Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAOIP, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR 12. september 1980 í Istanbúl. Evren í kjöri sem sjö- undi forseti Tyrklands KENAN Evren hershöfðingi verður að öllum líkindum kosinn sjöundi forseti Tyrklands i þjóðaratkvæðagreiðslu semfer fram í tengslum við nýja stjórnarskrá landsins í byrjun nóvember. I nýju stjórnarskránni er ákva-ði þessa efnis og það dregur enginn í efa að Evren muni hljóta kosningu, hvað svo sem eHendir fjölmiðlar hafa að segja um harðstjórn og pyndingar herforingjastjórnar Tyrklands. Þorri almennings í landinu er hlynntur Evren, hann er föðurlegur og hlýr, spaugsamur og greindur og umfram allt, hann hefur nánast upprætt þá hryðjuverkastarfsemi sem við- gekkst í landinu í nokkur ár, áð- ur en herinn tók völdin í Tyrk- landi fyrir tveimur árum. Að vísu stendur stjórnin ekki eins styrk og fyrr, vegna fjármála- hneykslis í sumar. Aðalbankastjóri eins helzta banka landsins hvarf skyndilega úr landi og það kom í ljós að sjóðir bankans voru galtómir. Mikill hugaræsingur greip um sig meðal þeirra sem áttu spari- fé sitt í bankanum ellegar höfðu við hann viðskipti. Stjórnin greip í taumana og hefur tekizt að bæta sparifjáreigendum tjón- ið. En nokkru síðar sagði efna- hagssérfræðingurinn Turgut Oz- al af sér, hann hafði unnið þrek- virki í ruglingslegu efnahagslífi landsins, síðan Evren fól honum það verk að reisa efnahag lands- ins úr rústum. Ozal var virtur og vinsæll, enda undravert hve miklum árangri hann náði. Eftir því sem tímar liðu fram virtist sem samkomulag hans og her- foringjanna væri ekki hið allra bezta og þegar Evren ákvað að skipa nýjan fjármálaráðherra, þvert ofan í ráðleggingar Ozals, ákvað hann að segja af sér og hugðist flytja úr landi. Samkvæmt þeirri stjórn- arskrá, sem unnið hefur verið að því að setja saman síðustu mán- uði, hefur forseti iandsins langt- um meiri völd en áður. Hann hefur vald til að lýsa yfir neyð- arástandi og hann getur rofið þing og látið efna til nýrra kosn- inga. Auk þess verður í verka- hring forseta að skipa marga hátt setta embættismenn, þar á meðal hæstaréttardómara og yf- irmann herráðs Tyrklands. Hann getur beitt neitunarvaldi gagnvart lagafrumvörpum á þinginu og geri hann það þarf % hluta þingheims til að hnekkja neitun hans. Fjórir fulltrúar Ör- yggisráðs þjóðarinnar, sem allir eru hátt settir herforingjar, verða án kosninga eða atkvæða- S*"* S^ % Kenan Evren greiðslu fulltrúar í „forsætis- ráðinu" unz kjörtímabii Evrens er á enda og þessir aðilar njóta algerrar friðhelgi og má ekki lögsækja þá. Tyrkir eru ekki óvanir því að lúta herstjórnum. Síðan Tyrk- land var lýst lýðveldi hefur her- inn tvívegis tekið í taumana, 1961 og 1971, en þess skal getið, að hershöfðingjarnir hafa aldrei setið jafnlengi á valdastóli né haft svo eindregin afskipti af j stjórnun landsins. Það er ekkert sem bendir til þess að einhver annar forseta- frambjóðandi komi fram á sjón- arsviðið, enda efast fréttaskýr- endur ekki um að Evren muni hljóta mjög glæsilega kosningu. Þó hefur komið fram í tyrkn- eskum blöðum, að viðkunnan- legra væri að fleiri byðu sig fram, vegna þess að þá væri all- ténd ekki hægt að halda því fram að þjóðin hafi ekki átt ann- arra kosta völ en kjósa