Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982
Umsjénarmaður Gísli Jónsson
Snorri Bl. Siggeirsson í
Reykjavík sendir mér elsku-
legt bréf og boð um góða sam-
vinnu. Ég þakka honum hið
besta. Honum þykir sem þætt-
ir þessir mættu vera efnis-
meiri og lengri. Lýsir það lofs-
verðum áhuga hans á móður-
málinu, en ég held að þættirnir
eigi ekki að vera lengri en þeir
eru hverju sinni. Hitt er meira
vafamál, hversu oft þeir ættu
að birtast. Að svo skrifuðu,
birtist hér bréf hans að öðru
leyti:
„Ég heiti Snorri Bl. Sig-
geirsson og er nemi. Það sem
vakir helst fyrir mér þessa
stundina, er hvort maður eigi
að segja, þegar gestir koma að
kvöldlagi á skemmtistaði hér í
borg: „Góða kvöldið" eða „Gott
kvöld.“
Ég vinn sem dyravörður í
Hollywood, ég býð ávallt „gott
kvöld", en gestirnir flestir
„góða kvöldið".
Við erum með einn íslensku-
kunnáttumann þar við vinnu,
og hann segir að „gott kvöld"
sé réttara, en hann veit ekki
hvers vegna né af hverju. Þess
vegna leita ég til þín í þeirri
von að þú getir upplýst þetta
fyrir okkur, svo að við getum
leiðrétt sem flesta, íslenskunni
til halds og trausts."
Þetta mál er ekki mjög ein-
falt og erfitt að fella dóm um
hvað sé rétt og ekki rétt. Eig-
um við að hafa greini eða ekki
greini á orðum eins og ár, jól,
dægur, nótt og kvöld í sam-
böndum sem slíku, er Snorri
Siggeirsson tilfærir? Ljóst er
að merking breytist ekki,
hvort sem við segjum: góðan
dag eða góðan daginn. Oskin,
sem í þessum orðum felst, er
jafnótvíræð. Hér verður
smekkur okkar að koma til og
hefð málsins að einhverju
leyti. Og eitt enn: það getur,
finnst mér, verið blæbrigða-
munur á því hvort við segjum
„gott kvöld" eða „góða kvöld-
ið“. Hér skiptir tónn orðanna
miklu. Við skulum líka hyggja
að fleiri orðum, sem tákna
tíma, en þeim sem áður voru
skráð. Bréfritari segir: „Það
sem vakir helst fyrir mér þessa
stundina“ (ekki þessa stund),
sem auðvitað væri jafnrétt.
Flestir munu kunna því bet-
ur, að hafa ekki greini á þeim
orðum og í þeim samböndum
sem hér eiga við. Ég er einn af
þeim. Ég set það fram sem al-
menna reglu að segja frekar
gleðileg jól og farsælt nýár,
heldur en gleðileg jólin og far-
sælt nýárið, fremur góðan dag,
gott kvöld og einkum góða
nótt, fremur en góðan daginn,
góða kvöldið og góða nóttina.
En, og það er stórt en, þessi
„regla“ á ekki að mínu viti að
vera án undantekninga. Orð-
myndirnar með greini, góðan
daginn og góða kvöldið, geta
innifalið meiri alúð og jafnvel
lítils háttar glettni, heldur en
hinar. Góðan dag og gott kvöld
getur verið kaldara, framand-
legra en hitt. Ég mæli þó síst í
gegn því, að Snorri taki á móti
gestum sínum með þeim orð-
um sem hann er vanur. En
þegar sagt er við hann á móti:
Góða kvöldið, getur falist í því
vinsemd og von um góða
skemmtun. Og ég endurtek: í
slíkum ávarpsorðum skiptir
tónninn afskaplega miklu máli,
kannski meira en hvort orð eru
höfð með greini eða ekki.
Nú langar mig til þess að
venda mínu kvæði í kross og
víkja að vissri tegund mis-
mæla, þótt sjaldan verði til
annars en aðhláturs. Vera
kynni þó að eitthvað af þvílíku
hafi fest sig í málinu eða eigi
það eftir. Ég tek fyrst einfalt
dæmi. Glapyrðingur einn
heyrði skipsflaut, þóttist viss
um að það kæmi frá sbrand-
ferðaskipinu Skálholti og
hrópaði upp: Pípholtið er að
skála; í staðinn fyrir Skálholt-
ið er að pípa, auðvitað.
Nærri má geta að íslend-
ingar eru ekki einir um þess
konar orðglöp. í Englandi var
167. þáttur
prestur að nafni Spooner,
ágætur fyrir flestra hluta sak-
ir, en kunnur að þeirri tegund
mismæla sem nú eru tíunduð.
Af þeim sökum nefna Eng-
lendingar þetta fyrirbæri
spoonerism. Dæmi: Séra
Spooner vildi biðja söfnuð sinn
að syngja sálminn From Green-
land’s icy mountains, en hann
sagði óvart From Iceland’s
greasy mountains. Nú er að
finna nafn á þetta fyrirbæri
sem enskumælandi menn
nefna eftir sr. Spooner.
