Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTOBER 1982 26 Guðrún María Ell- ingsen — Minning Það er góður íslenskur siður að skrifa minningargreinar um látna samferðamenn. Oft eru í þessum greinum mikilsverðar heimildir um menn og málefni: íslenskt þjóðlíf og menningu. Allir hafa til síns ágætis nokk- uð, þótt misjafnlega sé skammtað. Það eru ekki ætíð þeir, sem mest láta á sér bera, er stærsta skammtinn hafa fengið eða mest láta af mörkum. Það eru ekki síð- ur hinir, sem hljóðlátari eru, sem bera uppi þjóðlífið og menningu hvers lands. Síst skal gert lítið úr því fólki, sem skarar fram úr á einhverju sviði, en til lítils væri það, ef þeir, sem að baki standa, væru sljóir og getulausir. Hvert starf, stórt eða smátt: hver hugsun, sem er af hinu góða, er jafn mikilvæg. Ást á landinu: tungu þjóðarinnar, menningu hennar og hin óbilandi þrautseigja sem hefir enst í ellefu aldir, hefir gert hið ómögulega mögulegt: að hér skuli enn búa sérstök þjóð, sem nýtur virðingar annarra þjóða fyrir tungu sína og menningu. Hver einstaklingur, sem getur miðlað öðrum af andlegum eða áþreifanlegum verðmætum, er þar með að leggja sitt fram í þjóðfé- lagsbygginguna. Því aðeins að allir, eða sem flestir, skilji þetta er hugsanlegt að íslensk þjóð geti lifað áfram í þessu landi, lífi, sem er þess virði að lifa því. Einn slíkur einstaklingur hefir nú lokið göngu sinni meðal okkar og hefir þegar verið kvaddur. Guðrún Ágústa Júlíusdóttir Ell- ingsen var fædd í Keflavík 14. maí 1915. Foreldrar hennar, Guðfinna Andrésdttir og Júlíus Petersen voru góðir borgarar í samfélaginu. Hjá þeim hjónum var mikið hjartarúm og margt um manninn. Þótt börnin væru mörg og efnin ekki mikil var alltaf rúm fyrir gesti til lengri eða skemmri dval- ar. Kunnugir hafa borið mikið lof á það heimili. I þessu umhverfi ólst Guðrún upp og mun hafa hlotið þar vega- nesti, sem entist henni allt lífið. Það kom fljótt í ljós að hún var að mörgu leyti ekki sömu gerðar og flestir jafnaldrar hennar og hafði móðir hennar áhyggjur af henni ef hennar sjálfrar missti við. Það kom, að að því hlaut að draga og var Guðrún þá aðeins 14 ára. Skrifaði móðir hennar þá vinkonu sinni, Jónu Sigurjóns- dóttur, er var búsett í Danmörku, ráðskona á stórum og þekktum plöntuskóla. Bað hún hana um að taka að sér þessa dóttur sína og sjá til með henni. Var það auðsótt mál og fór Guðrún til þessarar konu að móð- ur sinni látinni. Reyndist hún Guðrúnu mjög vel, svo sem hún væri hennar eigin dóttir. Svo hefir sagt sonur þessarar konu, að hin unga íslenska stúlka hafi vakið mikla athygli er hún kom í skólann, sökum glæsi- mennsku, gáfna og heiðarleika. Þegar Guðrún kom heim nokkr- um árum síðar hóf hún að vinna í Hellisgerði í Hafnarfirði, en eigi leið á löngu þar til hún giftist og tók að sér móður- og húsmóður- hlutverkin, sem eru ekki þau veigaminnstu í þjóðfélaginu. Með manni sínum, Ólafi E. Ein- arssyni frá Garðhúsum í Grinda- vík, eignaðist hún tvö börn, þau Einar Guðjón, verslunarmann í Reykjavík, sem er giftur Sigríði Bjarnadóttur, hjúkrunarkonu og Steinunni, félagsfræðing, sem nú býr að Bólstað í Húnavatnssvslu, ásamt manni sínum, séra Ölafi Hallgrímssyni, sóknarpresti í Bólstaðarhlíðarsókn. Þótt Guðrún Ágústa nyti ekki lengri skólagöngu hélt hún áfram námi og varð að lokum vel mennt- uð kona. Frá blautu barnsbeini hafði hún hneigst að bókum og höfundar þeirra urðu nú félagar hennar og lífsförunautar. Af þeim nam hún ekki aðeins fróðleik, heldur tileinkaði hún sér visku hinna miklu