Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 19 Á fyrstu starfsönn Fjölbrauta- skólans sótti einn vistmaður á Litla-Hrauni skóla á Selfossi, en þegar á annarri önn höfðu þrír vistmenn aðrir náð svo langt í námi sínu að torvelt var að veita þeim kennslu innan veggja hælis- ins, enda höfðu þeir tekið miklum og góðum framförum í námi og fangelsisstjóri og skólameistari töldu rétt að gefa þeim kost á skólagöngu með öðrum nemendum Fjölbrautaskólans. Sá háttur var, á hafður að aðeins einn vistmaður) fékk að koma í skólann í einu, og það hafði í för með sér að enginn þeirra naut fullrar kennslu í nein- um þeim áfanga sem hann lagði stund á. Þrátt fyrir þetta varð árangur betri á prófum en vonir stóðu til, og hvorki kennarar né nemendur skólans sáu nokkuð at- hugavert við þetta fyrirkomulag — að öðru leyti en því að kennarar höfðu orð á að mikill kostur væri ef þessir nemendur fengju að sækja alla tíma í greinum sínum. Engar athugasemdir bárust skólameistara vegna þessarar skólagöngu, en eitt dagblaðanna (Tíminn) birti seint um vorið við- töl við áhyggjufull foreldri. Engin viðtöl birtust þar við nemendur né heldur foreldra sem kynnu að hafa aðrar skoðanir á málinu. I Ijósi þess árangurs sem um- ræddir vistmenn höfðu náð í námi sínu á síðasta skólaári taldi ég einboðið að halda áfram á sömu braut, enda ljóst að við höfðum þreifað okkur áfram í þá átt sem öðrum þjóðum hafði reynst skyn- samlegust. En nú var vistmönnun- um gefinn kostur á fullu námi með fullri tímasókn. Það hafði vitan- lega í för með sér að oftast voru tveir eða þrír samtímis í skólan- um. Sami háttur var á hafður og fyrr um flutninga, fangaverðir fylgdu nemendum á staðinn og sóttu þá aftur. Mótmæli Ekki haföi kennsla í skólanum staðið nema fáa daga þegar mót- mæli tóku að berast fangelsis- stjóra og skólameistara. Var þá þegar haft samráð við yfirmenn dómsmála og fljótlega kveðinn upp sá úrskurður í dómsmálaráðu- neyti að það treystist ekki til þess að halda tilrauninni áfram með sama hætti. Hins vegar var ákveð- ið að gefa vistmönnunum kost á að halda áfram námi sínu í öldunga- deild skólans — að svo miklu leyti sem unnt væri, þar sem ýmsir þeir áfangar sem þeir höfðu hafið nám í voru ekki boðnir i öldungadeild. Jafnframt þessu lýstu kennarar sig reiðubúna til að fara eftir þörfum að Litla-Hrauni og veita nemendunum aðstoð þar. Við þetta situr nú. Lausnin er vissu- lega betri en engin, en þó verður að hafa þann fyrirvara að óvíst er hvort undibúningur nemendanna er nægilegur til þess að þeim nýt- ist sú hraða yfirferð sem hafa verður í öldungadeildum, þar sem kennsla er að jafnaði 50% þess sem gerist í reglulegu námi. Þótt raddir þeirra sem skóla- göngu fanganna mótmæltu væru talsvert háværar, er mér full- kunnugt um að fjölmargir foreldr- ar nemenda í Fjölbrautaskólanum á Selfossi voru allt annarrar skoð- unar. Á fjölmennum foreldrafundi skömmu eftir að fangarnir hættu skólagöngu í dagskólann kom t.d. ekki fram ein einasta rödd and- mælendanna heldur lýstu margir eindregnum stuðningi við þá til- raun sem þarna hafði verið hætt við. Þeir nemendur skólans sem rætt hafa málið við mig hafa einn- ig verið á einu máli um að þeir hafi talið þetta eðlilega og sjálf- sagða skólagöngu. Heimildaskortur Ástæða dómsmálaráðuneytisins fyrir því að falla frá tilrauninni með skólagöngu við eðlilegar að- stæður er einföld og skiljanleg. Lög og reglugerðir heimila ekki að svona sé staðið að málum, og þá gildir sú lagatúlkun að það sem ekki sé heimilað hljóti að vera bannað. En þá er líka eðlilegt að margir spyrji: Hvað þarf að gerast til þess að unnt verði að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið? Því miður munu menn sitja í fang- elsum þótt þessir vistmenn losni þaðan, og þörfin verður brýn fyrir einhverjar aðgerðir. Þessari spurningu verður ekki svarað hér. Sá var einn tilgangur minn með þessum greinum að vekja umræðu sem ég tel mjög nauðsynlega — og varpa fram spurningum af þessu tagi. Ein leiðin hlýtur vitanlega að vera sú að fá sett ný lög og breyttar reglu- gerðir. Þegjandi getum við tæpast setið á tuttugustu öld og horft upp á þaö að við dæmum menn í svo algert réttleysi að ekki sé einu sinni heimilt að stunda þær björg- unaraðgerðir sem einar sýnast duga. Lengra verður ekki ritað um þessi mál að sinni. Ég hef reynt að sýna að heilbrigð skynsemi og vit- urleg mannúðarstefna segi okkur að við höfum verið á réttri leið með fangakennsluna á Litla- Hrauni og Selfossi. Vonandi verða einhverjir fleiri til að láta skoðun sina í ljós. Dieter Roth Myndlist Valtýr Pétursson í Nýlistasafninu við Vatnsstíg stendur nú yfir viðamikil