Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 25 Kína í dag 2. grein Verkamennirnir gerðu hlé á störfum, meöan íslenskir gestir gengu framhjá. He, he!! Tveir á vöruflutningareidhjólum brosa breitt við myndasmiðnum. *... og nú held ég að við getum lokað grasagarðinum á Akureyri," sagði hann nokkru síðar, þegar búið var að skoða hinn glæsilega grasagarð Canton-borgar. Þar vaxa meðal annars allar algeng- ustu pottaplöntur íslenskra hús- mæðra á víðavangi, að vísu í tröll- aukinni stærð. Borgarkönnun á eigin spýtur Já, það var margt sem kom okkur undarlega á óvart strax fyrsta heila daginn okkar í Kína. Skoðum til dæmis götulífið. Það var sláandi líkt þeim sólarlöndum sem við þekkjum öll. Fólkið mjög þekkilegt, broshýrt og fallegt, vel klætt og snyrtilegt í hvívetna. Þegar kórinn okkar var á æf- ingu gafst fararstjórum og öðrum kostur á að skoða sig um í borg- inni á eigin spýtur. Engar hömlur eru lagðar á einkakannanir ferða- langa á högum Kínverja. í raun er ferðamaðurinn sérstaklega vel- kominn hvar sem hann fer. Verka- fólkið sem er að reisa enn eitt stórhótelið veifar okkur og hlé verður á störfum þess um stund meðan íslensku ferðalangarnir eru mældir upp. Á einum stað er allsérkennilegt veitingahús þar sem verið er að elda humar og rækjusúpur. Þar eru teknar myndir og veitinga- fólkið vill fyrir alla muni drífa feröalangana í mat. En það eru allir vel haldnir, enda mataræðið meira en gott þykir hér heima. Síðan göngum við niður litla götu og erum allt í einu komin af heimsborgarlegu stórstræti niður í þrönga íbúðargötu þar sem mannabústaðir eru á báðar hend- ur. Hér flaksast þvottur á snúrum, Kínverjar virðast sífellt vera að þvo, enda þótt þeir hafi ekki tækn- ina upp á að hlaupa. Húsin eru lágreist og þegar við skotrum aug- um inn í húsin sjáum við að hér er þröngt búið. Hinsvegar vekur það athygli að allt er sópað og snurf- usað og þá segir einhver að hætti Þorkels Sigurbjörnssonar: „Nú má Austurstrætið aldeilis fara að vara sig...“ Allir þekkja sóða- skapinn þar um slóðir að aflokn- um helgargleðskap Reykvíkinga. Fólk í þessari skuggsælu en þröngu en löngu húsagötu kinkar góðlátlega kolli til okkar og um miðbik hennar gerast krakkar vinir okkar. Þau fara sér varlega og sá yngsti í hópnum hefur hálf- gerðan beyg af öllu saman í fyrstu, gerist síðan frakkari en fyrr og hefur gaman af öllu saman og gerist allæstur á köflum. Það er leitt að geta ekki sagt orð á mand- arínsku hér eins og oft síðar í ferðinni. Öll tjáskipti fara fram með handahreyfingum og lát- bragði. Krakkamir fylgja okkur eftir og hverfa síðan fyrir horn, þar sem fyrirliði þeirra, íþrótta- mannslegur piltur, drífur krakk- ana í leikfimisæfingar á steyptri grunnplötu þar. Kínverjar eru sérlega lagtækir og listfengir. Hér er drekamynd mótuð í postulín, en drekinn kemur víða við sögu hjá Kínverjum. Gamla fólkið í hverfinu er ekki jafnhrifið af útlendingunum, minnugt yfirgangs erlendra manna í landinu. Það virðist ekki ginnkeypt fyrir viðskiptum við hinn heiminn, sem svo lengi hefur verið lokaður Kínverjum. Tólfmennt á reiðhjóli Göngutúrinn gegnum dæmigert kínverskt hverfi tekur ekki langan tíma, og fyrr en verður erum við komin út í iðandi umferðina að nýju, þar sem hjólreiðamenn eiga leikinn innan um kerrur sem dregnar eru af mannafli og nokkra bíla, sem renna hjá með flautukonsert miklum. Ein heitasta ósk stúlknanna i Öldutúnsskólakórnum var að komast í sundlaug. Þessi ósk, eins og allar aðrar, var uppfyllt. Farið var með hópinn í ágæta sundlaug og svamlað þar um stund auk þess sem brennheit eftirmiðdagssólin vermdi mannskapinn, en yfirleitt var hitinn þetta 33 til 36 gráður yfir daginn, en eilítið „kaldara" á kvöldin, þetta um 30 gráður. Fleira markvert var skoðað, t.d. Búddahof mikið í borginni. Þar mátti sjá að enn dýrka Kínverjar, ungir sem gamlir, sinn guð með reykelsisfórnum. 