Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 Viðbótarskip gefiir ekki viðbótarafla eftir Hilmar Viktorsson viðskiptafrœóing Þegar stöðvun fiskiskipaflotans hefur verið afstýrt að sinni, er fróðlegt að leggja mat á, hversu flotinn er of stór, bæði í fjölda skipa og verðmætum talið. Undir- ritaður gerði úttekt á fjárfestingu í fiskiskipum tímabilið 1969—1977 í kandídatsritgeró 1978 við við- skiptadeild Háskóla íslands. Niðurstaðan var offjárfesting. Síðan eru liðin rúm fjögur ár og fjölmargir hafa fjallað um offjár- festingu, en fáir gert úttekt á henni. I þessari grein verður reynt í stuttu máli að skoða orsakir og afleiðingar offjárfestingar í fiski- skipum. Hér verður aðallega fjall- að um togara og skip yfir 100 rúmiestir, enda hefur skipum á bilinu 30—100 tonn farið hægt fækkandi. Af hverju fjárfest? Aður var talið, að viðbótarskip gæfi viðbótarafla. Eftir hrun síld- veiðanna 1967—68 breyttist við- horfið og var farið varlega af stað í fjárfestingar til ársins 1971, en þá kom flóðbylgja til 1974, en hún hægði á sér og von er til að hún stöðvist á þessu ári, nema hægt sé að fara í kringum lög og reglu- gerðir eins og fyrr. Nauðsynlegt er fyrir hverja at- vinnugrein að hún hafi möguieika á að endurnýja framleiðslutæki sín, annars kemur stöðnun og hrun þegar til lengri tíma er litið. Þá leiðir fjárfesting í stökkum til mikilla sveiflna í efnahagskerfinu. Þegar vel árar fyllast menn bjartsýni og fjárfesta í endurbót- um eða kaupa stærri og afkasta- meiri skip til að styrkja stöðu sína. Ef bjartsýni og framsýni hefði ekki ávallt ríkt meðal útvegsmanna, ættum við mun lak- ari og staðnaðan flota miðað við aðrar fiskveiðiþjóðir. Lengst af var það áræðið, sem bjargaði útgerðinni, og þeir urðu undir, sem ekki fjárfestu. Á síð- ustu árum hefur þetta snúist við, og þeir, sem hafa endurnýjað skip sín, standa mjög höllum fæti, jafnvel við það að gefast upp, því Grindvíkingur GK 606 Guðbjörg ÍS 47 Gullberg VE 292 Við íslendingar áttum og gátum einir séð um að veiða það sem fiskistofnarnir gefa af sér. Talið var, að sóknin í botnlægar fiskitegundir hafi verið í jafnvægi í kringum 1969—1970. Árið eftir 1970 jókst sókn útlendinga á ís- landsmið vegna lélegrar veiði í Barentshafi. Ef gengið er út frá því, að 81 erlendur síðutogari hafi stundað veiðar hér að staðaldri, þá svara þeir til 54 íslenskra síðutog- ara. Byggist það á því, að hver veiðiferð þeirra tók a.m.k. 18 daga, en hjá okkur 12 daga. Á þessum endurfjárfestmgar. Hluta af offjárfestingunni má rekja til aukinna krafna um bætt- an aðbúnað um borð í skipunum. Lengst af hafa sjómenn starfað við einhver erfiðustu skilyrði hinna vinnandi stétta. Aðbúnaður og öryggi hafa batnað, enda sjó- slys færri samfara stærri skipum. Sóknin 1971 Fjöldi fiskiskipa ætti ákveðið að vera hlutfall af afrakstri fiski- stofnanna og tel ég réttara að meta afkastagetuna eftir fjölda skipa í stað rúmlestatölu, því sum- ir 700 tonna togarar eru aðeins 10% stærri en togarar sem eru 499 tonn, þó ótrúlega hljómi. Þegar svarta skýrslan kom út árið 1975 var lagður