Evren. Þegar herforingjastjórnin tók völdin í september 1980 hét hún því að sitja ekki nema takmark- aðan tíma, unz tekizt hefði að brjóta hryðjuverkamenn á bak aftur. Stjórnin hefur ekki sýnt neina miskunn í því efni, þús- undir hafa verið handteknar og fangelsisdómar yfir mörgum þeirra verið strangir og langir. Það var vissulega full þörf á að eitthvað yrði aðhafzt, 20-30 menn voru drepnir daglega síð- ustu árin, áður en herstjórnin komst til valda. Hryðjuverka- mennirnir beindu ekki aðeins spjótum sínum að yfirlýstum pólitískum aðilum, heldur skutu óspart óbreytta borgara og þess- ar hrottalegu aðgerðir leiddu vitanlega til þess að mikil skelf- ing var meðal þorra manna, það vissi enginn hver yrði svo sem skotinn næstur. Nú heitir Evren þingkosning- um haustið 1983 eða í síðasta lagi vorið 1984. Tyrkir virðast sætta sig bærilega við þá ákvörðun. Það mæltist vel fyrir að herforingjastjórnin leyfði umræður í fjölmiðlum og skrif í blöðum um innihald nýju stjórn- arskrárinnar og gagnrýni á ýmsa þætti hennar. Verkalýðs- samtök og lögfræðingar létu í ljós skoðun sína, prófessorar og alþýða manna gat átölulaust sagt hug sinn. Það sem einkum var gagnrýnt var að frelsi fjöl- miðla verður skert frá því sem var, og völd forsetans eru stór- lega aukin. Meira að segja ýmsir, sem tóku þátt í undirbúnings- vinnu við stjórnarskrána, voru ekki sáttir við allar greinar hennar og tjáðu sig um það, án þess að herforingjastjórnin gripi til þess að handtaka viðkomandi. Þessi síðustu tvö ár hefur stjórn- in ekki tekið rieinum vettlinga- tökum þá, sem hafa haft í frammi mótmæli eða gagnrýni, svo- að mörgum fannst til bóta þessi rýmkun þó svo að hún standi líklega aðeins um tak- markaðan tíma. Þar sem skoðanakannanir eru bannaðar í Tryklandi og stjórn- málaflokkar mega ekki starfa, er ekki auðvelt að átta sig á, hver er hinn raunverulegi stuðningur við þær breytingar sem herfor- ingjastjórnin gerir á stjórn- arskrá landsins. Framan af var hinn óbreytti tyrkneski borgari einkum með hugann við hversu ástandið hefði breytzt til batn- aðar, ró og kyrrð ríkti og stöðug- leiki var að komast á í efna- hagsmálunum. Evren aflaði sér vinsælda og trausts. Þetta var ekki svo lítill fengur. En ein- hvern tíma kemur að því að hveitibrauðsdagarnir missa ljóma sinn. Hvort sá tími er að ganga i garð núna skal ósagt lát- ið, en ýmislegt, sem hefur gerzt innan Tyrkiands og utan síðustu mánuði, gæti verið vísbending um að svo væri. Thorvaldsen Myndlist Valtýr Pétursson Nú er nokkuð liðið á sýn- ingartíma þeirrar merku sýn- ingar, sem staðið hefur yfir að undanförnu að Kjarvalsstöðum. Það hefur ýmislegt verið skrifað hér í blaðið um þessa sýningu og því óþarft að fara verulega út í smáatriði þessarar skemmtilegu og fallegu sýningar. Það hefur einnig verið ritað leiðinlegt nöld- ur í tilefni þessa mikla viðburðar og þá fyrst og fremst tilkomið af þjóðarrembu, sem er engum til sóma, en látum slíkt í friði. Ég vil aðeins láta þá persónulegu skoðun mína í ljósi hér, að það hafi verið fyrir neðan virðingu Morgunblaðsins að birta slíkar dylgjur á sínum síðum. Þessi sýning á enn nokkurn tíma ólifað. Hún er afar sérstök og gerð af mikilli smekkvísi og þekkingu um efni, sem á erindi til allra landsmanna. Hún er raunverulega óður til