Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 27 Birgir Valdórs- son - Minning Þann 17. september andaðist á Reyðarfirði, af slysförum, Birgir Valdórsson, hann endaði sitt líf í votri gröf. Nú hefur þessi ungi maður skipt um verustað og er kominn til Guðs þar sem hann er vafinn englum hans. Því miður verður það að segjast eins og er, að hann var hálfgerð hornreka hjá sumu fólki, sem var þó alveg ástæðulaust, maður sem gerði ekki flugu mein. Líf hans var ekki baðað rósum, það var ekki mulið undir hann, hann varð að vinna hörðum hönd- um til þess að sjá um sig. Birgir var hörkuduglegur maður og sam- viskusamur, hann vann í mörg ár undir stjórn bróður míns, sem bar honum góða söguna, en starf hans var einhæft og erfitt. Birgir hafði yndi af tónlist og hafði laglega söngrödd. Ekki datt mér í hug seinast þegar ég hitti hann að það yrði okkar síðasta kveðja. En svona er lífið, að menn fæðast til að deyja. Ég votta föður hans og öllum aðstandendum samúð mína. Birgi, vin minn, kveð ég með þess- um orðum: „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, haf þú þökk fyrir allt og allt.“ Dánarfregn: Kjartan Lorne Christopherson Látinn er vestur í Bandaríkjun- um Kjartan Lorne Christophers- son, 66 ára að aldri. Hann var son- ur hjónanna Kjartans Christoph- erssonar og konu hans Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Þau bjuggu vestra um skeið þar sem heitir Cresent Beach í Brit. Columbía- fylki. En er Kjartan Lorne var 13 ára fluttist fjölskyldan til San Francisco. Að loknu námi við Balboa High School stundaði Kjartan nám við Kaliforníu- háskóla og var þar er hann var Leiðrétting í myndatexta í fylgd með grein um þjónustu Kreditkorta sf. mis- ritaðist nafnið á banka þeim, sem Reynir Jónasson starfar hjá. Hið rétta er að Reynir er aðstoðar- bankastjóri Útvegsbankans. Er hlutaðeigandi beðinn velvirðingar á þessum mistökum. kallaður í Bandaríkjaher í heims- styrjöldinni, árið 1942. Var hann sendur til Islands og starfaði hér við leyniþjónustudeild hersins. Meðan hann gegndi herþjónustu hér kvæntist hann Guðrúnu Hrafnhildi Snorradóttur Jónsson- ar og konu hans Stefaníu Stef- ánsdóttur. Guðrún Hrafnhildur gekk undir nafninu Abella meðal vina. Frá íslandi fór Kjartan til vígstöðvanna í innrás banda- manna á meginlandið. Starfaði hann í bækistöðvum innrásar- hersins í frönsku borginni Cher- bourg og í borginni Fulda. Hafði hann þar mannaforráð í leyni- þjónustudeild. Að styrjöldinni lok- inni gerðist Kjartan verktaki í San Francisco í byggingariðnaði. Þar bjuggu þau hjónin síðan. Hann og Abella kona hans, sem lifir mann sinn, eignuðust eina dóttur, Stefani Ann heitir hún og er söng- og leikkona. T.s. (Þess er ekki getið í bréfi til Mbl. hvenær Kjartan Lorne lést). Hann var jarðsunginn á Selfossi hinn 25. september. Jóhann Þórólfsson Fáeinar grænar fyrsta flokks VOSS eldavélar eftir með 33% afslætti frá verksmiðju vegna breytingar á fágætum 220 volta markaði. Svona tækifæri býðst því ekki aftur. /?dnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 SETBERG liuffenqan mat og léttíst! Leiðir til megrunar geta verið ákaflega lystugar. í bók- inni „Léttir og ljúffengir réttir“ er 3ja vikna megrunar- kúr eða matseðill. Þar er lýst lystugri leið til megrunar.-girnilegir og næringaríkir réttir. Fjöldi litprentaðra mynda. BÁRA MAGNÚSDÓTTIR hefur þýtt og staðfært efni bókarinnar. Hún hefur áralanga reynslu í umfjöllun um heilsu- og megrunarfæði fyrir fólk á öllum aldri. MÍFAVáCI LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRA KL. 10.00 -18.00 MITSUBISHI MITSUBISHI MITSUBISHI CORDIR FRAMHJOLADRIF — SPARNAOARGIR /k\ \\i A MITSUBISHt! FRAMHJÓLADRIF - SPARNAÐARGÍR MEÐ DRIFIA 0LLUM [HjHEKLAHF ^ Laugave9' 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.