Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 Viðræður um breytingar á fræðsluskrifstofu: Gagnkvæmt traust forsenda samstarfs TILLAGA borgarráAsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um að gengið skuli til viðræðna við menntamálaráðu- neytið um breytingar á stöðu og rekstri fræðsluskrifstofunnar í Reykjavík, var samþykkt á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag með 12 atkvæðum sjálfstæðismanna gegn 9 atkvæðum fulltrúa vinstri flokk- anna. Hvalveiði- banninu ekki mótmælt enn SAMÞYKKT Alþjóðahvalveiðiráðs- ins um algjört hvalveiðibann frá og með árinu 1986 hefur enn ekki ver- ið mótmælt af hálfu íslenzkra stjórnvalda. Samkvæmt upplýsingum sjáv- arútvegsráðuneytisins er málið nú í athugun hjá stjórnvöldum og er ákvörðunar að vænta í iok þessa mánaðar eða byrjun þess næsta. Frestur til að mótmæla banninu rennur út þann 4. nóv- ember næstkomandi. Verði svo ekki gert verður íslenzka ríkis- stjórnin að hlíta banninu. Bankamenn samþykktu LOKIÐ er talningu i atkvæða- greiðslu meðal félagsmanna Sam- bands íslenzkra hankamanna, sem fram fór um kjarasamning SÍB og bankanna. Bankamenn samþykktu samningana. 1.822 sögðu já, en nei sögðu 330. Hlutfallstölur eru þannig að já sögðu 82,2%, en nei sögðu 14,9%. Auðir og ógildir seðlar voru 63 eða 2,0%. A kjörskrá voru 2.621, en þegar talningu lauk höfðu borizt 2.216 atkvæði. 59 atkvæði utan af landi höfðu ekki borizt þegar talningu lauk. LR sýnir Hart í bak næsta haust ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka leik- rit Jökuls hcitins Jakobssonar, llart í bak til sýningar hjá Leikfé- lagi Keykjavíkur næsta haust í til- efni þess að þá hefði höfundur orð- ið fimmtugur. Þessar upplýsingar fengust hjá Þorsteini Gunnarssyni leikstjóra LR í gær. Þorsteinn kvað þó enn óvíst hverjum yrði falið að leikstýra leikritinu. Þess má geta að Hart í bak var frumsýnt á vegum Leikfélags Reykjavíkur í nóvember 1962. Súðavík: Bessi með 110 tonn Súðavík, 8. október. TOGARINN Bessi kom til hafnar í dag með 110 tonn af þorski. Var fiskurinn sæmilegur. Þá hefur ver- ið góð veiði hjá litlu bátunum. 1 fyrradag landaði Valurinn 4 tonnum eftir tvo sólarhringa, Sigrún landaði 7 tonnum eftir 5 daga, uppistaða aflans var koli. Hér hefur verið einstök blíða síð- ustu daga. Fréttaritari. í bókun sjálfstæðismanna í borgarstjórn um þetta mál segir m.a. að menntamálaráðherra hafi sett nýjan fræðslustjóra í Reykja- vík gegn vilja fræðsluráðs. Rétt- kjörinn meirihluti fræðsluráðs hefir gert tillögu til ráðuneytisins á grundvelli 13. gr. grunnskóla- laga. Þar segir m.a.: „Við skipun í starf fræðslustjóra er skylt að taka tillit til kennslufræðilegrar menntunar umsækjenda, stjórn- unarreynslu innan skólakerfisins og þekkingar þeirra á skólamálum og skulu þeir umsækjendur að öðru jöfnu ganga fyrir sem hafa rétt til að vera skipaðir skólastjór- ar við grunnskóla og hafa gegnt starfi kennara eða skólastjóra í a.m.k. þrjú ár.