Morgunblaðið - 21.09.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982
31
in í Beirút ... Fjöldamorðin í Beirút ... Fjöldamorðin í Beirút...
Líkin eins og hrá-
viði um allt, nályktin
og stækjan hroðaleg
Meirút, 20. september. AP.
„FYRSTU TVÖ líkin var hægt að þekkja sem mannverur. Þau lágu þar hlið
við hlið á rykugri aðalgötunni i flóttamannahvern Palestínumanna í Sabra.
Þegar lengra var haldið lágu líkin eins og hráviði um allt í stöflum; hendur
og fætur vísuðu í allar áttir, andlitin skelfingin uppmáluð.
Ógerningur var að kasta tölu á
þau eða skera úr um hvort þetta
voru lík karla eða kvenna. Enginn
hafði áhuga á að grandskoða illa
leikin líkin með andlitin þakin
flugum í steikjandi hitanum."
Þannig segir G.G. Labelle, frétta-
ritari AP í Beirút, frá.
Hann heldur áfram: „Ég fór í
gegnum Sabra-hverfið síðla á
laugardagsmorgun eftir að hafa
heyrt orðróm um að fjöldamorð
hefðu verið framin. Þetta er að-
eins þriggja kílómetra leið, en
það tók mig klukkustund að kom-
ast þangað eftir krókaleiðum því
öllum aðalgötum hafði verið lok-
að af ísraelska hernum.
Þegar ég var kominn þangað
lék ekki vafi á, að sögusagnirnar
voru á rökum reistar. Lík heilu
fjölskyldnanna; mæður, feður og
börn, lágu saman víða um þorpið
og á götum úti voru lík margra
manna, rétt eins og þeim hefði
verið smalað saman og þeir
skotnir til bana.
í einu hreysinu, sem fólkið
hafði reist, var pottur á hlóðum,
en ekki hafði gefist tími til að
borða matinn. Lík fjölskyldunnar
lágu eins og hráviði í öðrum enda
hreysisins, sum hroðalega leikin.
Konur á götum úti sögðu mér að
jarðýtur hefðu rutt niður sumum
hlutum hverfisins til þess að
reyna að hylja líkin. Þeim bar
ekki saman um hver hefði drýgt
ódæðið. Sumar sögðu það hafa
verið ísraela, aðrar sögðu falang-
ista hafa verið að verki.“
„Nályktin var hræðileg," segir
ljósmyndari AP-fréttastofunnar í
frásögn sinni. Hann kom um
svipað leyti inn í búðirnar og þar
mætti honum ömurleg sjón. Seg-
ist hann hafa talið á milli 50 og
60 lik á stuttri könnunarferð
sinni um búðirnar. „Ég sá enga
hermenn eða varðmenn á meðan
ég dvaldi þarna," segir William
Foley, ljósmyndari, ennfremur.
„Konur voru grátandi um allt
og margar þeirra báðu mig um að
líta inn í rústirnar, sem eitt sinn
höfðu verið heimili þeirra, til
þess að líta hina dauðu augum.
Ég sá tvö lík gamalla manna og
ef marka mátti útlit þeirra var
ekki langt síðan þeir höfðu verið
skotnir. Sennilega fyrr um morg-
uninn. Ég hitti ungan Líbana,
sem sagði mér að fjölskyldunum
hefði verið skipað að fara inn í
kofa sína og þær síðan verið
skotnar þar.“
„Fyrir þremur vikum komum
við hingað og vöktum þetta
sjúkrahús til lífsins. Við vorum
rekin á brott og mér er til efs að
nokkur maður starfi nú innan
veggja þessa húss,“ segir Dr.
David Grey frá Liverpool á Eng-
landi. Hann vann ásamt 19 öðr-
um á vegum kirkjunnar við
Gaza-sjúkrahúsið. Að því er hann
segir komu varðliðar kristinna
snemma á laugardagsmorgun og
ráku allt starfsliðið burtu. Var
hver og einn spurður hvort hann
væri kristinn og þegar menn
svöruðu játandi fengu þeir að
heyra „þú er skítur, sem vinnur
fyrir óvininn".
Lýsing sjónarvotta eftir fjöldamorðin í V-Beirút:
Jafnvel dýrum var ekki hlíft þegar fjöldamorð voru framin í búðum Palestínumanna í Beirút.
Hesturinn á myndinni, sem er að svala þorsta sínum, var skotinn mörgum sinnum.
Benco 01 — 600A C.B.
40 rásir AM/40 rásir FM.
Sérsmíðuð fyrir ísland. Fullur styrkur.
Verö kr. 2.850.-
sími 91-21945/84077.
Benco, Bolholti 4,
sími 91-84077
Tölvunámskeið
Byrjendanámskeið
Námskeiðin standa yfir í 2 vikur. Kennt
er 2 stundir á dag virka daga, kl.
17.30—19.30 eöa 20.00—22.00.
Við kennsluna eru notaðar míkrótölvur af algengustu
oerö. Námsefnið er allt á íslensku og ætlað byrjend-
um sem ekki hafa komiö nálægt tölvum áður.
Á námskeiðunum er kennt m.a.:
Grundvallaratriði forritunarmálsins BASIC. Fjallað ór
um uppbyggingu, notkunarsviö og eiginleika hinna
ýmsu gerða tölva. Kynning á tölvukerfum, hugbúnaöi
og vélbúnaði, sem notuð eru við rekstur fyrirtækja.
TÖLVUSKÚLINN
Sklpholti 1. Sími 25400
Hljóðlausar loftpressur
hentugar fyrir bólstrara, trésmiði og smærri
verkstæöi.
Iðnvélar þf.
Smíðjuvegi 30. Kópavogi. *
Sími 76444.
Ballett
Kennsla hefst í
byrjun október í
nýstandsettum
Litla sal íþróttahúss
Seltjarnarness.
Byrjenda-
og
framhaldsflokkar.
Innritun og upplýsingar í
síma 15359 kl. 13—17 dag-
lega.
Ballettskóli
Guðbjargar Björgvins.
Íþróttahúsínu Seltjarnarnesi, Litla sal.