Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 217. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins 30 þúsund á mótmælafundi í París París, 30. september. AP. AÐ MINNSTA ko.sti 30.000 manns komu saman í París í dag til aA mót- mæla tTnahagsstofnu stjórnvalda þar í landi. Fundurinn stöðvaði alla umferð í eina klukkustund í miðborginni, en ræðumenn lögðu mikla áherslu á að efnahagsstefna stjórnvalda væri vítaverð og líkast því sem þau stefndu að því að ganga af stéttum lækna, lögfræðinga og fleiri dauðum með skattahækkunum, auknum greiðslum til sjúkrasamlaga og fleiru. Allt mun hafa farið friðsamlega fram. Stuðnings- menn Schmidt mótmæla Amin Gemayel kannar hér alþjóðlega gæsluliðið í Beirút, en fjölmargir hermenn tóku þátt í athöfn þeirri í dag er lýst var yfir því að Beirút væri nú sameinuð borg á ný, en ekki skipt í austur- og vesturhluta eins og áður. Bonn, V estur l>ýskalandi, 30. september. AP. W’iSlINDIR stuðningsmanna Helmut Sehmidt kanslara gengu í dag um göt- ur í Bonn og Itamborg til að mótmæla ráðagerðum um að koma honum úr stóli við atkvæðagreiðslu á þinginu á morgun, föstudag. „Við viljum kosningar núna“ stóð á mótmælaspjöldum er borin voru um göturnar af stuðningsmönnum Schmidt, er mótmæltu með þessum hætti ráðagerðum kristilegra og frjálsra demókrata er hafa í hyggju að koma honum úr embætti á morg- un og kjósa í staðinn leiðtoga Kristilega demókrataflokksins, Helmut Kohl, til kanslara. Jarðsprengja grandaði bandarískum hermanni - og særði þrjá aðra hermenn - er flugvallarsvæðið í Beirút var opnað á nýjan leik Beirúl, Tel Aviv, Wjishinjíton, 30. september. AP. JARÐSPRENGJA, sem hermönnum er yfirfóru allt flugvallarsvæðið í Beir- út yfirsást, sprakk í dag og varð ein- Orsakir flugslyssins í Luxemborg ókunnar: Sex manns létust Luxemborg, 30. september. AP. LEITARMENN og þeir, er vinna að rannsókn flugslyssins í Luxemborg í gærkvöld, er sovésk farþegaþota fórst á Findel-flugvelli, fundu í dag enn eitt lik og er þá tala látinna komin upp í sex, en fyrstu fregnir hermdu að tólf manns hefðu farist. „Við þekkjum ekki neitt til þessa manns,“ sagði yfirmaður ríkislög- reglunnar í Luxemborg um þennan síðasta líkfund, en haft er eftir áreiðanlegum heimildum að um hafi verið að ræða hátt settan embættismann KGB, en slíkir embættismenn munu yfirleitt fljúga með sovéskum flugvélum án þess að vera á farþegalistum. Fyrr í dag var tilkynnt að fimm manns, er allir hefðu verið frá Luxemborg, hefðu látist er far- þegaþotan, er var nýlent, snerist skyndilega og beygði út af flug- brautinni. Um borð í þotunni voru 66 farpegar og ellefu manna áhöfn. Eldur kom upp í þotunni eftir að hún hafði lent i skógarjaöri utan flugbrautarinnar og farið var með um 60 manns á sjúkrahús í ná- grenninu, í þýskar, franskár og belgískar borgir. Ekki var ljóst í kvöld hversu margir lágu enn á sjúkrahúsum , en yfirvöld segja að enn séu nokkrir farþeganna undir læknishendi vegna brunasára og a.m.k. einn mun vera í lífshættu. Farþegaþotan var á leiðinni til Lima í Perú frá Moskvu og hófst rannsókn slyssins í dag. Sjá nánar viðtöl við lslendinga er urðu vitni að flugslysinu á bls. 17. Slökkviliðsmenn i Luxemborg vinna við að slökkva eld er kviknaði í sovésku farþegaþotunni llyushin 62 i gærkvöldi, eftir að hún hafði farið út af flugbrautinni og endað í skógarjaðri. um bandarískum hermanni að bana og særði þrjá aðra, samkvæmt upplýs- ingum frá talsmanni Bandaríkjanna í þessum málum. Flugvallarsvæðið hafði allt verið kembt í