Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 18 AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir GUÐFINNU RAGNARSDÓTTUR Palme Tagnar úrslitum kosninganna í septemberlok. Nú mun tíminn leiða í Ijós hvernig honum tekst að leiða Svía fram úr margslungnum efnahagsörðugleikum, en eitt hans fyrsta verk í þeim efnum var að fella gengi sænsku krónunnar á fostudag. Ný stjórn í Svíþjóð Jafnaðarmannastjórnin tók formlega við völdum í Sviþjóð i gær. Eftir sex ára hlé hafa jafnaðarmenn nú aftur völdin. Þegar stjórn jafnaðar- manna tapaði kosningunum 1976, lauk 44 ára samfelldu valdatimabili. Hvort jafnaðarmanna bíða nú önnur 44 ár á valdastóli er ekki gott að segja, en staða þeirra er sterk. Við kosningarnar í september fengu þeir 45,9% atkvæðanna og juku þar með fyigi sitt um 2,7% frá síðustu kosn- ingum. En hinnar nýju stjórnar bíða mörg og erfið vandamál. Efnahagurinn er slæmur, skuld- irnar miklar, iðnaðurinn dregst saman og atvinnuleysið eykst hröðum skrefum. Þeir sem nú taka við stjórn- inni ásamt Olof Palme eru margir gamalkunnir jafnaðar- menn með langa reynslu að baki. Aðrir eru nýir af nálinni og hafa lítið komið við sögu jafnaðar- manna áður. Einn slíkur er utanríkisráðherrann Lennart Bodström, sem í 12 ár hefur ver- ið formaður TCO, næststærstu hagsmunasamtaka landsins. Bodström hefur ekki einu sinni verið félagi í Jafnaðarmanna- flokknum. Hann hefur áunnið sér mjög góðan orðstír í starfi sínu sem leiðtogi hagsmuna- samtakanna. Utanríkisráðherra Svíþjóðar verður að vera ákveð- inn í skoðunum, vera sterkur á taugum og þola misjöfn veður. Lennart Bodström hefur þessa eiginleika. Þetta sagði Olof Palme þegar hann tilkynnti val sitt á utanríkisráðherra, en al- mennt er talið að Palme muni hafa mikil afskipti af utanrík- ismálunum. Val annars ráðherra sem kom mjög á óvart, var val dómsmálaráðherra. Uve Rainer, sem er yfirmaður póstþjónust- unnar, var valinn í þá stöðu. En Olof Palme, Lennart Bodström og Uve Reiner eru allir góðkunn- ingjar og umgangast hver annan mikið á sumrin, þar sem þeir eiga sumarbústað á sama stað. I aðrar mikilvægar ráðherra- stöður valdi Olof Palme gamla samstarfsmenn. Kjell Olof Feldt, sem er fjármálaráðherra, hefur starfað með Palme í meira en áratug. Það sama er að segja um atvinnumálaráðherrann Anna-Greta Leijo, en hún hafði sama starf í fyrri stjórn Palme. Gunnar Streng fyrrverandi fjár- málaráðherra og einn af máttar- stólpum flokksins árum saman, verður þrátt fyrir sín rúmlega 70 ár formaður stjórnar sænska seðlabankans. Ben Anderson, sem er félags- málaráðherra ásamt Gertrud Sigurdsen, er má segja fæddur inn í flokkinn. Hann hefur setið í borgarstjórn fyrir jafnaðar- menn frá því 1951 og verið ritari Jafnaðarmannaflokksins frá 1963. Hann er talinn eiga heiður- inn af skipulagningu flokks- starfsins undanfarin ár. Thage G. Peterson iðnaðar- ráðherra hefur verið með nánari samstarfsmönnum Palme und- anfarinn áratug. Val Palme á varnarmálaráðherra vakti nokkra furðu. Rauði Börje hefur hann oft verið kallaður, Börje Anderson, sem nú tekur að sér varnarmálin. Hann er þekktur fyrir að vera ákveðinn og ein- beittur, stundum kannski einum um of, þó stundum gagnrýndur fyrir að vera all-rauður. En ræt- ur hans standa djúpt í jarðvegi Jafnciðarmanna og hann hefur verið litríkur stjórnmálamaður í bæjarstjórninni í Borlange í Dölunum á annan áratug. Fyrsta verkefni varnarmála- ráðherrans verður án efa erlendi kafbáturinn, sem felur sig undan ströndinni sunnan við Stokk- hólm. Næsta verkefni verður að kynna sér varnarmálin, því eins og hann segir sjálfur, þá veit hann ekkert um þau mál. En hvað gerist nú í sænsku efnahagslífi, þegar hin nýja stjórn tekur við. „Við getum þurft að hækka vextina, til að styrkja krónuna," segir Kjell- Olov Feldt fjármálaráðherra. „Við höfum þrjú meginmarkmið. I fyrsta lagi að bæta skilyrði iðnaðarins, en ástandið í iðnað- inum er mun verra en var. í öðru lagi að semja við launþegana um hæfilegar launahækkanir, og í þriðja lagi að minnka ríkishall- ann.