Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 7 Alúðarþakkir til allra sem glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum og heillaskeytum á níræðisafmæli mínu 26. september sl. Guö blessi ykkur öll. ÁstríóUf Pálsdóttir, Skipaarjndi 48. Hjartans þakkir til barna minna, tengdabarna, barnabarna, frændfólks og vina, sem meö heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveöjum, veittu mér yndislegan og ógleymanlegan dag þann 21. september sl. Lifið heil í Guös friði. Járnbrá Friðriksdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. Kennsla hefst í byrjun október Byrjendaflokkar: Tvisvar í viku Framhaldsflokkar: Tvisvar— þrisvar í viku. Opnir flokkar: Einu sinni í viku. Aöalkennarar: Sigríöur Ármann og Ásta Björnsdóttir. Innritun í síma: 72154. BnLLETSKOLI sigríðar RRmnnn SKÚLACÖTll 32-34 000 TSléamatkadutinn 12-18 B1II fyrir vandláta Cirtroen CX 2400 Pallas 1979 Drapp, ekinn 30 þús. Aflstýri, útvarp, segulband, C-matick- skipting. Verð 230 þús. Einnig CX 2400 Pallas 1978. Verð 155 þús. Su.skui Van 1981 Hvítur. Ekinn 17 þús. Verð 80 þús. r má Daihatzu Chartmant LE 1982 Blásanseraður. Ekinn 9 þús. km. Sem nýr. Verð kr. 155 þús. Skipti möguleg á Lada Sport 1980—’82. Volvo 244 GL 1979 Grænn. Ekinn 61 þús. km. Afl- stýri. Gullfallegur bíll. Verð 148 þús. Volvo Lapplander 1981 Rauður. Ekinn 26 þús. Útvarp, segulband, sérsmíðað hús, lengd- ur, 8 manna. Jeppi í sérflokki. Verð 240 þús. (Ýmis skipti mögu- leg). Maxda 323 Saloon 1981 Blásanseraður. Ath. sjálfskiptur. Ekinn 15. þús. km. Verð kr. 125 þús. Taunus 2000 Chia 1981 Blár. Ekinn 19 þús. 6 cyl. vél. Sjálfskiptur, aflstýri, útvarp, segulband. Verð 200 þús. Subaru 4x4 1600 1980 Blásanseraður. Ekinn 44 þús. Útvarp, snjó- og sumardekk. Verð 140 þús. Dollari, skreid og saltfiskur í upphafi forystugreinar Alþýöublaðsins á miöviku- dag segir: „Stjórnarliöar láta eins og vandinn sé allur öörum að kenna. Sjálfir beri þeir cnga ábyrgð. T.d. halda þeir því fram, aö samdrátt- ur í efnahagslífi nágranna- landanna valdi mestu um, hvernig komið er. Þetta er rangL Styrking dollarans undir Keagan hefur veriö helzta flotholt fiskseljenda. fslenzkar fLskafuröir selj- ast á miklu hærra veröi á Bandaríkjamarkaði en Ld. Kanadamanna. Hættan á þessum markaði, þegar til lengri tíma er litið, er harðnandi samkeppni Kan- adamanna og versnandi gæði okkar afurða. En eins og er er verðið gott. Saltfiskur hefur selzt vel og verð farið hækkandi í öðrum gjaldmiðlum en dollurum. Skreiðarbirgðir eru minni en á sama tíma árið 1981. Áhrif samdráttar í þungaiðnaði á eftirspurn og verð á áli og járnblendi eru verri. Nú kemur okkur í koll sú ranga stefna iðn- aðarráðherra, að íslend- ingar verði, af þjóðernis- ástæðum, að eiga meirt- hluta i áhætturekstri af þessu tagi. Niðurstaðan er sú, að áhrifa alþjóðlegrar kreppu gætir enn sem komið er furöanlcga lítið í Lslenzku efnahagslífi. Háir vextir á Bandaríkjamarkaði voru þekkt stærö, þegar Kagnar Arnalds var að slá sín stóru erlendu lán. Styrking doll- arans hefur verið íslenzk- um sjávarútvegi eins og hver annar happdrættis- vinningur. Sannlcikurinn er sá, að undir núv. rikis- stjórn hefur þjóöin verið að éta höfuðstólinn. Gífurleg aflaaukning í kjölfar út- færslu fiskveiðilögsögunn- ar í 200 míhir hefur hingað til gert ósamstæðri og stefnulausri ríkisstjórn fært að fljóta sofandi að feigðarósi. Hingað til, en ekki lengur.“ segir upp , fjorðungi starfsfólks Þróun gengismála og fataiðnaðurinn j baksíöufrétt hér í blaöinu i gær lýsir Björn Guö- mundsson, framkvæmdastjóri Sportvers, ástæð- um þess aö fyrirtækiö er aö draga saman seglin og segja upp starfsfólki frá og meö 1. janúar næstkomandi. i samtalinu viö Björn kemur fram, að frá áramótum 1981 þar til gengiö var fellt í ágúst sl. heföi innlendur kostnaöur viö fram- leiöslu Sportvers hækkaö um 80% en gengi lækk- aö um 40%. Viö því er aö búast, aö nú muni ráðherrar og málgögn þeirra taka sér fyrir hendur aö kenna einhverjum útlendingum alfariö um þessa þróun. En bæöi Þjóöviljinn og Tíminn telja þaö „blint ofstæki" ef á þaö er bent aö sjálf