Morgunblaðið - 21.09.1982, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982
41
fclk í
fréttum
Karl Gústaf og Silvía ásamt dótturinni nýfæddu, Magóalenu.
Prinsessan
dafnar vel
+ Síðasta konungborna
barnið á Norðurlöndum er
Magðalena Theresa Amelía
Jósefína, dóttir Karls Gústafs
Svíakonungs og eiginkonu
hans, Silvíu prinsessu, en sú
stutta fæddist fyrr í sumar.
Viktoría systir hennar, sem
er fimm ára að aldri, mun
verða erfingi krúnunnar í Sví-
þjóð eftir að lögum þar í landi
var breytt þannig að stúlku-
börn voru einnig gjaldgeng í
embætti konungs/drottn-
ingar.
Silvía fæddi í konungshöll-
inni nú sem áður og var Karl
Gústaf viðstaddur þessa
fæðingu eins og fæðingu
sonarins, Karls Filips, sem er
þriggja ára aö aldri, en kon-
ungurinn var fjarverandi sök-
um embættisskyldna þegar
fyrsta barn þeirra hjóna
fæddist, dóttirin Viktoría.
Victor Borge
og Henrik
+ Victor Borge og Birgit Nilsson
hafa verið undanfariö i Banda-
ríkjunum vegna opnunar á
Scandinavia Today, sem framlag
Dana við opnunarhátíðlna.
Mynd þessi sýnir hvar kump-
ánarnir Victor Borge og Henrik
prins, sem var án Margrétar í
Bandaríkjunum, spjalla saman á
góðri stundu eftir tónleika Vict-
ors og Birgit í síöustu viku.
Victor Borge og Henrik prins
ræða saman ( bróðerni að tón-
leikum hins fyrrnefnda loknum.
Gjöf Reagan til
William prins
+ Sunnudaginn 5. september
barst hinum nýfædda breska
prinsi sérstæö gjöf frá Ronald
Reagan, Bandaríkjaforseta og
eiginkonu hans, Nancy.
Gjöfin er handsmíöuð eftirlík-
ing af svonefndum Chippen-
dale-barnastól úr eik. Starfs-
stúlka í Hvíta húsinu, Ellen Han-
cock, saumaöi í setuna blóm og
skjaldarmerki þar sem stendur:
„H.R.H. William af Wales, 21. júní
1982“, en H.R.H. stendur fyrir
His Royal Higness sem gæti út-
lagst á íslensku sem „yöar kon-
unglega hátign ...“.
Prinsinn
hjá Reagan
Systkinin Viktoría og Karl Filip hlúa að litlu systurinni,
Magðalenu.
COSPER
— Ég veit að kaupmáttur krónunnar hefur minnkaö, en
ég læt ekki deigan síga fyrir það.
+ Hinrik prins var viöstaddur
opnun Scandinavia Today fyrir
hönd Dana, en Margrét drottning
sá sér ekki fccrt aö fara sökum
anna í heimalandi sínu. Mynd
þessi sýnir hvar Hinrik og Nancy
Reagan eru hin ánægöustu á
svip í hádegisveröarboöi því er
Reagan hélt Vigdísi til heiöurs I
siöustu viku.
DANSSKÓLI
Siguröar
Hákonarsonar
BÖRN-UNGLINGAR-FULLORÐNIR
Kenndiralliralmennirdansarog margt fleira.
KENNSLUSTAÐIR ERU
Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2
_ Þróttheimar v/Sæviðarsund
Félagsheimili Víkings, Hæðargarði
Sérstakir tímar verða fyrir hópa, klúbba eða félög,
ef óskað er.
Barnatímar m.a. á laugardögum eins og verið hefur.
Stígið gæfuspor, því dans er skemmtileg tilbreyt ing
fyrir alla, skemmtilegri en þú heldur.
Lærið hjá þeim sem reynslu og þekkingu hefur.
Hressilegt og óþvingað andrúmsloft.
Innritun og upplýsingar daglega kl. 10.00 - 19.00
í síma 46776 og 41557.
Sigurður Hákonarsson
15 ára kennslureynsla
50.493 mín.
löng dagskrá
eöa
— ef þú heldur vilt —
10 ára
birgöir af
iaugardagsmyndum.
Yfir500 titlar.
Fyrir
VHS, BETA og 2000.
Opiö
frá kl. 12.00- 21.00
virka daga.
12.00 —18.00 laugardaga.
Lokaö á sunnudögum.
ÍZJ
VIDEOMIÐSTÖÐIN
Laugavegi 27 — Sími 14415.