“ Kjell-Olov Feldt tekur einnig fram, að það sé ekki ætl- un sín í ríkisstjórn að halda lífi í öllum ríkisfyrirtækjum, sem rekin eru með miklum halla. „En við munum rannsaka hvert fyrirtæki útaf fyrir sig,“ segir hann. Hvað verður um öll þau fyrir- tæki, sem í dag eru rekin með tapi, er þess vegna óvíst enn. En yfirumsjón þeirra verður í hönd- um Roine Garsson, en hann er í dag formaður iðnaðarmannafé- lags og verður aðstoðariðnaðar- ráðherra. Samtals vantar nú um 15—20 milljarða til að halda framleiðslu fyrirtækjanna í horfinu. Fyrirtækið SFAP er rekið með 350 milljarða halla, LKAG-fyrirtækið segir upp 900 manns innan skamms ef ekki fást ný lán. Trjávörufyrirtækið ASFI er rekið með 500 milljóna króna tapi og vantar nú 1,5 milljarða lán til rekstursins. Eiser-fyrirtækið vantar 300 milljónir til að halda rekstrinum áfram og svona mætti lengi telja. En baráttan við atvinnuleysið er ofarlega á lista hinnar nýju stjórnar. I dag eru nær 170 þús- und manns atvinnulausir og miklu fé verður varið til að finna ný atvinnutækifæri og atvinnu- leysisbætur verða hækkaðar. Önnur kosningaloforð sem jafn- aðarmenn hafa lofað að efna, er að verðtryggja •• eftirlaunin og auka ríkisstyrki til dagheimil- isbygginga. Einnig ætla jafnað- armenn að rífa upp ákvörðun fyrri stjórnar um að hætta við að greiða tvo fyrstu veikinda- dagana. Til þess að greiða fyrir kosningaloforðin ætlar stjórnin að hækka söluskattinn úr 17,7% í 19% og auka skatt á atvinnu- rekstur um hálft prósent. Fjöl- skyldubætur eiga að hækka um 300 krónur á ári fyrir hvert barn til að bæta barnafjölskyldum söluskattshækkunina. Launþegasjóðirnir, heitasta mál kosninganna, hafa lítið komið til umræðu enn. „En markmiðið er,“ segir Kjell-Olov Feldt, „að koma á einhvers kon- ar launþegasjóðum 1983. Þeir byggja á gróða allra stærri fyrirtækja, sem ganga vel. Fyrst munum við þó ræða málin við alla aðila.“ En hvað um stjórnarandstöð- una. Hægri flokkurinn er nú stærsti borgaraflokkurinn, og stærri en Miðflokkurinn og Þjóðarflokkurinn til samans. Ulf Adelhson, formaður Hægri flokksins, Iofar harðri mótstöðu á þingi, ekki sízt í efnahagsmál- um, ef jafnaðarmenn vilja efna kosningaloforðin. „Ríkisstjórnin er sérlega illa í stakk búin til að takast á við efnahagsvandann," segir hann. „Ef hún efnir kosn- ingaloforðin, yrði það algjört ábyrgðarleysi gagnvart efna- hagsmálum landsmanna." Fangelsi og skólaganga eftir Heimi Pálsson, skólameistara III. grein í fyrri greinum tveim var fjall- að um áhrif fangavistar og til- raunir manna erlendis til að draga úr eyðandi mætti frelsissvipt- ingarinnar. Hér verður rætt um ástand mála á íslandi. Skólahald á Litla-Hrauni í lögum um fangelsi og vinnu- hæli er kveðið svo á að þar skuli „vera aðstaða og tæki til fjöl- breyttrar vinnu og til kennslu, bæði bóklegrar og verklegrar." (Stjtíð. A, nr. 38/1973). Reglugerð um vinnuhælið á Litla-Hrauni út- færir málið þannig: „Kennsla, verkleg eða bókleg, skal fara fram a.m.k. 4 klukkustundir í viku hverri eftir nánari ákvörðun dómsmálaráðherra að fengnum tillögum fangelsisstjórnar. Föng- um 24 ára og yngri skal skylt að taka þátt í námi. Eldri föngum má veita kost á að taka þátt í námi.