirra og pólitísk áform fari ekki
saman að öllu leyti, og því muni
ef til vill einhverjir „vinstri sinn-
ar“ sjá smugu til að komast upp á
milli þeirra og láta til sín taka.
Sagt er að Deng óttist þennan
möguleika, og að reyndur flokks-
leiðtogi, Chen Yun, hafi gert
þennan hugsanlega ágreining að
umtalsefni á þinginu. Chen hefur
verið einn helzti sérfræðingur
Kínverja í efnahagsmálum, og
lenti honum m.a. saman við Maó
út af stóra framfarastökkinu og
menningarbyltingunni, þar sem
hann hélt því fram að vonin um
efnalegan ávinning fengi fólk til
að leggja harðar að sér.
Jafnframt því sem flokksþingið
samþykkti breytingar á stjórn-
skipaninni, voru samþykktar til-
lögur Dengs um meiriháttar átak
í efnahagsmálum, sem felst í því
að fjórfalda verðmæti ársfram-
leiðslu iðnaðar og landbúnaðar í
Kína fyrir næstu aldamót. Einnig
var kveðið á um aðgerðir er mið-
uðu að því að ná fram betri og
hagkvæmari árangri í atvinnulíf-
inú, þ.e. stefnt skyldi að aukinni
framleiðni, sem er heldur lítil í
Kína þegar á heildina er litið.
Vestrænir efnahagssérfræðingar
telja þessar áætlanir fram úr hófi
bjartsýnar, og ef til vill verði þær
aldrei nema pappírsgagn. Þó er
ljóst eftir þingið að Deng og
menn hans eru reiðubúnir áfram-
haldandi tilraunum með kapítal-
isma, þar sem lögmál framboðs
og eftirspurnar verða látin ráða
ferðinni.
Hugsanlega er mest hætta á
andstöðu við stefnu Dengs innan
hersins, þar sem ýmsum öldnum
hershöfðingjum þykir að of hratt
hafi verið horfið frá hugmyndum
Maós. Deng hefur að ýmsu leyti
sett herinn til hliðar, og ákveðið
að brýnna sé að tæknivæða iðn-
aðinn og landbúnaðinn og efla
vísindin en endurnýja búnað
hersins. Þess vegna þurfa efna-
hagsundur að gerast í Kína til
þess að efla megi herinn, án þess
það verði gert á kostnað framfara
á öðrum sviðum. Talið er að Deng
sé það fullljóst, að hann hafi tek-
ið mikla áhættu með því að láta
herinn mæta afgangi. Hann eigi
því ekki annarra kosta völ en
beita öllum tiltækum úrræðum
til að tryggja efnahagslegar
framfarir. Hann hafi ekki efni á
því að slaka á klónni í þeim efn-
um, ef hann ætli að draga sig í
hlé og eftirláta stjórnartaumana
ungum mönnum, sem eiga sömu
hugsjón og hann um auðlegð í
Kína.
(Heimildir: Observer, New
York Times, AP, Newsweek
og Economist.)
Hreinsanir
Tökum aö okkur aö hreinsa gufukatla, vatnsrásir,
meö kemískum efnum.
Kemhýdró-salan sf.
Sími 12521 og 43116.
Falleg birta
- Ijúf áhrlf
Hver kannast ekki við gömlu, góðu olíuluktirnar?
Þær gefa fallega birtu og hafa Ijúf áhrif á umhverfi
sitt. í heimahúsi, sumarbústað, — eða hvar sem er.
Eigum nú fjölbreytt úrval af vönduðum olíuluktum
í gamla stílnum, stórar sem smáar.
Fást einnig hjá umboðsmönnum Olís.
Býð^öða< QÍSbúdin
Grensásvegi 5, Sími: 84016
CTláDUIIURDCDICHOI A
u I JUnNIIN Anr nfttloL fl
TOLLSKJÖL OG
VERÐÚTREIKNINGAR
Leiöbeinandi:
Efni:
— Helstu skjöl og eyöublöö viö toll-
afgreiöslu og notkun þeirra.
— Meginþættir laga og reglugeröa er
gilda viö tollafgreiöslu vara.
— Grundvallaratriöi tollflokkunar.
— Helstu reglur viö veröútreikning.
— Gerö veröa raunhæf verkefni.
Karl Garöarsaon
viöskipta-
fræöingur
Námskeiöiö er einkum ætlaö þeim sem stunda innflutning í
smáum stíl og iðnrekendum, sem ekki hafa mikínn innflutn-
ing. Einnig er námskeiöiö kjöriö fyrir þá sem eru aö hefja
eöa hyggjast hefja störf viö tollskýrslugerð og veröútreikn-
inga.
Staður: Síöumúla 23, 3. hæö.
Tími: 4.-7. október 1982 kl. 09—12.
ATH:
Fræðslusjóöur Verslunarmannafólags Reykjavíkur
greiðir þátttökugjald félagsmanna sinna og skal
sækja um þaö á skrifstofu VR.
ÞÁTTTAKA TILKYNNIST TIL STJÓRNUNAR-
FÉLAGSINS í SÍMA 82930.
ASTJðRNUNARItLAG
ISIANDS SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 82930