leit að sprengjum, þegar undirbúin var koma bandarísku hermannanna til Beirút, en það var þangað til fyrir tveimur dögum í höndum ísraela. Amin Gemayel opnaði flugvall- arsvæðið við formlega athöfn í dag, og hann lýsti því einnig yfir að Beirút væri nú óskipt borg á ný. Viðstaddir athöfnina voru banda- rískir, franskir og ítalskir gæslulið- ar. „Það er ekki lengur um að ræða Vestur-Beirút og Austur-Beirút," sagði Amin Gemayel í dag, en síð- ast var gerð tilraun til að sameina borgarhlutana árið 1976 er sýr- lenskt friðargæslulið kom til borg- arinnar til að reyna að binda endi á borgarastríðið milli múhameðstrú- armanna og kristinna. Sú tilraun varð að engu er bardagarnir jukust stöðugt. Utanríkisráðherra ísrael, Yitzh- ak Shamir, flutti i dag ræðu á 37. allsherjarþingi SÞ fyrir hálftómu húsi og sagði þar að friður í Mið- austurlöndum fengist ekki með því að þvinga ísraela til frekari upp- gjafar á landsvæðum er þeir hefðu yfir að ráða. Allir fulltrúar Araba, Austur- Evrópu og þjóða þriðja heimsins gengu úr salnum á meðan að Sham- ir ávarpaöi þingið, en hann kom einnig inn á andstöðu ísrael við friðartillögur Reagan í ræðu sinni án þess að nefna hann á nafn, en sagði að stjórn hans héldi við áður gert Camp David-samkomulag. Enn finnast lík í flóttamanna- búðunum tveimur, þar sem fjölda- morðin voru framin fyrir tveimur vikum, og í dag fundu starfsmenn lík ófrískrar konu grafið í jörðu skammt frá flóttamannabúðunum. Rauði krossinn hætti talningu fórn- arlamba síðastliðinn föstudag og var þá tala látinna komin upp í 320. Haft var eftir sérlegum sendi- manni Bandaríkjastjórnar í Mið- austurlöndum , Philip Habib, sem ræddi við egypsk yfirvöld í dag, að allt erlent herlið gæti orðið á brott frá Líbanon „innan nokkurra vikna“, en talið er að hann hafi þá- einungis átt við herlið ísraela og Sýrlendinga en ekki alþjóðlega gæsluliðið og svaraði hann ekki spurningum er að því beindust. Jozef Glemp ræðir við Danutu Walesa Varsjá, Póllandi, 30. september. AP. ERKIBISKUPINN Jozef Glemp kallaði í dag til fundar við sig í Varsjá Danutu Walesa til að ræða möguleika á því að fá eiginmann hennar færðan nær heimili þeirra hjóna, samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Þessi fundur kemur í kjölfar af- mælis Lech Walesa sem var minnst með guðsþjónustu í Gdansk í gær, en hana sóttu um 8.000 manns. Þrátt fyrir að guðs- þjónustan hafi farið friðsamlega fram mun lögreglan hafa dreift um 1.000 manns, sem gengu inn í miðborgina að guðsþjónustunni lokinni og hrópuðu slagorð þar sem þess var krafist að Lech Wal- esa yrði látinn laus. Heimildum ber ekki saman um hvort til átaka hafi komið, en þetta er í fyrsta sinn, frá því 31. ágúst siðastliðnum, að til átaka kemur milli lögreglu og almenn- ings, en þá var minnst tveggja ára afmæiis Samstöðu. Talið er að leiðtogar óháðu verkalýðsfélaganna, sem enn ganga lausir, muni hafa boðað til svipaðra mótmæla í dag til að minnast þeirra fimm manna er þá létu lífið. í tilefni þess mun því hafa verið komið fyrir viðarkrossi, blómum skreyttum, í gamla borg- arhlutanum í Varsjá og minn- ingarathöfn mun hafa verið hald- in í Wroclav. Þrátt fyrir að Danuta Walesa hafi ekki getað gefið neinar upp- lýsingar varðandi samræður hennar og erkibiskupsins í dag, er talið fullvíst að þau hafi verið að ihuga hvort mögulegt væri að fá Walesa fluttan nær fjölskyldu sinni í Gdansk, en hann er sem kunnugt er í einangrun í suðaust- urhluta Póllands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.