“ (Stjtíð. B, nr. 150/1968). Fyrst í stað var reynt að fram- fylgja lögum og reglugerð með þeim hætti að fá til stundakenn- ara og leiðbeinendur annaðhvort í starfsliði stofnunarinnar eða úr nágrannaþorpum, en það var fyrst síðla árs 1978 að kennari var ráð- inn í fullt starf við vinnuhælið og þar með komið nokkuð föstu formi á kennslu. Ákvæðið um fjórar klukkustundir á viku er lágmarks- ákvæði, enda ljóst mál aö á svo fáum kennslustundum yrði engum árangri náð. Þegar á fyrsta ári þessa skóla- halds sýndi sig að þörfin var geysibrýn. Ef tekið er meðaltal allra mánaða má þannig sjá að ríflega 20% allra vistmanna hafa stundað skólann. Er það geysihátt hlutfall ef miðað er við reynslu annarra þjóða, enda ljóst að „skammtímafangar“ sjá lítinn til- gang í að hefja nám í stofnuninni en kjósa heldur að vinna sér inn einhverja peninga. Auk kennarans sem eingöngu starfaði við vinnuhælið komu einnig til sögu kennarar frá Iðn- skólanum á Selfossi, og þegar á árinu 1979 var gerð fyrsta tilraun með að leyfa fanga sem kominn var áleiðis í námi að halda áfram í Iðnskólanum og sækja kennslu- stundir þar. Bar hann ábyrgð á sér sjálfur í skólanum en var fluttur þangað frá vinnuhælinu og sóttur að kennslu lokinni. Þessi fyrsta tilraun til skóla- göngu utan múranna gaf góða raun, og áfram var haldið á sömu braut. Þegar Fjölbra-itaskólinn á Selfossi leysti Iðnskólann af hólmi árið 1981 tók hin nýja stofnun við þessu hlutverki eins og öðrum sem Iðnskólinn hafði gegnt. Um leið fjölgaði þeim kostum sem unnt var að bjóða nemendum, því ekki þurfti að gera ráð fyrir að hugur allra stefndi að iðnnámi. Hefur sú orðið raunin á síðan að mun fleiri æskja náms á svokölluðum „bók- námsbrautum" en hinum hefð- bundnu iðnbrautum. Peter Donohoe Jean-Pierre Jacquillat Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Jónas Tómasson: Næturljóð nr. 4. Tsjaikofsky: Pianókonsert nr. 1, Sinfónía nr. 6. Einleikari: Peter Donohoe. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Glæsilegir upphafstónleikar þrítugasta og þriðja starfsárs- ins. Donohoe er sannarlega glæsilegur píanisti, tekniskur og músikalskur. Flutningur kon- sertsins var nokkuð laus í reip- unum, sem er vegna ónógrar samæfingar, en frábær leikur pí- anóleikarans gerði slíkt að auka- atriði. Það var auðheyrt að Donohoe hefur gaman af því að leika fyrir fólk, því hann lék þrjú aukalög fyrir hrifna áheyrendur. Sjötta sinfónían er stórfengleg tilfinningahljómkviða. Því hefur verið haldið fram að Tsjaikofsky sé að fjalla um sjálfan sig og magna með sér þann ásetning að fyrirfara sér, svo sem sagt er að hann hafi reynt, er hann hafði lokið við verkið. Þriðji kaflinn á að vera táknrænn fyrir þau átök og hugarangur sem líklegt er að geri vart við sig undir slíkunr kringumstæðum, og er marsstqÉ^ ið talið tákna sjálfsmorðshug- myndina, sem við lok kaflans verður alls ráðandi. Síðasti kafl- inn á svo að vera sársaukinn og sorgin er endar í myrkri dauð- ans. Öll sinfónían er uppgjör tónskáldsins, sem tjáir tilfinn- ingar sínar svo sterklega að mörgum hlustanda stendur ógn af og er um megn að njóta feg- urðar verksins af þeim sökum. Jean-Pierre Jacquillat tókst að magna spennu vernsins og var leikur hljómsveitarinnar á köfl- um mjög góður. Fyrsta verkið á tónleikunum var nýtt verk eftir Jónas Tómasson. Næturljóð 4 er mjög áheyrilegt verk og miklu reisulegra en oft áður hjá Jónasi. Verkið er að nokkru leyti tónalt og er víða leikið skemmtilega með iagleg lagastef, bráðvel út- færð fyrir hljómsveitina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.