harður dómur á sókn útlendinga á mið okkar, með tilliti til ástands fiskistofna. tíma áttum við 22 síðutogara og voru þeir nær allir í rekstri. Ef afköst skuttogara eru miðuð við 1,25 síðutogara, hefði verið þörf fyrir 60 skuttogara til að halda sömu sókn. Á þeim tíma var sókn- arþunginn þegar orðinn of mikill í botnfiskstofnana. Töluverður hluti erlendu togaranna var skut- togarar. Þessar tölur eru miðaðar við árið 1971. Næstu tvö ár á eftir jókst sóknin verulega, einkum af okkar hálfu, enda jókst hlutdeild okkar verulega í heildaraflanum. Úr 50% 1969 í 76% 1976 og nálægt 100% eftir að útlendingar hurfu af miðunum. Sóknin 1978 Síðla árs 1977 var skuttogara- flotinn að nálgast áttunda tuginn og komst í 80 skip 1978. í septem- ber 1982 telur flotinn 96 skip og á eftir að aukast enn og fer brátt yfir 100 skip. Togaraflotinn er virtur á kr. 4.066.967.000 eða hvert skip á rúm- ar 42 milljónir nýkr. að meðaltali. í úttekt minni 1978 var niðurstað- an sú, að skuttogarar voru 20 of margir, Mandalsbátunum 4 var ofaukið svo og nótaskipunum Grindvíkingi, Eldborgu og Bjarna Ólafssyni, einnig hluta af vertíð- arbátunum, sem smíðaðir voru að erfitt er að sigrast á aðsteðj- andi erfiðleikum. Afkastagetan meiri en eftirspurn Fiskiskipin eru ekkert einsdæmi um offjárfestingu á íslandi. í öll- um atvinnugreinum hérlendis er afkastagetan meiri en eftirspurn- in, hvort sem átt er við iðnað, verzlun, landbúnað eða samgöng- ur, einnig í ríkisbúskapnum og hjá einstaklingum. Þegar harðnar á dalnum kemur vandinn fyrst fram hjá útgerð- inni, því hún er frumatvinnuveg- ur, sem efnahagsleg velmegun byggist á. Þess vegna er skuldinni skellt á útgerðarmenn, sem orsakavald. Nauðsynlegt er að samræma fjárfestingar í fiski- skipum með tilliti til nettóafrakst- urs af bundnu fjármagni og Dieter Roth gefur Ný listasafninu gjafir í tilefni sýningar á verkum hans NÝLISTASAFNIÐ á Vatnsstíg 3 í Reykjavík hefur ákveðið að efna til sýningar á verkum, sem safnið á eftir myndlistarmann- inn, skáldið og kvikmynda- gerðarmanninn Dieter Roth. Verk þessi hafa komist á þann hátt í eigu Nýlistasafnsins að árið 1978 gaf Ragnar Kjart- ansson myndhöggvari safninu um 50 listaverk Dieter Roth; grafíkmyndir, skúlptúra, bók- verk og ýmsar sérútgáfur. Þegar Dieter Roth frétti að til stæði að efna til sýningar á þessum verkum safnaði hann saman og gaf safninu fjölda verka til viðbótar. Eru það alls hátt í 400 titlar, þar á meðal 70 grafíkmyndir, 10 teikningar, og fjöldinn allur af bókverkum og öðrum ritverkum. Þá lánaði hann safninu af þessu tilefni nokkur myndbönd. Þau verk Dieter Roth sem Ragnar gaf Nýlistasafninu eru flest merkt með persónulegum kveðjum frá listamanninum til Ragnars Kjartanssonar og flest grafíkverkin eru aðeins til í einu eða tveimur eintökum. Dieter Roth hefur um langt árabil verið í fremstu röð fram- sækinna myndlistamanna, tek- ið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar 5—6 sinn- um á ári. Hann hefur margoft verið fulltrúi þjóðar sinnar á erlendum vettvangi, nú síðast á Biennalnum í Feneyjum. Sýn- ingin