Morgunblaðið - 21.09.1982, Síða 20

Morgunblaðið - 21.09.1982, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö. Fjöldamordin í Beirút Fréttirnar af aðkomunni í Sabra- og Chatilla- flóttamanna- búðir Palestínumanna við flugvöllinn í Beirút eftir að morðsveitir höfðu ráðist þar jafnt á vopnfæra menn sem konur og börn hafa vakið réttláta reiði og fordæmingu um heim allan. Ekki liggur neitt staðfest fyrir um það hverjir unnu ódæðið en kristnum falangistum og hermönnum Saad Haddads, majórs, sem ráðið hefur hluta af Suður-Líbanon með velþóknun Isra- elsmanna, er kennt um af þeim sem ekki féllu fyrir böðulshendi í búðunum. Þegar til þess er litið, að samkvæmt alþjóðlegu samkomulagi voru hermenn PLO reknir frá Beirút en foreldrar þeirra, konur og börn skilin eftir í gömlu búðunum er sá verknaður í senn löðurmannlegur og viðbjóðslegur að neyta færis gagnvart varn- arlausu fólkinu og drepa það með köldu blóði. Israelsher hafði sótt að nýju inn í Beirút og skriðdrekar hans voru við flóttamannabúðirnar. ísraelsmenn sögðust vera komnir til þess að tryggja öryggi í borginni eftir morðið á Bashir Gemayel, nýkjörnum forseta Líbanon. Eftir fjöldamorðin er spurt: Öryggis hverra voru ísraelsmenn að gæta? Ef þeir voru ekki með í ráðum um innrásina í flóttamannabúðirnar, hvers vegna létu þeir hana þá afskiptalausa? Þegar slík grimmdarverk eru unnin skiptir munurinn á beinni aðild eða ábyrgð, sem felst í því að geta hindrað ódæðið, næsta litlu í almennu mati. Ein- mitt af þessum sökum er þess krafist jafnt innan ísraels sem utan, að Menachem Begin og Ariel Sharon segi af sér. Einmitt af þessum sökum hefur ríkisstjórn Egyptalands ákveðið að kalla sendiherra sinn heim frá ísrael. Einmitt af þessum sökum sér Bandaríkjastjórn, að hún er komin í mikinn vanda ætli hún að fylgja fram óbreyttri og vinsamlegri stefnu gagnvart ísrael. Þau ríki sem telja það þjóna öryggi sínu að konur og börn séu drepin af launmorðingjum, breytast fyrr en síðar í einræðis- og lögregluríki. Á þeim forsendum hafa einræðisríki nasista og kommúnista fallist í faðma — það er svo til marks um tvískinn- ung einræðisherra, sem telja sér fært að hundsa almennings- álitið, að nú skuli Sovétmenn, sem stunda útrýmingu á Afgön- um, hrópa hæst um sök ísraelsmanna í Sabra og Chatilla. Ríkisstjórn Menachem Begins hefur gengið of langt, hún er að eyðileggja Camp David-samkomulagið, hún er að breyta hernað- arsigrum í siðferðilega ógæfu, hún er að kljúfa ísraelsmenn og hún er að svipta þá allri samúð og stuðningi meðal hefðbund- inna vinaþjóða. Sigur Olof Palme Kosningarnar í Svíþjóð leiddu til þess sem lengi hefur verið talið fyrirsjáanlegt, að jafnaðarmenn munu mynda nýja ríkisstjórn í landinu undir forsæti Olof Palme og með stuðningi kommúnista. Það verða vart talin mikil meðmæli með 6 ára stjórn borgaraflokkanna í Svíþjóð, að kjósendur skuli hafa hafnað þeim með þennan kost í huga. Á þessum sex árum hafa borgaraflokkarnir myndað fjórar ríkisstjórnir og þeir flokkar, Miðflokkurinn og Þjóðarflokkurinn, fóru verst út úr kosningun- um sem sátu í minnihlutastjórn síðustu mánuði, en þriðji borg- araflokkurinn, Hægri flokkurinn, yfirgaf stjórnina á sínum tíma þegar samstarfsflokkarnir tóku að semja við jafnaðar- menn um skattamál. Hægri flokkurinn hlaut á sunnudaginn mesta fylgi í kosningum sem hann hefur fengið í 50 ár. Ósamlyndi borgaraflokkanna og ráðleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum leiddi til meirihluta jafnaðarmanna og komm- únista. Efnahagsúrræði hins nýja meirihluta koma ekki á óvart: Það á að hækka skatta til að hið opinbera geti dælt meiri peningum út í þjóðfélagið og þannig skapað atvinnu. Þetta er hvorki frumleg né vænleg leið. Síðan ætla jafnaðarmenn að þjóðnýta fyrirtæki með sjóðasósíalisma, mynda svonefnda