Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 Randbeit á grænfóðri Snemma á vorin er sáð höfrum, fóðurkáli, rýgresi og fleiri teg- undum, sem einu nafni kallast grænfóður. Eru það einærar jurtir, sem standa langt fram á haust án þess að sölna. Er gjarnan mjólkurkúm beitt á það grænfóður, sem ekki er notað til votheysgerðar. Verð- ur grænfóðrið hávaxið, og myndi troðast niður ef skepn- um væri hleypt beint á það. Því er gjarnan sett upp raf- magnsgirðing til þess að rand- beita grænfóðrið. Er raf- magnssnúran á staurunum, sem sjást fyrir framan græn- fóðursvegginn. Venjulega er rafmagnsgirð- ingin færð til einu sinni til tvisvar á dag inn yfir græn- fóðrið um mjóa rönd. Safnast þá kýrnar saman og éta græn- fóðrið alveg ofan í rót, svo sem sjá má á myndinni. Teygja kýrnar sig eftir grænfóðrinu eins langt og þær frekast geta eða þar til þær fá vægan straum úr rafmagnsgirðing- unni. Þannig er unnt að stjórna hversu mikið kýrnar éta af grænfóðrinu á degi hverjum. Eins fer ekkert af grænfóðrinu til spillis, þar sem kýrnar raða sér á það eins og um jötu væri að ræða. Með þessu er gerlegt að hafa ósölnað fóður langt fram á haust, þegar önnur grös eru Iöngu fallin og úr sér sprottin. .4. t■ iirf' KLÆÐNAÐUR Kapp-klæðnaöurinn er einstaklega hlýr, léttur og þjáll. Andar sem ull og er mjög sterkur og end- ingargóður, Efniö er prjónað úr Polyester/ - Polyamid þræöi, sem tek- ur ekki í sig vatn. Silki- mjúk loðnan myndar ein- angrað loftlag og líkams- hitinn helst jafn og þægi- legur. Kapp-klæönaöurinn gerir annan innri fatnað óþarfan Kapp-klæönaöurinn hentar einstaklega vel til allra útiíþrótta og útiveru, til veiöa og til vinnu, undir Fis-fötin og vinnugallann. KAPP-klæðnaðurinn á alla fjölskylduna Glæsibæ unuF- Sími82922 RHD •^Jfl &st ERMETO háþrýstirör og tengi Atlas hf Armúla 7. - Síini 26755. Pósthólf 492 - Reykjavík. Síðbúin grein um Húsavíkurrallið sumarið 1981 Eftir Halldór Gunnarsson, Lundi Tilefni þessa greinarkorns er m.a. grein, sem birtist í Morgun- blaðinu 12. maí sl. undirrituð af Jakobi Kristjánssyni á Húsavík. Þar segir m.a.: „Það er alrangt að beitt hafi verið brögðum eða feng- ið leyfi landeigenda á röngum for- sendum. Það er líka rangt að Húsavíkurrallið, eins og það er kallað, hafi farið fram að nokkru leyti í Öxarfirði undanfarin sum- ur. I rallinu 1980 voru eknar sér- leiðir um Öxarfjarðarheiði og Hólssand, en í þeim tilvikum er um þjóðvegi að ræða og þá fengið leyfi frá Vegagerð ríkisins og sýslumanni Þingeyjarsýslu ..." J.K. ætti að vita að hluti Öxar- fjarðarheiðar og hluti Hólssands eru innan marka Öxarfjarðar- hrepps og þjóðvegurinn á milli þessara svæða liggur um sveitina þvera. Þess vegna má með réttu segja að Húsavíkurrallið hafi að nokkru leyti farið um Öxarfjörð sumarið 1980. Um Húsavíkurrallið á sl. sumri vil ég koma eftirfarandi stað- reyndum á framfæri. Það er upphaf þessa máls að forráðamenn Rallýklúbbs Húsa- víkur höfðu símasamband við mig í júnímánuði 1981 og föluðust eftir leyfi til að akstursleið rallsins fengi að liggja um land jarðarinn- ar Akursels í Öxarfirði, sem ég hef umráð yfir. Ég spurði strax hvort landeigendur næstu jarðar, Ær- lækjarsels, hefðu gefið leyfi fyrir yfirreið um sitt land og játaði við- mælandi því. Ég sagðist því ekki synja þeim leyfisins, en setti það skilyrði að ég fengi að vera við- staddur þegar leiðin yrði merkt og var því heitið sem sjálfsögðum hlut. Líður nú tíminn fram að 4. júlí er rallið fór fram, en ekkert heyrðist frá rallýmönnum, svo ég sló því föstu að fallið hefði verið frá því að nota þessa umræddu leið. Það kom mér því mjög á óvart þegar Grímur B. Jónsson, ráðunautur í Ærlækjarseli, kom til mín síðdegis þennan laugardag (4. júlí) og tjáði mér að rallið hefði farið fram neðan Sandár og m.a. hefði verið farið um túnið í Akur- seli, þar sem ég geymdi fylfulla hryssu er var komin nærri því að kasta. Tjáði Grímur mér einnig að hryssan hefði lent á undan rallbíl- unum leiðina milli bæjanna, sem er um 3 km og sennilega hefðu þeir drepið í henni folaldið m.a. vegna hraðans. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöið að notfæra sér viötalstíma þessa. Túnhlið eru beggja vegna Ak- ursels og voru þau ásamt fleiri hliðum höfð opin og gæslulaus þann tíma sem keppnin stóð yfir. Út um eitt þessara hliða fór hryss- an með þeim afleiðingum að hún týndist og fannst ekki fyrr en að kvöldi mánudags 6. júlí og var þá auðséð að hún hafði kastað, en hvergi sást folaldið. Var leit hald- ið áfram og síðdegis miðvikudag- inn 8. júlí fannst dautt rauðstjörn- ótt hestfolald á grasbala í kjarr- rjóðri. Var það fullskapað, en hafði augljóslega aldrei komist á fætur. Til þessa folalds hafði verið stofnað með mikilli fyrirhöfn og ærnum kostnaði með hrossarækt í huga (hryssan ættbókarfærð og stóðhesturinn 1. verðlauna grip- ur). Slys þetta barst í tal við marga sveitunga mína og voru allir á einu máli um að forráðamönnum rallsins bæri skylda til að bæta folaldið. Það varð því úr að ég til- kynnti um þetta til Raliýklúbbs Húsavíkur og fór fram á skaða- bætur. Var því fálega tekið, en þó þannig að meðlimir klúbbsins lof- uðu að taka málið fyrir á stjórn- arfundi, sem þeir og gerðu. Eftir margítrekaða beiðni um svör og bætur af hendi rallýmanna á Húsavík kom loks svar að mig minnir seint í nóvember, þar sem þeir buðu í bætur fjögurhundruð krónur, sem hvergi kemur nærri því að bæta það tjón sem ég varð fyrir. Gangverð á velættuðum fol- öldum var sl. haust fjögur- til áttaþúsund krónur. Hér hefur verið greint frá nokkrum staðreyndum um sam- skipti mín og Rallýklúbbs Húsa- víkur. Aldrei verður fullsannað né afsannað að umrætt rall hafi orðið folaldinu að fjörtjóni, en eftir stendur hins vegar þetta (saman- ber hér að framan): 1) Beitt var brögðum við að fá leyfi til að rallið færi um land jarðarinnar Akursels. Grímur og Stefán Jónssynir í Ærlækjarseli bera að þeir hafi ekki veitt leyfi fyrir rallakstri um sitt land, en heimilað rallýmönnum að skoða staðhætti í samráði við þá. Á þeirra leyfi byggðist mitt vilyrði að hluta. 2) Svikið var loforð um að láta mig vita þegar leiðin yrði merkt, svo að hægt væri að gera athuga- semdir ef tilefni gæfist. 3) Umrædd hryssa fór út um hlið sem opnað hafði verið og týndist. Með þetta mál í huga o.fl. ber að skoða fundarsamþykkt öxfirðinga og annarra, sem vilja bílarall burt frá sínum heimahögum. Lundi, Öxarfirði í sept. 1982, Halldór Gunnarsson. Laugardaginn 2. október veröa til viötals Markús Orn Antonsson og Guömundur Hallvarösson. wmmm mmmmmmmmmm m m mmmmm m m aA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.