Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 32
^^^skriftar- síminn er 830 33 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 j^uglýsinga- síminn er 2 24 80 Þrjár sjálfe- eignarstofti- anir lagðar undir ríkið SVAVAK (iESTSSON ft'lagsmálaráAherra hefur ákveðiA að þrjár sjálfseign- arstufnanir, Sólheimar í (irímsnesi, Sólborg á Akureyri og Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit, verði fa-rðar af daggjaldakerfi, sem þær hafa verið reknar samkva mt, yfir á kerfi fastra fjárveitinga. Er þessi ákvörðun félagsmála- ráðhnrra tekin á grundvelli tillagna nefndar, sem hann skipaði í ársbyrjun og er gert ráð fyrir að þessi breyting gangi í gildi frá og með na stu áramótum og að starfsfólki þessara stofnana verði greidd laun í gegnum launadeild fjár- málaráðuneytisins frá þessum sama tíma. ríkisstjórnarinnar. Hafi verið liieggviður Jónsson, fram- kva-indastjóri Skálatúnsheimilis- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að stjórn Skálatúnsheimil- isms hafi þegar tilkynnt ráðuneyt- inu, að hún geti ekki tekið afstöðu til þessa máls, þar sem henni hafi hvorki verið gefinn kostur á að sjá greinargerð nefndar þeirrar, sem félagsmálaráðherra skipaði og henni hafi verið tilkynnt að hafi lokið störfum, né verið treyst fyrir því, hvaða fjárveitingum heimil- inu væri heitið í fjárlagatillögum ftýfiö fannst í kjallaranum I St MAK var brotist inn í skart- gripaverzlun Benedikts Guðmunds- sonar á Laugavegi 11, eins og fram kom í Mbl. Skartgripum fyrir and- virði 107 þúsund króna var stolið. Skömmu síðar var liðlega tvitugur maður handtekinn vegna þessa máls og játaði hann á sig innbrotið. Hann vísaði á þýfið — sagðist hafa falið það í vörulager í kjallaranum á Laugavegi II. Þrátt fyrir nákvæma leit fund- ust skartgripirnir ekki í kjallaran- um. Innbrotsþjófurinn var úr- skurðaður í gæzluvarðhald, en hann breytti í engu framburði sín- um um staðsetningu þýfisins. Það kom verulega á óvart þegar skartgripirnir fundust fyrir skömmu, — í kjallaranum. Eigandi kjallarans fann skartgripina, þar sem þeir lágu á áberandi stað synjað um þessar upplýsingar. Um væri að ræða tilskipun ráðherra, engin rök hefðu verið færð fyrir því, að um hagræðingu eða sparn- að yrði að ræða við þessa kerfis- breytingu í rekstri heimilanna. Hreggviður Jónsson sagði: „Hér er greinilega um algjöra stefnu- breytingu að ræða. Með þessu er byrjað að leggja litlar sjálfseign- arstofnanir undir ríkið og svipta þær sjálfstæði. Spurningin er, að hvaða stofnunum kemur næst? Verður það ef til vill DAS, SÍBS, Grund, Landakotsspítali eða ein- hver önnur sjálfseignarstofnun. Mín skoðun er, að hér sé verið að framkvæma stjórnarfarslegt ofbeldi. Stjórnir stofnananna eru ekki einu sinni spurðar álits og peningavald er riotað til þess að beygja þessar stofnanir undir rík- ið.