Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 Frumsýning á Skilnaði eftir Kjartan Ragnarsson Leikfélag Reykjavíkur: KYRSTA frumsýning á því leikári, sem nú er að hefjast hjá Leikfélagi Reykjavíkur, verður sunnudaginn 3. október nk. Þá verður frumsýnt leikritið Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson, en tvær forsýningar voru á því á Lista- hátíð í sumar. Á blaðamannafundi, sem efnt var til vegna leikritsins, kom m.a. fram að upphaflega átti að byrja að sýna það fyrr í haust, en sökum óviðráðanlegra orsaka tafðist frumsýningin í nokkurn tíma. Leikstjóri Skilnaðar er Kjartan Ragnarsson. Steindór Sigurðsson hannaði leikmynd og búninga, en tónlist og leikhljóð samdi Áskell Másson. — Lýsing er í höndum Daníels Williamssonar. Leikarar eru 6: Guðrún Ásmundsdóttir, Jón Hjartarson, Valgerður Dan, Soffía Jakobsdóttir, Aðalsteinn Bergdal og Sigrún Edda Björnsdóttir. Um efni leikritsins vildi Kjart- an Ragnarsson hafa sem fæst orð, en eins og nafnið benti til fjallaði það um skilnað. — Segja mætti þó að leikritið væri lýsing á lífi frá- skilinnar konu á miðjum aldri; og því tímabili sem hún væri að yfir- stíga skilnaðinn. Kjartan kvaðst taka afstöðu í leikritinu og hefði hann fjallað um þetta þjóðfélags- fyrirbæri, skilnað, eins og það kæmi honum sjálfum fyrir sjónir. En hann lagði á það áherslu að hér væri ekki um neina lausn á þessu margslungna vandamáli aö ræða, enda væri ekki unnt að kryfja það til mergjar. Hins vegar ættu áhorfendur að draga álykt- anir af efni leikritsins. Aðspurður um ástæðu þess að hann hafi samið Skilnað svaraði Kjartan því til, að uppi væri sú þjóðsaga í þjóðfélaginu að lífið sé velsæld og leiðindi. Fyrir þá sök væri oft og tíðum horft framhjá hinum manneskjulegu hliðum þess og kvölum. Hann sagði enn- fremur að form og innihald leik- ritsins væri nokkuð ágengt. — Það stafaði ekki einvörðungu af tækni- legum ástæðum, heldur hefði til- gangurinn einnig verið að ná tök- um á áhorfandanum. Það kom fram á fundinum að sú nýbreytni hefur verið tekin upp í Iðnó með Skilnaði, að leikurinn gerist á miðju gólfi í áhorfenda- salnum. M.ö.o. er hið hefðbundna svið ekki notað. heldur sitja áhorf- endur umhverfis leikarana á fjóra vegu. — Þetta mun hafa í för með sér fækkun sæta, en alls verður rúm fyrir 175 áhorfendur eftir breytinguna. Kjartan kvaðst hafa ákveðið formið á leiknum í sam- ráði við Steinþór Sigurðsson áður en hann hóf samningu Skilnaðar. Að dómi Kjartans væri þetta erf- iðara form en þegar um venjulegt leiksvið væri að ræða, en að sama skapi skemmtilegra, bæði fyrir leikarana og hann sjálfan. Og eitt helzta markmið með þessu væri að gera verkið áleitnara fyrir áhorf- endur, því að leikarar komast í nánari snertingu við þá fyrir vik- ið. Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson, leikhússtjórar Leik- félags Rcykjavíkur, sögðu að líta mætti á þetta leikrit sem tilraun til að venja leikara LR við hringsvið, enda kæmi sviðið í öðr- um sal hins væntanlega Borgar- leikhúss til með að verða þannig. Kjartan sagði að engin leiktjöld væru notuð í verkinu, en í staðinn hefðu komið eins konar hljóðtjöld. Hér væri um að ræða kvatrattón- list sem skipaði veglegan sess í sýningunni. Loks má geta þess að Skilnaður er fimmta leikrit Kjartans Ragn- arssonar sem sett er á svið í Iðnó. Áður hafa leikritin Saumastofan, Blessað barnalán, Ofvitinn og Jói verið sýnd þar. Góð karfa- sala hjá Vigra Kindakjötskynning í Afurðasölu SÍS í þessari og næstu viku stendur yfir kynning á nýju og ófrosnu kindakjöti í Afurðasölu SÍS við Laugarnesveg. Steinþór Þor- steinsson, deildarstjóri Afurðasöl- unnar, sagði í samtali við Mbl. að kynningin væri í því fólgin að neytendum gæfist kostur á að skoða nýtt kjöt í heilum skrokkum þar sem allir flokkar og allar stærðir af kjötinu væru til staðar og sýnis á einum stað. Neytandinn gæti borið saman og séð mismun á hinum ýmsu tegundum kjöts og þannig áttað sig á hvað honum hentaði. Steinþór sagði að kjötfram- leiðslan byði uppá mikla fjöl- breytni, hægt væri að fá magurt kjöt eða feitt, stóra skrokka eða litla, allt eftir því til hvers nota ætti kjötið. Ef þessi kynning yrði til þess að neytendur gætu í fram- tíðinni frekar valið sér það kjöt sem þeim hentaði væri tilgangin- um náð. Að lokinni heimsókn sinni á kynninguna eru neytendurnir beðnir um að útfylla eyðublað. Steinþór sagði að lokum að gert væri ráð fyrir því að svörin yrðu notuð til viðmiðunar í hugsanleg- um breytingum á mati og flokkun kindakjöts. 