Heldur þóttu það vafasöm
meðmæli, þegar drengur nokk-
ur sagðist hafa próf frá Hrúta-
skóla í Reykjafirði, og ekki olli
það lítilli kátínu, þegar maður
nokkur taldi ol og kolíu allra
beina mót fyrir efnahagslífið
margþjakaða. Til eru svokall-
aðir rakir steglumenn og
steikja þó að raðaldri. Margt
af þessu tagi er viðkvæmt og
gróft og læt ég hér því staðar
numið um þennan þátt máls-
ins.
Allt er þetta eðlisskylt sam-
runa (contamination) eða
nokkurs konar afbrigði hans.
Menn leggja sig fram um
eitthvað, líkingin tekin frá
róðri eða reipdrætti, og menn
lögðu ífram króka (= höfðu úti
klærnar) og svo kemur sam-
runinn og býr til hið forkostu-
lega orðasamband að leggja sig
í framkróka = hafa sig allan
við. Auðvitað gera menn sér
eitt og annað að leik af þessu
tagi. Til er málshátturinn:
Sjaldan er á botninum betra,
og svo annar: Sjaldan er gíll
(aukasól) fyrir góðu, nema úlf-
ur á eftir renni. Úr þessu hefur
orðið til fáránleikaklausan:
Sjaldan er á botninum betra
nema úlfur í undanrennu.
Hitt er einfaldara, að hafa
vaðið fyrir neðan nefið, að koma
eins og þjófur úr heiðskíru lofti,
eða jafnvel það, sem sagt er að
mædd kerling tæki sér í munn
einhverju sinni: Enginn veit
sína ævina fyrr en í ausuna er
kominn!
SIMAR 21150-21370
SOLUSTJ LARUS Þ VALOIMARS
LOGM JOH ÞOROARSON HOL
Til aölu og sýnis auk annarra eigna:
Vid Hlíöarveg í Kópavogi — skiptamöguleiki
Til sölu í tvíbýlishúsi, hæð og rishæö um 150 fm með 5 herb. glæsilegri
íbúð. Snyrting á báöum hæöum. Stór bílskur meö vinnukrók. Glæsilegur
blóma- og trjágaröur. Útsýni. Skipti möguleg á raöhúsi eöa einbýlishúsi
meö 4ra herb. íbúö.
Endaíbúð meö bílskúr, í Hafnarfiröi
5 herb. úrvals ibúö um 130 fm í suöurenda vlö Breiövang. Sér þvotta-
hús. Góö teppi. Vönduö innrétting. 4 góö svefnherb. Föndurherb. auk
geymslu i kjallara. Góöur bílskúr. Frábært útsýni.
3ja herb. íbúöir viö:
Álftamýri, á 4. hæö 90 fm. Suöursvalir. Góö smeign. Útsýni.
Vesturberg, í háhýsi um 75 fm. Haröviöur, teppi, útsýni. Laus strax.
Bergþórugötu, 1. hæö, 75 fm. Endurnýjuö í reisulegu steinhúsi.
4ra herb. íbúöir viö:
Vesturberg, 3. hæö, 105 fm. Stór og góó. Sér þvottaöstaöa. Útsýni.
Laugarnesveg, 2. hæö, 110 fm. 4 rúmgóö svefnherb. Nýtt gler. Stór
geymsla Laus strax.
Alfheima, 4. hæö, 118 fm. Mjög stór. Fatabúr. Góö sameign Mikió
útsýni.
Á vinsælum staö á Seltjarnarnesi:
5 herb. 3. hæö, 130 fm I þribýlishúsi viö Miöbraut. Teppalögö. Sér
hitaveita. Rúmgóöar svalir. Bilskúr 43 fm. Mikiö útsýni. Skiptamöguleiki
á minni íbúö.
2ja herb. íbúöir viö:
Hrafnhóla, hæö í háhýsi um 50 fm. Úrvals góö einstaklingsíbúö. Bílskúr.
Frábært útsýni. Laus strax.
Freyjugötu, 2. hæö, 55 fm. Nokkuö endurnýjuð. Vinsæll staöur.
lónaóar- eöa lagerhúsnæöi óskast á jaröhæö. Æskileg stæró 200—300
fm.
Opiö í dag, laugardag,
kl. 1—5.
Lokaö á morgun, sunnudag.
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
AIMENNA
FASTEIGNASAHW
Hafnarfjörður
Opiö í dag
frá kl. 2—4
Til sölu
Arnarhraun
Mjög falleg 2ja herb. íbúö á 2.
hæð í fjölbýlishúsi.
Gunnarssund
5 herb. steinhús, tvær hæöir og
kjallari um 45 fm aö gr.fl.
Breiövangur
3ja til 4ra herb. glæsileg íbúö á
efstu hæð í fjölbýlishúsi. Góöur
bflskúr.
Laufvangur
4ra herb. falleg og vönduö
endaíbúö á 3. hæð í fjölbýlis-
húsi, á rólegum staö.
Hraunkambur
4ra herb. íbúö á efri hæö • tví-
býlishúsl. Laus sfrax.
