Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 13 þá listgrein hingað til lands, og nú er hún orðin mjög vinsæl og eftir- sótt, en þú hættur að fást við hana. Hvers vegna? „Grafíska tímabilið var mjög spennandi, og mér fannst ég vera á réttri hillu, en þegar ég kom heim frá námi fengust nánast engir við grafík hér að neinu ráði. Ég ætlaði aldrei að kenna, hugur minn stóð aldrei til þess, en þó fór svo að ég gerði það 1956, það var svo fast lagt að mér. Mér fannst það einhvern veginn ekki ganga að vera einn í grafíkinni hér heima og vildi gjarna miðla þessu til annarra, og fór því að kenna. Grafíkin varð mjög vinsæl í skól- anum og náði fljótt mikilli út- breiðslu og hefur haldið velli alveg til þessa dags. Ég lagði mig allan fram við að kenna fólki, gaf mikið af sjálfum mér í þetta, og án þess að ég tæki eftir því, hætti ég sjálf- ur að fást við grafík, hætti áður en ég vissi, þvert gegn vilja mínum. Ég lagði grafíkina því aldrei á hilluna, það gerðist ósjálfrátt að ég hef ekki fengist við hana um tíma. Fer mikið út, en vantar listamannakaf fi hér heima — í hvernig sambandi ertu við list og listamenn hér heima og er- lendis? Ferðu mikið til útlanda, og berðu þig saman við íslenska lista- menn? „Ég fer mikið til útlanda, já, það er mér nauðsynlegt að komast á sýningar erlendis, En það er dýrt fyrirtæki, og mér finnst að flug- félögin ættu að bjóða lista- mönnum að nota öll þessi auðu sæti í flugvélunum til að komast utan og fylgjast með, þau gætu tekið málverk upp í fargjaldið. Þau gætu varla tapað á því. En hérna heima er oft erfitt að hitta aðra listamenn. Hér vantar alveg listamannakrá eins og þekk- ist í nánast öllum borgum nema Reykjavík. Slíkur staður þarf að vera til, þar sem listamenn koma saman, bera saman bækur sínar, rífa kjaft. Þetta þarf að vera stærri staður en Mokka, þótt það sé ágætt í sjálfu sér, og þarna þurfa að vera létt vín og matur á boðstólum, líkt og er á flestum þessara nýju veitingahúsa. Kaffi- stofa Kjarvalsstaða? Nei, hún get- ur ekki gegnt þessu hlutverki eins og hún er. Sumum finnst hún minna einna helst á kaffistofu á flugvöllum eða járnbrautarstöðv- um, sjáðu gólfið til dæmis! En ég reyni að fylgjast með, þótt það sé erfitt. Hér í Reykjavík hittir maður oft ekki góðkunn- ingja sína nema á nokkurra ára fresti. En varðandi þetta með að fara til útlanda, þá langar mig til að minnast á það, að listamenn alls staðar að úr heiminum, og ekki síður listunnendur, streyma til Parísar á ári hverju í milljóna- vís, ekki síst til að sjá hið fræga Pompidou-safn. Frakkar græða gífurlegt fé á því að fá allt þetta fólk, og á því er skilningur þar í landi, þótt halli kunni að vera á rekstri safnsins einu og sér. Fleiri koma á listasöfn en íþróttavelli Enn get ég nefnt í þessu sam- bandi, að það er þekkt á megin- landi Evrópu, að þrátt fyrir allt það rými sem íþróttir — knatt- spyrna ekki síst — fá í fjölmiðlum, koma fleiri á söfn og listsýningar en á íþróttakappleiki. Hundruð þúsunda manna sækja þessi söfn, milljónir, og gæti það verið ýms- um umhugsunarefni hérlendis, sem telja sig hafa skyldum að gegna við íþróttirnar vegna þeirra vinsælda sem þær njóta. Þetta segi ég íþróttaiðkunum eða keppn- um alls ekki til lasts, en minni á að það er fleira sem fólk hefur áhuga á." — Þú ert ekki ánægður með hlut fjölmiðla í listumfjöllun? „Þar má ýmislegt bæta, það er rétt. Tökum sjónvarpið sem dæmi: Mér finnst alltaf eins og það eigi myndlistinni dálitla skuld að gjalda, sem það gæti auðveldlega gert, sjálfu sér til framdráttar um leið. Eftir að sjónvarpið kom til sögunnar datt aðsókn að mál- verkasýningum niður á kvöldin, en áður hafði hún verið einna mest á bilinu frá klukkan 20 til 22. Nú lokar Norræna húsið jafnvel klukkan 19 vegna þess hve fáir koma eftir þann tíma. Mér finnst sjónvarpið ætti að