Morgunblaðið - 01.10.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.10.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 PlflirjpiímMaftíifo Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf.'Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. Sameinuðu þjóðirnar ------------—------------------------- Jöfnun orkuverðs: Gjaldskrár fimm orku- veitna lækka í dag ÁKVEÐIN hefur verið lækkun á gjaldskrátn fimm orkuveitna frá og með 1. október, að því er segir í frétt frá iðnaðarráðuneytinu er Mbl. barst í gær. Tekur lækkunin til taxta fyrir upphitun íbúðarhúsnæðis með raforku frá Rafmagnsveitum ríkisins, Orkubúi Vestfjarða, Hitaveitu Hafnarhrepps, Hitaveitu Seyðisfjarðar og Rafveitu Siglufjarðar. Lækkun þessi er áfangi að því marki, að kostnaður við upphitun með raforku verði svipaður og ger- ist hjá nýjum og hagkvæmum hitaveitum, sem teknar hafa verið í gagnið á undanförnum árum. Miðað við að húshitunarkostnaður meðalíbúðar með óniðurgreiddri olíu á núgildandi verði (5,20 krón- ur á lítra) sé talinn 100, lækkar rafhitun hjá Rafmagnsveitum ríkisins úr nálægt 70% í 58% og svipað hjá Orkubúi Vestfjarða. Hjá fjarvarmaveitum á Vestfjörð- um, Höfn og Seyðisfirði verður hlutfallið eftir lækkun 53—54% af olíukyndingarkostnaði. Til sam- anburðar má geta þess, að taxti hjá Hitaveitu Akraness og Borg- arfjarðar er 47% af upphitunar- kostnaði með olíu og hjá Hitaveitu Akureyrar 51%. Niðurgreiðsla á olíu verður áfram við það miðuð, að kynding með olíu verði 5—10% hærri en rafhitun, en þeim fækkar ár frá ári sem þurfa að nota olíu til upphitunar. Kostnaður við þennan áfanga í jöfnun hitunarkostnaðar er talinn nema 7,5 milljónum króna til ára- móta og er gert ráð fyrir að veitu- fyrirtækjunum verði endurgreidd- ur sá kostnaður við framvísun orkusölureikninga. Ábyrgist ríkis- sjóður þær greiðslur næstu 3 mán- uði. Lækkun þessi nær til um 9500 íbúða á orkuveitusvæðum fram- angreindra veitufyrirtækja. Iðnaðarráðherra hefur skipað nefnd fjögurra manna til að fjalla um framtíðarfjáröflun í þessu skyni. í henni eiga sæti Kjartan Ólafsson, ritstjóri, formaður, Gunnar R. Pétursson, rafvirki, Guðmundur Bjarnason, alþingis- maður og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður. Atburðirnir í Póllandi og sú hefðbundna niðurstaða á Vest- urlöndum, að ekki sé unnt að blanda sér í innri málefni þjóðanna fyrir austan tjald, þær verði sjálfar að glíma við einræðisherrana í Kreml, leiddu til gagnrýnna umræðna í Vestur-Evrópu um samninga Franklin Roosevelts, Banda- ríkjaforseta, og Winston Churchills, forsætisráðherra Bret- lands, við Jósep Stalín, einræðisherra í Sovétríkjunum, í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Með vísan til Yalta-samkomu- lagsins sögðu gagnrýnendurnir, að vestrænu leiðtogarnir og þá einkum Roosevelt hefðu sýnt bjartsýna einfeldni í sam- skiptum sínum við Stalín. Það hefði alls ekki átt að semja við hann á þeim forsendum að Rauða hernum gæfist síðan færi á að leggja öll löndin í Austur-Evrópu undir sig. Talsmenn Yalta-samkomulagsins bentu á, að án samninga við Stalín hefðu örlög Þýskalands verið óráðin, enginn hefði getað séð fyrir hvað gerast myndi þegar herir Vesturveldanna og Sov- étríkjanna hittust og grundvellinum hefði verið kippt undan þeirri alheimsstofnun sem menn sáu fyrir sér að styrjöldinni lokinni og ætlað var það hlutverk að tryggja frið og öryggi um heim allan. Skömmu áður en 37. þing þessarar alheimsstofnunar, Sam- einuðu þjóðanna, hófst nú í september lýsti hinn nýi fram- kvæmdastjóri þeirra, Javier Perez du Cuellar, því yfir, að á þeim fáu mánuðum (frá 1. janúar 1982), sem hann hefði veitt stofnuninni forstöðu hefði hann sannfærst um að hún gerði næsta lítið gagn til að tryggja frið og öryggi. Þessum orðum framkvæmdastjórans til staðfestingar má minna á það, að milli sex og átta þúsund hermenn í gæsluliði Sameinuðu þjóð- anna voru við landamæri Líbanons og Israels, þegar Israels- her réðist inn í Líbanon með alkunnum afleiðingum nú í byrjun júni. Þessar friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna störfuðu hins vegar samkvæmt þeim fyrirmælum, að þær ættu ekkert að aðhafast ef til allsherjarátaka kæmi. Frá því innrásin var gerð hefur lítið eða ekkert frést af þessum SÞ-sveitum, hins vegar vildu menn ekki að SÞ sendu friðar- gæslusveitir inn í Beirút, Bandaríkjamenn, Frakkar og ítalir eru þar á öðrum forsendum. Og þannig má lengi áfram telja. Viðhorf Sovétmanna til Sameinuðu þjóðanna hefur verið það, að þeir hafa litið á þing þess sem áróðursvettvang og stofnanir þess sem aðsetur fyrir njósnara. í fyrstu sovésku fastanefndinni hjá SÞ var Andrei Vyshinsky, sem var aðal- ákærandi Stalíns í hinum hroðalegu Moskvu-réttarhöldum á fjórða áratugnum. En þrátt fyrir áróðursiðju sína hjá SÞ alla tíð ná yfirlýsingar Sovétmanna þar alltaf eyrum Vesturlanda- búa, sem henda þeim á loft og telja til hinna merkustu tíma- móta — eins og þegar Andrei Gromyko sagðist á afvopnunar- þingi SÞ í sumar hafa þau boð frá Brezhnev að Sovétmenn myndu aldrei beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði. Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, flutti ræðu á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna á þriðjudaginn. Hann sagði meðal annars: „.. .Er sorglegt að þurfa að viðurkenna að árangur af sérstaka aukaallsherjarþinginu um afvopnun, sem hér var haldið á liðnu sumri, var nánast enginn.“ I ræðu utanríkisráðherra kemur ekkert sérstakt fram. Ræðuflutning- urinn í upphafi allsherjarþingsins ár hvert er með þeim hætti, að ekki sýnast þeir sem hann stunda telja orð sín skipta miklu. Aðeins einn nýr punktur var í ræðu utanríkisráðherra, þeg- ar hann tók undir þau sjónarmið sem fram hafa komið hjá nokkrum framsóknarmönnum á Alþingi, að andstaða almenn- ings í Evrópu og Ameríku gegn fjölgun kjarnorkuvopna á landi megi ekki leiða til fjölgunar þeirra í hafinu. Á að skilja þessi orð sem áminningu til friðarhreýfinganna? Hefur nokk- ur ríkisstjórn í Evrópu eða Norður-Ameríku ljáð máls á því að breyta um stefnu? Það skyldi þó ekki vera, að eini nýi punkt- urinn í ræðu utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sé byggður á framsóknarmisskilningi? Fjárveitingin til flugstöðvarinnar: Eina frestunarbeiðnin sem þingnefndin samþykkti í samkomulaginu sem sameigin- leg nefnd beggja deilda Bandaríkja- þings náði um framlengingu gildis- tíma fjárveitingarinnar til nýrrar flugstöðvarbyggingar á Keflavikur- flugvelli fólst jafnframt, að beiðnum um framlengingu á fjárveitingum til framkvæmda á vegum varnarmála- ráðuneytisins annars staðar utan Kandaríkjanna var hafnað. Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins sýnir þetta, að þingmennirnir hafi grandskoðað mikilvægi aðstöðunnar á Keflavíkurflugvelli. Eins og fram hefur komið í fréttum var fulltrúadeild Banda- ríkjaþings búin að samþykkja fyrir sitt leyti að framlengja fjár- veitinguna til flugstöðvarinnar, en öldungadeildin mótmælti þeirri samþykkt. Eftir það var málinu, og öðrum samþykktum fulltrúa- deildarinnar um framlengingu á fjárveitingum til verkefna á veg- um varnarmálaráðuneytisins, vís- að til sameiginlegrar nefndar beggja deilda. í samþykkt full- trúadeildarinnar fólst, að fjárveit- ingin til flugstöðvarinnar skyldi framlengd um tvö ár til 1. október 1984. Að loknum umræðum í hinni sameiginlegu nefnd var ákveðið að framlengja fjárveitinguna aðeins í eitt ár til 1. október 1983 og jafn- framt hafnað svipuðum beiðnum vegna framkvæmda í öllum öðrum herstöðvum Bandaríkjanna er- lendis. Hins vegar samþykkti hin sameiginlega nefnd að framlengja gildistíma fjárveitinga til fram- kvæmda í herstöðvum innan Bandaríkjanna. Að sögn heimildarmanna blaðs- ins er ekki talið að nein fyrirstaða verði gegn framgangi málsins á Bandaríkjaþingi. Formaður þeirr- ar nefndar í öldungadeildinni sem um þetta mál fjallar er John G. Tower, þingmaður frá Texas. Bandaríkjaþingi verður slitið nú um helgina og verði flugstöðvar- málið ekki afgreitt í báðum þing- deildum fyrir þingslit verður það tekið upp að nýju að loknum kosn- ingum í nóvember. Islenska járnblendifélagið: Elkem og íslenska ríkið leggja fram 68 millj. kr. til að bæta eiginfjárstöðuna HLUTHAFAR íslenska járnblendi- félagsins hf., íslenska rikið og El- kem as. í Osló, greiddu í gær inn til félagsins jafngildi 32,6 milljóna norskra króna, eða sem svarar 68,4 milljónum íslenskra kr. Er féð greitt inn sem hluthafalán til að bæta eig- infjárstöðu félagsins, og var málið afgreitt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. í frétt frá Járnblendifélaginu um þetta mál segir svo: „Þörfin fyrir þessa ráðstöfun er til orðin vegna þess að til viðbótar við yfir- standandi rekstrarerfiðleika fé- lagsins vegna sölutregðu og lágs afurðaverðs hefur orðið stórfelld breyting á gengi norskrar krónu gagnvart Bandaríkjadollara frá því á sl. vori, bæði vegna gengis- fellingar á norsku krónunni og styrkingar dollarans undanfarið. Hefur þessi gengisþróun leitt til þess, að skuldir félagsins, mældar í norskum krónum, hafa vaxið að mun og hlutfall eiginfjár þar með rýrnað. Var fyrirsjáanlegt, að eig- infjárhlutfallið færi að óbreyttu í septemberlok niður fyrir þau mörk, sem um hafði verið samið við viðskiptabanka fyrirtækisins og fleiri lánastofnanir. Við þessu hefur nú verið brugðist á þann hátt, sem að framan er lýst. Allt það fé, sem hér um ræðir og raunar meira, sem félagið lagði til, hefur verið notað til að greiða niður rekstrarlán félagsins og rétta þannig af efnahag þess og minnka vaxtagreiðslur. Eru þess- ar aðgerðir í samræmi við þá endurskipulagningu á fjármögnun félagsins, sem ákveðin var á sl. vori og heimiluð á Alþingi, en þurftu nú að koma til fram- kvæmda fyrr en þá var ætlað. Gert er ráð fyrir, að á næstunni fari fram frekari viðræður milli félagsins og eignaraðila um mál- efni íslenska járnblendifélagsins hf. og þann fjárhagsvanda, sem þar verður við að fást næstu mán- uði og misseri."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.