Morgunblaðið - 21.09.1982, Side 44

Morgunblaðið - 21.09.1982, Side 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 íslandsmótið 1. deild: KR-ingar notuðu fiesta leikmenn — 23 talsins Víkingur: VÍKINGAR náðu þeim frábæra árangri í mótinu að tapa aöeins tveimur leikjum. Liðið sigraði í sjö leikjum en gerði 9 jafntefli. Liö Vík- inga byggði upp á mjög sterkri liðsheild í mótinu. Leikmenn voru í mjög góðri líkamlegri þjálfun og léku skipulega knattspyrnu. Enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Liðið hefur verið skipað sömu leikmönnum núna síðastliöin tvö ár og byggir því mikið á sama kjarnanum. Víkingar notuðu 16 leikmenn í mótinu. Alls skoruðu þeir 25 mörk en fengu á sig 17. Mörkin skoruðu. Heimir Karlsson 10 Sverrir Herbertsson 4 Gunnar Gunnarsson 3 Jóhann Þorvaröarson 2 Ómar Torfason 2 Helgi Helgason 1 Þóröur Marelsson 1 Aðaisteinn Aöalsteinsson 1 1 sjálfsmark ÍBK. ÍBV: EYJAMENNIRNIR áttu möguleika á titlinum alveg fram í síðustu um- ferð og sigur þeirra gegn ÍA á Akra- nesi í 17. umferö hleypti skemmti- legri spennu í síðustu umferðina. Eyjamenn brugðust svo ekki er þeir sigruöu Fram i 18. umferð, þannig að hefði Víkingur tapað síð- asta leiknum gegn ÍA, hefði ÍBV staðið uppi sigurvegari. Liðið lék oft ógæta knattspyrnu, en datt niður á milli. Ómögulegt er að segja hvernig fariö hefði ef ÍBV hefði ekki tapað 0—1 fyrir Víkingi í 14. umferö. Var nokkur heppnis- stimpill á þeim sigri meistaranna, m.a. fór vítaspyrna forgörðum hjá ÍBV. Liöiö skoraði 23 mörk á ís- landsmótinu, þau skiptust á eftir- talda leikmenn: Sigurlás Þorleifsson 10 Ómar Jóhannsson 5 Kári Þorleifsson 3 Jóhann Georgsson 2 Valþór Sigþórsson 1 Sveinn Sveínsson 1 Ágúst Einarsson 1 Það er athyglisvert, að eftir 12 umferðir hafði Sigurlás aöeins skorað 4 mörk, þrjú þeirra í sama leiknum, eitt því í hinum leikjunum tíu. Hann tók hins vegar vel viö sér undir lokin og skoraði 6 mörk í sex síðustu umferðunum, náöi Heimi Karlssyni og deilir því marka- kóngstitlinum með honum. Annað árið í röð sem Sigurlás stendur uppi markakóngur, hann skoraði einnig tíu mörk á síöasta keppnis- tímabíli, deildi titlinum þá einnig með öðrum leikmanni, Lárusi Guð- mundssyni, sem nú leikur sem kunnugt er með Waterschei í Belgíu. Eins og venjulega, hringluðu Eyjamenn ekki mikið með liðs- uppstillingu sína, aðeins 14 leik- menn notaðir. KR: JAFNTEFLISKÓNGARNIR úr Vest- urbænum, voru um tíma meö í toppbaráttunni og nær allt mótið í efri hluta deildarinnar. Kom það nokkuð á óvart, því liðið skoraöi aöeins 14 mörk í deildinni, eða ekki einu sinni eitt mark í leik að meðal- tali. Af ellefu jafnteflum liðsins, lauk fimm án þess að mark væri skorað. Eftirtaldir leikmenn skiptu hinni rýru markauppskeru á milli sín: Ágúst Már Jónsson 3 Jósteinn Einarsson 3 Erling Aðalsteinsson 2 Sæbjörn Guðmundsson 2 Willum Þórsson 1 Óskar Ingimundarson 1 Birgir Guðjónsson 1 Sjálfsmark 1 KR var ekki aðeins það lið sem fæst skoraði mörkin, heldur einnig það lið sem flesta notaöi leikmenn- ina og reyndist það undantekning frá reglunni að illa gangi hjá liðum sem nota marga leikmenn. KR not- aði 23 leikmenn. ÍA: LIÐ Akraness var að venju sterkt í íslandsmótinu, enda hefur liðið marga