meistara. Tolstoj, Gorki, Einar Bene- diktsson og ótal fleiri urðu nú lærifeður hennar og svo var komið að hún fékk ekki bók á bókasafni, sem einhvers virði er, sem hún hafði ekki lesið og sumar oftsinn- is. Menntun er afstætt hugtak. — Menningu margra þjóða, einnig hér, er mikil hætta búin af skóla- kerfi, sem beitir allri orku sinni í að sérmennta fólk í ákveðnum fög- um. Tæknivæðing nútímans krefst þess að áhersla sé lögð á sér- menntun á næstum öllum sviðum, en almennri menntun er minni gaumur gefin. Menntamaðurinn er ekki lengur menntamaður í þeim skilningi, sem lengst af hefir verið lagður í það orð, heldur aðeins hjól í stórri vél. Menningarsnautt menntafólk er svo afleiðing þessa. Þetta var henni ljóst og ræddi hún það oft. Guðrún hafði yfirleitt mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hún fyrirleit hræsni og yfir- drepsskap. Hún gat t.d. ekki skilið samhengi á milli kenninga meist- arans frá Nazaret og framferði kristinna manna í gegnum aldirn- ar. Þessar kenningar tileinkaði hún sér ósjálfrátt því að þær voru í samræmi við lífskoðun hennar og lífsviðhorf. Háreist kirkjuskip og skreyttar hallir reistar Guði til dýrðar voru ekki mikils virði í hennar augum. „Musteri Guðs eru hjörtun, sem trúa.“ Það var hennar skoðun. Hin nánu kynni hennar af hin- um mikiu rithöfundum og andans mönnum, sem yfirleitt tóku mál- stað fátæklinganna svo og hennar eigið upplag, gerði það að verkum að samúð hennar og hugur stóð með þeim er minna máttu sín í þjóðflaginu og skuggamegin stóðu í lífinu. Hún vissi að „Guð á margan gimstein þann, er glóir í manns- orpinu." Hún reis ávallt upp til varnar þeim, er hallir stóðu og vissi „að réttur er ranglæti, er vann ... að sekur er sá einn er tapar." Fátæktin gerir engan að betri manni, nema síður sé. Hún skapar ill örlög og ógæfu og hún er sök tiltölulega fárra, sem berjast um auð og völd. Móðir Jörð getur enn fætt og klætt öll sín börn, en mannkynið stendur frammi fyrir Ragnarökum vegna þessarar bar- áttu. Guðrún Ágústa komst ekki hjá mótlæti í lífi sínu. Það var henni mikið áfall er hún missti síðari mann sinn, Erling Ellingsen, for- stjóra, eftir nokkurra mánaða sambúð. Þótt hún bæri það ekki utan á sér, beið hún þess aldrei bætur. Hún virti mann sinn og þá ekki síður móður hans er hún kynntist og dáði mjög. Reyndist hún henni vel eftir mætti og kom þá gleggst fram hið hlýja hjarta- lag hennar og það hversu mikill mannþekkjari hún var. Margir kepptust við að fá að ræða við þessa gáfuðu og skemmtilegu konu, sem hafði svör á reiðum höndum við næstum hverju sem var, svo að hámennt- aðir háskólaborgarar máttu vara sig. Þetta var stundum misskilið en hún lét það sem vind um eyrun þjóta. Henni var sama um allar Gróusögur, hlustaði aldrei á þær og sagði þær aldrei sjálf. Hún fyrirleit alla sýndarmennsku og ytra prjál og mat fólk ekki eftir ytri búnaði, heldur innri gerð. Ekki var heiglum hent að lenda í orðasennu við hana. Hún var fljót til svars og orðheppin mjög. Guðrún hafði áhyggjur af firr- ingu nútímans; óttaðist rótleysi mikils hluta uppvaxandi kynslóð- ar. Hún hafði áhyggjur af barna- börnum sínum, hvernig þeim reiddi af í hinum miskunnarlausu ólgusjóum lífsins þar sem öldurn- ar fara síst lækkandi. Hún reyndi að leiðbeina þeim eftir mætti og búa þau undir lífið, þeim er höfðu aldur til að skilja. En hún átti 7 barnabörn. Enginn vafi er á að það verður þeim mik- ilvægt veganesti ef þau bera gæfu til að tileinka sér leiðbeiningar ömmu sinnar, sem engin ástæða er til að efast