Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 Seyðisfjörður: Dufl rak að sov- ésku olíuskipi SejAbnrAi, 30. Heptember. STORT olíuflutningaskip frá Sovétríkjunum átti að landa hér tíu þúsund tonnum af olíu í dag, en þegar losun átti að hefjast kom i Ijós að það var ekki unnt vegna veðurs og ókyrrðar í sjónum. Skipið lá því hér inni á firðinum þar til aðstæður bötnuðu. Konan yfirheyrð UNGA konan, sem virti stöðvun- armerki lögreglunnar að vettugi á miðvikudag, var yfirheyrð hjá lögreglunni í Reykjavík í gær. Ákvörðun um meðferð þessa máls, sem mun einsdæmi hér á landi, liggur ekki fyrir. Að lok- inni rannsókn verður málið lik- lega sent Ríkissaksóknara til ákvörðunar um hvort ákæra verður lögð fram og þá í hvaða formi. Konan virti að vettugi stöðv- unarmerki lögreglumanns, eft- ir að bifreiðin, sem hún ók hafði mælst á liðlega 90 kíló- metra hraða á Elliðavogi. Hún ók á mikilli ferð vestur Elliða- vog og Sætún. Lögreglu tókst að þvinga konuna til þess að stöðva bifreið sína við Höfða við Sætún. Var allt tíðindalaust þar til um klukkan 19.30 í kvöld, að menn í landi urðu þess varir að dufl eða ókennilegan hlut rak hratt inn fjörðinn í átt að skipinu. Voru þegar gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að tundurduflið rækist á skipið, en það náðist ekki fyrr en það hafði rekið framhjá olíuskipinu. Tókst mönnum þá að koma neti á það og mun ætlunin að draga það út og gera það óvirkt, og hefur verið haft samráð við varðskip sem hér er, um það. Helst er talið að hér sé um að ræða fjarðadufl, hluta af girð- ingu frá síðari heimsstyrjöldinni. Þau voru sprengd með raf- straumi úr landi og eiga ekki að vera hættuleg þótt þau reki upp, en mönnum þótti vissara að hafa varann á þar sem svo stórt olíu- skip lá hér inni. Samkvæmt síðustu fréttum var jafnvel talið að hér væri um að ræða bauju úr kafbátagirð- ingu en ekki tundurdufl. Skammt er hins vegar síðan tundurdufl rak upp á Seyðisfirði. Fréttaritari Geynislurými i frystihúsum víðast um landið er nú á þrotum vegna verkfalls undirmanna á farskipum og mikillar birgðasöfnunar, þar sem ekki hefur tekizt að losna við karfa á Rússlandsmarkað. Hér virðir einn af starfsmönnum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fyrir sér aðstæöurnar í frystigeymslu frystihússins. Ljósmynd Mbl: RAX Aðflugsradar fyrir Reykjavík- urflugvöll tekinn í notkun TEKINN var í dag í notkun aðflugsradar á Keflavíkurflugvelli og munu s. I frét Tungnaársamningarnir: Samþykktir starfsmenn flugmálastjórnar annast umsjón radarsins. 1 fréttatilkynn- ingu frá flugmálastjórn sem hér birtist, segir að nú muni flugvélar sem fljúga um Reykjavíkurflugvöll, njóta aukins öryggis. Fréttatilkynningin er svohljóðandi: SÁTTATILLAGA ríkissáttasemjara í deilu starfsmanna á Tungnaár- svæðinu og vinnuveitenda var sam- þykkt af báðum aðilum i gærdag. Vinnuveitendur, sem eru fjórir, samþykktu allir tillöguna. Hjá verkamönnum voru 188 á kjör- skrá, 118 greiddu atkvæði, 65 sögðu já, 52 sögðu nei og einn seð- ill var auður. Hjá rafiðnaðarmönnum voru 8 á kjörskrá, 6 greiddu atkvæði og sögðu allir já. Hjá byggingar- mönnum voru 10 á kjörskrá, 3 greiddu atkvæði, 1 sagði nei, 1 seð- ill var ógildur og 1 seðill auður. Eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. er samningur aðila í svipuð- um dúr og heildarkjarasamningur ASI og VSI, en undir lokin deildu aðilar aðallega um afturvirkni samningsins og verkfærapeninga iðnaðarmanna. Þeir sem voru við störf þegar verkfall hófst á svæð- inu fá 4% grunnkaupshækkun, afturvirka frá 1. júlí og þeir starfsmenn, sem eru ennþá í starfi fá 6% grunnkaupshækkun, einnig afturvirka frá 1. júlí. Starfsmenn, sem voru við störf i sumar en eru hættir, fá enga afturvirka launa- hækkun. „I dag, 1. október 1982, hefst formlega radaraðflugsstjórn fyrir Reykjavíkurflugvöll frá stjórnstöð Keflavíkurflugvallar, eftir vandlegan undirbúning und- anfarna tvo mánuði. Nú munu flugvélar, er fljúga um Reykja- víkurflugvöll, njóta aukins örygg- is, er felst í notkun radars, en með honum er unnt að fylgjast nákvæmlega með ferðum flugvél- anna og leiðbeina þeim, ef á þarf að halda og þannig greiða og flýta fyrir umferðinni til hagræð- is og öryggis öllum flugrekstri. Starfsmenn flugmálastjórnar annast þessa þjónustu sam- kvæmt sérstöku samkomulagi milli utanríkis- og samgöngu- ráðherra. Flugmálastjórn fagnar þessum áfanga og harmar jafn- framt, að þjónustan skyldi ekki hefjast eins og áformað var sumarið 1979.