Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGURð. OKTÓBER 1982 25 Hörpuútgáfan: Borgfirzk blanda og tíu bækur aðrar HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi gefur út ellefu bækur á þessu hausti; þar af fimm eftir íslenzka höfunda. Eftirfarandi er unnið upp úr fréttatilkynningu frá útgáfunni: í haust kemur sjötta bindið af Borgfirzkri blöndu í samantekt Braga Þórðarsonar. í tilkynningu Hörpuútgáfunnar segir, að upphaflcga hafi verið ætlunin að bækurnar í þessum flokki yrðu fimm, en vegna fjölda áskorana verði útgáfunni haldið áfram. Efni þessa bindis sé eins og hinna fyrri blanda af þjóðlífsþáttum, persónuþáttum og gamanmálum. Annað ritsafn með þjóðlegu efni frá Hörpuútgáfunni er Leiftur frá liðnum árum, sem séra Jón Kr. ís- feld hefur safnað. Nú kemur ann- að bindið í þessum bókaflokki. Hver einn bær á sína sögu heitir bók eftir Hallgrím Jónsson frá Ljárskógum í Dölum. I þessari bók segir Hallgrímur sögu Ljárskóga, og segir í tilkynningu útgefanda, að fjölmargar ljósmyndir séu í bókinni. Glampar í fjarska á gullin þil heitir bók, sem í eru frásöguþættir Þorsteins Guðmundssonar á Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Kvæði og greinar eftir Þorstein hafa birzt í blöðum og tímaritum, en í þessari bók segir hann frá ýmsum atburðum úr eigin lífi. Leikir og létt gaman, sem séra Sveinn Víkingur tók saman, kem- ur nú út á nýjan leik og önnur bók kemur út öðru sinni hjá Hörpu- útgáfunni, Draumráðningar og spilaspá. Norski rithöfundurinn Asbjörn Oksendal heimsótti Island í sumar og ferðaðist þá á vegum Hörpu- útgáfunnar um söguslóðir Borg- arfjarðar. Nú gefur Hörpuútgáfan út þriðju bók hans og nefnist hún Föðurlandsvinir á flótta, en fyrri bækur hans, sem Hörpuútgáfan hefur gefið út, hétu Þegar neyðin er stærst og Gestapo í Þránd- heimi. Hættuför á norðurslóð heitir önnur bókin, sem Hörpuútgáfan gefur út eftir bandaríska rithöf- undinn Duncan Kyle. Loks eru nefndar til þrjár þýdd- ar ástarsögur; fjórtánda bók Bodil Forsberg, sem heitir, Þú ert ástin mín, sjöunda bókin í bóka- flokknum Rauðu ástarsögurnar og heitir hún Elskaðu mig og er eftir Erling Poulsen og ný bók eftir Nettu Muskett, sem heitir Njóttu mín. SvartilHauks Hjaltasonar eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson fyrir hönd Neytendasamtakanna Niðurstöður af hamborgarakönnun Neytendasamtakanna 1. sæti Svarta pannan 2. sæti Tommaborgarar 3. sæti Brautargrill 4. sæti Trillan 5. sæti Texas Snack Bar 6. —7. sæti Askur, Breiðholti 6.—7. sæti Winnies 8. sæti Brauðbær 9. sæti Góðborgarinn Haukur Hjaltason á miklar þakkir skildar fyrir þá rækilegu auglýsingu sem hann hefur kosið að gefa hamborgarakönnun Neyt- endasamtakanna (sjá úrslit í töflu). í fyrra bréfi gerir Haukur ör- væntingarfulla tilraun til að gera könnunina tortryggilega og nefnir alls sex atriði sem hann telur gagnrýnisverð. Hefur því bréfi verið svarað lið fyrir lið. í síðara bréfi hefur það nú gerst að Haukur gerir enga tilraun til að verja fyrri gagnrýni og fer í stað að hnýta í þá skilgreiningu á hugtakinu hamborgari sem notuð var. I stuttu máli finnur Haukur að því að ekki hafi verið mæld gæði hamborgarans sem réttar, þ.e. með sósum, brauði o.þ.h., heldur fyrst og fremst gæði kjötkökunnar sjálfrar. Þessu er fljótsvarað (og kom raunar fram í fyrra bréfi): kjötið er langdrýgsti hlutinn og auðvelt fyrir framleiðanda að breiða yfir léleg hráefni með sósum, brauði o.fl. Það skýtur því skökku við, svo ekki sé meira sagt, þegar Haukur leggur til í lok bréfs síns að ég og hann ættum að „rannsaka betur" gæði hráefnisins og á þá einungis við kjötið sjálft. Engin könnun eða rannsókn af þessu tagi getur nokkru sinni orð- ið fullkomin. Hitt er ljóst orðið að Haukur Hjaltason hefur enga annmarka fundið á þessari könn- un sem hagga niðurstöðum. Um frekari rannsókn á kjötgæð- um vil ég aðeins segja: Haukur, þessari könnun er lokið. En kannski komum við aftur. Þá ættu allir framleiðendur að kappkosta að koma vel út. Reykjavík, 8. október 1982. Þegar Bragi Þórðarson hóf söfnun í Borgflrzka blöndu var ætlunin að gefa út flmm bindi. Nú kemur það sjötta í haust. Séra Jón Kr. ísfeld er höfundur Leifturs frá liðnum árum. Hallgrímur Jónsson segir sögu Ljárskóga í Dölum í bók frá Hörpu- útgáfunni. KL. 14-18 BÁÐA DAGANA BOSCH ernco MdottcraU Hr. Baumgartner frá Emco og Hr. Genz frá Wolfcraft munu sýna tækin í notkun. Nýtið þetta einstaka tækifœri. Komið í Volvosalinn Suðurlands- braut 16 og kynnist Emco, Wolfcraft og Bosch. „BLÁA LÍNAN" FYRIR IÐNAÐAR- MANNINN. „GRÆNA LÍNAN" FYRIR ÁHUGAMANNINN 4600 Nr. 4000 4200 TRÉSMÍÐAVÉLAR TRÉ- OG JÁRNRENNIBEKKIR FYLGIHLUTIR FYRIR FLESTAR BORVÉLAR Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Síml 9135200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.