Morgunblaðið - 21.09.1982, Side 19

Morgunblaðið - 21.09.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 19Ki Qlof Palme glaðhlakkalegur eftir sigur jafnaðarmanna: „Sigurinn má ekki fylla okkur dramblætia Stokkhólmur, 20. sept. Frá Guðfmnu Kagnarsdóttur fréttaritara Mbl. „FÉLAGAR, þessu augnabliki höfum við beðið eftir lengi.“ Olof Palme verðandi forsætisráðherra Svíþjóðar geislaði af gleði, þegar úrslit sænsku kosninganna sýndu að jafnaðarmenn höfðu unnið mikinn kosningasigur og náð völdum eftir sex ára stjórn borg- araflokkanna. „En sigurinn má ekki fylla okkur dramblæti," sagði hann. „Við mun- um taka meira tillit til stjórnar- andstöðunnar en hún hefur gert til okkar. Og nú byrjar vinnan við að koma Svíþjóð úr kreppunni." Thorbjörn Fálldin forsætisráð- herra baðst í morgun lausnar fyrir sig og stjórn sína, en hann mun sitja áfram sem forsætisráðherra þar til ný stjórn hefur verið mynd- uð. Stjórnarflokkarnir tveir, Mið- flokkurinn og Þjóðarflokkurinn, fóru verst út úr kosningunum. Miðflokkurinn tapaði 2,7 prósent- um atkvæða og Þjóðarflokkurinn 4,7 prósentum. Þjóðarflokkurinn fékk aðeins 5,9 prósent atkvæðanna og hiaut nú aðeins 0,3 prósentum meira fylgi en Kommúnistaflokkur- inn sem hélt sínum 5,6 prósentum frá því 1979. Ola Ullsten, formaður Þjóðar- flokksins, kveðst þó ekki ætla að láta af formannsstörfum þrátt fyrir hinn mikla ósigur flokksins. Margir höfðu spáð því að komm- únistar myndu hverfa af þingi í þessum kosningum, en sú varð ekki raunin. Jafnaðarmenn unnu mikinn sigur og juku fylgi sitt um 2,7 prósent. Þeir fengu samtals 45,9 prósent at- kvæða. Þar með eru þeir stærri en borgaraflokkarnir allir þrír til sam- ans. Hægri flokkurinn jók fylgi sitt mest allra flokkanna, eða um 3,1 prósent og fékk alls 23,6 prósent. Miðflokkurinn, flokkur Thorbjörn Fálldins, sem er næst stærstur borgaraflokkanna fékk 15,5 pró- sent. Litlu flokkarnir tveir, Um- hverfisflokkurinn, sem spáð hafði verið 4,5 prósentum, og Kristilegi demókrataflokkurinn, komust hvorugur á þing. Umhverfisflokk- urinn fékk aðeins 1,6 prósent at- kvæðanna og Kristilegi demókrata- flokkurinn 1,9 prósent. Jafnaðar- menn og kommúnistar hafa nú 186 sæti á þingi, en borgaraflokkarnir þrír 163 sæti. Jafnaðarmenn unnu einnig borg- arstjórnarkosningarnar, bæði í Stokkhólmi og Gautaborg. Hægri flokkurinn vann eins og áður segir mikinn kosningasigur og er nú stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn. Hann er nú mun stærri en báðir miðflokkarnir samantald- ir. Hægri menn fá 86 sæti á þingi, en miðflokkarnir 76. Ulf Adelhson, formaður Hægri flokksins, var mjög ánægður með kosningarnar en að sjálfsögðu áhyggjufullur yfir stjórnarskiptum. „Ósamkomulag borgaraflokkanna undanfarin ár hefur átt sinn þátt í falli stjórnarinnar," sagði hann. „En nú er bara að hefja sóknina á ný. Það virðist sem þjóðin þurfi að Olof Palme kveður forseta sænska þingsins, Ingemund Bengtson, eftir viðræður þeirra í gær um myndun nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar sigurs sósíal- demókrata í þingkosningunum. komast alveg í botn áður en hún skilur að hér þarf að koma til al- varlegra sparnaðaraðgerða." Og hann hélt áfram: „Fólk hefur látið glepjast af loforðum jafnað- armanna, en það á eftir að komast að því að ástandið er alvarlegt." Ulf Adelhson, sagðist óska Olav Palme innilega til hamingju með sigurinn, slíka kurteisi yrði maður að sýna. Thorbjörn Fálldin taldi stjórnina hafa fallið vegna allra þeirra óþægilegu aðgerða sem hún hefði orðið að grípa til vegna efnahags- ástandsins. „Jafnaðarmenn gátu bara gagnrýnt og gagnrýnt og lofað og lofað," sagði hann. „Þetta er kannski eðlileg afleiðing," sagði forsætisráðherrann, „en ég hafði samt gert mér vonir um að við myndum koma betur út úr kosning- unurn." Ola Ullsten, formaður Þjóðar- flokksins, var dapur