“ ísa Tiri\ i, 30. Heptember. NÝJASTA íþrótt þeirra er íþróttir stunda á sjó, er að sveifla sér eða róla í segli sem tengt er siglu- toppi á skútum, og vindur látinn fylla. Iþrótt þessi hefur viða rutt sér til rúms að undanfornu, byrjaði í vetur er leið eða vor á suðlægum slóðum, og nú sést varla svo sjóíþróttablað eða siglingatímarit, að þar séu ekki myndir frá þessari íþrótt. — Hér á Isafirði er að vísu ekki vor í lofti, en ísfirsk ungmenni láta það ekki á sig fá. Snjór er í miðjar hlíðar, en ungir menn róla sér í seglum á Pollin- um eins og myndirnar sýna. — Úlfar Eggert Haukdal alþingismaður 1 leiðara Suðurlands: Ríkisstjórnin fari frá EGGEKT Haukdal alþingismaður segir í leiðara í blaðinu Suðurlandi, sem nýlcga er komið út, að Ijóst sé að núverandi ríkisstjórn nái ekki þeim tökum sem þarf á efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. „Hún á því að fara frá og ný ríkisstjórn á nýjum grundvelli á að taka við,“ segir Eggert í leiðaranum. í leiðaranum segir Eggert að í febrúar hafi stjórnarliðar búist við aðgerðum, en ekki hafi reynst pólitískur grundvöllur til neinna varanlegra aðgerða, heldur hafi skammtímaráðstafanir verið látn- ar nægja. Segir Eggert ennfremur að miðað við reynsluna af ríkis- stjórninni, sé ekki ástæða til bjartsýni. í síðari hluta leiðarans fjallar Eggert um árangur ríkisstjórnar- innar. Segir hann m.a. að árangur hafi náðst í málefnum hitaveitna og varanlegrar vegagerðar, en annars staðar hafi verið látið reka á reiðanum. Nefnir hann sjávar- útvegsmál, orkunýtingarmál og flugmál sem dæmi. Þá segir hann að verðbólga og skattpíning hafi þrengt mjög að öllum atvinnurekstri og erlendar skuldir hafi aukist verulega. At- vinnuleysi hafi verið bægt frá, en Eggert spyr í leiðaranum hversu lengi sé hægt að halda fullri at- vinnu, ef grundvöllur bresti. Sjá bls. 5. Fyrsta símsenda litmyndin MORGUNBLAÐIÐ birtir í dag, á bls. 14, fyrstu simsendu litmynd- ina, sem send hefur verið erlendis frá til fslands. Myndin er af opnun nýrrar fjármálamiðstöðvar í Lond- on, sem opnuð var í gær og var þetta eina litmyndin, sem Associ- ated Press-fréttastofan bauð upp á í gær. Myndin er upphaflega lit- greind í London í rauðum, bláum og gulum lit. Síðan voru þessir þrír litir sendir sem þrjár svarthvítar myndir, litmyndin send til landsins í þrennu lagi. Er þessar þrjár myndir höfðu borizt Morgunblaðinu, tóku tæknimenn Myndamóta við þeim, framkölluðu myndirnar í rauðum, gulum og bláum lit og settu saman í eina mynd. Út- komuna hafa lesendur Morgun- blaðsins á bls. 14. Vera má, að ^3.^N*n,íruW,i. tr í Banctaríkiunum : Forsíða Morgunblaðsins, þegar fyrstu símsendu myndirnar birt- ust. Fyrsta litmyndin, sem birtist símsend frá útlöndum, er á bls. 14. litgæði séu ekki eins góð og venjulega er Morgunblaðið birtir litmyndir, enda þær myndir samsettar úr fjórum litum. í símsendu myndina vantar svart- an tón, sem venjulega er einnig notaður. Fyrsta símsenda myndin, sem send var til íslands, birtist einn- ig í Morgunblaðinu. Það var símamyndj sem tekin var af landsleik íslendinga og Dana í Kaupmannahöfn árið 1959. Sá leikur varð jafntefli og birtist myndin daginn eftir í Morgun- blaðinu. Þá birtist einnig í Morg- unblaðinu fyrir nokkrum árum fyrsta símsenda myndin, sem send var hér innanlands. Sú mynd var af einum af togurum Útgerðarfélags Akureyringa hf. þegar hann kom nýr til heima- hafnar á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.