sýning á verkum hins þekkta lista- manns Dieter Roth, en hann bjó hér á landi um tíma og hafði mikil áhrif á vissan hóp ung- menna, er fengust við listir. Sumir þeirra hafa orðið mjög þekktir fyrir framlag sitt til ís- lenskrar myndlistar, og auðvitað á ég hér fyrst og fremst við svo- kallaða Súmara, en það fólk stóð að rekstri Gallerí SÚM, eins og margir muna. Leið margra úr þessum hópi lá síðar til Hol- lands, en það má fullyrða, að sú hreyfing sem komst á íslenska myndlist fyrir tilstilli þessa fólks, hafi fyrst og fremst orsak- ast af þeim eldmóði, sem ein- kenndi forsprakkann Dieter Roth. Hann var primus motor í þessari hreyfingu, sem enn eimir eftir af og nú gengur undir nafn- inu nýlist. Þarna var framúr- stefna í ýmsum myndum, og verður ekki nánar farið í þá sálma hér, nema hvað ekki má láta ónefnt Gallerí Suðurgata 7, sem var skemmtilegt fyrirbæri á sínum tíma og fellur inn í þá starfsemi, er ég hef verið að minnast á hér. Dieter Roth hefur frá upphafi verið viðriðinn framúrstefnu í listum. Hann hefur ekki verið einskorðaður við myndlist, en hefur fengist við skáldskap, hljómlist og bókagerð, svo að eitthvað sé talið. Hann hefur bæði verið óvenjulegur og frum- legur í verkum sínum, og það má benda á „Lyktarorgelið", sem að- dáandi hans Jón Gunnar Árna- Eitt þeirra verka, er Ragnar Kjart- asson gaf. son hefur gefið til Nýlistasafns- ins. Það verk er nú komið til ára sinna og öll lykt farin forgörð- um. Dieter mun sjálfur eiga for- lag, sem gefur út hinar sérstæðu bækur hans, og svona mætti lengi telja. Á þessari sýningu eru mörg grafíkblöð og fyrir mig voru sum þeirra það mérki- legasta á þessari sýningu. Þegar Dieter Roth hélt burt af landi fyrir nokkrum árum, var hann orðinn eftirsóttur kennari og gerðist frægur um lönd á skömmum tíma. Hér heima voru listamenn heldur seinir að taka við sér, og margir eru það enn í sambandi við þessi verk. Til dæmis verð ég að játa, að mikið af verkum Dieters hefur ekki verulegt gildi fyrir mig, en þau ættu að vera jafn merkileg fyrir það. Hver og einn verður að gera sér grein fyrir áliti sínu í návist þessara verka. Hér er mörgu snúið af alfara- leið, ef svo mætti segja, en verkin þurfa ekki að vera verri fyrir það. Allar hræringar í list- um eru merkilegar, hvort manni líkar betur eða verr. En um áhrif þessara verka á hérlendan ung- dóm verður ekki deilt, og þess vegna má ekki láta sem þau séu ekki til. öll eru þessi verk Dieter Roths með vissum svip, sem ekki verður fundinn hjá öðrum lista- mönnum, og það sér strax á að hann vinnur verk sín yfirleitt betur en margur, sem gerst hef- ur lærisveinn hans. En hvað um það: Þarna má sjá ýmislegt, sem vart er að finna á öðrum sýningum samtíðarinnar. Hvort þetta er hinn eini rétti sannleikur eður ei, verður látið ósagt hér. En ég hafði skemmtun af þessari sýningu, hvort ég hef svo litið þessi verk réttum aug- um, er annað, og verður að vera einkamál. Hér á árunum unnu þeir mikið saman Dieter Roth og Ragnar Kjartansson. Með þeim tókst langvarandi vinskapur, og Ragn- ar byrjaði snemma að safna verkum eftir Dieter. Nú hefur hann af mikilli rausn gefið Ný- listasafni mestan hluta þess, er honum hafði tekist að safna, og á hann sérstakar þakkir skildar fyrir að gera þetta safn sitt að almenningseign. Það, sem söfn eiga, verður almenningseign með því að vera til sýnis. Og þeir, er standa að safninu ákváðu að halda sýningu á þessari gjöf. Þegar listamaðurinn frétti þetta, vildi hann ekki vera minni maður og sendi rausnarlega við- bót til safnsins. Dieter Roth á einnig miklar þakkir skildar fyrir þetta tækifæri, og nú eru þessar gjafir sameinaðar í þá sýningu, sem stendur að Vatnsstíg 3. Nýr prófastur í Skagafirði SKAGFIRÐINGAR hafa fengið nýj- an prófast, séra. Hjálmar Jónsson en sr. Gunnar Gíslason i Glaumbæ sem verið hefur prófastur þeirra, lét af störfum i sumar vegna aldurs. Prestar prófastsdæmanna kjósa prófast og skagfirskir prestar kusu sr. Hjálmar Jónsson á Sauðárkróki sem prófast sinn. Séra Hjálmar er 32 ára gamall og er langyngsti prófastur lands- ins. Hann vígðist til Bólstaðarhlið- arprestakalls 1976 en var skipaður prestur á Sauðárkróki 1980. Kona hans er Sigrún Bjarnadótt- ir líffræðingur og eiga þau 3 bðrn. EINHELL vinnuborð, sem varið er í Skrúfstykki Skeljungsbúóin < SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 $01 JÖFUR hf. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 vantar þiS góóan bíl? notaóur - en í algjörum sérf bkki SKODA 120 L — ÁRQERÐ 1977 Litur: Rauður. Ný yfirfarinn á nýjum vetrardekkjum. Tilvalinn skólabíll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.