uppruna Bertel Thorvaldsen, en eins og allir vita átti hann ættir að rekja til Skagfirðinga. Faðirinn fluttist ungur til Danmerkur, en Bertel var þar fæddur og uppal- inn og leit aldrei land síns föður. Eins og einn ágætur vinur minn sagði í gamni, Flugleiðir voru ekki komnar í gagnið í þann tíð. Mestan hluta ævi sinnar dvaldi Thorvaldsen í Rómaborg og haslaði sér þar svo rækilega völl, að á stundum hefur hann verið flokkaður undir rómverska hefð í höggmyndalist. Væri ef til vill enn markvissara að telja hann til Grikkja, hvað þetta snertir, svo hugleikin var fornöldin hon- um og hvarvetna má lesa úr verkum hans áhrif frá hinum fornu Grikkjum. Og fullvíst er, að engir listamenn á vesturlönd- um hafa verið jafn rótgrónir fornum tímum í höggmyndagerð og þessi undramaður, sem svo eftirminnilega sigraði samtíð sína með verkum sínum, að vart verður hliðstæða fundin. Vera Thorvaldsen og frægð hans í Róm á sér enga hliðstæðu, og á sínum tíma var frægð hans svo mögnuð, að furstar og aðallinn lögðu rauðan dregil í veg fyrir hann, hvert sem hann fór. Jafn- Ganymede með örn Jupiters Um Bertel Thorvaldsen Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir SYNINGAR á Kjarvalsstöðum á verkum Bertel Thorvaldsen hefur vakið verðskuldaða athygli, enda ekki á hverjum degi sem öllum þorra manna gefst kostur á að sjá listaverk hans. I tengslum við sýninguna hefur verið gefin út veglegri sýningarskrá en ég minnist að hafa séð í annan tíma. I hana rita Kristján Eldjárn, Dybeke Helsted, Eva Henschen og Bjarne Jörnæs. Formála skrifa þeir Kinar Hákonarson og Bent Nebelong. Þar segir m.a.: „Sýning sú, sem þessi bók fjallar um, er sjaldgæfur og fagur árangur af samvinnu tveggja þjóða — þjóða íslands og Dan- merkur, tveggja borga, Reykja- víkur og Kaupmannahafnar, og tveggja listastofnana, Kjarvals- st.aða og Thorvaldsensafnsins. Myndhöggvarinn Bertel Thor- valdsen er fæddur í Kaupmanna- höfn og þar eyddi hann æsku sinni og elli, en listþroski hans náði fullum blóma á þeim mörgu árum, sem hann dvaldist í Róm. Hann var Islendingur í föðurætt, faðir hans var prestssonur úr Skagafirði og það sem við vitum um föður hans og afa, bendir okkur, hvert við eigum að leita uppruna listrænna hæfileika hans. Land feðra sinna leit hann aldrei augum, en arfinn sem hann bar þaðan, kannaðist hann við alla ævi sína og gleymdi hon- um aldrei." Aðrar greinar eru: „Um höggmyndir", eftir Evu Hensch- en, fróðleg og faglega unnin grein um höggmyndalist og þróun hennar gegnum tíðina. „Thor- valdsen og ísland", eftir dr. Kristján Eldjárn, þar sem segir frá forfeðrum listamannsins og síðan æsku og uppvexti Thor- valdsen, kynnum hans af íslend- ingum í Kaupmannahöfn og bent á ýmiss konar áhrif sem sam- skipti við íslendinga höfðu á listsköpun Thorvaldsen. Fjallað er sérstaklega um hinn fræga skírnarfont hans, en afsteypa er í Dómkirkjunni, eins og allir vita. Ákaflega vel skrifuð grein, að- gengileg og upplýsandi. Dyveke Helsted skrifar smá- grein um bernskuár Thorvaldsen, aðra um hann sem nemanda í Fagurlistaskólanum og kaflann „Styrkþegi í Róm". í öllum þess- um köflum koma fram marghátt- aðar og athyglisverðar upplýs- ingar um Thorvaldsen sem flest- um leikmönnum eru sjálfsagt lítt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.