Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 17 Flugslysið í Luxemborg - rætt við sjónarvotta: að lenda“ „Þarna er Rússinn Slökkviliðsmenn slökkva eld í flaki Ilyushin-vélarinnar. „I>arna er Rússinn að lenda, sagði ég við félaga mína þegar sov- éska vélin hægöi ferðina á flug- brautinni og allt virtist í stakasta lagi. Hún hvarf sjónum okkar fyrir hornið á flugstöðvarbyggingunni, en augnabliki siðar kvað við mikil sprenging,** sagði Gunndór Sig- urðsson, flugmaður hjá Flugleið- um, en hann var staddur í flug- stöðvarbyggingunni í Luxemborg þegar sovésku Ilyushin-þotunni hlekktist á í lendingu. „Vélin var á hægri ferð svona um 80 mílna hraða þegar ég sá til hennar síðast og hafði farið um þrjú þúsund fet eftir flug- brautinni. Allt virtist í stakasta lagi og hvað raunverulega fór úrskeiðis er erfitt að meta. Menn hafa látið sér detta í hug, að hjólbarðar hafi sprungið á vél- inni. Rannsókn á slysinu verður að skera úr um það,“ sagði Gunndór Sigurðsson. „Datt ekkí annað í hug en að allir heföu farist“ - sagði Einar Ólafsson, sem kom á staðinn skömmu eftir slysið Björgunarmenn við hluta úr væng sovésku vélarinnar í birtingu í gær- morgun. „Eldtungur teygðu sig mót himni og sprengingar kváðu við þegar ég kom á slysstað. Mér datt ekki annað i hug, en að allir um borð í vélinni hefðu farist. Það er mikil mildi, að manntjón varð ekki meira en raun ber vitni,“ sagði Einar Ólafsson, forstjóri (’argolux, í samtali við Mbl., en hann kom á slysstað skömmu eftir að sovésku vélinni hlekktist á í Luxemborg. „I fyrstu var björgunarstarf miklum erfiðleikum háð. Vélin rann út af flugbrautinni, yfir vatnstank og síðan niður gil. Efst í gilinu féllu vængirnir af og stóðu eldutungurnar fyrst og fremst upp af þeim. Skrokkurinn hafði runnið áfram niður gilið. Myrkur grúfði yfir og átti björg- unarlið í erfiðleikum með að lýsa upp svæðið. Þá var líka erfiðleik- um háð að koma björgunar- og slökkvitækjum að flakinu vegna skóglendis. Mest allt slökkvilið landsins dreif að og aðstoð barst frá nágrannalöndum. Eftir nokkra stund tókst að lýsa upp svæðið og um tveimur klukkustundum eftir að slysið átti sér stað, komu þýzkar þyrlur og lýstu upp svæð- ið með sterkum ljóskösturum. Þeir sem komust lífs af voru skelkaðir og reikuðu frá flakinu. Flugvirki hjá Cargolux fann Farþegarnir hlupu út í skóg í skelfíngu sinni Rætt viö Omar Birkisson, sem var meðal þeirra fyrstu sem komu á slysstaö „VIÐ vorum að vinna við Flug- leiðavél fyrir utan flugskýli Cargo- lux þegar sovéska vélin lenti, en veittum henni ekki sérstaka at- hygli. Skyndilega kváðu við sprengingar og vélin hvarf ofan í gil — þögn sló á umhverfið í um hálfa mínútu, en þá kvað við mikil sprenging og eldtungur risu upp af flakinu,“ sagði Ómar Birkisson, flugvirki hjá Cargolux, í samtali við Mbl. í gær en hann var meðal hinna fyrstu, sem komu á slysstað. „Ég hljóp umsvifalaust inn í flugskýlið og lét hringja á slökkvilið. Við tókum siðan á rás í átt að flakinu, sem var um 'h kílómetra frá flugskýlinu. Hrikaleg sjón blasti við okkur þegar við komum á vettvang. Ég hugsaði með mér — þetta lifir enginn af. Við hófum að leita þeirra sem hugsanlega hefðu komist af. Félagar mínir fundu eitt lík í skóginum og meðvitundarlausan mann og hinum megin við flakið fundust tuttugu manns, sem höfðu komist af. Farþegar höfðu forðað sér eins langt frá flakinu og þeir komust — hlupu út í skóginn í skelfingu sinni. Við hófum að aðstoða fólk, sem komst lífs af. Margir höfðu brennst þegar kviknaði í flakinu. Fólk var þó furðu rólegt. Farþeg- um bar saman um, að hin sov- éska áhöfn flugvélarinnar hefði staðið sig frábærlega vel við björgun úr flakinu. Slökkvistarf var í fyrstu erfið- leikum háð, því erfitt var að beita stórum slökkvibíl flugvall- arins, þar sem flakið lá utan brautar og land skógi vaxið og óslétt. Skömmu síðar komu sjúkrabílar og slökkvibílar frá borginni og auðveldara var að koma þeim við og gekk björgun- arstarf greiðlega eftir það,“ sagði Ómar Birkisson. veglausan farþega úti í skógi og kallaði hann í sífellu á þýzku; Hjálp — fljótt, fljótt. Eg er þreyttur." — Hverjar eru taldar vera orsakir slyssins? „Orsakir eru óljósar en ýmsar getgátur eru á lofti. Haft var eftir flugmanni vélarinnar í morgun, að aðflug hafi verið eðlilegt, svo og lending. Þegar hann hafi slegið af hreyflunum, hafi vélin sveigt til hægri. Hugs- anlegt er, að hreyflar öðru meg- in hafi ekki tekið við sér, og því hafi vélin sveigt svo skyndilega út af brautinni. Þá kom fram önnur kenning í útvarpinu í dag, þess efnis, að rekja megi orsakir slyssins til mannlegra mistaka. Vélin hafi komið til lendingar á of miklum hraða og of innarlega. Hjólbarðar hafi ekki þolað álag- ið og sprungið. Starfsmenn Cargolux fundu hluta úr hjólbarða á flugbraut- inni og kann það að styðja þessa kenningu. En eins og sakir standa, þá er aðeins um getgátur að ræða — ef til vill má rekja orsakir slyssins til allra þessara þátta." — í Mbl. í gær er haft eftir Valgeiri Sigurðssyni, að það hafi verið lán i óláni, að vélin fór út af brautinni hægra megin. Hefði hún farið út af vinstra megin, þá hefði hún hafnað á flugskýli Cargolux, en þar inni voru tvær DC-8-þotur og þrjár þotur fyrir framan flugskýlið, tvær þotur Cargolux, DC-8- og jumbóþota og ein DC-8-þota Flugleiða. „Þau eru mörg „ef-in“ í lífinu og til lítils að bollaleggja um svona hluti. Því er þó ekki að leyna, að þessari hugsun skaut upp hjá okkur á slysstað," sagði Einar Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.