Morgunblaðið - 21.09.1982, Side 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982
Forseti íslands á íslendingafagnaði í Seattle:
Heilsaði 500 gest-
um með handabandi
Seattle, 20. .september — írí Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
„VIÐ HÖFIIM heyrt, að Vigdís forseti muni aðeins stoppa stutt við á
móttöku íslendingafélagsins í kvöld,“ sagði einn Vestur-íslendingur
kvíðafullur, skömmu eftir komu forseta fslands, Vigdísar Finnbogadótt-
ur, vestur til Seattle á laugardag, en hvorki hann né aðrir hefðu þurft að
kviða þvi. Vigdís forseti var 90 mínútum lengur í móttökunni, en ætlazt
var til i upphafi. Hún tók í hönd hvers einasta gests, sem vildi heilsa
henni, eða yfir 500 gesta, skiptist á orðum við þá og áritaði miða, myndir
og hvað sem tiltækt var. Undir lok samkvæmisins virtust allir i fylgdarliði
forsetans að þrotum komnir, en forsetinn sjálfur sýndi engin þreytu-
merki, þótt dagurinn hefði verið langur.
Vigdís forseti heilsar Aleph Johannsson fyrir messu í Seattle. Aleph
verður 100 ára i nóvember og sagði Vigdís að hún bæri aldurinn með
glæsibrag.
Forseti Islands flaug frá New
York til Seattle í Washington-
ríki á Kyrrahafsströnd snemma
á laugardagsmorgun. Sverrir
Haukur Gunnlaugsson og Guðný
Aðalsteinsdóttir kona hans
fyigdu henni fyrir hönd sendi-
ráðs íslands í Bandaríkjunum,
en Hans G. Andersen sendiherra
fylgdi kistu Kristjáns Eldjárns
fyrrverandi forseta heim á
föstudag. Ólafur Egilsson sendi-
herra og Halldór Reynisson for-
setaritari eru í fylgdarliði for-
setans frá íslandi. Ríkisstjóri
Washington og borgarstjórar
Seattle og Tacoma tóku á móti
forsetanum á flugvellinum auk
Phyllis Lamphere, formanns
undirbúningsnefndar Scandina-
via Today í Seattle, en Henry
Jackson öldungadeildarþing-
maður ríkisins hefur þann titil
með henni. Á hótelinu beið önn-
ur móttökunefnd forsetans og
þar á meðal Jón M. Jónsson,
ræðismaður Islands í Seattle.
Karlakórinn Vesturfarar söng
þjóðsöng Islands og Bandarríkj-
anna og Charles Royer, borgar-
stjóri Seattle afhenti Vigdísi
forseta styttu af hval, sem einn
fremsti listamaður indíána hef-
ur gert.
Heimsókn Vigdísar forseta
hefur vakið nokkra athygli í
Seattle, en hún er fyrst í röð
fyrirfólks frá Norðurlöndum til
að heimsækja Seattle í sam-
bandi við Scandinavia Today.
Hún hélt blaðamannafund á
laugardag og svaraði spurning-
um um menningu, eigin störf og
kvennabaráttu á íslandi. Þegar
kom að þeirri spurningu lifnaði
mjög yfir forsetanum og hún
sagði frá kvennaverkfallsdegin-
um 25. október 1975. Hún var
spurð, hvort hún hefði skipt um
skoðun varðandi herstöðina í
Keflavík. Forsetinn benti spyrj-
anda á, að hún hefði aldrei til-
heyrt stjórnmálaflokki og ekki
rætt stjórnmál í kosningabarátt-
unni.
íbúar Seattle eru um hálf
milljón, en á þéttbýlissvæðinu
öllu býr yfir ein milljón íbúa.
Um 5 þúsund manns eru af is-
lenzkum ættum. Fólk ferðaðist
langar leiðir til þess að vera
viðstatt móttöku íslendingafé-
lagsins í Seattle. Meðal gesta þar
var Geir Jón Helgason, fyrrver-
andi lögregluþjónn í Reykjavík,
og Helgi Geirsson, sonur hans.
Helgi stóð í röð í 45 mínútur til
að taka í hönd Vigdísar forseta.
Hann var 14 ára þegar foreldrar
hans fluttust til Kanada. Hann
sagðist verða að fara heim af og
til til að endurnæra sálina og
sagði að það væri hreinn lífgjafi
að fá forseta íslands til Seattle.
Hann myndi ekki standa í þess-
ari röð annars. Karlakórinn
Vesturfarar söng íslenzk lög í
móttökunni. Ekki er hægt að
neita að það vottar fyrir hreim í
ísienzka þjóðsöngnum hjá þeim,
en þeir eru allir Vestur-íslend-
ingar og merkilegur áhugi þeirra
á íslenzkum söng.
Wilson formaður íslendinga-
félagsins bauð Vigdísi forseta
velkomna í móttökuna og kvað
félagið staðráðið í að halda við
íslenzkri tungu og menningu í
vesturbyggðum. Vigdísi forseta
var gefin saga félagsins og sagð-
ist hún hlakka til að lesa hana.