1 Canton og Pek- ing eru einnig kirkjur kristinna manna og var okkur tjáð af öllum, sem spurðir voru, að menn mættu hafa sína trú í friði, hver svo sem hún væri. Eitt kvöldið var haldið af stað í köldu, góðu rútunni okkar til leik- húss eins í útjaðri Canton-borgar. Þarna er leikhús, afskaplega fá- brotið eins og mörg leikhús eru þar í landi, en vel búið mannskap og tækjum til sýninganna. Þarna skemmtu okkur kraftar víða að úr Kína, 6 til 20 ára gamlir. Unga fólkið býr í blokkum sem reistar hafa verið allt í kringum leikhús- ið. Á dagskrá þetta kvöld var kin- versk akróbatík, en í leikhúsinu fer fram alls konar menningar- starfsemi og mun það þjóna sem einskonar menningarmiðstöð eða uppeldisstöð fyrir kínverska list af ýmsu tagi. Kínverjar eru líkir öðrum stór- þjóðum að því leytinu til að þeir virðast leggja mikið kapp á að leita hæfileika hjá hverjum og einum og þróa þá í rétta átt. Allt frá fyrsta atriði var hugur okkar fanginn. Þá sýndu okkur tólf stelpur á unglingsaldri hvernig nýta má reiðhjól til hlýtar og tólfmenntu þær á farartækinu um sviðið og virtust lítið hafa fyrir því. Kínverjum líkaði nútímatónlistin í Hafnarfirði hefur kannski ver- ið stunduð svipuð starfsemi og hér, enda þótt Egill Friðleifsson hafi ekki yfir eigin tónleikasal að ráða fyrir kórinn, og hinn rétta tón. Það var einmitt því að þakka að kórinn var boðinn hingað á svo fjarlægar slóðir. Er það raunar mikið þrekvirki stjórnanda og kórs að ná svo langt sem raun ber vitni. Eftir erfiða dagskrá í Hong Kong á alþjóðlega barnakóramót- inu stóð nú fyrir dyrum fyrsti konsertinn í hinu stóra Kína. í Hong Kong höfðu aðallega tón- menntaðir menn og konur sótt hljómleikana. En í Kína skildist okkur að allur almenningur sækti tónleika. Hvernig mundi þeim líka þetta ókunna „sánd“? Tónleikarn- ir í Canton fóru fram í Höll þjóða- brotanna, 1500 manna salur, sem reyndist svo gott sem þéttskipaður á báðum tónleikunum. Er þess skemmst að minnast að tónleikunum var frábærlega vel tekið af samkomugestum, sem reyndar voru af öllu tagi, framá- menn menntamála og tónleika- halds, bændur og verkamenn, iðn- aðarmenn og húsmæður auk barna og unglinga. Eflaust hefur þessi tegund tón- listar hljómað einkennilega í eyr- um Kínverja, rétt eins og okkur fannst Pekingóperan síðar láta undarlega í okkar eyrum þótt skemmtileg væri. Engu að síður fengu stúlkurnar mikið lófaklapp, eftir hvert lag og eins að lokum. Greinilegt var að mesta athygli vöktu þrjú nútímaverk, Aglepta eftir Svíann Mállsnes, sem fjallar um það hvernig illir andar eru kveðnir niður. Nákvæm túlkun Egils og stelpnanna á þessu magn- aða verki vöktu óskipta athygli tónleikagesta. Þá var ekki síður vel fagnað laginu hans Páls Pamp- ichler Pálssonar, Búlúlala, við ljóð Steins Steinarrs, og nýtt lag Þor- kels Sigurbjörnssonar tileinkað kórnum, Dúfa á brún. Tónleika- gestir kunnu líka vel að meta þeg- ar kórinn spreytti sig á kínverskri tónlist sunginni á mandarínmál- inu, þjóðartungu Kínverja. Sú staðreynd að nær 6000 manns sóttu tónleika kórsins í Kína, bendir til þess að Kínverjar séu engu síður forvitnir um menn- ingu annarra landa en fólkið sem frá þessum löndum kemur, en það eru þeir svo sannarlega og oft hóp- uðust Kínverjar að okkur íslend- ingum svona til að skoða okkur. Þetta sama henti Azkenasí sá ég í sjónvarpinu og fannst mér hann bregðast óþarflega illa við mann- söfnuðinum, sem alls ekki gerir þetta í fjandsamlegum tilgangi. Á