Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982
29
Félag ungra jafnaðar-
manna í Reykjavík:
Þessi „fram-
sóknarmennskau
er ad gera þjódar-
búið gjaldþrota
STJÓRN FUJ í Reykjavík lýsir yf-
ir þungum áhyggjum vegna þess
neyðarástands, sem hefur skapast
í sjávarútvegsmálum á íslandi.
Erfiðleika útgerðarinnar verður
að skrifa að öllu leyti á reikning
núverandi ríkisstjórnar, sem með
stjórnleysi sínu hefur komið mál-
um þessa grundvallaratvinnuvegs
þjóðarinnar í kalda kol. Allt tal
um aflabrest og markaðserfiðleika
sem orsakir vandans, er út í hött,
þar sem það er ljóst að tvöfaldur
meðalafli, seldur á hæsta fáanlegu
verði, myndi ekki duga til að reka
útgerðina hallalaust. Ríkisstjórn-
in, með Steingrím Hermannsson í
broddi fylkingar, hefur með
óstjórn sinni gert þennan grund-
vallaratvinnuveg þjóðarinnar að
svipuðum bagga á þjóðarbúinu og
landbúnaðurinn hefur verið und-
anfarin ár. Þessi „framsóknar-
mennska" er að gera þjóðarbúið
gjaldþrota.
Fyrsta skrefið út úr ógöngunum
er, að ríkisstjórnin segi af sér.
Þjóðin hefur ekkert með ístöðu-
lausa og stefnulausa kerfiskalla
og atkvæðaveiðara að gera. Það er
kominn tími til að við stjórn taki
ábyrgir stjórnmálamenn, sem
taka mið af hagsmunum þjóðar-
heildarinnar, en láta ekki harð-
svíraða pilsfaldakapítalista plata
sig hvað eftir annað.
(FrétUtilkynning)
Stýrisvélar
Wagner-stýrisvélar og
sjálfstýringar fyrir smábáta.
Hagstætt verö.
Atlas hf
I ÁRMÚLA 7, SÍMI 26755
Símanumer innanlandsf lugs Flugleiða
Farpantanir og fangjöld 26622
Farþegaafgreiósla Reykjavíkurflugvelli og uppiysingar
um komu-og brottfarartíma flugvéla 260TI
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi