Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK 224. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kafbátar orðnir tveir og harka Svía eykst Stokkhólmi, 8. október. Frá (iuðfinnu Ragnarsdóttur fréttaritara Mbl. AP. SÆNSKA herstjórnin staðfesti í kvöld að kafbátarnir í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm væru orðnir tveir. Nýja bátsins hefur orðið margsinnis vart í nótt og í dag i Mysingen-firðinum, rétt við Hárs-fjörðinn, þar sem útlendur kafbátur hefur verið innilokaður i rúma viku. Olof Palme forsætisráðherra sagði er stjórn Jafnaðarmannaflokksins tók við völdum í dag, að hann mundi ekki hika við að fyrirskipa aðgerðir er laska mundu kafbátana til þess að knýja þá upp á yfirborðið. Þyrlur og herskip héldu vörð á EITT þeirra varðskipa, sem fylgst hafa með ferðum óþekkts kafbáts í sænska skerjagarðinum síðustu daga. Nú eru kafbátarnir orðnir tveir og hefur mörg- um djúpsprengjum verið varpað að þeim. Eins og sjá má er skipið búið skeytum og sprengjum til kafbáta- leitar. Mysingen-firðinum í nótt og í dag, og vörpuðu djúpsprengjum að nýja kafbátnum. Talið er að nýi báturinn sé kominn hinum til hjálpar og sé að reyna að villa um fyrir leitarmönnum og draga at- hyglina frá innilokaða bátnum. Þá var staðfest að fyrri bátur- inn hefði í nótt gert tilraun til að komast undan um nyrðra mynni Hársfjarðarins, en hörfað aftur eftir að hafa siglt á rammgerða kafbátagirðingu, búna neðansjáv- arsprengjum, sem þar er. Var Sendiherra í Ósló flýr Ósló. 8. október. Frá Jan Erik Laure frétlaritara Mbl. SENDIHERRA frans í Noregi hefur beðið um hæli sem pólitískur flótta- maður í Noregi og lýst stuðningi við Mujahedin-samtökin, sem unnið hafa gegn stjórn Khomeinis erki- klerks, sem sendiherrann segir villi- mannlega einræðisstjórn. Sendiherrann hefur beðið um lögregluvernd, þar sem hann óttast að reynt verði að ráða sig af dögum. Búast má við að orðið verði við beiðni sendiherrans um hæli. Þrír diplómatar, sem aðsetur höfðu í Svíþjóð og trúir eru Khom- eini, tóku stjórn mála í sendiráð- inu í Ósló í sínar hendur í dag. Að sögn sendiherrans hafa 20 þúsund manns verið leiddir fyrir rétt í íran frá því Khomeini komst til valda, og 50 þúsund pólitískir fangar sitja í fangelsi. fjórum djúpsprengjum varpað að bátnum þegar hann reyndi að komast út, en hann hvarf þá niður á meira dýpi. Leitarmenn hafa hvað eftir annað orðið beggja kafbátanna varir í dag, sögðu talsmenn hers- ins í kvöld. Spennan eykst stöðugt og allt bendir til að innilokaði kafbáturinn verði að gefast upp fyrr en seinna, þar sem útilokað virðist að hann komist á brott. Talið er mjög takmarkað hversu lengi kafbáturinn geti þraukað til viðbótar, en þó er talið að nóg sé fyrir hann að skjóta sjónpípunni 20 sentimetra upp fyrir yfirborðið í 5—10 mínútur til að endurnýja súrefnisbirgðir. Og öruggt er talið að það hafi tekist í skjóli nætur, en vika er liðin frá því bátsins varð fyrst vart. Sérfræðingar eru sammála um að álagið á áhöfninni hljóti að vera gífurlegt. Hingað til hefur sprengjum verið varpað í mesta lagi í 10—12 metra fjarlægð frá bátnum, annars væri líf áhafnar- innar í hættu, og ekki er talið trú- legt að Svíar taki áhættu af því tagi. Getgátur hafa verið uppi um að kafbáturinn komi aldrei upp og áhöfnin kjósi að láta lífið á hafs- botni. Litið er svo á, að heiður sænska flotans sé í veði, og að yf- irmenn flotans sætti sig við ekkert minna en að báturinn komi upp. Talsmaður sjóhersins neitaði ekki orðrómi um að Svíar hefðu sent fjárstýrðan tveggja metra kafbát, búinn sjónvarpsmyndavélum, inn á svæðið. Beita Svíar stöðugt nýj- um aðferðum og hættulegri við eltingarleikinn. Starfsemi Samstöðu endanlega bönnuð Varsjá, H.október. AP. PÓLSKA þingið samþykkti nýja verkalýðslöggjöf með yfirgnæfandi meirihluta í kvöld og hefur óháðu verkalýðshreyfingunni þá verið greitt endanlegt rothögg. Aðeins tíu Finnar lækka aftur gengi í kjölfar Svía Stokkhólmi, llelsinki og Ósló, S.október. Irá rréttáriturum MorftunblnAtrin.s.AI*. NÆR ÖRIJGGT er talið að Finnar verði að fella gengi marksins vegna gengislækkunar sænsku krónunnar, sem felld var um 16% i dag, og sagöi Kalevi Sorsa