góða leikmenn á sínum snærum. Liöið sigraði í bikar- keppninni og var lengst af í for- baráttunni um toppinn í íslands- mótinu. Líðið tapaði sex leikjum í mótinu gerði sex jafntefli og sigr- aði í sex leikjum. Jöfn skipting. Leikmenn ÍA skoruðu 22 mörk í mótinu en fengu á sig 20. Höföu því tvö mörk í plús. Mörkin skiptust þannig: Sigþór Ómarsson 6 Guðbjörn Tryggvason 5 Kristján Olgeirsson 4 Árni Sveinsson 2 Siguröur Lárusson 2 Júlíus Pétur 1 Jón Gunnlaugsson 1 Sigurður Halldórsson 1 Atján leikmenn fengu aö spreyta sig í sumar hjá ÍA-liðinu. Valur: LIDI Vals gekk ekki vel í fyrstu leikjum sínum í mótinu, en er líða tók á efldist liðið í hverjum leik. Og ef ekki hefði komið til kærumál á hendur Val hefði liöiö blandað sér í toppbaráttuna í íslandsmótinu. Fjögur stig voru dæmd af liðinu. Valsmenn sigruöu í sex leikjum sínum, geröu fimm jafntefli og töp- uðu 7 leikjum. Liðið skoraði 18 mörk. Mörk Vals skoruöu: Ingi Björn Albertsson 5 Valur Valsson 3 Þorgrímur Þráinsson 3 Njáll Eiðsson 2 Guðmundur Þorbjörnsson 2 Dýri Guömundsson 1 Jón G. Bergs 1 Þorsteinn Sigurðsson 1 Valsmenn notuðu 18 leikmenn I íslandsmótinu í sumar. Liö þeirra er með góða blöndu af ungum og efnilegum leikmönnum og reynd- um baráttujöxlum sem eiga að geta náð langt næsta keppnistímabil. ÍBÍ: ÍBÍ LÉK í annað skiptið í 1. deild og voru eitt af þessum liöum sem flestir spáðu faili í 2. deild. Reyndar var liðið í fallhættu lengst af, en kom þó skemmtilega á óvart með frammistöðu sinni. Knattspyrnan á köflum fremur stórkarlaleg, en árangursrík oft og tíðum, þannig skoraði ekkert lið í 1. deild fleiri mörk en ÍBÍ. En liðið fékk líka mörg mörk á sig. Mörkin urðu alls 27, en þau skiptust á eftirtalda leikmenn: Gunnar Pétursson 7 Gústaf Baldvinsson 5 Jón Oddsson 4 Örnólfur Oddsson 3 Ámundi Sígmundsson 2 Guðmundur Jóhannsson 2 Kristinn Kristjánsson 1 Jóhann Torfason 1 Einar Jónsson 1 Sjálfsmark 1 ÍBÍ tefldi fram 19 leikmönnum og það telst gott afrek, að níu þeirra skoruðu eitt mark eða fleiri. Þess má geta, að aöeins þrívegis í sumar tókst ísfirðingum ekki að skora í 1. deildar leik. UBK: LEIKMENN Breiöabliks þóttu til alls líklegir í upphafi mótsins. Liðið náði léttum og hröðum samleiks- köflum sem unun var að horfa á. Flestir spáðu því liðinu velgengni í mótinu. En undir lokin var liðiö í fallbaráttunni. Allur vindur fór úr leik líösins um mitt mót. Leikmenn greinilega ekki í nægilega góðri lík- amlegri þjálfun. Undir lok mótsins var þjálfarinn látinn fara. Af fyrstu sjö leikjum sínum tapaöi UBK að- eíns tveimur. En síöan fór aö halla undan fæti. Breiðablik notaði 17 leikmenn í mótinu. Ails gerðu þeir 18 mörk. Liðið fékk á sig 22 mörk. UBK tapaði 7 leikjum í mótinu, I gerði 6 jafntefli en sigraði í 5 leikj- um. Mörk liðsins skoruðu þessir: Sigurður Grétarsson (5 víti) 7 Hákon Gunnarsson 2 Helgi Bentsson 2 Sigurjón Kristjánsson 2 Birgir Teitsson 1 Sævar Geir 1 Vignir Baldursson 1 Ólafur Biörnsson 1 Trausti Omarsson 1 Eftir að síöasta leik UBK lauk í íslandsmótinu sagði fyrirliði liös- ins, Ólafur Björnsson: „Næsta sumar ætlum við að standa okkur vel og sanna getu okkar.