Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982
Hver verður næsti
borgarlistamaður?
Umsóknarfrestur um starfslaun
iistamanns Reykjavíkurborgar
rennur út um helgina. Stjórn
Kjarvaisstaða hefur auglýst eftir
umsóknum um starfslaun til lísta-
manns. Þetta er í þriðja sinn sem
slík starfslaun eru veitt. Áður
hafa hlotið þau myndlistarmenn-
irnir Magnús Tómasson og Bragi
Ásgeirsson. Starfslaunin eru veitt
í allt að 12 mánuði.
Gítartónleikar á Austfjörðum
Gítarleikararnir Símon ívars-
son og Siegfried Kobiiza frá Aust-
urríki eru nú á tónleikaferðalagi
um landið. Hafa þeir þegar haldið
þrenna tónleika. Þeir munu halda
tónieika víða á Austfjörðum nú
um helgina. Laugardaginn 9. okt.
leika þeir í sal frystihússins á
Breiðdalsvík, kl. 16.00. Sunnudag-
inn 10. okt. leika þeir í Egilsstaða-
kirkju kl. 17.00 og í Seyðisfjarð-
arkirkju mánudaginn 11. okt. kl.
20.30.
Á efnisskránni er tónlist sem
ætti að höfða til margra hlust-
enda, þ.e. flamenco og spönsk
kiassísk tónlist.
Kaffísala kvenfélags
Hafnarfjarðarkirkju
ÁRLEG kaffisala Kvenfélags
Hafnarfjarðarkirkju fer fram í
Góðtemlarahúsinu á morgun-
sunnudag, og hefst hún kl. 15.00 að
lokinni fjölskylduguðsþjónustu í
kirkjunni, sem hefst kl. 14.00.
Nú sem fyrr er kvenfélag kirkj-
unnar ein styrkasta stoðin í öllu
starfi hennar. Kvenfélagskonur
hafa mjög borið hag kirkjunnar
fyrir brjósti, unnið ötullega að því
að bæta búnað kirkju sinnar og
jafnan léð henni lið þegar þurft
hefur.
Er þær halda nú kaffisölu sína
til að afla sér fjár til frekari
starfa, skiptir miklu, að safnaðar-
fólk og svo aðrir velunnarar Hafn-
arfjarðarkirkju fjölmenni í Góð-
templarahúsið, njóti þar ljúf-
fengra veitinga og góðrar sam-
veru.
Síðumúla33
símar 81722 og 38125
Kjallari kirkjubyggingarinnar á Seltjarnarnesi. Ljósmynd Knstján Magnusson
Seltirningar standa í kirkjubyggingu
SELTIRNINGAR standa um þess-
ar mundir í kirkjubyggingu. Er bú-
ið að steypa upp kjallara, þar sem
verður aðstaða fyrir söfnuðinn og
jafnframt félagsaðstaða fyrir aldr-
aða. Hafist var handa um bygging-
una nú í vor og er nú stefnt að því,
að gera kirkjuna fokhelda í einum
áfanga. Vegna þess óskar sóknar-
nefndin á Seltjarnarnesi eftir að-
stoð bæjarbúa, annað hvort í formi
sjálfboðaliðavinnu eða fjárstuðn-
ings. Sóknarnefndin tekur við fjár-
framlögum og eins er hægt að
leggja inn á gíróreikning númer
0281—229100. Þá veröur farið
með söfnunarbauka í hús á næst-
unni. Athygii er vakin á því að fjár-
framlög eru frádráttarbær til
skatts.
f fréttatilkynningu frá sóknar-
nefnd Seltjarnarness segir svo
mcðal annars: „Kirkjan sem bygg-
ing er reisn hvers byggðarlags og
sameiningarstaður í gleði og sorg.
Með samstöðu allra kemst kirkjan
i notkun innan skamms tima.“
Nauðsynlegt að bregðast með
opnum huga við nýrri tækni
Ávarp Mohamed Ibrahim Sobhi aöalforstjóra skrifstofu Alþjóöapóstsambandsins
Fyrir 108 árum tók nokkur hóp-
ur manna, fulitrúar 22 landa, sér
fyrir hendur það metnaðarfulla
verkefni að koma á fót aimennri
sameinaðri póstþjónustu milli
landa. Var þetta að frumkvæði
Heinrich von Stephan, póstmála-
stjóra ríkjasambands Norður-
Þýskalands. Þeir komu saman í
Bern í Sviss, þar sem samkomulag
náðist fljótt og 9. október 1874
undirrituðu þeir „Samning um
stofnun almenns póstsambands".
Nafninu var 1878 breytt i
„Alþjóðapóstsambandið", sem það
ber með rentu, því aðildarlöndin
eru nú 164 eða nánast öll lönd
heimsins. Árið 1948 varð Alþjóða-
póstsambandið ein af sérstofnun-
um Sameinuðu þjóðanna. Aðsetur
hefur það sem fyrr í Bern.
Markmið Alþjóðapóstsam-
bandsins snerta allt mannkynið,
en þau eru að tryggja skipulega og
fullkomna póstþjónustu og stuðla
að samstarfi þjóða á miili á því
sviði.
í ár, hinn 9. október, höldum við
enn hátíðlegan dag Alþjóðapóst-
sambandsins og er hann helgaður
samstarfi og þróun. Einkunnarorð
hans eru: „Samstarf og þróun ein-
kenna starf Alþjóðapóstsam-
bandsins".
