Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 40 ,, SerSu nó h\i<xb JoKJs-fc CXf c?f rnÖngurr> göngotárxim!" Ást er ... ... aö koma hon- um til vib sig. TM Rtg U.S Pat 0*1.—aM rights resarvwt • 19U Los Angstes Ttmes Syndtcete l»eg»r ég segi brostu, meina ég brostu maður! Með morgimkaffínu Pabbi minn sagði að námið hér í skólanum hlyti að vera einhver allsherjar misskilningur, eftir að hann skoðaði einkunnabókina mína! HÖGNI HREKKVÍSI Allar ættir manna eiga sama uppruna Jörundur Jóhannesson skrifar 25. sept.: „Velvakandi. Mitt í allri streitunni sem ein- kennir samfélög mannanna hef- ur nýlega verið stofnað glænýtt streitu-félag með því virðulega nafni Norrænt mannkyn. Mikill skaði væri skeður ef illgresi þetta fengi að festa rætur meðal okkar. Stefnuskrá þessa félags er beint gegn innflytjendum, sem eiga þó nógu erfitt fyrir, þó að ekki blási köldu til þeirra úr enn einni áttinni. Nokkrir stressaðir og lífsleiðir bændur úr Árnessýslu hafa fengið þá köllun eða hugsjón að skapa helvíti á jörð fyrir vissa hópa fólks, sem nær ekki þeim lágmarkskröfum að vera náfölt á hörund. Það vandamál sem þess- ir menn vilja leysa er í raun að- eins þeirra eigin streita og hæfi- leikaleysi til að notfæra sér til góðs ólík menningareinkenni. Niðurrifsöfl hafa oft reynt að villa á sér heimildir og bendi ég á umrætt félag sem dæmi þar um. Bændum og búaliöi væri þó nær að hugsa meir um sínar ær og kýr. Það er sjálfsagt notalegt að sitja á einhverju höfuðbólinu og skoða á sér naflann, meðan fólk með annan hörundslit þarf að horfast í augu við fordóma og félagslegt misrétti. Stofnun þessa fáránlega félags er verk myrkraafla og stofnendum þess til ævarandi skammar. Það ætti löngu að vera orðið ljóst, öllum vitibornum mönnum, að allar ættir manna eiga sama uppruna. Og nú veit hver maður að marg- víslegur mismunur sem nú verð- ur séður er ekki upprunalegur, heldur fremur ungt fyrirbrigði í þróuninni. Ofan á allt þetta bæt- ist svo, að náttúran hefur bland- að kynin svo mjög á fimmtíu þúsundum ára, að ekki er nokkur leið að finna svo mikið sem einn fulltrúa nokkurs hugsanlegs hreins kynþáttar. Vélabrögð fé- lagsins eru sem sé að kerfa fá- fræði, sem felur í sér flokkun á fólki. Lýðræðislega sinnuðum mönnum ætti ekki að vera annað en ánægjuefni að vita að þeir eru af sömu blóðflokkum og Ástral- íusvertingjar og frumbyggjar Ameríku. Loks má þess geta til þess að innsigla einingu mann- kynsins, að sá hluti blóðsins, sem er nauðsynlegastur til blóðgjafa, plasmað, er það sama í öllum mönnum. Nú er ennfremur kunnugt, að hörundslit valda tvö litarefni, annað, karótín, veldur gula litn- um; hitt, metanín, þeim dökka. Einnig er vitað, að þessi efni eru í hörundi allra manna, í misjöfn- um hlutföilum. Þessi litatil- brigði efnahlutfallanna ásamt litnum í blóðæðunum undir húð- inni valda öllum sýnilegum mis- mun á hörundi. Við getum verið svört, hvít eða gul, en við höfum öll metanín og karótín. Sannfæring min er sú að fé- lagsskapurinn Norrænt mann- kyn gæti aldrei leitt annað en illt af sér fyrir menn og menn- ingu hér á landi og annars stað- ar. Það er að veikja en ekki styrkja menningu eins lands, að fávísir einstaklingar dundi við það að smiða sér vopn í formi félagsskapar, sem vísvitandi eða óafvitandi grefur undan lýðræð- inu, innflytjendum og reyndar landsmönnum öllum til óheilla. Ég þakka fyrir birtinguna." Þessir hringdu . . . Er grunur minn á rökum reistur? Hjörtur Geirsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hef verið að koma fram undan- farna mánuði sem trúbador-gít- arleikari og söngvari og þar á meðal sungið lag eftir mig sem heitir „Ég er fæddur rokkari". Nokkrir popptónlistarmenn hafa hlustað á mig og er ekkert nema gott um það að segja. Nú fyrir skemmstu kom út plata með Björgvin Halldórssyni og eitt lag- ið á þeirri plötu minnir á lag sem ég hef verið að syngja undanfarið, en ekki nóg með það, því að að- ferðin minnir einnig á það sem ég er að gera. Ég hef lengi haft at- vinnutónlistarmenn hér grunaða um að skrapa saman aðferðum hjá trúbadorum okkar til að fleyta sér áfram, halda sér á toppnum og öðrum niðri. Nú langar mig til fá svar við því hjá Björgvin, hvort þessi grunur minn sé á rökum reistur. Kannast hann við það, að popptónlistarmenn sæki tónlist- arlegar aðferðir til trúbadoranna, útsetji þær síðan og gefi út á plöt- um? Vakti til umhugsunar Vigfús Ingvar Ingvarsson, Eg- ilsstöðum, hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langar til að þakka fyrir erindi Helga Pét- urssonar í útvarpinu á laugar- dagskvöld. Mér fannst það dálítið nýtt innlegg í annars einhæfar umræður um þessi fjölmiðlunar- mál. Þar kom ýmislegt fram sem legið hefur í þagnargildi, en vakti mann til umhugsunar um að rétt Sigrún Benediktsdóttir skrifar: „Velvakandi góður. I minni sveit töluðu bændur um að höggva hænsn sín, en fella sé að skoða þessi mál betur. Það virðist vera mikið óðagot á öllu í þessu sambandi og viss þrýstingur vegna hinnar ólöglegu mynd- bandastarfsemi. Þá væri e.t.v. rétt að nota tæki- færið og koma á framfæri lítilli ábendingu til sjónvarpsmanna. Á sunnudögum er á dagskrá hjá þeim þáttur sem nefnist Dagskrá næstu viku. Það er eins og þeir athugi það ekki, að vikan hefst með sunnudegi, og því eðlilegra að tala um Dagskrá vikunnar. Það er öldungis óþarft að vera að rugla fólk svona. Sást ekki fyrr „Gustur“ hringdi og hafði eftir- farandi að segja. — í fréttatíma nautpening og aðra stórgripi. Trú- lega hafa þeir þýsku ekki ætlað sér að ganga á milli bols og höfuðs á Schmidt karlinum, eða hvað?" Vestur-I Samþykkt að fella Schmidt á föstudai v. AP. Eða hvað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.