heimleið frá tónleikum var það venjan að kórinn „syngi sig niður“ eins og það er kallað. Þá var oft endað með tveimur lögum í anddyri hótelsins þar sem mann- mergð var oft mikil. Var söng kórsins ekki síður fagnað við þau tækifæri. Reiptog og „diplómasía“ I Canton átti kórinn góða morg- unstund með börnunum í Barna- höllinni, en þar fer fram marg- háttað menningarstarf og afþrey- ing fyrir börnin í borginni. Var ísíendingum fagnað með fánaborg mikilli sem prúðbúnir krakkar mynduðu. Þarna fengum við að hlýða á stórkostlega krafta í tón- list, mjög góðan barnakór, einleik- ara og samieikara á nútímahljóð- færi og forn kínversk. Þá var haldið út og farið í tívolítæki stofnunarinnar og að lokum skipt liði í reiptog. Af alkunnri diplóm- asíu var liðum svo skipt að Kin- verjar og Hafnfirðingar voru í báðum liðum þannig að ekki skap- aðist af neinn þjóðarrembingur. Dagarnir og kvöldin í Canton liðu allt of fljótt. Áður en varði var farið að huga að flugi CAAC til Peking. Fimm dagar í stórkost- legri kínverskri borg voru á enda. Við fundum að í rauninni höfðum við ekki enn fundið það Kína, sem við höfðum gert okkur mynd af fyrirfram. Beið það e.t.v. í nær þriggja stunda fjarlægð með Boeing-þotu kínverska flugfélags- ins? Um þetta og margt annað hugsuðum við þegar þotan rauk í loftið og góðir vinir í Canton höfðu verið kvaddir með virktum. ... og einn örstuttur Hafnarfjarðarbrandari! Varla verður þó svo sagt skilið við Canton að einn Hafnarfjarð- arbrandari sé ekki látinn fjúka. Hann varð annars til hjá stelpun- um í kórnum, enda búa Hafnfirð- ingar sjálfir til bestu Hafnar- fj arðarbrandarana. Við lögðum sumsé leið okkar í dýragarð Canton, — sem raunar er mjög stór en hýsti blessunar- lega fá dýr. Á einum stað voru apakettir nokkrir að sýna fárán- legar listir sínar. Hlógum við öll einhver ósköp að þessum apa- kattalátum og skemmtum okkur hið besta. Varð þá einhverjum lit- ið i kringum sig. Sá hann þá að enginn Kínverji var að fylgjast með öpunum, — auðvitað horfðu þeir allir á Hafnfirðingana!! ÍSLeIM SK4R PLÖTUR SAMKVÆMT ULFARNIR L/EKNISRAOI Ulfarnir HEIMAVARNARLIOID VID DJUKBOXID Hvaö tefur þig bróöir Ymsir GUDMUNDUR RUNAR JONEE JONEE LUÐVÍKSSON Svonatorrek Vinna og ráöningar Eg lifi YMSIR A fullu EGÓ Breyttir timar BERGÞÓRA ARNADÓTTIR Bergmal TIBRA NYJA KOMPANIIO Kvölda tekur PUNGA FLOKKURINN Ettu skit* KAMAR ORCHESTRANN W.C Blúes I svart hvitu BARA FLOKKURINN Lizt BOX Skuggahliöin ERNA — EVA — ERNA Manstu eftir þvi GRAMAM SMITH Þá og nú OKKAR A MILLI I hita og þunga dagsins BJÖRGVIN HALLDÖRSSON A hverju kvöldi Erl ENdar PLÖTUR NICOLE A litle peace FRIDA Somethings going on DAVID ESSEX Stage — struck RAF RAVENSCROFT Lifeline GIRL SCHOOL Screaming Blue Murder TRIO da da da STEVE WINWOOD Talking back to the nicht YAZOO Upstairs at Eric's SURVIVOR Eye of the tiger GENESIS Three sides live THE BEST OF ERIC CLAPTON Time pieces AIR SUPPLY Now and forever DONNA SUMMER Donna Summer TIGHT FIT Tight fit THE XURE Pornocraphy RPXY MUSIC Avalon ROBERT PLANT Pictures at eleven SANTANA Shancó NAZARETH 2xs ABC The lexicon of love FLEETWOOD MAC Mirage SOFT CELL Non stop ecestatic dancing STARS ON 45 The Superstars BA ROBERTSSON R & BA AIR SUPPLY Now and forever RAY PARKER The other woman GO GO'S Vacation THE STEVE MILLER BAND Abra Cadabra SPLIFF 85555 KILLING JOKE Revelations THE KINGS OF SWING ORGESTRA Swithed on Swing LOBO Socacalypso BOB JAMES Hands down CROSBY, STILLS OG NASH Daylight again RANDY MEISNER Randy Meisner ELTON JOHN Jump up THIRD WORLD You’ve got thé power AFLOCKOF SEAGULLS A flock of seagulls KISS Killers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.