“ í bókuninni kemur fram að það hafi vakið furðu og óánægju, þeg- ar menntamálaráðherra hafi kos- ið að hafa í raun frumkvæði að því að slíta því sérstæða sambandi sem verið hafi um rekstur fræðsluskrifstofu í Reykjavik, „er hann gekk í berhögg við vilja meirihluta fræðsluráðs. Það er auðvitað forsenda þess að slíkt samstarf geti haldist, að gagn- kvæmt traust sé á milli borgaryf- irvalda og menntamálaráðuneyt- isins, eins og verið hefur fram til þessa,“ segir í bókuninni. Mynd Mbl. Júlíus. Lögreglumaður ræðir við túlk sem var í för með sovéska sendiráðsmanninum. Ljósmyndara Mbl. var síðan visað á brott af lögreglumönnum að kröfu Rússans. Sovéskur sendiráösmaður í ákeyrslu: Neitaði samvinnu og hugðist aka á brott MIKIL rekistefna stóð yfir í tæpar þrjár klukkustundir fyrir utan veit- ingastaðinn Broadway i fyrrinótt eft- ir að sovéskur sendiráðsmaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, bakkaði á kyrrstæða bifreið og neit- aði að verða við tilmælum lögreglu- þjóna um að yfirgefa bifreiðina, en veifaði í þess stað diplómatapassa sínum í sífellu. Það var ekki fyrr en yfirlögregluþjónn og aðalfulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík mættu Ljósm. KÖE Þrir háhyrningar bíða þess nú í laug Sædýrasafnsins i Hafnarfirði að verða fluttir til útlanda, þar sem þeir eiga efiaust eftir að verða gestum dýragarða til skemmtunar. Vélbáturinn Guðrún kom með dýrin til Grindavikur á fimmtudagskvöld og virtust þau við góða heilsu, en vegna flutninga, hnjasks og hitabreytinga voru þau smurð með feiti. á staðinn, að Rússinn féllst á, að lögreglumenn settust undir stýri og keyrðu bifreiðina vestur i bæ. Tildrög þessa máls eru þau, að rétt um klukkan eitt í fyrrinótt bakkaði Rússinn nýlegri Mitsu- bishi Galant-bifreið á mannlausa Mercedes Benz-bifreið fyrir utan veitingastaðinn Broadway, þar sem hann hafði verið boðsgestur á hljómleikum hljómsveitar Björg- vins Halldórssonar. Með honum í bifreiðinni voru karlmaður, túlkur í sovéska sendiráðinu, og tvær stúlkur. Sjónarvottar voru að ákeyrslunni. Rússinn bauð 10 doll- ara í skaðabætur vegna skemmda á Benzinum, en því var hafnað. Hann gerði sig þá líklegan til þess að aka á brott, en var stöðvaður og var lögregla kölluð á vettvang. Rússinn neitaði að stíga út úr bifreið sinni þegar lögreglumenn komu á staðinn. Hann dró rúðu bif- reiðarinnar lítillega niður og sýndi ökuskírteini sitt og diplómata- passa, en neitaði að láta skilríkin af hendi. Talsverðan áfengisþef Iagði út úr bifreiðinni og vaknaði grunur um að ökumaðurinn væri undir áhrifum áfengis. Ljósmynd- ara Mbl. bar þarna að garði og hóf að taka myndir. Því reiddist Rúss- inn og krafðist að ljósmyndaranum yrði vísað frá. Það var gert. Vegna diplómatískra réttinda var ekki hægt að handtaka Rúss- ann. Lögreglumenn buðu honum að aka bifreiðinni heim, en túlkurinn, sem hafði orð fyrir þeim, neitaði boði þeirra og kvað þá fullfæra um að aka bifreiðinni. Var nú málið komið í hnút og því haft samband við Bjarka Elíasson, yfirlögreglu- þjón og William Möller, aðal- fulltrúa lögreglustjóra, og fóru þeir á vettvang. Það var loks eftir komu þeirra að Rússinn féllst á að framvísa öku- skírteini sínu og að lögreglumenn tækju við stjórn bifreiðarinnar. Honum var ekið vestur í bæ og lauk næturævintýri hans skömmu fyrir klukkan fjögur um nóttina. Dýrbítar í Hafnarfirði TVEIMUR hundum var lógað í gær, þar sem einsýnt þótti að þeir hefðu drepið lamb og bitið önnur þrjú svo illa, að þeim varð að lóga. Atvik þetta átti sér stað skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð á þriðju- dag. Hundarnir eru af Colly—kyni og Labrador—kyni. Síðsumars var Labradorhundi lógað eftir að 12 lömb fundust dauð í Krísuvík, en er 31 lambs saknað af svæðinu. Deilt um gæði kartaflna: Yfirmat flokkar í 1. flokk það sem áður hafði verið talið ómatshæft „MÉR ER það óskiljanlegt, miðað við þær athugasemdir sem fram koma i yfirmati, hvernig þessi vara náði því að teljast fyrsti fiokkur," sagði Eðvald B. Malmquist, yfirmats- maður garðávaxta hjá Grænmetis- verslun landbúnaðarins, i samtali við hlaðamann Morgunblaðsins í gær. Tilefnið var það, að yfirmatsmaður, tilnefndur af landbúnaðarráðuneyt- inu, úrskurðaði kartöflur í fyrsta flokk, sem Eðvald hafði áður dæmt ómatshæfar vegna frostskemmda. Um var að ræða 30 poka af gull- augakartöflum frá bónda einum í Þykkvabæ, 50 kg hver poki. Land- búnaðarráðuneytið tilnefndi Magn- ús Óskarsson á Hvanneyri til yfir- mats, og skilaði hann áliti 1. októ- ber sl. Niðurstöður hans eru þær, að samtals voru tekin þrjú safnsýni úr níu pokum. Samtals voru sýnin 17,775 kg að þyngd, og varð niður- staðan þessi: Skcmmdir: Rotnun 0,29% Frostskemmdir 2,59% Áverkar 2,21% Grænar kartöflur 2,43% Annað: 7,52% Önnur afbrigði en GuIIauga 0,75% Útlitslýti 2,23% Of litlar kartöflur 1,00% Úrskurður: Kartöflurnar skulu teknar sem 1. flokkur. Eðvald B. Malmquist sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði starfað við mat garðávaxta í 20 ár, og það hefði að sjálfsögðu komið fyrir að menn óskuðu yfir- mats, en það hefði aldrei fyrr en nú leitt til breyttrar niðurstöðu. Mat sagði Eðvald fara fram skv. reglu- gerð frá 1962. Þar segir meðal ann- ars, að í 1. flokki megi aðeins vera kartöflur af þeim afbrigðum, sem Tilraunaráð jarðræktar ákveður. Þær skuli vera þurrar og heilbrigð- ar, vel með farnar og fallegar út- lits. Grænar og verulega hýðis- skemmdar kartöflur selja í 1. flokk. megi ekki Niðurstöðu þá er yfirmatsmaður sendi frá sér, sagði Eðvald að bæri að skoða í ljósi þessarar reglugerð- ar, og þá væri erfitt að sjá hvernig kartöflurnar hefðu komist í 1. flokk. Forsætisráðherra í ríkisfjölmiðlunum: Falli bráðabirgðalögin, fellur ríkisstjórnin ekki GUNNAR Thoroddsen forsætis- ráðherra sagði í samtölum við rikisfjölmiðlana i gærkvöldi, að fall bráðabirgðalaga ríkisstjórnar- innar um efnahagsmál á Alþingi hefði ekki í för með sér fall ríkis- stjórnarinnar, hún hefði engu að síður meirihluta í sameinuðu þingi, 31 þingmann af 60. Hins vegar sagði forsætisráðherra, að fall bráðabirgðalaganna gæti leitt til þingrofs og nýrra kosninga. Forsætisráðherra sagði sund- urlyndi meðal stjórnarandstæð- inga valda því að ekki hefði verið afráðið af ríkisstjórninni hve- nær og í hvorri deild Alþingis bráðabirgðalögin yrðu lögð fram. Auk þess tók Gunnar Thoroddsen fram, að ekki væri nauðsynlegt að Alþingi fjallaði um eða afgreiddi bráðbirgðalög- in fyrir 1. desember, þegar fyrir- huguð vísitöluskerðing launa kemur til framkvæmda, til hennar myndi koma engu að síð- ur. Þá tók ráðherrann fram, að þótt lögin yrðu ekki afgreidd á þessu þingi myndu ákvæði þeirra halda gildi sínu, og einnig ef frumvarpið yrði fellt eftir 1. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.