1000- krónurút! Gullbrúðkaup GULLBRÚÐKAIJP eiga í dag, 1. okt., frú Ingibjörg Jónsdóttir og Ing- ólfur Fr. Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri, Strandgötu 45, Eskifirði. Ingólfur var um árabil í hreppsnefnd Eskifjarðarhrepps fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Eskifjarðar og hefur nú um árabil rekið umboðsskrifstofu þar í bænum fyrir Skeljung hf., Eimskipafélag Islands og fleiri. Philipseldavélar Við erum sveigjanlegir i samningum heimilistæki hf. TVÖ skip seldu afla sinn, mest karfa, í Þýzkalandi í gær. Annað þeirra, Vigri, fékk mjög gott verð fyrir afl- ann. Vigri RE seldi 220,7 lestir í Rremerhaven. Heildarverð var 2.756.400 krónur, meðalverð 12,49. Jóhann Gíslason ÁR seldi 49,5 lest- ir í Cuxhaven. Heildarverð var Aðalsteinn Bergdal, Guðrún Ásmundsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Soffía Jakobsdóttir og Valgerður Dan í 479.500 krónur, meðalverð 9,68. hlutverkum sínum í Skilnaði eftir Kjartan Ragnarsson. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655 Atlas hf ARMULA 7 SÍMI 26755 Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Einkaumboð á íslandi. Perusala Lionsfélaga í Garða- og Bessastaðahreppi Á MORGUN, laugardaginn 2. okt., munu félagar í Lionsklúbbi Garða- og Bessastaðahrepps ganga í hús í sveitarfélögunum og bjóða Ijósaperur til sölu, segir í fréttatilkynningu frá fjáröflunarnefnd klúbbsins. Að þessu sinni rennur allur ágóði til aldraðra. Lionsfélagar þakka stuðning á undanförnum árum og vona, að íbúar Garða- og Bessastaðahrepps taki vel á móti þeim, nú eins og endranær, og styrki aldraða um leið og þeir kaupa sér ljósaperur til vetrarins. Síldveiði að glæðast út af Austfjörðum Mest saltað í Neskaupstað SÍLDVEIÐI er nú heldur að glæðast og síðasta sólarhring var þokkaleg veiði í nót út af norðanverðum Austfjörðum. Nótaskip hafa nú landað á annað þúsund lestum, reknetaveiðar eru að komast á skrið og fyrir nokkru höfðu lagnetabátar landað rúmlega 1.000 lestum. Veiðar í lagnet hafa aðallega verið stundaðar á svæðinu frá Siglunesi austur að Tjörnesi og einnig utan Grindavíkur. Veiðar í nót og reknet hafa helzt verið á Þistilfirði, Vopnafírði og Bakkaflóa. Mest hefur verið saltað í Neskaupstað eða í um 2.500 tunnur. Hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað gengur síldarsöltun vel, en nokkur skortur er á karl- mönnum við vinnsluna. Um há- degið í gær höfðu verið saltaðar þar 2.300 tunnur og þá var Magnús NK á leið til hafnar með um 100 lestir. Nótaskipið Börkur hefur þegar landað um 280 lestum af síld í Neskaupstað, en lítið hefur borizt þangað af öðrum bátum. Á Eskifirði er saltað á þremur stöðum og um miðjan dag í gær hafði verið saltað samtals í um 1.000 tunnur þar. Hjá söltunar- stöðinni Friðþjófi hafði verið salt- að í tæpar 500 tunnur, en þar hófst söltun á laugardag. Þá var Sæljónið SU að koma með um 1.300 tunnur til löndunar þar. I söltunarstöðinni Auðbjörgu hófst söltun á miðvikudag og um miðjan dag í gær höfðu verið saltaðar þar um 400 tunnur. Þá var von á Gísla Árna inn með um 1.200 tunnur, en áður hafði hann landað um 600. Einnig hefur söltunarstöðin feng- ið afla af Grindvíkingi og tveimur reknetabátum. Á Eskifirði er sömu söguna að segja hvað varðar skort á karlmönnum til vinnsl- unnar. Þá barst fyrsta síldin tjl Hafnar í Hornafirði í gær, er Þórkatla II frá Grindavík kom þangað með um 100 tunnur. Auk þessara staða er meðal annars saltað í Siglu- firði, á Húsavík, Vopnafirði, Reyð- arfirði og í Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.