Lækjarfit Garöabæ
4ra herb. efri hæö og ris í timb-
urhúsi. Bílskúrsréttur.
Reykjavíkurvegur
Nýstandsett 5—6 herb. stein-
hús.
Árnl Gunnlaugsson. hrl.
Austurgötu 10.
Hafnarfirði, simi 50764
9
Glæsilegt hús í Garðabæ Til sölu er vandaö, velbyggt og sér- stætt ca. 160 fm raöhús í Garðabæ. Húsiö, sem er á 2 hæöum, er meö sérhönnuðum og sérsmíöuöum inn- réttingum og er fullbúiö aö innan sem utan. Á efri hæö: Svefnherbergi, barnaherbergi, sjónvarpshol, eldhús, baöher- bergi og stofa. Á neöri hæö: 2 stór herbergi, baðherbergi með sturtu, hol og innbyggöur bílskúr. Húsiö veröur til sýnis um helgina. Allar nánari upplýsingar í síma 44808 til kl. 12—19 í dag.
Neöangreindar eignir fást jatnt á óverðtryggöum og verötryggö-
um kjörum.
2ja herb.
Engjasel. Ca. 76 fm falleg íbúö á 4. hæö. Góöar innréttingar. Mikiö
útsýni. ibúöin gefur möguleika á 3 herb. Fokhelt bílskýli.
Boöagrandi. Mjög góö íbúö á 3. hæö i lyftuhúsi. Björt rúmgóö og
vönduö eign. Sameign til tyrirmyndar. Bein sala.
3ja herb.
Vesturbær. Óvenju stór ibúö sem gæti afhenst siöast i október. Tb.
undir tréverk. íbúöin er mjög rúmgóö og er á 2. hæö i lyftuhúsi. Sér
garóur fylgir þessari íbúö. Fæst á hagstæöum kjörum.
Eyjabakki. Stór og falleg íbúö á 2. hæö. Þvottaherb. og búr innaf
eldhúsi. Innréttingar í sérflokki. Suðursvalir. Útsýni. Ákveðin sala.
Suöurgata Hf. Mjög falleg og björt íbúö á 1. hæö. Þvottaherb.
innan íbúðar. Ákveöin sala.
Hraunbær. Mjög rúmgóö eign á 2. hæð. Stórar suður svalir. Ákveö-
in sala.
4ra herb.
Fífusel. Óvenju falleg íbúö á 3. hæö. Þvottaherb. innan íbúöar. Öil
herb. rúmgóö. Gott aukaherb. i kjallara. ibúö í sórflokki. Ákveöin
sala.
Hjaröarhagi. Ný endurbætt íbúö á 4. hæö. Nýjar innréttingar. Mikið
útsýni. Eign i sérflokki. Gæti fengist i skiptum fyrir 2ja—3ja herb.
íbúð í Vesturbæ.
Kleppsvegur. Mikiö endurbætt íbúö á 2. hæö. Rúmgóö og
skemmtileg eign. Eign í sórflokki.
5 herb.
Miöbærinn. Um 160 fm hæö sem nú er nýtt sem vinnustofa arki-
tekta en samþykkt sem ibúö meö vinnuaöstöðu. Husnæöiö er á 3.
hæö. Áætlaöur afhendingartími um áramót. Ákveðln sala.
Vesturborg. Rúmgóö íbúö á 2. hæö í góöu fjölbýlishusi. Aö veru-
legu leyti ný standsett. Tengi fyrir þvottavél á baöl.
Sunnuvegur Hf. Falleg eign og mikiö endurnýjuð á 1. hæö í þribýl-
ishúsi. Ath.: Sunnuvegur er ein fallegasta og kyrrlátasta gatan í
Hafnarfiröi.
Stærri eignir
Langholtsvegur. Góö hæö ásamt nýtanlegu risi í sænsku timbur-
húsi. Bilskúrsréttur. Eign sem gefur mikla breytingamöguleika.
Ránargata. Eignin er steinsteypt hús að grunnfleti um 80 fm og er
kjallari og 3 hæöir. Gefur möguleika á þremur 3ja herb. íbúöum.
einni 2ja herb. ibúö. Eignin er i góöu standi.
Ægisgrund Garðabæ. Fullgert og failegt einingahús á friösælum
staö. Lóö er fullfrágengin og afgirt.
Rauöalækur, sér hæö. Stórglæsileg sér hæö í fjórbylishúsi, sem
afhendist tilbúin undir tróverk á næstunni. Teikn. og nánari uppl. á
skrlfstotunni.
Kambasol, raöhús, sala — skipti. Húsiö er um 190 fm á tveimur
hæðum meö innbyggöum bílskúr og er rúml. tb. undir tréverk. Gæti
fengist í skiptum fyrir 4ra herb. íbúö.
FasteignamarKaður
Fjárfestingarfélagsins hf
SKÓLAVÖRÐUSTlG 11 SÍMI 28466
(HÚS SRARISJÓÐS REYKJAVÍKUR)
Lögfræðingur: Pétur Þór Sigurðsson