Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 Viðræður stórveld- anna hafnar á ný (ienf, 30. »eptember. AP. FULLTRÚAR Bandaríkjamanna og Sovétmanna í viðræðum um lausn á kjarnorkuvopnadeilu þjóðanna sneru að samningaborðinu á ný í dag, án þess að gefa til kynna að einhvers konar samkomulags væri að vænta eftir meira en 40 samningafundi á undanförnum 10 mánuðum. Formenn samninganefndanna færðust undan því að gefa út ein- hverjar yfirlýsingar áður en fyrsti viðræðufundur þeirra í tvo mán- uði hófst í dag. Báðir hafa opin- berlega hafnað tilboði gagnaðil- ans, en Sovétmenn lýstu því yfir við komuna til Genfar að kominn væri tími til að Bandaríkjamenn legðu fram eitthvað, sem leitt gæti til lausnar deilunnar. Beirút hafið á ný Kóm, 30. september. AP. ÞOTA FRÁ Middle East Airlines fór í dag frá Leon- ardo da Vinci-flugvellinum í Róm áleiðis til Beirút með 124 farþega innanborðs. Er þetta fyrsta farþegaflugvélin, sem heldur til Beirút í nærri fjóra mánuði. Flokksþing breska Verkamannaflokksins samþykkir: on eins fljótt og auðið væri. Reyn- ist grundvöllur fyrir henni er talið fullvíst, að Gemayel forseti Líban- on, sem kemur í heimsókn til Páfagarðs eftir tvær vikur, bjóði páfa formlega. Fleiri bandarískir sjóliðar gengu á land í Beirút í dag, en mynd þessi sýnir hvar tveir þeirra horfa á haf út í ná- grenni borgarinnar. Farþegaflug til Styttingu vinnuviku og lækkaðan eftirlaunaaldur Hlarkpool, Knglandi, 30. septembor. AP. Á meðal farþega í vélinni var Maximos V. Hakinm, erkibiskup í 250.000 manna söfnuði Melkite- kaþólikka, sem búa í Líbanon, Eg- yptalandi, Sýrlandi og írak. Erki- biskupinn lýsti undrun sinni á at- burðunum í Beirút að undanförnu, en sagðist mundu bíða úrskurðar rannsóknarnefndar fjöldamorð- anna áður en hann tjáði sig frekar um þau. Þá sagði í fregnum frá Páfa- garði í dag, að erkibiskupnum hefði verið falið að kanna mögu- leikana á heimsókn páfa til Líban- Veður víða um heim Akurayri 3 alskýjað Amsterdam 19 rigning Aþena 30 heióskfrt Barcelona 21 heióskirt Berlín 21 heiöskirt BrUssel 16 rigning Chicago 29 heiósklrt Dyflinni 16 skýjaó Feneyjar 22 þokumóóa Frankfurt 22 heiðskírt Genf 19 heiöskírt HeMnkl 11 heióskirt Hong Kong 26 rigning Jerúsalem 25 heiöskfrt Jóhannesarborg 26 heiöskírt Kaupmannahöfn 20 heióskírt Kairó 32 hsiöskfrt Lat Palmas 25. léttskýjað Líssabon 22 heiöskfrt Los Angeles 22 skýjað Madrid 17 haióakfrt Malaga 24 léttskýjaö Mallorca 25 altkýjaó Mexíkóborg 27 heióakfrt Miamí 30 rigning Moskva 16 heióakfrt Nýja Delhí 35 haióskírt New York 22 heióskfrt Paris 22 heióskfrt Perth 27 heióskfrt Rio de Janeiro 23 skýjað Reykjavík 10 rign. síð. klst. Rómaborg 28 tkýjað San Francieco 21 hsióskfrt Stokkhólmur 13 skýjaö Sydney 15 haiöskfrt Tel Avlv 28 heióskfrt Tókýó 23 ekýjaó Vancouver 17 skýjaó Vinarborg 19 heiðskfrt Þórshöfn F»r. 10 alskýjaó BRESKI Verkamannaflokkurinn greiddi í dag atkvæði með því að innleiða 35 stunda vinnuviku, án þess að til launalækkunar komi, þegar þeir komist aftur til valda. Átkvæðagreiðslan fór fram með handauppréttingu á árlegum Kissinger er í elleftu heimsókn sinni í Kína. Hann ræddi við Zhao og Deng Xiaoping í dag. Hann er einkagestur ríkisstjórnarinnar. Kínverskir ráðamenn hafa ausið fundi flokksinsí Blackpool, og hljóðaði samþykktin upp á það að næsta stjórn Verkamannaflokks- ins muni kom til með að hafa nána samvinnu við verkalýðsleiðtoga um styttingu vinnuvikunnar og eftirlaunaaldur verði lækkaður Kissinger miklu lofi fyrir þann þátt sem hann hafi átt i þvi á ár- um áður, að samskipti Kína og Bandaríkjanna tóku að færast í jákvætt horf. niður í 60 ár. Samþykkt þessi var gerð meðan á efnahagsumræðunum stóð og Tony Benn, einn róttækasti leið- togi flokksins, fór þess á leit við fundarmenn, að þeir legðust gegn stefnu sem í fælust einhverjar kauphömlur þegar til næstu stjórnar Verkjamannaflokksins kæmi. Allir ræðumenn fundarins réð- ust gegn stefnu Margrétar Thatcher og kenndu henni