um, en hún var þeim mjög góð. Einkum var það dóttursonur hennar, Knútur, er dvaldi oft langdvölum hjá ömmu sinni og var hjá henni síðustu stundirnar, sem naut Ieiðbeininga hennar. Hann hefir þegar sýnt að þar var ekki sáð í grýtta jörð. Er hann hinn mesti efnispiltur. Var sam- band þeirra náið og innilegt. Guðrún ráðgerði að fara á ný til Danmerkur og reyna að ná heilsu á ný, en til þess kom ekki. Hún hefir nú fengið þá heilsubót, er við öll fáum að lokum. Samferðafólki sínu verður hún ávallt minnisstæð, því að hún var mjög óvenjuleg kona. Margir bestu vina hennar eru horfnir og við viljum trúa því að öllu sé ekki lokið við hérvist okkar og ef það er rétt, verður henni vel fagnað. P.F. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hiið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og raeð góðu línubili. Móöir okkar. + SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Laugavegi 132, lést í öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10B, miövikudaginn 29. september. Jaröarfórin fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 5. október kl. 15.00. Jón Guömundsson, Ingibjörg Guömundsdóttir, Höröur M. Felixson, Soffia Felixdóttir. + Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, MARGRÉT J. KJERÚLF, Míötúni 30, Raykjavík, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 30. september. RagnarMagnúsaon. börn, tengdabörn og barnabörn. t Faöir okkar og tengdafaöir, SIGURJÓN JÓNSSON, Syöra-Langholti, áöur Bakkaatíg 4, Reykjavík, andaöist i Landakotsspítala miövikudaginn 29. september. Börn og tengdabörn. + SIGURDUR GUDMUNDSSON, Grandavegi 39, Reykjavík, lést hinn 29. september. Fyrir hönd vandamanna, Guörún Eggertsdóttir og synir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns, fööur, tengdafööur og afa, ÓSKARS EMILS GUDMUNDSSONAR, Háageröi 17. Þórhildur Þórarinsdóttir, Þórarinn Óskarsson, Þorbjörg Jósefsdóttir, Guójón Óskarsson, Kristín Daníelsdóttir Bergmann, Snjólaug Soffía Óskarsdóttir, Hrafn Hákonarson, Ragna Fanney Óskarsdóttir, og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, SIGURÐUR MAGNÚSSON, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaöur frá Eskifiröi, lést í Landspítalanum aö kvöldi 29. september. Halldóra R. Guömundsdóttir, Vilm. Víðir Sigurösson, Jóhanna Á. Þorvaldsdóttir, Björg S. Blöndal, Theodór Blöndal. + Alúöarþakkir færum viö öllum þeim, er auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, JÓNU ÖNNU BJÖRNSDÓTTUR frá Stykkishólmi. Guömundur Marteinsson, Heiöar B. Marteinsson, Jóhann S. Marteinsson, Hulda J. Marteinsdóttir, Herdfs M. Marteinsdóttir, Lára K. Marteinsdóttir Wiken tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eíginkona mín, móöir, dóttir og systir, ÁSTA SIGURLAUG TRYGGVAOÓTTIR, Skólabraut 2, Garöi, sem lést 25. september, veröur jarösungin frá Útskálakirkju laug- ardaginn 2. október kl. 13.30. Kristinn Þorsteinsson og börn, Tryggvi Einarsson og systkini hinnar látnu. + Eiginmaöur minn, sonur, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐLAUGUR ÞÓRARINN HELGASON, Brimhólabraut 32, Vestmannaeyjum, veröur jarösunginn frá Landakirkju laugardaginn 2. október kl. 15.30. Lilja Jensdóttir, Helgi Guölaugsson, Guörún Guölaugsdóttir, Ingólfur Geirdal, Kristný Guölaugsdóttir, Rúnar Bogason, Helga Guölaugsdóttir, Pétur Sigurösson, Svanhildur Guölaugsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Gylfi Þór Guölaugsson, Stefanía Ástvaldsdóttir, Erna Guölaugsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.