Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 15 SAAB Turbo: Eins og límdur við hraðbrautirnar SAAB Turbo er hægt að fá eftir óskum hvers og eins þrennra, fernra eða fimm dyra. Bílarnir, sem við höfðum til umráða í reynsluakstrinum, voru báðir þrennra dyra, með stórri skut- hurð. Ekki er um að ræða nein- ar sérstakar breytingar frá 1982-árgerðinni. Mjög gott er að ganga um þrennra dyra bílinn, sem er með tveimur mjög stórum fram- hurðum. Innrétting bílsins er öll til fyrirmyndar. Sætin eru þægileg ísetu, en þau eru klædd plussáklæði, nema viðskiptavin- ir kjósi að fá leðuráklæði, sem nú er fáanlegt. Rými fyrir öku- mann og farþega frammi í er ágætt og sömuleiðis er ágætt rými fyrir tvo fullorðna aftur í. Það eina sem mér fannst að, þegar setzt var inn í bílinn, er hversu lágt armpúðarnir liggja í hurðunum. Mælaborð bílsins er stílhreint og smekklega hannað með það fyrir augum, að stjórntæki séu innan seilingar fyrir ökumann. Það má í raun segja, að tekizt hafi sérstaklega vel upp við hönnun mælaborðsins hvað þetta áhrærir. Skipting er vel staðsett og til- tölulega þægilegt er að skipta bílnum, sem er fimm gíra. Það sem vakti kannski mesta at- hygli varðandi skiptinguna er hversu hægt er hægt að aka bílnum í 5. gírnum. Það virtist ekkert tiltökumál að aka honum á 30—40 km hraða á klukku- stund. SAAB-menn segja reyndar, að ef menn vilji eyða sem allra minnstu benzíni, sé heppilegast að aka bílnum á sem allra minnstum snúningi. Turbo-inn er knúinn 145 DIN hestafla, fjögurra strokka vél, sem kemur mjög vel út. Kraft- inn vantar að sjálfsögðu alls ekki og vakti það reyndar furðu mína, að bíllinn virtist eiga þó nokkuð eftir, þegar honum var ekið vel yfir 200 km hraða á klukkustund. Hámarkshraði er reyndar gefinn upp 200 km á klukkustund. Það er mjög auð- velt að skjótast á bílnum í bæj- arumferð og auk þess er ekkert tiltökumál, að skjótast fram úr á hraðbrautunum. Um aksturseiginleika turbo- bílsins þarf í sjálfu sér ekki að fjölyrða mikið u. Þeir eru mjög góðir. Bíllinn var hreinlega eins og límdur við hraðbrautirnar, þegar honum var ekið á miklum hraða. Fjöðrunin er mjög stíf og skemmtileg og bíllinn svarar á allan hátt mjög vel. Vélin úr turbo-bílnum, 143 DIN hestöfl. Framleiddur lítt breytt- ur allt frá árinu 1969 SAAB 99: Eftirspurn eftir bílnum eykst eigi að síður SAAB 99-bílarnir hafa verið framleiddir án róttækra breyt- inga allt frá árinu 1969, sem seg- ir óneitanlega sína sögu um ágæti bílsins. Þegar ég spurði einn SAAB-mannanna hvenær framleiðslu yrði hætt á bílnum hló hann og sagði, að það væri alls ekki á döfinni. Eftirspurn hefði hreinlega aukizt sl. tvö ár og í ár er gert ráð fyrir 20% meiri framleiðslu en í fyrra. Eina sjáanlega breytingin á bílnum í ár er nýtt grill, sem gefur honum betri svip að mínu mati. Viðskiptavinir geta valið milli tvennra og fernra dyra bíla. Mjög þægilegt er að ganga um tvennra dyra bílinn, sem er með stórum hurðum, en því er hins vegar ekki að neita, að hurðirnar mættu vera eilítið stærri á fernra dyra bílnum. Framsæti bílsins eru vel gerð með plussáklæði og fyrir minn smekk er stuðningur þeirra al- veg ágætur, bæði bakstuðningur og hliðarstuðningur. Rými er al- veg ágætt frammi í bílnum, bæði fyrir ökumann og farþega, og má geta þess, að fyrir minn smekk eru armpúðar í hurðum betur staðsettir í 99-bílnum en stærri bílnum. Mælaborð bílsins hefur tekið breytingum hægt og sígandi í gegnum árin, en óneitanlega er það frekar gamaldags í dag. Mætti að ósekju breyta því í svipað form og í stærri bílnum. Stjórntæki eru ekki eins vel inn- an seilingar og í stærri bílunum. Um skiptinguna er það að segja, að stöngin er vel staðsett og tiltölulega stutt er milli gíra. Bílarnir eru fjögurra eða fimm gíra eftir óskum. Bíllinn, sem reynsluekið var, var 5 gíra. Það má segja, að fimmti gírinn hafi gert gæfumuninn, þegar bílnum var ekið hratt á hraðbrautum Þýzkalands. SAAB 99 er knúinn 100 DIN hestafla, fjögurra strokka vél, sem er ágætlega kraftmikil. Bíll- inn virkar ágætlega í öllum gír- um, þótt persónulega þyki mér hann koma bezt út í þriðja gírn- um. Aksturseiginleikar bílsins eru ágætir og fjöðrunin er hæfilega stíf. Hún hefði að vísu mátt vera stífari á miklum hraðakstri, en það skiptir okkur hér uppi á ís- landi kannski ekki sérlega miklu máli. Hefilbekkur Skeljungsbúðin < EINHELL vinnuborð, sem varið er í SíÖumúla33 símar 81722 oq 38125 Nýjar uppskriftir Vorum aö fá 22 nýjar uppskriftir og nýja liti í handprjónabandinu. Á /Mossbúöin VESTURGÖTU 2 - SÍMI 13404 fttflrripn is J Meirn en þú geturímyndad þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.