“ Tíminn sker úr um hvort sú verður raunin, eða að liö UBK verði bara efnilegt áfram. ÍBK: EKKI byrjaöi tímabilið gæfulega hjá Suðurnesjaliðinu, þaö tapaði þremur fyrstu leikjum sínum án þess að skora mark. Liðið braut svo ísinn í fjóröu umferðinni með 2—1 sigri gegn Val. Eftir það gekk betur hjá ÍBK, en vegna hinnar slæmu byrjunar og hversu jöfn liö- in voru í 1. deild, var ÍBK í fallhættu fram í síðustu umferö og bjargaöi sér aðeins meö því að ná stigi gegn ÍBÍ í síðustu umferðinni. Liðið skor- aði ekki mikið af mörkum, en þau skiptust á eftirtalda leikmenn: Ragnar Margeirsson 4 Óli Þór Magnússon 4 Einar Ásbjörn Ólafsson 2 Daníel Einarsson 1 Ólafur Júlíusson 1 Magnús Garðarsson 1 Ingvar Guðmundsson 1 Alls notuðu Keflvíkingar 18 leikmenn í leikjum sínum f 1. deild. Fram: GAMLA stórveldið mátti bíta í þaö súra epli að falla í 2. deild eftir langa og sigrum stráöa dvöl í 1. deild. Líöið tefldi fram mörgum kornungum og efnilegum leik- mönnum, en það kom greinilega fram er á mótið leiö, að þrátt fyrir nærveru leikmanna eins og Trausta Haraldssonar og Marteins Geirssonar, þá skorti liðið tilfinn- anlega leikreynslu. Þaö sýndi sig best í því hvernig liðið hrundi undir lokin, en ekki var heil brú í tveimur síðustu umferðunum. Var þó alveg undir það síðasta ekki útlokað að bjarga liðinu úr fallsæti. Eins og oft hjá liðum sem illa gengur hjá, voru breytingar á liösskipan frá einum leik til annars miklar. Alls fengu 22 leikmenn að spreyta sig, en átta þeirra skiptu á milli sín 17 mörkum liösins. Mörkin skoruðu eftirtaldir: Halldór Arason 5 Guðmundur Torfason 3 Viöar Þorkelsson 3 Ólafur Hafsteinsson 2 Marteinn Geirsson 1 Hafþór Sveinjónsson 1 Sverrir Einarsson 1 Árni Arnþórsson 1 LIÐ KA varð að sætta sig við að falla niður i 2. deild í íslandsmót- inu. Af þeím 18 leikjum sem liöið lék sigraði þaö í 4, gerði 6 jafntefli og tapaöi 8 leikjum. Liðið skoraði aöeins 17 mörk í leikjunum 18, en fékk á sig 22. Þessir skoruðu mörk KA: Gunnar Gíslason 5 Eyjólfur Ágústsson 3 Ásbjörn Björnsson 3 Ragnar Rögnvaldsson 2 Hinrik Þórhallsson 2 Ormar Örlygsson 1 Friðfinnur Hermannsson 1 • Alls notaði lið KA 18 leikmenn I islandsmótínu. Liö KA hóf keppn- ina af miklum krafti og framan af var alls ekki útlit fyrir að liðið myndi falla niður. En er líða tók á mótið fór róðurinn að þyngjast. II • íslandsmeistarar Víkings 1982. Fremri röð talið frá vinstri: Hafliði Pétursson, Torfason, fyrirliöi, Ragnar Ríslason, Jóhannes Bárðarson, Stefán Halldórsson. Aftari röð: Sveinn G. Jónsson, formaður Víkings, Þór Símon Ragnarsson, forn liðsstjóri, Óskar Tómasson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Jón Otti Ólafsson, Róbert Magnús Þorvaldsson, Gunnar Gunnarsson, Youri Sedov, þjélfarí, Jóhannes Trygg • Þór frá Akureyri vann sér rétt til þess aö leika í 1. deild é næsta ári. Liðiö varð Aftari röð f.v.: Halldór Áskelsson, Bernharð Valsson, Birgir Marínósson, Sigurbji Þórarinn Jóhannesson, Óskar Gunnarsson. Fremri röð f.v.: Bjarni Sveinbjörnssc Einar Arason, Hafþór Helgason. • Islenski landsliösmiðherjinn, Lérus Guðmundsson, hefur leikið afar vel með liði sínu, Waterschei í Belgíu, að undanförnu. Hann skoraöi fallegt mark á sunnudag- inn er liðið sigraði Winterslag 2—0 í deildarkeppninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.