Vigdís forseti sat messu í
kirkju Vestur-íslendinga á
sunnudagsmorgun. Þar hitti hún
þrjá mjög fullorðna Vestur-
Islendinga og gaf sér góða stund
til þess að tala við Alegh Jó-
hannsson, sem verður 100 ára 9.
nóvember og hjónin Guðrúnu og
Jón Magnússon. Þau töluðu öll
íslenzku og sagði Jón að hann
hefði gætt þess að hann gleymdi
ekki málinu. Harald Sigmar pre-
dikaði við messuna. Vigdís for-
seti heimsótti áður norrænt
safn, sem opnað var 1979. Hún
skoðaði Grænlandssýningu, sem
sendiherra Dana í Bandaríkjun-
um opnaði og afhenti safninu ís-
lenzkan ask að gjöf. Rósa Sig-
urðardóttir las „Norðurljós",
kvæði Einars Benediktssonar, á
íslenzku og ensku. Hún er fjall-
kona Islendingafélagsins í ár og
var klædd í skautbúning.
Borgarstjóri Seattle bauð Vig-
dísi forseta í hádegisverð á
sunnudag. Hún sótti síðan tón-
listarhátíð, sem var tileinkuð
Grieg í Washington-háskóla.
Seint um eftirmiðdaginn fékk
hún tækifæri til þess að sigla um
Pudet-sundið í einkar fallegu
veðri. Seattle er stundum kölluð
smábátahöfuðborg heimsins.
Þar eru fleiri bátar á mann en
nokkurs staðar annars staðar.
Pudet-sundið og vötnin i kring-
um borgina eru kjörin til
skemmtisiglinga og fegurð er
mikil. Seattle var í upphafi
byggð á 7 hæðum eins og Róm,
en nú hafa tvær hæðir verið
jafnaðar og skýjakljúfar tekið
þeirra stað. Geimnálin, sem var
byggð fyrir heimssýninguna
1962 setur svip sinn á borgina.
Islenzkir fulltrúar Hildu hf. rák-
ust þar uppi á bandaríska
stúlku, sem reyndist vera vest-
ur-íslenzk, alíslenzk í fjóra ætt-
liði aftur til þess tíma, er forfeð-
ur hennar fóru að heiman.
Eins og fram kom í Mbl. á sunnudag varð árekstur tveggja bíla og útafakstur
þess þriðja á laugardagsmorgun í fyrstu hálku haustsins á Hellisheiði. Þessa
mynd tók Fmilía B. Björnsdóttir Ijósmyndari Mbl. skömmu síðar af bílunum
tveim sem lentu í árekstrinum.
Deildakeppni í skák:
Sveitir TR efetar
SVEIT Taflfélags Reykjavíkur,
norð/vesturbær, hefur forustu eftir
fjórar umferðir í deildakeppni Skák-
sambands íslands, sem hófst um
helgina, með 23 vinninga. Sveit Tafl-
félagsins, suður/austurbær, fylgir
fast á eftir með 22 vinninga.
lag Akureyrar með 12‘/i og lestina
rekur Skáksamband Suðurlands
með 7 vinninga.
í 2. deild hefur Taflfélag Akra-
ness forustu með 14 vinninga en
Skákfélag Keflavíkur fylgir fast á
eftir með 13% og í þriðja sæti er
Taflfélag Húsavíkur með 11 %
vinning.
Taflfélag Vestmannaeyja hefur
forustu í 3. deild með 15'Á vinning.
Taflfélag Seltjarnarness B er með
13 % og A-sveit TR hefur 11%
vinning.
í þriðja sæti er sveit Taflfélags
Seltjarnarness með 19 vinninga.
Taflfélag Kópavogs er í 4. sæti
með 17 vinninga, Skáksamband
Vestfjarða með 14%, Skákfélag
Hafnarfjarðar með 13%, Skákfé-
Lítið meira
Sér permanentherbergi
Tímapantanir í síma 12725
mest
Rakarastofan
Klapparstíg
Alliance francaise:
Sýnir kvikmyndina
KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance
Francaise sýnir í Regnboganum,
E-sal,á morgun klukkan 20.30, svo
og á fimmtudag á sama tima kvik-
myndina Lily, elskaðu mig, „Lily,
aime-moi“ og er myndin sýnd í
minningu kvikmyndaleikarans Patr-
ick Ilewaere, sem svipti sig lífi í síð-
asta mánuði.
Kvikmyndin er gerð árið 1974.
Um hana segir í plöggum, sem
Morgunblaðið fékk send frá kvik-
myndaklúbbnum:
Myndin er skáldleg gamanmynd
þar sem vikið er að málum svo
almennum sem ástinni, samlífi
hjóna, vináttunni og stórborgarlífi
nú á dögum.
Mynd þessi sem er fyrsta langa
myndin sem Maurice Dugowson
gerir, hlaut mjög góðar viðtökur
jafnt hjá hinum almenna áhorf-
anda sem gagnrýnendum sem
undirstrikar vel helsta kost henn-
ar: að halda vel jafnvæginu milli
hins gamansama og hins alvar-
lega, milli hláturs og tára.
Lily, elskaðu mig