“ Siglufjörður: Starfefólk SR yfírgaf vinnustaðinn í gær Til ad mótmæla uppsögnum og sérstaklega uppsögn Jóhanns G. Möller O' ALLT starfsfólk Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, yfir 50 manns, yfirgaf vinnustað sinn klukkan 16 í gær til að mótmæla uppsögnum hjá fyrirtækinu að undanfórnu og sérstaklega uppsögn Jóhanns G. Möller sem tilkynnt var í gær. Starfsfólkið kemur ekki til vinnu í dag en ætlar að mæta á mánudag og þá verður aðgerð- unum lokið. Þá hefur Verkalýðsfélagið Vaka sent stjórn Síldar- verksmiðjanna bréf þar sem þess er krafist að uppsagnirnar verði dregnar til baka. INNLENT Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði hafa að undanförriu sagt upp 25—28 manns vegna verkefnaskorts hjá fyrirtækinu og síðast í gær var 3 starfs- mönnum þess sagt upp störf- um. Einn þeirra er Jóhann G. Möller en hann hefur lengstan starfsaldur starfsmanna fyrir- tækisins, hefur starfað hjá því í 48 ár. Hann hefur starfað mikið að félagsmálum á Siglufirði, m.a. verið í bæjarstjórn, í stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku ísafjörður: Ekki samstaða í stjórn kaup- félagsins um kaup á Ljóninu fsarírði, 30. september. EINS og fram hefur kotnið í Morgunblaðinu hefur vörumarkað- urinn Ljónið verið til sölu og hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga á kaupum. Eftir því sem næst verður kom- ist hafa eigendur Hagkaupa í Reykjavík fallið frá kaupum, en þeir voru hér vestra fyrir fáum dögum til þess að leita samninga. Einnig er vitað um að Sandfell hf. á ísafirði og hraðfrystihúsið Norð- urtanginn sýndu málinu sameig- inlegan áhuga, en svo virðist sem þeir hafi einnig fallið frá kaupun- Samningar hafa staðið yfir und- anfarið við Kaupfélag ísfirðinga og virtist sem samningar væru að komast á í gær, en á stjórnarfundi Kaupfélags ísfirðinga sem hald- inn var í gærkvöldi, varð ekki samstaða um kaupin og er málið því í biðstöðu. __ Úlfar og sat um langt skeið í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku, sagði í gær í samtali við Mbl.: „Við teljum það alveg augljóst að uppsögn Jóhanns G. Möller núna sé ekki tengd rekstrarerfiðleikum fyrirtækis- ins, heldur sé tækifærið nú not- að til að ná fram hefndum á hendur honum, þar sem hann hefur verið í stjórn verkalýðs- félagsins og fulltrúi þess á vinnustað og hefur sem slíkur oft þurft að leiðrétta hlut sam- starfsmanna sinna og staðið í átökum við forráðamenn fyrir- tækisins vegna þess. Okkur þykja þessi vinnubrögð fram- kvæmdastjórans, verksmiðju- stjórans og skrifstofustjórans fordæmanleg. Þeir taka ákvörðunina og nota fjárhags- erfiðleika fyrirtækisins sem skálkaskjól til að losa sig við mann sem hefur verið þeim erf- iður. Þessir menn hafa ekki sið- ferði til að fara að venjulegum reglum, en starfsaldur er yfir- leitt látinn ráða í svona upp- sögnum." Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri Síldar- verksmiðja ríkisins, sagði þeg- ar álits hans var leitað á þessu máli: „Ég vil sem minnst um þessar aðgerðir starfsfólksins segja. Þessi aðgerð verkalýðsfé- lagsins kom mér á óvart. Þegar stór loðnuverksmiðja, eins og við erum með á Siglufirði, hef- ur ekki hráefni til að vinna úr og sér ekki fram á að fá hrá- efni, verður að segja einhverju af starfsfólkinu upp. Hverjir fyrir því verða, verður að vera mat fyrirtækisins. Við metum það, hverjum á að segja upp og hverjum ekki, eftir því hvað við teljum best fyrir fyrirtækið, hvaða not eru af þeim sem eftir eru hjá fyrirtækinu. Hvað varð- ar þennan ákveðna starfsmann, þá höfum við ekki litið neitt til starfsaldurs viðkomandi þegar við höfum metið uppsagnir og eru allir jafnir fyrir okkur, hvort sem hann er í einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokki, hafi verið varaformaður verka- lýðsfélagsins, setið í bæjar- stjórn eða verið forseti hennar. Heldur metum við uppsagnir út frá því hvernig viðkomandi nýtist fyrirtækinu eins og ástandið er í dag.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.