Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 19 Malbikun á Akureyrarflugvelli MALBIKUN á framlengingu flugbrautarinnar á Akureyri gengur vel, en hún hófst síðastliðinn laugardag. Að sögn Hilmars Gíslasonar bæjarverkstjóra verður lokið við lagningu undirlags, alls um 13.000 fermetra, í dag og hefst þá lagning yfirlags. Undirlagið er 6 sentimetrar á þykkt en yfirlagið 5. Sagði Hilmar, að með sama áframhaldi yrði lokið við malbikunina fyrir næstu helgi, en unnið er við hana alla daga nema sunnudaga. Alls raunu fara um 3.700 lestir af malbiki á flugbrautarkafiann. I*að er Akureyrarbær, sem sér um malbikunina og hefur bærinn veitt flugmálastjórn greiðslufrest vegna verksins fram yfir áramót. Ljósmynd KG. Barnastarf Dómkirkjunnar Barnasamkomur Dómkirkjunn- ar í Vesturbæjarskólanum við Öldugötu eru nú að hefjast. Verð- ur hin fyrsta á morgun, laugardag 2. október, kl. 10.30. Eins og frá hefur verið skýrt mun sr. Agnes Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi annast þetta starf í vetur í samvinnu við dómkirkjuprestana. Hún mun fá guðfræðinema sér til aðstoðar og tveir nemendur úr Tónlistarskól- anum munu skiptast á um að leika á píanóið. Þá munu konur úr söfnuðinum annast dyra- vörslu og veita aðra aðstoð. Samkomurnar eru ætlaðar börnum 4—12 ára og er þess vænst, að yngstu börnin komi í fylgd foreldra eða eldri systkina. Þess er einnig vænst, að foreldr- ar hvetji börn sín til að mæta vel og stundvislega. Samkomurnar verða alla laugardaga og 'sú fyrsta verður, sem fyrr segir, á morgun og hefst kl. 10.30. Frá Dómkirkjunni. ■wmirrffiTiTr’iwrsrB 'rlm ■™^*FfrryT'nr7TTyr?^^nn LITGREINING MEÐ i CROSFIELD 1 540 LASER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN ‘DesÁatms GtuM opnar í Midbæjarmarkaðnum„ Aóalstræti 9 Komið og skoðið glcesilega hluti til heimilisins frá hinu heimsþekkta fyrirtœki Designers Guild, svo sem veggfóður, gluggatjöld, lampa, lampaskerma, dúka, húsgagnaáklœði auk fallegrar gjafavöru Paö bezta fæst í Bezt London — París — Munchen — New York Mióbæjarmarkaðnum Aðalstræti 9, s. 12920

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.