Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAÚGA'RÐAGUR 9. OKTÓBER 1982
María Bára Frí-
mannsdóttir - Minning
Fædd 14. nóvember 1933
Dáin 3. október 1982
í dafc verður borin til hinstu
hvíldar frá Ytri-Njarðvíkurkirkju,
María Bára Frímannsdóttir, en
hún lést sunnudaginn 3. október
sl. eftir stutta legu. María var
fædd í Reykjavík, 14. nóvember
1933 og voru foreldrar hennar
hjónin Kristín Ólafsdóttir og Frí-
mann Einarsson. María fluttist
ung með foreldrum sínum austur
fyrir fjall, fyrst að Borg í Eyrar-
bakkahreppi og síðar að Selfossi
og þar ólst hún upp. Kristín og
Frímann áttu ellefu börn og var
María níunda í röðinni í systkina-
hópnum, öll systkini Maríu eru á
lífi.
María kvæntist Alfreð G. Al-
freðssyni, fv. sveitarstjóra í Sand-
gerði, nú deildarstjóra hjá varn-
arliðinu, 1. janúar 1956. María og
Alfreð settust að á ísafirði, en þar
hafði Alfreð alist upp að mestu
hjá ömmu sinni. A þessum fyrstu
'búskaparárum þeirra Maríu og
Alfreðs var í mörgu að snúast, það
var enginn dans á rósum að stofna
heimili á þessum árum, húsbónd-
inn nýkominn frá námi og að hon-
um lagt úr ýmsum áttum að taka
að sér tímafrek félagsstörf, stór
og smá, en húsmóðirin unga ekki
síður en húsbóndinn, var komin af
kjarkmiklu dugnaðarfólki sem
ekki lét sér allt fyrir brjósti
brenna.
Á þessum árum kynntist ég
Maríu fyrst og við okkar fyrstu
kynni urðu mér ljósir hinir miklu
mannkostir sem hún var gædd.
María og Alfreð bjuggu á ísafirði
til ársins 1962 í sama húsi og móð-
ir Alfreðs, Laufey Maríasdóttir og
fósturfaðir hans, Ragnar heitinn
Ásgeirsson, héraðslæknir. Mjög
vel fór á með Maríu og tengdafor-
eldrum hennar, enda hér um að
ræða einstakt heiðurs- og gæða-
fólk.
Frá Isafirði flytjast María og
Alfreð til Njarðvíkur og byggðu
sér einbýlishús að Holtsgötu 19.
Árið 1966 ræðst Alfreð sem sveit-
arstjóri í Sandgerði og flytjast
þau hjónin þangað og þar er heim-
ili þeirra þar til Alfreð lætur af
störfum að eigin ósk 1979 og flytja
þau hjónin þá aftur í hús sitt í
Njarðvík.
I meira en fjórðung aldar hafa
María og Alfreð lifað saman súrt
og sætt, húsbóndinn mest allan
þeirra búskap hlaðinn umfangs-
miklum félagsmálastörfum og
heimilið, uppeldi barnanna og ým-
is skyldustörf sem hlaðast á konur
sem giftast félagsmálamönnum,
féllu því á herðar Maríu, öll þessi
störf rækti Maríu með miídum
sóma. Henni var ákaflega annt um
hag barna sinna svo og annarra
ættmenna og lagði sig í framkróka
við að létta þeim lífsbaráttuna.
Andlegur styrkur Maríu kom
hvað best í ljós, þegar eiginmaður-
inn fyrir um tveimur árum varð
alvarlega veikur og hún fylgdi
honum ein til Englands, þar sem
hann gekkst undir mikla skurðað-
gerð, sem tvísýnt var um hvort
tækist. í framandi landi með nær
+
Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma,
MARÍA BÁRA FRlMANNSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Ytri-Njarövíkurkirkju í dag laugardaginn 9.
október kl. 14.00.
Alfreö Georg Alfreöason,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Utför,
GUOMUNDAR G. GUOJÓNSSONAR,
Alfhólsvegi 125, Kópavogi,
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 11. október, kl. 3.
Garóar Jóhannesson,
Elsa Ágústsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför,
SOLVEIGAR MAGNÚSDÓTTUR.