ríkisstjórnin eigi verulega sök á því hvernig komiö er í efnahagsmálum þjóöarinnar. Hlut ríkisstjórn- arinnar var skilmerkilega lýst í forystugrein Al- þýðublaðsins sl. miövikudag. I Staksteinum eru í dag birtir kaflar úr þessari forystugrein. Aflabrestur — viðskiptahalli Alþýðublaðið heldur áfram: „Stjórnarliðar kenna um aflabresti. I«etta er grýlu- saga. Árið 1981 vann til gullverðlauna sem mesta aflaár í.slandssogunnar. Yf- irstandandi ár fær brons- verðlaun. Á fyrstu átta mán. ársins hefur afli minnkað um 9,3%. l>ar af eiga verkfoll vegna fisk- verðsdeilna í upphafi árs- ins talsverða sök. Stjórnarliðar segja að rekstrargrundvöllur fisk- veiða sé brostinn. I»að er rétL En núv. sjávarútvegs- ráðherra hefur skapaö þaö vandamál að stærstum hhita sjálfur. Innflutningur hans á 30 skipum, togurum og stærri fiskibátum, hefur rýrt kjör útgerðar og sjó- manna um 20—25%. Þetta hefur kallað á 12—15% meiri gengisfellingu en ella hefði þurft, og samsvar- andi aukningu verðbólgu og framleiðslukostnaðar. Tvöfoldun á afla mundi ekki bjarga Steingríms- togurunum. I>eir eru gjald- þrota. I*eir voru það fyrir- sjáanlega, þegar Steingrím- ur leyfði innflutning þeirra. Stjórnarliðar segja að viðskiptahallinn sé orðinn háskalegur, að hallarekstur atvinnuveganna stefni at- vinnuörygginu í voða, að vcrðbólgan sé að rjúka upp úr öllu valdi og þjóðartekj- ur og gjaldeyristekjur drag- ist saman. Allt er þetta satt og rétt. Spurningin er bara: Er þetta nýtilkomið ástand? llvað hefur ríkis- stjórnin aðhafzt, til þess að koma í veg fyrir það? Allir vita, að í efnahagsmálum eru engin ráð, nema þau, sem í tíma eru tekin. Viðskiptahallinn er af- lciðing rangrar gengis- skráningar lcngst af á þessu ári. Kíkisstjórnin hefur staðið fyrir útsölu á gjaldeyri og botnlausu inn- flutningsæði. Ilallarekstur atvinnuveganna má rekja til þess, þegar ríkisstjórnin þóttist ætla að setja gengið „fast“ á fyrri hluta sl. árs. Vaxandi verðbólga er af- leiðing af sláttumennsku ríkisstjórnarinnar erlendis, stefnuleysi i peninga- og vaxtamálum, og arðlausri fjárfestingu í stórum stíl. I>að var skylda ríkisstjórn- arinnar að koma í veg fyrir hömlulausa verðbólgu í tæka tíð með samræmdum aðgerðum, áður en allt var komið í óefni. Hún hefur brugðizt þeirri skyldu sinni." Onóg úrræöi Og enn segir Alþýðu- blaðið sl. miðvikudag: ,,Sva> ar (k-sLsson segist hafa martröð á hverri nóttu um að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn og erlcndir lán- ardrottnar svipti hann og aðra ráöherrasósíalista fjárforræði. í örvinglan sinni hefur hann líkt afleið- ingum eigin óstjórnar við síldarhruniö mikla 1967—1968. En hvað segja staðreyndirnar? I*egar síldin brást í stjórnartíð viðreisnar missti þjóðin í einu vet- fangi 45% gjaldeyristekna og þjóöartekjur minnkuðu um fimmtung. Nú er talað um 16% samdrátt útflutn- ingstekna sjávarútvegsins (sem nú er mun lægra hlutfall heildargjaldeyrLs- tekna en 1967). Áætlaður samdráttur þjóðartekna er nú 4%, en var 1967 20%. Káðherrann fer þess vegna með tómar ýkjur. Hver eru úrræði ríkis- stjórnarinnar? l>au eru að- eins tvenn: Að fella gengið og að færa hundruð millj- óna úr launaumslögum fólks til atvinnurekcnda. I>essi úrræði dugðu ekki í þrjár vikur. l>á þurfti enn að hækka fiskverð og lækka gengi og ávísa á tóma sjóði, til þess aö koma flotanum af staö. Kekstrargrundvöllur at- vinnuveganna er eftir sem áður ófundinn. I*essi úr- ræði munu hvergi duga. l*ess vegna hefur stjórn- arandstaðan lýst sig and- víga þeim.“ HLJÓMPLÖTUR - KASSETTUR Stórkostleg rýmingarsala Höfum innkallað allar okkar eldri stórar plötur og kassettur og nú á allt að seljast, því þessir titlar verða ekki framar til sölu í verslunum. Gífurlega fjölbreytt úrval af vönduðu íslensku efni á plötum og kassettum. Kaupendur úti á landi: hringið eöa skrifið efftir lista. EITT VERÐ Á ÖLLU: PLATA EÐA KASSETTA Á AÐEINS KR. 40.- 0(EGU^ÖNUS'f UÖ DALESTOB harmo nikumúsik KORSONGUR AR^0^ K*r>Ur> e,nsöngur POPMÚSIK <&#*****' OPID ALLA DAGA 9—18 SG-HLJÓMPLÖTUR ÁRMÚLA 38. SÍMI 84549

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.