Morgunblaðið - 21.09.1982, Side 22

Morgunblaðið - 21.09.1982, Side 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Fjöldamorðin í Beirút... Fjöldamorðin í Beirút... Fjöldamorðin í Beirút... Fjöldamorðin í Beirút ... Fjöldamorð Beittu hnífum í fyrstu svo ekki heyrðist til þeirra Boirút, 20. Neptember. AP. I»EIR SEM komust af í árás- um kristinna hægrimanna í flóttamannabúðirnar á V-Beirút skýrdu frá því í dag, að árásarmennirnir hefðu fyrst í stað beitt hnífum svo að síöur heyrðist til þeirra. Hryllingurinn hófst á fimmtudag, degi fyrr en al- mennt var haldið. „Þeir komu í 30 stórum bílum ofan úr fjöllunum," sagði ein kvennanna, sem lifði árásina af. Attræður bróðir hennar var einn þeirra sem létu lífið. Segja sjón- arvottar, að hver sá sem hætt hafi sér út úr húsi á fimmtudag hafi verið skorinn á háls. Arásarmennirnir réðust síðan inn í hús í flóttamannabúðunum á föstudag og drápu þar mikinn fjölda fólks. Heimildum um fjölda látinna í árásunum, sem stóðu allt fram á laugardags- morgun, ber hins vegar ekki sam- an. Alþjóðlegi Rauði krossinn Syrgjandi, palestínsk móðir í Sabra-búðunum í Beirút. Hún sagði fréttamönnum að eiginmað- ur hennar og tveir synir væru í hópi þeirra tíu sem sjást liggja í valnum. Viðbrögð ríkisstjórna og þjóðarleiðtoga: Fordæming fjöldamorð- anna um heim allan RÍKISSTJORNIR og fjölmiðlar um heim allan hafa fordæmt fjöldamorðin í Beirút og látið í Ijósi áhyggjur vegna vaxandi spennu í Líbanon. Hafa ísraelar verið ásakaðir beint eða óbeint af flestum. Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, sagðist vera reiður og stórhneykslaður á því að slíkir hlutir gætu gerst í Líbanon. Ásakaði hann Israela harkalega fyrir að vera ekki færir um að annast friðargæslu í landinu. Krafðist Reagan þess að ísraelar drægju herlið sitt út úr Líbanon og fregnir frá Hvíta húsinu hermdu, að Bandaríkjamenn væru að hugsa um að ræða við Frakka og ítali um að setja her- menn á land í Líbanon á ný til að reyna að stuðla að friði. Margaret Thatcher, sem nú dvelur í Tókýó í opinberri heim- sókn, og Zenko Suzuki, forsætis- ráðherra Japan, fordæmdu í dag fjöldamorðin í Beirút og lýstu þeim sem „vitfirrtum“. í viðræð- um sínum við Suzuki sagði Thatcher að Sameinuðu þjóðirn- ar yrðu að beita sér fyrir því í snatri að ísraelar drægju herlið sitt til baka frá Líbanon eins fljótt og auðið væri. Forseti Eg- yptalands, Hosni Mubarak, skip- aði sendiherra sínum að snúa heim til Kairó um helgina. For- sætisráðherra landsins, Fuad Moiheddin, sagði að hermenn Israela í Vestur-Beirút gerðu það að verkum að líbanski herinn væri óvirkur og þar með væru palestínskir flóttamenn ber- skjaldaðir. Leonid Brezhnev fór þess á leit við Ronald Reagan, að þeir beittu sameiginlegum áhrifum sínum hjá Sameinuðu þjóðunum til að koma í veg fyrir frekari blóðsút- hellingar í Líbanon. Brezhnev sagði ennfremur, að vegna yfir- lýsts stuðnings við ísrael, hlytu Bandaríkjamenn að teljast ábyrgir að hluta. Á Italíu fóru milljónir verka- manna í klukkustundarlangt verkfall til að mótmæla fjölda- morðunum. Þá voru einnig haldn- ar fjölmennar mótmælagöngur af þessu tilefni. „Svo virðist sem hermenn Sharons hafi tekið þátt í morðunum með hlutleysi sínu,“ sagði Flaminia Piccoli, leiðtogi kristilegra demókrata. Italska stjórnin, sem sendi friðargæslusveitir til Líbanon ásamt Frökkum og Bandaríkja- mönnum, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem morðin voru fordæmd og Israelar harðlega ásakaðir fyrir að hafa ekki lyft litla