Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FðáTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 74 Pól- verjar vilja fara til Noregs OSl/) .40. st‘pU*mb«*r. Krá Jan Krik Lauré fW'ltarilara Mbi. TIJTTUGU og átta félagar í pól.sku verkalýðssamtökun- um Samstöðu, svo og nokkrir aðrir sem andsnúnir eru nú- verandi valdhöfum í Pól- landi, hafa sótt formlega um leyfi til að flytja til Noregs. I»egar allt er talið eru þetta 74. Fólkið hefur lagt umsóknir sínar inn í norska sendiráðið í Varsjá. Ýmsir þeirra, sem sótt hefur verið Um leyfi fyrir til að flytja til Noregs, sitja í gæzlu- varðhaldi og aðrir eiga að koma fyrir rétt vegna þess þeir eru sakaðir um að hafa með athöfn- um sínum gerzt brotlegir við pólsk lög, þegar verkalýðssam- tökin voru starfandi. Pólverjarnir hafa ekki sótt um pólitískt hæli í Noregi, en vilja komast þangað sem flóttamenn. Stórþingið hefur áður gefið til kynna að það sé hlynnt því að fólk frá Póllandi fái að koma til Noregs. Frá opnun nýju fjármálamiðstöðvarinnar í Lundúnum. Eins og sjá má var strax þröng á þingi og gerðir voru samningar að andvirði hundraða milljóna dollara. Símamynd AP. Ný fjármálamiðstöð í Lundúnum Ixtndon, 30. wplember. Al'. OPNIII) var í dag fjármálamiðstöð í Ixindon, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í Evrópu, og fyrsta hálf- tímann voru gerðir samningar að andvirði hundruð milljóna dollara. Miðstöðin (Liffe) var opnuð með pomp og prakt, en þar gera aðilar með sér samninga, þar sem verð og vextir eru festir fram í tímann. Viðskiptin, sem eiga sér stað innan veggja stofnunarinnar, eru í því formi, að aðilar gera með sér bindandi viðskipta- samninga þar sem samið er fyrirfram um vexti og greiðslufé. Vöruverðið er ákveðið með tilliti til afhendingardags í framtíð- í fjármálamiðstöðinni starfa 258 fyrirtæki, sem ráða yfir 373 sölubásum. Til að byrja með takmarkast greiðslufé við sterl- ingspund og dollara, og svokall- aða „Evrópudollaravexti". Trudeau færir 13 ráðherra til Ollawa, 40. seplember. Al*. PIERKE Elliott Trudeau forsætis- ráðherra Kanada gerði meiriháttar breytingar á stjórn sinni í dag, en aðeins eru þrjár vikur liðnar frá því hann síðast gerði breytingar á skip- an stjórnar sinnar. Dollari styrkist l.ond»n, .‘10. N4*plember. AP. VERI) á únsu af gulli féll niður fyrir 400 dollara í London og /iirich í dag, en á sama tíma hækkaði doll- arinn í verði í Hong Kong, og hefur ekki verið verðmciri þar í rúman aldarfjórðung. Dollarinn styrktist einnig í sessi á evrópskum gjaldeyris- mörkuðum vegna hækkaðra vaxta í Bandaríkjunum. Verðhækkunin á dollara í Hong Kong hefur verið sett í samband við áhyggjur manna um framtíð brezku nýlendunnar. Jafnframt styrktist dollarinn í Japan, og hefur ekki verið hærri frá því í júní 1977. Trudeau rak engan ráðherra, heldur færði 13 ráðherra til í stjórnarráðinu. Þó var um að ræða mikilvæg embætti á sviði atvinnulífs og efnahagsmála, en Kanadamenn búa við rúmlega 12% atvinnuleysi og 11% verð- bólgu. Meðal ráðherra, sem færðir voru til, var Herb Gray iðnaðar- ráðherra, sem færður var fyrir fjármál ríkisstjórnarinnar. Þjóð- ernisstefna Grays hafði vakið mikinn ugg hjá stjórnendum bandarískra fjölþjóðafyrirtækja, og var Ed Lumley viðskiptaráð- herra, fyrrum sölumaður hjá Coca Cola, settur yfir iðnaðar- ráðuneytið. Einnig var skipt um ráðherra yfir þremur ráðuneytum á sviði efnahagsmála og atvinnulífs, og er litið á breytingarnar sem til- raun af hálfu Trudeaus til að efla traust þjóðarinnar á stjórninni, sem gagnrýnd hefur verið fyrir