um hið geigvænlega atvinnuleysi í land- inu, sem nær nú til 3,34 milljóna manna, eða 14 prósent vinnufærra manna í landinu. Thatcher fer til Falklandseyja Ixtndon, 30. september. AP. MARGARET Thatcher forsætisráð- herra heimsækir Falklandseyjar fyrsta sinni í febrúar næstkomandi, að sögn brezkra blaða, en engin formleg tilkynning hefur verið gefin út um væntanlega heimsókn. Thatcher verður viðstödd há- tíðahöld á eyjunum í tilefni þess að á næsta ári verða 150 ár liðin frá því að Falklandseyjar voru lagðar undir krúnuna. Á morgun, föstudag, heldur Cranley Onslow aðstoðarutanrík- isráðherra til Falklandseyja til að kynna sér aðstæður þar, en hann er fyrsti háttsetti stjórnarfulltrú- inn, sem sækir Falklandseyjar heim eftir lok Falklandseyjadeil- unnar í júní sl. Áhorfendur leggja smámynt á teinana áður en síðasti sporvagninn í San Francisco rennur inn á endastöðina. Sporvögnum borgarinnar mun verða lagt nú um óákveð- inn tíma. Disney-fyrirtækið opnar nýj- an sýningar- og skemmtigarð Lake Buena VisU, Flórída, 30. september. AP. EPCOT-miðstöð Walt Disney-stórveldisins, sem kostað hefur 800 milljón- ir Bandaríkjadala í byggingu, er nú tilbúin. Miðstöð þessari er ætlað að vera eins konar sambland af skemmtigarði og sýningar- og verslunar- miðstöð. Þúsundir byggingaverka- manna og fleiri starfsmanna hafa að undanförnu lagt nótt við dag við að ljúka miðstöðinni, sem stendur á 260 ekrum lands, í tíma. Forráðamenn fyrirtækisins sögðust ekki vilja spá um hversu margir kæmu fyrsta daginn, en sögðust gera sér vonir um að það yrðu ekki færri en komu í Disn- ey-land þegar það var opnað. Fyrsta dag þess komu 10.000 manns og nú eru 11 ár liðin frá því. Disney-fyrirtækið segist held- ur kjósa að opna miðstöð, sem þessa, þegar ferðamannatíminn stendur ekki sem hæst, til þess að losna við ófyrirsjáanlega byrjunarerfiðleika, sem gætu komið í ljós við mikla umferð á fyrsta degi. Vonast yfirmenn þess til að 25.000 manns komi að meðaltali á dag til að berja undrið augum. Kínverjar óánægðir með samskiptin við Bandaríkin Peking, 30. september AP. ZHAO Ziyang, forsætisráðherra Kina, greindi Henry Kissinger, fyrrum utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, frá því, að Kínverjar muni fylgjast grannt með því hvort Bandaríkin takmarki vopnasölu til Taiwan. Hann sagði Kissinger einnig, að hann væri langt frá ánægður með efnahags- og tæknisamstarf milli Kínverja og Bandaríkjamanna og taldi ekki hafa orðið þá þróun sem efni hefðu staðið til. 15 ITIL ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERIKA PORTSMOUTH Mare Garant 29. sept. City of Hartlepool 6. okt. Mare Garant 20. okt. City of Hartlepool 27. okt. NEWYORK Mare Garant 30. sept. City of Hartlepool 8. okt. Mare Garant 22. okt. City of Hartlepool 29. okt. HALIFAX Hofsjökull 7. okt. Goðafoss 12. okt. BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Uðafoss Eyrarfoss Alafoss ANTWERPEN Stuðlafoss Eyrarfoss Alafoss FELIXSTOWE Stuðlafoss Eyrarfoss Alafoss HAMBURG Stuölafoss Eyrarfoss Alafoss WESTON POINT Helgey 4. okt. 12. okt. 19. oktt. 5. okt. 12. okt. 19. okt. 6. okt. 13. okt. 20. okt. 7. okt. 14. okt. 21. okt. 7. okt. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss Oettifoss KRISTIANSAND Manafoss Mulafoss MOSS Mánafoss Mulafoss Manafoss GAUTABORG Mánafoss Dettifoss Mánafoss KAUPMANNAHÖFN 11. okt. 25. okt. 6. okt. 13. okt. 5. okt. 12. okt. 19. okt. 7. okt. 13. okt. 20. okt. Manafoss Dettifoss Mánafoss HELSINGBORG Mánafoss Dettifoss Mánafoss HELSINKI Múlafoss írafoss GDYNIA Múlafoss Irafoss HORSENS Múlafoss irafoss THORSHAVN Dettifoss 6. okt. 14 okt. 21. okt. 7. okt. 15. okt. 22. okt. 6. okt. 20. okt. 8. okt. 22. okt. 11. okt. 25. okt. 14. okt. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framog til baka frá REYKJAVÍK alla ménudaga fré ÍSAFIROI alla þriöjudaga fré AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SlMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.