Ragnheióur Þóróardóttir, Magnús Hjálmarsson
Halldóra Magnúsdóttir, Sólveig Magnúsdóttir,
Halldóra Magnúsdóttir,
Lára Magnúsdóttir,
Þóróur Magnússon,
Grímur Jónsson,
Egill Arnaldur Ásgeirsson.
+ Einlægar þakkir færum viö öllum þeim, er auösýndu okkur samúö
og vinarhug viö andlát og útför.
EDVARDS FRIDJÓNSSONAR,
verzlunarstjóra.
Vesturgötu 68, Akranesí,
Laufey Runólfsdóttir, Helga Jónsdóttir,
Sigrún Edvardsdóttir, Eínar Þorgeirsson,
Friöjón Edvardsson, Guörún Kristjónsdóttir,
Helga Björk Edvardsdóttir, Guöjón Kristinsson,
Berglind Edvardsdóttir, Þorgeir Jóhannsson,
Ingi Þór Edvardsson, Eybjörg Guðmundsdóttir,
Guörún Friójónsdóttir, Viöar Daníelsson,
og barnabörn.
enga kunnáttu í málinu, beið hún
þess sem koma skal, heimsótti eig-
inmanninn dag hvern á sjúkra-
húsið og styrkti hann og studdi á
allan hátt og flýtti þar með fyrir
bata hans.
María átti eina dóttur, Hervöru
Lúðvíksdóttur, áður en hún giftist
og gekk Alfreð dótturinni í föð-
urstað, eiginmaður Hervarar er
Óskar Guðjónsson. Börn Maríu og
Alfreðs eru: Erna Lina, eiginmað-
ur Bjarni Kristjánsson, Kristín
Bára, eiginmaður Þórður Ólafsson
og Alfreð Georg, ókvæntur í
heimahúsum. Barnabörnin eru sjö
og voru öll augasteinar ömmu
sinnar.
Við kveðjum í dag konu á besta
aldri, líf hennar hefur haft sinn
tilgang eins og líf okkar allra, hún
skilur eftir sig spor í hjörtum
okkar, við minnumst ánægju-
stundanna, þegar heimurinn hló
við okkur, hvort sem var á Isafirði
eða Istanbúl, í Kairó eða Kara-
bíska hafinu, í Rudesheim eða á
rökkurkveldi.
Ég og kona mín, sendum þér
vinur minn, Alfreð og börnum,
barnabörnum, tengdabörnum,
systkinum og þér Laufey mín,
innilegar samúðarkveðjur. Drott-
inn blessi minningu Maríu Báru
Frímannsdóttur.
Albert K. Sanders"
Sunnudagskvöldið 3. október sl.
var mér og konu minni tilkynnt að
Maja væri dáin. Okkur setti hljóð,
við þessa harmafregn. Við vissum
að hún var búin að vera nokkra
daga á sjúkrahúsi í Reykjavík, en
þetta var reiðarslag.
Maja hét fullu nafni María
Bára, og fyrst þegar ég man eftir
henni átti hún heima á Borg í Eyr-
arbakkahreppi en þangað fluttu
foreldrar hennar, Kristín Ólafs-
dóttir og Frímann Einarsson, og
bjuggu þar. Ég man vel eftir því
þegar ég var unglingur á Stokks-
eyri, þegar börnin á Borg voru að
labba í skólann á Stokkseyri.
Seinna giftist ég Helgu systur
hennar og þá var hún Maja allt í
einu orðin mágkona mín.
Hún átti stóran systkinahóp,
sem öll uxu úr grasi og reistu sín
heimili, þar á meðal hún sem
rúmlega tvítug giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Alfreð Georg
Alfreðssyni frá ísafirði. Þar
bjuggu þau í nokkur ár en fluttu
þaðan til Njarðvíkur, þar sem þau
settust að. Þar byggðu þau einbýl-
ishús að Holtsgötu 19.
Um margra ára skeið bjuggu
þau í Sandgerði en þar var Alfreð,
eða Affi eins og hann er kallaður,
sveitarstjóri. Ég man það að Maja
var hálfkvíðin að flytja þangað,
hún hélt að sér leiddist þar. Svo
var þó ekki, hún var mjög ánægð
að eiga þar heima.