úrræðaleysi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Minnihlutahópur aðskilnaðarhreyfingar Baska: Leggur niður vopnaða baráttu Bayonne, Frakklandi, 40. neptember. AP. LEIÐTOGAR minnihlutahóps innan ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska, komu úr fylgsnum sinum í dag til að tilkynna að þeir hafi lagt niður „vopnaða baráttu" til að ná fram sjálfstæði Baskalands. vegar tekið þá ákvörðun að halda áfram skæruhernaðinum Meirihluti leiðtoga aðskilnað- arhreyfingarinnar hefur hins Shcharansky í hungur- verkfalli síðan á sunnudag Moskva, 30. september. AP. SOVÉZK stjórnvöld hafa ákveðið að beita Anatoly Shchar- ansky þvingunum og neyða ofan í hann fæðu, ef hann heldur áfram í hungurverkfalli sem nú síðast hefur staðið síðan á sunnudag. Móðir Shcharansky, Ida Milgrom, sagði frétta- mönnum frá þessu í dag og höfðu starfsmenn innanríkisráðu- neytisins skýrt henni frá þessu í morgun. Ida Milgrom sagði frá því á mánudag, að Shcharansky hefði byrjað hungurverkfall í dögun á sunnudag til að mótmæla því meðal annars að bréf frá honum og somuleiðis bréf til hans eru gerð upptæk. Shcharansky sem er tölvufræðingur var dæmdur í þrettán ára fangelsi, árið 1978, fyrir að hafa stundað njósnir í þágu Bandaríkj- anna. Hann afplánaði hluta refsivistar í nauðungar- vinnubúðum í Úralfjöllum, en var svo fluttur á sjúkra- hús í Moskvu. Yfirmanni banka Páfagarðs hótað Kómaborg, 40. september. AP. BANDAKÍSKI erkibiskupinn Paul C. Marrinkus, yfirmaður banka Páfa- garðs hefur orðið fyrir því upp á siðkastið, að honum hefur verið hótað bréfleiðis og símleiðis lífláti í „Mafiustíl", að sögn AP-fréttar. Fer Marc- inkus nú huldu höfði, að þvi er síðdegisblaðið „La Republica" sagði í dag. Talsmaður Páfagarðs neitaði þessari frétt. í blaðinu var ekki getið heim- ilda fyrir fréttinni, þar var sagt að hótanir þessar skýrðu að nokkru þá ákvörðun að láta ann- an starfsmann Páfagarðs taka við að skipuleggja ferð Jóhann- esar Páls páfa II til Spánar. Blaðið lét þess heldur ekki get- ið, hvaða ástæða kynni að liggja að baki því að Marcinkus yrði fyrir þessum ofsóknum, en hann hefur verið töluvert umtalaður sem forsvarsmaður banka Páfa- garðs í kjölfar hneykslismáls Ambrosiano-banka nýlega. I’aul Marcinkus erkibiskup tekin í Afríkuferð páfa 1980. Jóhannesi Pili pifa II. Myndin er og halda sig því enn í felum, margir hverjir munu vera í Suður-Frakklandi. Tíu leiðtogar minnihluta- hópsins héldu fund með blaða- mönnum í dag og komu í fyrsta skipti fram án dulnefna og dul- arklæða. Leiðtogi þeirra, Miren Lurdes Alcorta, las upp yfirlýsingu hópsins, þar sem fram kemur, að þeir muni halda áfram bar- áttu sinni á opinberum pólitísk- um vettvangi innan Baskalands, en fyrri baráttuaðferðir þeirra hafi verið búnar að „ná sínum tilgangi". Ókyrrð blossar upp í Burma Kangoon, Burma, 29. neptember. AF. FIMM uppreisnarmenn úr Karen- samtökunum í Burma gerðu áhlaup á útvarpsstöð og lögreglustöð í Kangoon í gærkvöldi, köstuðu þar inn handsprengjum og létust tveir lögreglumenn og allmargir særðust, bæði verðir við byggingarnar og nokkrir vegfarendur. Hermenn náðu síðan mönnunum og voru þrír þeirra vegnir, en hinum var varpað i fang- elsi. Samkvæmt opinberum heimild- um er þetta í fyrsta skipti í sjö ár, að ókyrrð gýs upp í Rangoon og Karen-samtökin sem berjast fyrir sjálfstæði hluta Burma hafa haft mjög hægt um sig fram að þessu, einkum vegna þess, að sögn AP, hversu hart var tekið á hryðju- verkum samtakanna fyrir nokkr- um árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.