Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐXtíLPR L QKTÓBER 1982 11 Að móðgast við staðreyndir Eftir Guðmund Heiðar Frímannsson Eitt skilyrði þess að rökræður manna fari fram af þrótti og fjöri og í þeirri hæversku von, að deilu- efnið verði svolítið skýrara eftir á en áður, er, að þátttakendur taki eftir því, sem andmælandinn seg- ir. Við Heimir Steinsson höfum nú átt nokkra orðræðu um þátt kirkj- unnar í friðarhreyfingum samtím- ans. Ég, eins og hann, efast um, að það hafi nokkurn tilgang að þessi orðaskipti haldi áfram. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að séra Heimir hliðrar sér hjá að ræða efnislega um kjarnorkuógnina og varnarstefnu Vesturlanda og telur það ósvífni, að ég taki mark á orð- um hans. Og hann hermir upp á Guðmundur Heiðar Frímannsson mig skoðanir, sem ég lét ekki í ljós. Ég vil víkja að þremur atrið- um. í fyrsta lagi segir séra Heimir, að ágreiningur okkar um hina al- gjöru ógn felist í því, að hann óttist að kjarnorkuvopnunum, sem nú eru til, verði beitt í framtíð- inni, sem ekki verði rökstuddar til neinnar hlítar. Ég nefndi þrjár ástæður til þess í síðustu grein minni, að hin algjöra ógn eigi ekki við rök að styðjast. Ég hirði ekki um að rekja þær hér. En hin al- gjöra ógn er ekki framtíðarspá heldur spurning um, hvernig beri að skilja hugsanlegan möguleika. Beiting kjarnorkuvopna er hins vegar atburður, sem gæti gerzt í framtíðinni. Það er rétt hjá séra Heimi, að getgátur um framtíðina verða vart rökstuddar til neinnar hlítar. En rökstuddar geta þær verið engu að síður. Sterkustu rök- in fyrir því, að varnarstefnunni skuli ekki breytt, er reynsla und- anfarinna áratuga. Þessu hefur ekki verið hnekkt, og hin algjör- lega nýju viðhorf, sem áður hafa verið nefnd, eiga ekki við rök að styðjast. í öðru lagi sakar séra Heimir mig um pólitíska þvingunar- áráttu. Af hverju skyldi það nú vera? Það er vegna þess, að hans sögn, að ég tel að allt athæfi manna eigi sér pólitískar rætur. Þetta er rangt. Ég rökstuddi það í síðustu grein af hverju friðar- hreyfingin væri pólitisk hreyfing. I sem stytztu máli sagt er það vegna þess, að hún reynir að hafa áhrif á pólitískar ákvarðanir. En valdi stjórnmálamanna á Vestur- löndum er sem betur fer takmörk sett. Þótt sumt athæfi manna sé pólitískt, leiðir alls ekki af því, að allt athæfi sé það. Geri menn sér þetta ljóst fellur allt annað um sjálft sig, sem séra Heimir segir um þetta efni. I þriðja lagi segist séra Heimir líta á það sem grófa, persónulega móðgun, að honum sé þröngvað í pólitíska spennitreyju, eins og hann orðar það. Hann segir, að kirkjunnar menn „krefjist þess að vera teknir alvarlega á eigin for- sendum og neita að láta troða sér í annarra manna ramma". Það er rétt að benda séra Heiijii á, að það er óháð hans vilja og ákvörðunum, hvort friðarhreyfingin er pólitísk hreyfing eða ekki. Hún er það, hvort sem honum eða öðrum líkar betur eða verr. Og hvað merkir það að taka menn alvarlega á eig- in forsendum? Eitthvað annað en að beri að skoða, hvað þeir segja, og rökræða það en ekki einhvern tilbúning? Það hlýtur þá að fela í sér, að athugað sé, hvaða ályktan- ir sé heimilt með rökum að draga af orðum þeirra og athöfnum. Eða merkir það að gleypa beri möglun- arlaust það, sem þeir segja, og draga ekkert í efa? Ég get ekki betur séð en ég hafi gert það fyrra í greinum mínum hér í biaðinu. Það siöara þykir mér ástæðulaust að taka alvarlega. Ég hef ekki áhuga á að troða illsakir við séra Heimi Steinsson né nokkurn annan. En hann hlýt- ur að átta sig á, að hér er ekki verið að ræða um vildarefni, enda erfitt að rökræða þau. Hann mætti, og ætti eflaust að móðgast við mig, ef ég segði hann haldinn pólitískri þvingunaráráttu, því að það eru lítið annað en dylgjur, rétt eins og það eru dylgjur um mig. En að segja, að þátttaka í og stuðningur við friðarhreyfingar sé pólitískt athæfi, eru engar dylgj- ur. Það er staðreynd, sem leiða má rök að. Mín vegna getur séra Heimir svo móðgazt við mig út af staðreyndum. Það gerir hann upp við sjálfan sig. En það er ástæðu- laust að ræða það sérstaklega í dagblöðum. Ég þykist ekki hafa höndlað neinn sannleika í varnarmálum Vesturlanda, sem ekki þurfi að rökræða neitt frekar. Um þau hef- ur orðræðan staðið. En um sumt þykist ég hafa rétt fyrir mér og hef leitazt við að rekja ástæður til þess. Það hefur ekkert komið fram, sem hefur hrakið þær. Að svo mæltu læt ég þessari orðræðu lokið af minni hálfu. Póst- og síma- málastjóri í Nairobi POST- og símamálastjóri, Jón Skúlason, situr nú ráðstefnu Al- þjóða- fjarskiptastofnunarinnar (ITII) í Nairobi í Kenya. Ráðstefnan, sem hófst á þriðjudag, mun standa í 5 vikur, en póst- og símamálastjóri verður alls 19 daga í ferðinni. Síðasta ráðstefna ITU, sem að- setur hefur í Genf, var haldin á Spáni 1973. Áætlaður kostnaður af för póst- og símamálastjóra, Jóns Skúlasonar, er 70.000 krónur, það er fargjöld og dagpeningar. Jógakennari heimsækir Ananda Marga ANANDA Marga á íslandi hefur fengið í heimsókn jógakennara, Ac. Kamalakanta Brc,. sem mun halda fyrirlestra og kenna hugleiðslu, auk þess sem hann kynnir kenningar P.R. Sarkar um „Ný-húmanismann“ að því er segir í fréttatilkynningu frá Ananda Marga. Kamalakanta heldur fyrsta fyrirlestur sinn á Akureyri í kvöld, annað kvöld verður hann á Dalvík, í Reykjavík á þriðjudag- inn, Keflavík á miðvikudag og á Selfossi og Stokkseyri á fimmtu- daginn í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.