forsætisráðherra, að lækkun sænsku krónunnar væri mikið áfall fyrir Finna, sem lækkuðu markið í siðustu viku um 4%. Búist er við gengislækkun marksins jafnvel um helgina. Rolf Presthus, fjármálaráð- í dag. Hann neitaði að fallast á að herra Noregs, sagði að gengisfell- ingin í Svíþjóð væri til þess fallin að auka atvinnuleysi í Noregi, en þar í landi yrði þó ekki svarað með gengisfellingu norsku krónunnar. Hins vegar yrði ríkissjóður neydd- ur til að styrkja atvinnuvegi, sem harðast verða úti vegna lækkunar- innar í Svíþjóð. Fyrsta verk nýju sænsku stjórn- arinnar var að fella gengi krón- unnar um 16%. „Það gerum við til að bæta aðstöðu iðnaðarins og styrkja efnahagsstöðu landsins,“ sagði Olof Palme forsætisráðherra gengisfellingin væri slæm byrjun, en sagði að stjórnin hefði neyðst til að fella gengið vegna slæmrar stöðu krónunnar og veikrar stöðu atvinnuveganna. Talið er að gengisfellingin í Sví- þjóð samsvari 4—5% kauplækkun og meðfylgjandi skerðingu kjara. Verðstöðvun verður komið á, en hún nær þó ekki til innfluttra vara, en það þýðir m.a. hækkað verð á olíu og þar með hærri leigu, hækkað verð á benzíni, bílum, inn- fluttum matvörum o.fl. Innan skamms verður einnig söluskatt- urinn hækkaður um tvö prósentu- stig. Palme mæltist til í dag að launasamtökin stilltu launakröf- um sínum í hóf í komandi samn- ingum. Jafnaðarmenn lofuðti að koma hreyfingu á iðnaðinn og berjast gegn atvinnuleysinu. Styrkir til iðnaðarins verða lækk- aðir, en teknar upp sérstakar * áætlanir er miða skuli að því að örva m.a. trjávöru- og málmiðnað- inn. Einnig er lofað að hleypa nýju blóði í byggingariðnað, vegalagn- ingu, orkumál og umhverfismál. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar í Svíþjóð voru neikvæð og Ola Ullsten talaði um svik við kjósend- þingmenn greiddu atkvæði á móti og níu sátu hjá, en 460 þingmenn sitja á pólska þinginu. Þar með er lokið tveggja ára tilraun með launþegalýð- ræði, sem á sér enga fyrirmynd eða hliðsta'ðu í löndum austan járn- tjalds. Búist er við að samþykkt frumvarpsins eigi eftir að hafa í lor með sér róstur í Póllandi, þar sem við og við hefur komið til uppþota frá því herlög gengu i gildi í desem- ber sl. Hin nýja löggjöf felur í sér verkfallsrétt, verulega takmark- aðan þó og háðan margflóknum skilyrðum. Hún felur einnig í sér stofnun nýrra verkalýðssambanda á rústum rúmlega eitthundrað sambanda, sem leyst voru upp við setningu herlaga. Að sögn kunnugra hafa leiðtog- ar Samstöðu ekki ákveðið hvernig bregðast skuli við samþykkt nýju löggjafarinnar, og var ekki efnt til neinna mótmælaaðgerða í landinu í dag, að því er bezt var vitað. Öryggisverðir við þinghúsið heyrðust segja, að óttast væri að sendinefndir frá ýmsum verk- smiðjum myndu leggja leið sína til þinghússins, sem úrslitatilraun til að fá frestun á samþykkt frum- varpsins. Við umræður sagði Edmund Osmanczyk, sem er óflokksbund- inn þingmaður, að frumvarpið væri ekki fram komið vegna þess að pólska þjóðin væri óalandi. heldur vegna þess að ríkið væri illa hrörnað. Ræða Osmanczyk þótti óvænt, og andóf af þessu tagi er sjaldgæft í þinginu, en hann kvartaði undan að ekki hefði verið haft samráð við hinar vinnandi stéttir við samn- ingu frumvarpsins. Hann sagði stjórnina koma í veg fyrir nýjar samningaviðræður við óháðu verkalýðssamtökin, „og vegna alls þessa mun ég greiða atkvæði gegn frumvarpinu," sagði hann við um- ræðurnar. Janusz Zablocki, talsmaður hóps ólærðra kaþólskra þing- manna, lýsti stuðningi þingmann- anna við Samstöðu og sagði að leyfa ætti samtökunum að starfa með því skilyrði að þau hefðu ekki afskipti af stjórnmálum. „Við skulum ekki leysa Samstöðu upp, það ættum við ekki að gera,“ sagði Zablocki, en flestir aðrir sem tóku til máls, lýstu stuðningi við frum- varpið. Öflugur lögregluvörður var við þinghúsið í dag og hermenn stóðu á þaki þinghússins og munduðu sjónauka. Fjórir andófsmenn úr KPN- samtökunum hlutu í dag fang- elsisdóma, mest sjö ár, fyrir „til- raunir til vopnaðs valdaráns", að sögn PAP-fréttastofunnar. Einn fjórmenninganna er Leszek Mocz- ulski leiðtogi KPN. Dómarnir þykja „léttvægir".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.