Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 5 Ljósmynd Olafur Rúnar. Nýtt fiskiskip til Grindavíkur NÝTT fiskiskip, Farsæll GK 162, kom til heimahafnar í Grindavík 15. september síðastliðinn. Eig- endur eru þrír, Þorgeir Þórar- insson, Hafsteinn Þorgeirsson og Anton Narvaiz. Að sögn Ant- ons var skipið upphaflega smíð- að í Svíþjóð og hófst smíði þess 1977. Þeir félagar keyptu skipið síðan í Svíþjóð og þar hefur það meðal annars verið lengt og bætt við útbúnað þess. Nú er eftir að setja spil í skipið og ganga frá iestarbúnaði áður en það mun halda til veiða. Skipið verður bú- ið til troll- og netaveiða og er um 32 lestir að stærð. Að sögn Ant- ons er ekki enn ljóst hvert kostn- aðarverð skipsins er. Slys í bílveltu á Suðurlandsvegi KONA skarst talsvert á höfði og öxl, er bifreið er hún ók valt á Suður- landsvegi skammt austan Selfoss á miðvikudagskvöld. Tveir farþegar í bifreiðinni sluppu ómeiddir, en kon- an var flutt í sjúkrahúsið á Selfossi til aðgerðar. Slysið varð með þeim hætti, að bifreiðinni, sem er jeppabíll úr Kópavogi, var ekið í austurátt eft- ir Suðurlandsvegi um klukkan hálftíu á miðvikudagskvöld. Skyndilega fór nautgripur inn á veginn, og er ökumaður reyndi að sveigja frá lenti bifreiðin út í lausamöl með þeim afleiðingum að hún valt. Eggert Haukdal alþingismaður í leiðara Suðurlands: Ríkisstjórnin nær ekki tökum á efita- hags- og atvinnulífí „ÞAÐ ER NOKKUÐ Ijóst, að núverandi ríkisstjórn nær ekki þeim tökum sem í dag þarf á efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Hún á því að fara frá og ný ríkisstjórn á nýjum grundvelli á að taka við,“ segir í leiðara Suður- lands, blaðs sjálfstæðismanna á Suðurlandi, en leiðarann ritar Eggert Hauk- dal alþingismaður. í leiðaranum fjallar Eggert um ríkisstjórnina og verk hennar og framangreind orð eru niðurstaða umfjöllunar hans og niðurlags- orð leiðarans. Eggert segir í upphafi, að stjórnin hafi notið mikiis stuðn- ings í byrjun valdaferils síns, en þegar litið sé til baka yfir starfs- tíma stjórnarinnar, þá komi fyrst í hugann „að liðið hafi tími glat- aðra tækifæra". Segir Eggert að efnahagsaðgerðirnar um áramótin 1980—1981 hafi leitt til nokkurs árangurs, en áhrifin hafi dvínað þegar á árið hafi liðið og þegar þing hafi komið saman um haust- ið, hafi horft til stöðvunar at- vinnuveganna og þurft að grípa til skyndiráðstafana þeim til bjargar. JNNLENTV Þarna hafi verið sofið á verðinum. Eggert segir síðan, að frá í febrúar hafi margir stjórnarliðar búist við varanlegum aðgerðum gegn verðbólgu og óstöðugleika, en ekki hafi reynst pólitískur grundvöllur til neinna slíkra að- gerða, en skammtímaráðstafanir látnar nægja. Segir Eggert að þær aðgerðir, sem gripið var til nú í ágústmánuði séu, ekki varanlegar, „heldur bráðabirgðaráðstafanir til að hægja á upptalningu eitthvað fram yfir áramót." Nokkru síðar segir Eggert: „Nú er farið að síga á seinni hluta kjörtímabilsins og miðað við fyrri reynslu er tæplega ástæða til bjartsýni um framkvæmd hinna ýmsu áforma hjá þessari ríkis- stjórn, a.m.k. þeirra, sem kosta einhverjar fórnir." í síðasta hluta leiðarans fjallar Eggert um árangur stjórnar- samstarfsins og það sem miður hefur farið. Af kostum þess nefnir hann hitaveitur og varanlega vegagerð, en segir síðan: „Annars staðar hefur verið látið reka á reiðanum, s.s. í sjávarútvegsmál- um og orkunýtingarmálum og óskiljanleg er stefnan í flugmál- um. Þar rekst eitt á annars horn,“ segir Eggert. „Sama er að segja í húsnæðismálum, þar sem þrengt er að hinum almenna húsbyggj- anda í lánum á kostnað þeirra sem njóta forréttinda verkamannabú- staðakerfisins. Þá er seilst nokkuð langt í útþenslu vinnueftirlits- kerfisins á meðan fyrirtækin sjálf berjast í bökkum. í stórum dráttum hefur verð- bólga og skattpíning þrengt mjög að öllum atvinnurekstri, hvað þá að hægt sé að segja að hugað hafi verið skipulega að framtíðinni í þeim efnum. En það er alvarlegt, þegar þess gætt að erlendar skuld- ir hafa hækkað verulega á síðustu árum. Atvinnuleysi hefur verið bægt frá og er það mikið lán. En hversu lengi tekst að halda fullri atvinnu, ef grundvöllur reksturs atvinnu- fyrirtækja brestur? Ekki er hægt að halda atvinnulífinu í gangi til lengdar á erlendri skuldasöfnun," segir Eggert Haukdal. m á morgun frá k 1.^10—16 Kynnum nýju línuna frá Pioneer í hljómtækjum og bíl- tækjum. Frá Sharp kynnum viö nýju hljómtækin, vídeo- tækin, litasjónvörpin og feröatækin ... á hreint ótrúlegu verði Örtölvu- l±^J kynning 8ÍL«L* Kynnum hina stórkostlegu PC1500 örtölvu (pocket comput- er) frá Sharp. Kynnum auk þess Sharp búöarkassa — Sharp reiknivélar — Sharp tölvur — Luxor tölvur ®TDK ^raudio sonic HUOMBÆR HLJÐM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.