í Nýlistasafninu verður frá 1. til 7. október næstkom- andi. Dieter Roth Níels Hafstein að setja upp sýningu Nýlistasafnsins á hluta þeirra verka Dieter Roths sem eru í eigu safnsins. Morjfunblaðið/ KEE. Hilmar Viktorsson með tilliti til hólfanna svonefndu, a.m.k. 10 bátar. Offjárfestingin 1978 færð til núvirðis Skuttogarar 20x42.364 = 847.280.000 Önnur veiðiskip = 401.100.000 1.248.380.000 Offjárfestingin 1982 Skuttogarar 36 togarar x 52.364= 1.525.104.000 Önnur veiðiskip = 401.000.000 1.926.204.000 Hér hefur verið miðað við matsvirði flotans og dæmið ein- angrað við togaraflotann og niður- stöður frá 1978 lagðar til grund- vallar, framreiknað til verðlags í dag. Togaraflotinn er 37,50% of stór miðað við afrakstur fiskistofna. Hins vegar var offjárfestingin miðað við raungildi í kringum 31,0% 1978 af heildarflotanum miðað við skip 100 tonn og stærri. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hve offjárfestingin er í raun. Samkvæmt framansögðu er hún á bilinu 28—40% af fjár- munaeign í flotanum og er þessu varpað hér fram til að undirstrika það einu sinni enn, að flotinn er of stór. Offjárfestingin hefur aukist um a.m.k. 54% frá 1978 og er það vægt metið. Loðnuflotanum hefur verið haldið að mestu utan við þetta mat á offjárfestingunni, því óvissa ríkir um verkefni fyrir hann. Eftir að bann við loðnuveiðum tók gildi, fór sá floti yfir á bolfiskveiðar og hefur aukið sóknarþungann til muna. Væri þeim sóknarþunga bætt við niðurstöður að framan yrði dæmið enn stærra. Orsakir eru margar en þeirra er fyrst og fremst að leita í stjórn- leysi og pólitísku poti stjórnmála- manna, án þess að mörkuð hafi verið heildarstefna í þessum mál- um á árunum 1971—1982, þrátt fyrir að varlega hafi verið farið af stað 1969—1971. Ekki er unnt að fara út í einstök skipakaup, en hægt er að fjalla um fjárfestingar í öðrum stærðarflokkum flotans á svipaðan hátt. Þrátt fyrir að stjórnun veiða hafi orðið virk með kvótakerfi og skrapdögum, hefur fjöldi skipa aukist jöfnum höndum, líklega einsdæmi á Vesturlöndum, sem leiðir til minni afkasta pr. einingu, dreifingu aflans á fleiri skip, auk- inn tilkostnað á sóknareiningu, minni arðsemi, minni meðaltekjur sjómanna og rýrnandi lífskjör al- mennings. Viðbótarskip gefur ekki viðbótarafla. Vandamál útgerðar hafa verið í brennidepli að undanförnu. Marg- ar ástæður eru fyrir hinum mikla vanda og á hávaxtastefnan, sem rekin er í dag, stóran þátt í hon- um. Hver væri vandi útgerðarinn- ar ef offjárfesting hefði ekki átt sér stað? Auðvelt væri að nefna framkvæmdir, þar sem framan- greindum fjármunum hefði verið betur varið, með tilliti til arðsemi. Offjárfestingin í fiskiskipum í dag er um 20% af fjárlögum þessa árs. Móta verður heildarstefnu í endurnýjun fiskiskipa til langs tíma. Arðsemissjónarmiðið verður að ráða fjárfestingarákvörðunum, nema til komi óendurkræf lán til fiskiskipa, svo að þau standi undir eigin fjármagnskostnaði. Slíkt yrði að vera háð vissum skilyrðum og eftirliti, sem væri stranglega fylgt eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.