gera myndlist- inni mun meiri skil en gert er, á hinn fjölbreytilegasta hátt, með fræðslumyndum, viðtölum við myndlistarmenn, frásögnum og gagnrýni um sýningar og svo framvegis. Hér finnst mér að mætti komast á jafnvægi milli íþróttaþátta og menningarmála. En hér skortir alla rit- og fréttastjórn í þessum efnum, og hvergi í heiminum ríður meðal- mennskan eins húsum, og hvergi fær afþreyingariðnaðurinn annað eins rými og í íslenskum fjölmiðl- um. Hlutleysi sjónvarpins gengur svo langt að þar telja fréttamenn sig skylduga til að koma á fram- færi áhugamálum sínum. Ég get endalaust haldið áfram." Hagsæld skerpir ekki gáfur — Þú minnist á listgagnrýni. Þú ert gagnrýnandi um leið og þú ert listamaður, er ekki erfitt að vera gagnrýnandi hér í nálægð- inni manna á milli? „Jú, það er vandasamt að fást við gagnrýni hér í jafn litlu þjóð- félagi þar sem hugsunarháttur þorra þjóðarinnar er enn í Svið- insvík undir Óþveginsenni, þrátt fyrir allar tækniframfarir. Hag- sældin skerpir ekki gáfur né líf- rænar kenndir, sljóvgar þær frek- ar. Meðalmennskan er ráðandi afl og hér eigum við að minnsta kosti Norðurlandamet. Hvaða skussi fær sama rými í fjölmiðlum og góðir málarar, ef ekki meira, og sumir virðast hatast við þá sem skera sig úr. Það er alveg rétt sem sagt hefur verið, að Norræna myndlistarbandalagið virðist vera að löggilda meðalmennskuna og svo er á fleiri sviðum. Er nema von að erfiðlega gangi á Norður- löndunum þegar fólk er hundelt og því refsað fyrir dugnað og lífs- spekin virðist vera sú sem felst í orðskviðnum: Hurðin snýst á hjör- um og letinginn í hvílu sinni. Hér er þó aðeins um tímabundið vandamál að ræða hygg ég, ég trúi því að menn sjái að sér og að betri tímar séu í vændum — allt þarf sinn aðlögunartíma. Félagi minn við leiklistarnám í Munchen sagði mér eitt sinn og þessi setning hef- ur orðið mér minnisstæð: Hví reyna menn heima ekki að lyfta hverjir öðrum upp, í stað þess að rífa allt niður? Mér dettur einnig í hug það sem skáldið sagði við mig fyrir nokkrum árum: Maður á ekki að búa til skít úr skít, heldur gras úr skít og mér finnst megi bæta við, blóm líka." Hvar er bjartsýnin? — Þetta sem þú segir hljómar ekki sérlega bjartsýnislega, ef mið er tekið af því að þú hefur einn fárra manna fengið opinberan við- urkenningarskjöld sem bjartsýn- ismaður? „Máski ættu bjartsýnisverð- launin að heita öðru nafni, til dæmis lífsþróttarverðlaunin, því enginn getur verið bjartsýnn allan sólarhringinn. Slíkt væri tilbreyt- ingarlaus skapgerð. En lífstónn- inn er trúin á mannlífið og tilgang þess, að leggja ekki árar í bát þótt á móti blási. Menn þurfa heldur ekki að bera bjartsýnina utan á sér, síbrosandi menn þurfa ekki að hafa þann undirtón, ef til vill berja þeir konu og krakka er heim kemur! Við vitum líka að margir frægir skopleikarar þessarar ald- ar hafa verið geðstirðir og erfiðir í sambúð, og nazistaböðlarnir gátu oft verið ástríkir feður og eigin- menn. Það er ást á lífinu sem skiptir mestu máli og lífsþrótturinn. Ást til lífsins og það að vilja veg ann- arra sem mestan. Þetta finnst mér mikilvægast og ég vona að það sé grunntónninn í lífi mínu." - AH. tlauka- 15—40 % afsláttur af öllum haustlaukum Þetta tilboö stendur aöeins yfir helgina Gerið gód kaup, strax í dag TR00PER A AUSTURLANDI 12S\ .i&a&xílBoopto , *w*sR TROOPER í tómstundum TROOPER til allra starfa Isuzu Trooper leggur land undir fót og heldur í hringferð u;n íslandtil þess að leyfa landsmönnum að líta á sig.í förinni verður einnig hinn vinsæli Isuzu Pick-up. Komið verður við í öllum landsfjórðungum og mun þá gefast tækifæri til þess að kynnast kostum þessara vönduðu vagna frá ISUZU. Nánar mun verða tilkynnt um tilhögun ferðarinnar í útvarpi. ^7"VARP/ líHl KmmB VELADEILÐ Ármúla3 Tj 38900 @3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.