Þegar Affi hætti sem sveitar-
stjóri fluttu þau aftur að Holts-
götu 19 í Njarðvík og þar átti hún
heima síðan.
Börnin þeirra eru fjögur, þrjár
dætur sem búa á Suðurnesjum, en
þær eru: Hervör, gift Óskari Guð-
jónssyni, Erna Lína, gift Bjarna
Kristjánssyni, Kristín Bára, gift
Þórði Ólafssyni, og sonur, Alfreð
Georg, sem er í föðurhúsum.
Margar ánægjustundir áttum
við á heimili þeirra Maju og Affa
og gaman var að sjá þegar Maja
var að snúast kringum barnabörn-
in sín sem voru svo hænd að
henni.
Við mágar hennar, mágkonur,
systkini hennar og öldruð móðir
vottum eiginmanni hennar, börn-
um, barnabörnum og tengdason-
um okkar dýpstu samúð, og biðj-
um algóðan Guð að styrkja þau í
sorginni.
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Blessuð sé minning hennar.
Engilbert Þórarinsson
Það er margt sem flýgur í gegn-
um hugskot manns, þegar manni
eru sagðar harmafregnir, a.m.k.
fór svo fyrir mér sem oftast áður
við slíkar aðstæður, er kunningi
minn hringdi í mig seint á sunnu-
dagskvöld og sagði mér að Maja
hans Alfreðs væri dáin, en svo var
hún ávallt kölluð meðal kunn-
ingja. Við þetta sviplega fráfall
Maríu varð mér þó efst í huga hið
forna spakmæli „Vegir Guðs eru
órannsakanlegir" og hvað það æ
ofan í æ sannar raunhæfni sína.
I þessum fáu orðum er það ekki
ætlun mín að rekja æviferil Maríu
það munu aðrir mér kunnugri
gera miklu betur, heldur aðeins að
minnast þess tíma sem lífshlaup
mitt og þeirra hjóna Maríu og Al-
freðs lá saman.
Ég kynntist þeim hjónum fyrst
1966 þegar Alfreð var ráðinn
sveitarstjóri hér í Sandgerði. Þau
kynni urðu að vísu ekki mikil
fyrstu fjögur árin, þar sem ég var
þá langdvölum úti á sjó og lítið
heima, en síðustu níu árin í sveit-
arstjóratíð Alfreðs var samstarf
okkar mjög mikið og kynnin
sömuleiðis, en þó finn ég það nú að
kynni mín af Maríu hefðu mátt
vera miklu meiri, svo ég hefði
kynnst betur mannkostum henn-
ar.
Mest met ég Maríu fyrir það
hvað ég heyrði ávallt og fann hve
hún var manni sínum mikils virði
og ómissandi og þá ekki síður hvað
hún reyndist honum mikil stoð og
stytta í hans erfiðu veikindum síð-
astliðin ár.
Á þessari sorgarstund vildi ég
gjarnan eiga huggunarorð til Al-
freðs vinar míns, barna þeirra og
annarra ættingja, en orð eru víst
til lítils megnug.
En muna skal þó að fögur minn-
Minning:
Guðríður Guðmunds-
dóttir Neskaupstað
Fædd 14. ágúst 1903
Dáin 2. október 1982
í dag kveðjum við hinztu kveðju
föðursystur okkar, Gurru frænku.
Foreldrar hennar voru Guðlaug
Bjarnadóttir og Guðmundur Sig-
hvatsson. Ekki mun ég með þess-
um fátæklegu orðum gera ævi
frænku verðug skil. Þar hafa
skipst á skin og skúrir, en Gurra
stóð réttari eftir hvert högg og
hafði ætíð nógan styrk til að miðla
okkur hinum. Mér er minnisstætt
sambýlið í Sólhól, þar bar aldrei
skugga á. Alltaf gátum við leitað
til frænku með stórt og smátt,
ekkert var svo snúið að ekki mætti
leysa úr. Aldrei verður fullþökkuð
sú hlýja sem hún hefur auðsýnt
okkur um dagana. Þó sum okkar
flyttu burt rofnuðu ekki tengslin
við Gurru frænku, söm var hlýjan
og rausnin, er komið var austur í
heimsókn.