fingur til að koma í veg fyrir hryllinginn. I frétt frá Xinhua, hinni opin- beru fréttastofu í Kína, sagði að Kínverjar fordæmdu fjöidamorð- in í Líbanon og líktu þeim við útrýmingaraðferðir nasista. Sagði ennfremur í frétt Xinhua, að dvöl Israela væri orsök þess að svona hefði farið. I frétt frá Qatar var frá því sagt að leiðtogar Arababanda- lagsins hygðust koma saman til fundar á morgun, þriðjudag, að beiðni PLO til að ræða fjöldmorð- in í Líbanon. Fundurinn átti að vera í dag, mánudag, en var frest- að. Sagði í fréttinni að Araba- bandalagið myndi „ákveða sam- eiginlegar aðgerðir gegn óvinin- segir að „hundruð manna, kvenna, barna og gamalmenna" hafi verið drepin en forsvars- menn PLO segja að tala hinna látnu „hlaupi á þúsundum". Fréttamaður og ljósmyndari AP-fréttastofunnar, sem skoðuðu ástandið í búðunum undir hádeg- ið á laugardag, töldu þá á milli 90 og 100 lík. ísraelska utanríkisráðuneytið sagði að árásin hefði verið gerð af stuðningsmönnum falangista, flokks hins nýlega myrta forseta- efnis Líbana, Bashir Gemayel. Falangistar hafa hins vegar þverneitað að eiga nokkra aðild að fjöldamorðum þessum. Enn- fremur sagði í yfirlýsingu utan- ríkisráðuneytisins á laugardag, að ísraelskir hermenn hefðu beitt öllum hugsanlegum ráðum til að stöðva árásarmennina og komið í veg fyrir mun meira manntjón. PLO ásakaði á hinn bóginn ísraela um að myrða „hvern mann, hverja konu og hvert barn í sjónmáli" innan búðanna. I öðrum borgarhlutum Beirút handtóku ísraelskir hermenn hundruð manna, sem grunaðir eru um að vera vinstrimenn. Var húsleit gerð víða og leitað vopna. Að sögn líbanskra lögreglumanna voru um 1.000 manns handtekin, en hins vegar lá ekki ljóst fyrirj hvar þeim var haldið föngnum. Yfirmaður alls ísraelska her- aflans, Raphael Eytan, hershöfð- ingi, sagði á sunnudag að stöðugt fækkaði í herliði ísraela í Líb- anon. Væri sú fækkun í samvinnu við líbanska hermenn. Hins vegar myndu hermenn ísraela ekki yf- irgefa Beirút fyrr en lokið væri endanlega við að safna saman „geysilegum fjölda" palestínskra skæruliða og vopnum þeirra. Eytan var harðorður í garð Morris Draper, aðstoðarmanns Philip Habibs, og ásakaði Banda- ríkjamenn óbeint um að vera valda að fjöldamorðunum. Drap- er hefði þvertekið fyrir, að komið yrði á beinu sambandi á milli ísraelskra og líbanskra her- manna. Með slíkri samvinnu hefði mátt koma í veg fyrir fjöldamorðin. Lögreglan í Jerúsalem varð að beita táragasi á sunnudag til þess að sundra hópi 500 mótmælenda, sem safnast hafði saman við heimili Menachem Begins, for- sætisráðherra ísraels. Vildu þeir mótmæla fjöldamorðunum í Beir- út. Voru ókvæðisorð hrópuð og krafðist fólkið tafarlausrar af- sagnar Begins. EMCO REX 2000 EMCO REX 2000 Allt i einni vél: 10” hefill, 6” þykktarhefill, hjólsög, töppunarvél og fræsibúnaður. Fyrsta flokks vara á góðu verði. Gunnar Asgeirsson hf. Suðurtandsbraut 16 Sim 9135200 Akurvik, Akureyri AFTUR! HÚN ER KOMHSI FJÖLHÆFA, SAMBYGGÐA TRÉSMÍÐAVÉLIN FRÁ EMCO Hríseyingar — Hríseyingar Hríseyingamót verður haldid í Átthagasal Hótel Sögu laugardaginn 2. október 1982. Þeir sem hafa hugsað sér aö ná í miöa veröa aö hafa gert þaö í síöasta lagi fyrir 25. september. Hafiö samband sem fyrst viö Þorstein Þorvaldsson, Lauga- vegi 80 í síma 10259, Sigurö Brynjólfsson í síma 86481, Valgeröi Magnúsdóttur í síma 66610 og Önnu Fjalarsdóttur í síma 85370. LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AD VANDAORI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.