í bragði yfir kosningaúrslitunum, en flokkur hans minnkaði um nær helming. Hann undirstrikaði samt hversu þýðingarmikið það væri að halda uppi miðflokkastefnunni á erfiðum tímum þegar fólk dregst annað hvort til hægri eða vinstri. Garcia tapaði Moskvu, 20. sept. AF. GUILLERMO GARCIA frá Kúbu beió fyrsta ósigur sinn á millisvæða- mótinu i Moskvu í kvöld, þegar hann tapaði fyrir Larry Christian- sen frá Bandartíkjunum, en hann er enn efstur á mótinu með 6'/> vinning og eina biðskák. Mikhail Tal, fv. heimsmeistari, sem gerði jafntefli við Ungverj- ann Gyula Sax, er einnig með 6 */4 vinning. Yefim Geller frá Sov- étríkjunum og John van der Wiel frá Hollandi gerðu jafntefli, en hinar skákirnar fjórar fóru í bið. Andersson og Kasparov eru með 6 vinninga og eina biðskák hvor. Geller er með 6 vinninga, Belyavsky 5% vinning og tvær biðskákir, Gheorghiu 4 vinninga og eina biðskák, Christiansen 4 vinninga, Sax 3 'A og eina bið- skák, Murey 3 vinninga og tvær biðskákir, Rodriguez og van der Wiel 3 vinninga og eina biðskák hvor og Quinteros 2 vinninga og eina biðskák. ERLENT Palme fær að velja sína eigin ríkisstjórn Stokkhólmi, 20. september. Frá rréttaritara Mbl. tiuóHnnu Kagnarsdóttur. ÞRIÐJUDAGINN 5. október kemur sænska þingið saman á ný og föstu- daginn 8. október mun Olof Palme leggja fram ráðherralista sinn. Þetta er i fyrsta sinn sem Olof Palme fær að velja sína eigin ríkisstjórn. Þegar hann var forsætisráð- herra, 1969 til 1976, tók hann við ríkisstjórn fyrirrennara síns, Tage Erlanders. Mörg nöfn hafa verið nefnd í þessu sambandi, en víst þykir að Kjell-Olof Feldt verði fjármála- ráðherra og Anna-Greta Leion at- vinnumálaráðherra. Önnur nöfn sem hafa verið nefnd eru Lena Hjálm-Wallén sem menntamálaráðherra, Svante Lundkvist sem landbúnaðarráð- herra, Bertil Zatkrisson sem sam- göngumálaráðherra og Hans Gustafsson húsnæðismálaráð- herra. Öll eru þetta gamalkunn nöfn frá fyrri stjórnartíð jafnað- armanna. Garcia í efsta sætinu á ný Moskvu, 20. scptember. AF. KÚBANSKI stórmeistarinn Guillermo Garria náöi á ný forystunni á milli- svæðamótinu i skák í Moskvu þegar hann gerði jafntefli við Yefim Geller frá Sovétríkjunum í biðskák þeirra. Nokkrar aðrar biðskákir voru tefldar í gær. Velimirovic frá Júgó- slavía gerði jafntefli við van der Wi- el frá Hollandi og vann síðan Gheorghiu frá Rúmeníu í annarri biðskák. Quinteros frá Argentínu gerði jafntefli við van der Wiel og Gheorghiu í biðskákum, sem hann átti ótefldar. Þá stóð Murey frá ísrael í ströngu. Hann tapaði gegn Andersson, vann Rodriguez, en þriðja biðskák hans við van der Wiel fór i bið á ný. Garcia er nú sem fyrr sagði efstur með 6,5 vinninga og biðskák. And- erson, Kasparov og Tal eru með 6 vinninga, Belyavsky er með 5,5 og biðskák, Geller með 5,5, Velimirovic 4 vinninga og biðskák, Gheorghiu 4, Murey og Sax 3 vinninga og biðskák, Rodriguez og Christiansen 3, van der Wiel 2,5 vinninga og biðskák og Quinteros 2 vinninga. ^Dale . Larnegie námskeiðið Kynningarfundur í kvöld kl. 20.30 að Síðumúla 35. Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Bæta minni þitt á nöfn, andlit og staöreyndir. ★ Láta í Ijós skoðanir þínar af meiri sannfæringar- krafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og við- urkenningu. ★ Taliö er aö 85% af velgengni þinni sé komiö undir því hvernig þér tekst aö umgangast aðra. ★ Starfa af meiri lífskrafti — heima og á vinnustaö. ★ Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. ★ Veröa hæfari aö taka viö meiri ábyrgö án óþarfa spennu og kvíða. Okkar ráölegging er því: Taktu þátt í Dale Carnegie- námskeiöinu. í dag er þitt tækifæri. Hringið í síma: 82411 f ( E-inkctltíyfi «i Island. ST J ÓRNUNARSKÓLINN .\.ÍMSKF.WI.\ Konráð Adolphsson SÍÖUmÚIS 35. x apGn. ^ Smiðjuvegi 6 - Simi 44544

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.