Alþjóðasambandið var einmitt
stofnað vegna þess hve þörfin
fyrir samstarf var brýn og er sam-
starfið einkennandi fyrir alla
starfsemi sambandsins. Samstarf-
ið er að finna í öilum þáttum póst-
þjónustunnar og grundvallast á
tvíhliða, fjölþjóðlegum eða svæð-
isbundnum samningum og hefur
þann tilgang að bæta þjónustuna
með því að þróa og auka fjöl-
ÞRIÐJUDAGINN 12. október nk.
heldur dr. Áslaug Helgadóttir er-
indi á vegum Líffræðifélags ís-
lands um samkeppni miili gras-
tegunda. Á síðustu árum hefur
áhugi manna beinst í auknum
mæli að sarnskiptum ræktaðra
grastegunda og stofna, bæði með
það fyrir augum að kanna sam-
keppnishæfni einstakra tegunda
svo og til þess að finna heppiiegar
9. OKTÓBER 1962
DAGUR U.P.U.
Starf Alþjódapóstsambandsins
-einkennist af samstarfi og þróun.
breytni framboðinnar póstþjón-
ustu. Enn fremur eykur Alþjóða-
póstsambandið án afláts starf-
semi sína í sambandi við tækni-
aðstoð, svo að unnt sé að mæta
þörfum póstþjónustunnar í þróun-
arlöndunum. Starfsemi þessi bein-
ist einkum að því að skipuleggja
ferðir sérfræðinga og ráðunauta á
sérhverju sviði póstþjónustunnar,
fræðslu og þjálfun yfirmanna sem
og að því að útvega kennslugögn
og rekstrarbúnað.
Annar þáttur alþjóðasamstarfs
í póstmálum eru upplýsingaskipti
póststjórnanna um starfsemi og
framþróun hinna ýmsu greina
póstþjónustunnar. Sérhvert land
getur þannig fært sér í nyt
reynslu annarra aðildarlanda
sambandsins og notið góðs af
framkvæmdum þeirra. Þetta starf
er unnið í Ráðgjafaráði um rann-
sókn póstmálefna (CCEP), en það
er sú stofnun Alþjóðapóstsam-
blöndur stofna og tegunda til
ræktunar. í erindinu mun Áslaug
greina frá rannsóknum sínum á
samkeppni milli erlendra og inn-
lendra stofna tveggja grasteg-
unda, vallarsveifgrass og hálín-
gresis.
Erindið verður haldið í stofu 101
í Lögbergi og hefst kl. 20.30. Öllum
er heimill aðgangur.
bandsins, sem annast rannsóknir
tæknilegra vandamáia sem snerta
aiþjóðapóstþjónustuna og kemur
niðurstöðum þeirra á framfæri við
póststjórnirnar. CCEP var sett á
laggirnar 1957 og er því 25 ára á
þessu ári.
í tilefni af degi Alþjóðasam-
bandsins langar mig einnig að
vekja athygli á öðrum atburði, al-
þjóðasamgönguárinu. Allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna lýsti ár-
ið 1983 alþjóðasamgönguár og við-
urkenndi þannig jafnframt og lag-
ði áherslu á grundvallarmikilvægi
vel uppbyggðs samgöngukerfis
bæði innanlands og milli landa
fyrir fjárhags- og félagslega
þróun allra landa.
Alþjóðapóstsambandið hefur
undirbúið nokkur undirstöðu-
þróunarverkefni fyrir póstþjón-
ustuna í þeim löndum, sem
skemmst eru á veg komin og mun
freista þess að leysa þau af hendi
eða koma þeim á rekspöl á
alþjóðasamgönguárinu 1983.
Ennfremur mun Alþjóðapóst-
sambandið leitast við að auka enn
frekar skilning stjórnvalda og
fjármálastofnana á mikilvægi
póstþjónustunnar í allri fjárhags-,
félags- og menningarlegri þróun,
því að ijóst er, að ekki er tekið
eðlilegt tillit til póstþjónustunnar
í þróunaráætlunum.
Þá er nauðsynlegt að bregðast
með opnum huga við nýrri tækni á
tímum póstflutninga eftir fjar-
skiptakerfi. Alþjóðapóstsamband-
ið fylgist náið með notkun þessara
samgöngutækja og þróun. En
jafnframt er Alþjóðapóstsam-
bandinu ljóst, að forsendur fyrir
lífi og gengi póstþjónustunnar eru
endurbætur hefðbundinna greina
hennar með því að gera þær ör-
uggari, hraðvirkari og betur lag-
aðar eftir þörfum viðskiptavina
nú á dögum.
Póststjórnirnar eiga sinn hlut í
aiþjóðasamgönguárinu 1983 og
munu innan ramma þess eflaust
færa sér í nyt andrúmsloft það,
sem skapast af hátíðahöldum inn-
anlands og utan og leitast af
fremsta megni við að fá nauðsyn-
legar fjárveitingar til fjárfestinga
sinna til þess þannig að geta hald-
ið hlut sínum á samgöngu-
mörkuðum, komið enn betur til
móts við viðskiptavini sína og til-
einkað sér nýja tæknibyltingu á
traustum grundvelli.
Fyrirlestur um sam-
keppni grastegunda