laun- þegasjóði og færa völdin um þá yfir til verkalýðsfélaga þar sem jafnaðarmannaflokkurinn hefur úrslitavöld. Þessi þjóðnýt- ingarleið hefur sætt harðri gagnrýni og um hana munu Svíar halda áfram að deila á næstu árum undir sífellt hærri sköttum og meiri opinberri forsjá. Gaman í réttunum. Ný rétt Rangvellir Alaugardaginn tóku Rang- vellingar nýja rétt í notk- un, Reyðarvatnsrétt, með því að rétta í henni í fyrsta skipti. Hreppsnefnd Rang- árvallahrepps lét byggja réttina í sumar. I henni eru 17 dilkar auk almennings og rúmar hún 3.000 fjár. Réttin er teiknuð af Bygginga- stofnun landbúnaðarins. Rangá hf. á Hellu sá um byggingu hennar og var Árni Hannesson verkstjóri við smíðina. Hliðbúnaður var smíðaður í járnsmiðju Kf. Þórs og af Jóhanni Bjarnasyni, Hellu. Girðing um- hverfis réttina var gerð af Árna Árnasyni, Helluvaði. Réttin er í landi Reyðarvatns, sem er eyðijörð í eigu Landgræðslu ríkisins og stend- ur við Rangárvallaveg á milli Gunn- arsholts og Keldna. Öldum saman voru skilaréttir Rangvellinga í Keldnalandi. Þar voru þær á a.m.k. þremur stöðum og alltaf fluttar undan sandi. Síðast árið 1893 var byggð var rétt á Reyð- arvatnshæðum, 2 km vestar en nýja réttin er. Hún var hlaðin úr grjóti og torfi og er nú úr sér gengin og erfið í viðhaldi. í Reyðarvatnsréttir kemur fé af afrétti Rangvellinga, Laufaleitum, sem er norðan Tindafjallajökuls og nær austur að Hólmsá milli Torfajökuls og Mýr- dalsjökuls. Tekur viku að smala af- réttinn. Á afréttinn er nú rekið um 4 þúsund fjár en margt fé er nú komið fram því kalt hefur verið í veðri og snjóað þar efra. Fjallkóngur Rangvellinga, Ingi- mar ísleifsson, bóndi á Ekru, sagði í samtali við Mbl. að mikill munur væri að vera búinn að fá nýju rétt- ina, hún væri mikið mannvirki og þakka bæri þeim sem að byggingu hennar hefðu staðið. Ingimar sagði að leiðinlegt hefði verið að koma með féð í gömlu réttina eftir margra daga leitir og síðan hefði réttin ekki verið almennilega fjár- held. Ingimar sagði að þeir væru búnir að vera viku í leitunum, 12 smalar, bílstjóri, ráðskona og að- stoðarstúlka hennar. Þau sváfu fyrst í leitamannakofanum í Fann- gili, síðan í kofanum á Hungurfit og síðustu nóttina í Reynifellsbúð. Ingimar sagði að þeir hefðu verið óheppnir með veður, dimmviðri hefði verið, þoka og rigning. Á fimmtudag hefði snjóað og skaf- renningsbylur á föstudag, og væri nú orðið alhvítt uppfrá. Þeir hefðu þurft að liggja inni heilan dag vegna þoku. Ovanalega fátt fé hefði verið á afréttinum, það væri mikið farið niður, afrétturinn liggur á milli jökla og oft hefði snjóað síðan 20. ágúst. Ingimar sagði að féð væri ákaf- lega misjafnt. Það virtist vera farið að Ieggja af því segja mætti að vet- ur hefði verið ríkjandi þarna síðan 20. ágúst, en það sem hefði smalast nær byggð liti aftur á móti sæmi- lega út. „Klara Hallgerður Haraldsdóttir heiti ég og er húsfreyja á Kaldbak á Rangárvöllum," sagði ráðskona leit- armannanna, hressileg að vanda. Hún fór nú í 4. skiptið sem ráðskona með leitarmönnunum en var í þetta sinn með aðstoð, 14 ára gamla stúlku, Örnu Schram að nafni. „Þetta er alltaf jafn gaman," sagði Klara, „það var leiðinlegt að yfir- gefa staðinn þó nú sé reyndar allt orðið hvítt. En maður getur þá byrj- að að hlakka til næstu ferðar." Að- spurð um hvernig það væri að vera ein með öllum þessum karlmönnum, langt inni á öræfum, sagði Klara: „Ég get ekki sagt annað en að það sé bara ljómandi gott að vera ein með körlunum eins og ég hef oftast ver- ið, þeir eru svo indælir, reyndar var sú litla með mér núna og ekki spillti það nú fyrir. Það er spilað á spil og vísum kastað fram og oft baunað á ungu mennina, en frá því má ég ekki segja. En þetta er ofsalega gaman, engu líkt,“ sagði Klara að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.