Allt þetta þökkum við nú elsku
frænku okkar og biðjum Guð að
gefa henni góða heimkomu. Fjöl-
skyldu hennar sendum við innileg-
ing um góðan vin og félaga lifir þó
líkaminn deyi.
Að endingu vil ég svo flytja
innilegar samúðarkveðjur frá mér
og konu minni til allra ættingja
hinnar látnu.
Jón H. Júlíusson
I dag er kvödd hinstu kveðju
tengdamóðir mín, María Bára Frí-
mannsdóttir, sem andaðist á gjör-
gæsludeild Borgarspítalans 3. okt.
sl.
Maja, eins og hún var ávallt
kölluð af vinum sínum, fæddist í
Reykjavík 14. nóvember 1933,
dóttir hjónanna Kristínar Ólafs-
dóttur og Frímanns Einarssonar.
Kristín er enn á lífi, en Frímann
er látinn.
Maja ólst upp á Selfossi hjá for-
eldrum sínum.
Þann 1. janúar 1956 giftist hún
eftirlifandi manni sínum Alfreð
Georg Alfreðssyni. Þau byrjuðu
búskap á ísafirði og bjuggu þar til
ársins 1962, en fluttust þá til
Njarðvíkur. Árið 1966 lá síðan leið
þeirra hjóna til Sandgerðis er Al-
freð réðst þangað til starfa sem
sveitarstjóri. í Sandgerði áttu þau
heimili sitt til ársins 1979, en
fluttu þá aftur til Njarðvíkur.
Börn þeirra eru fjögur, öll upp-
komin. „En skjótt hefur sól brugð-
ið sumri", og „sorgin gleymir eng-
um“, sannleikur þessara ljóðlína
varð mér að harmsárum
raunveruleika er ég stóð við dán-
arbeð Maju tengdamóður minnar,
en jafnframt varð mér þá Ijóst að
bjartar og hugljúfar minningar
um horfinn vin eru gulli dýrmæt-
ari, og slíkan sjóð minninga á ég
um Maju.
Kynni okkar hófust árið 1969 er
ég trúlofaðist elstu dóttur hennar.
Og frá fyrstu kynnum sýndi hún
mér ávallt hlýju og ástúð sem
aldrei gleymist. Maja var að eðlis-
fari hæg og hlédræg kona, sem lét
ekki mikið á sér bera. En hún átti
þá hetjulund í hógværu hjarta,
sem seint mun gleymast. Það
sýndi hún á fagran hátt er maður
hennar þurfti að gangast undir
mikla skurðaðgerð á erlendu
sjúkrahúsi. Hún fylgdi honum ein
til framandi lands, stóð við hlið
hans og studdi hann gegnum þessa
eldraun, án þess þó að geta tjáð
sig á annarri tungu en sínu móð-
urmáli. Slík var hún.
Maja bjó ástvinum sínum fal-
legt heimiii, sem bar þess ljósan
vott hve hönd hennar var hög í
verki. Þar voru til prýðis margir
fagrir munir, gerðir af henni. Um
hver jól kom öll fjölskyldan sam-
an á vistlegu heimili hennar, og
þar ríkti gagnkvæm gleði, sem við
nutum öll. En ekki síst barnabörn-
in, sem dáðu sína góðu ömmu. En
nú er heilög kveðjustund runnin
upp. Söknuðurinn er djúpur og
sár, en minningarnar bjartar og
hlýjar. Ég bið algóðan Guð að
hugga og styrkja eiginmann henn-
ar, börn og aldraða móður í þeirra
þunga harmi og leiða þau öll og
blessa um ófarinn æviveg. Maju
tengdamóður minni þakka ég af
alhug allt serti hún var mér og
fjölskyldu minni.
Blessuð sé minning Maju
tengdamóður minnar.
Óskar Guðjónsson
ar samúðarkveðjur og biðjum
henni Guðs blessunar.
G.G.