Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 Tryggvi Stefánsson Skrauthólum - Minning Fæddur 30. október 1898 Dáinn 2. október 1982 Nú er Tryggvi í Skrauthólum allur. Ég finn mér skylt að minn- ast hans á útfarardegi, sakir vin- áttu hans og föður míns og ekki síður vegna þeirrar vinsemdar, sem hann ætíð sýndi mér. Ég minnist nú liðinna daga, þegar Tryggvi í Skrauthólum kom ríð- andi í Brautarholt, gjarnan eftir hádegið eða milli mála að hitta föður minn. Sátu þeir þá tveir ein- ir í stofu og þaðan barst vindla- og snapslykt fram. Ekki brást það, er leið að mjöltum og þeir gengu fram, að Tryggvi hefði tíma til að doka við og ræða við okkur bræð- ur, þótt ungir værum. Þessi viðræðugrundvöllur héist alla tíð. Sem oft áður átti ég erindi að Skrauthólum fyrir um mánuði. Ég settist að vanda hjá Tryggva í stofu, og Sigríður húsfreyja bar okkur kaffi. Þá sá ég, að Tryggva var brugðið, en ég fann sem fyrr ekki til aldursmunar í viðræðum okkar um hluti, sem við ræddum fram og aftur að vanda. Ég sagði honum, að við hefðum verið að rækta upp Arnarholts- mýrina, sem hann þekkti vel frá því að hann var ráðsmaður hjá Thor Jensen í Arnarholti, og hafði á orði að þau hjónin ættu að aka þangað og sjá þessa velheppnuðu nýrækt. Þessi för var ein af þeim, sem aldrei var farin. Tryggvi í Skrauthólum var húnvetnskrar ættar. Hann hóf búskap nyrðra við harðbýl kjör, ásamt fyrri konu sinni, Guðrúnu, sem var heilsuveil og alblind síð- ustu 25 æviár sín. Mikla nærgætni og umönnun sýndi Tryggvi Guð- rúnu konu sinni. Þeim varð 4 barr.a auðið, sem öll eru uppkomin og lifa föður sinn. Hann flutti suður 1929, varð ráðsmaður í Skrauthólum 1934 og hóf sjálfur búskap þar 1937, en keypti jörðina 1944. Hýsti hann Skrauthóla vel og ræktaði gras- gefið tún. Eftir lát Guðrúnar 1953 bjó hann ásamt börnum sínum, en kvæntist Sigríði Arnfinnsdóttur 1956. Þar eignaðist hann lífsföru- naut, sem var honum stoð og stytta til hinsta dags. Var mikið jafnræði með þeim hjónum, þrátt fyrir aldursmun. Þau hjón eignuðust þrjú börn, sem öll hafa nýtt sér nútíma að- stæður til langskólanáms. Tryggvi hvatti og studdi börn sín til mennta. A liðnu ári tók Stefán búfræðikandidat við búi í Skrauthólum. Til þessa dags ráku Tryggvi og Sigríður kúabú, þótt í smærri sniðum væri en áður. Hafði Tryggvi á orði, að með kýr kynni hann að fara og héldi sér því við það. Tryggvi var hestamaður í orðs- ins fyllstu merkingu. Hann átti stóra hesta og sat þá svo eftir var tekið. Hann studdi dyggilega samtök hestamanna, sat lengi í stjórn Búnaðarfélags Kjalarneshrepps og um skeið í sveitarstjórn. Tryggvi var skapmaður, en kunni vel með að fara. Hann var raunsær í afgreiðslu mála og mál- efnalegur, enda greindur vel og fylgdist vel með til hinstu stundar. Honum er hér þökkuð traust samfylgd af sveitungum sínum, og eiginkonu og börnum sendar sam- úðarkveðjur. Jón ÓUfsson, Brautarholti Það er svo margt fallegt við Esj- una. A hverjum morgni í 50 ár gekk móðir mín að eldhúsgluggan- um sínum á Bárugötunni og virti fyrir sér breytingar frá kvöldinu. Hún hafði misst úr. Svo fylgdist hún með Esjunni allan daginn. Lithvörf og leikur ljóss og skugga. Hrikaleg klettabeltin sveipa yfir sig skýjaslæðu, eins og amma mín sjalinu. Stundum hafði lagt snjóföl, sem tók af er líða tók á daginn. Alhvít Esjan var tignarleg sjón. Hana urðu allir að sjá. Hinir fengu lýs- ingu símleiðis. Dúnmjúk mjöllin hafði lagst eins og sæng yfir ris- ann. Klettabeltin í miðjum hlíðum rísa hæst vestarlega. Þar liggur ekki snjór á lóðréttu stálinu. Sængin nær ekki upp yfir höfuð, þótt ýtar snúi vestur. Það er svo margt líkt með manni og náttúru. Þarna eru eggjar fjallsins, stormahvæs í stálinu. Þar rís hæst leiksvið náttúrunnar, stórbrotið listaverk. Þangað mega allir upp líta, sem um veginn fara og sjá vilja. En nú drúpa menn. Höfðingi þessarar smiðju er horfinn til feðranna. Við erum afarnir henn- ar Unnar litlu Óskar. Skýjaslæðan hylur nú fjallið, en hún hylur það aðeins okkar sjón- um. J.B. Að hausti falla grös og gróður fölnar. Hvíld vetrarins tekur við og að baki er sumarið, tími upp- skerunnar. Lífshlaupi mannsins svipar um margt til árstíðanna með tilheyrandi hrynjanda. Vor- inu má líkja við bernskuna og uppvaxtarárin og víst er að vorið á Islandi getur verið æði misjafnt. Afi minn, Tryggvi Stefánsson, sem í dag verður jarðsettur í Brautarholti á Kjalarnesi fékk að reyna hart vor en uppskerutíminn var langur og gjöfull hjá honum. Það haustaði snemma í ár og haustið hjá afa varð stutt. Hlut- skipti hans í lífinu var að yrkja jörðina og laða fram afurðir hjá búsmala sínum. Nú er fengur hans kominn í hlöðu og hann fær að hvílast eftir langan og strangan dag. Tryggvi Stefánsson var fæddur á bænum Ásgeirsárseli í Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu 30. októ- ber 1898 og var því tæplega 84 ára þegar hann lést 2. október sl. For- eldrar hans voru Stefán Þor- steinsson og Ásta Margrét Jóns- dóttir. Stefán var fæddur á Þing- eyrum en þar var móðir hans Guð- rún Jónasdóttir frá Auðunarstöð- um vinnukona og átti hún barnið með Þorsteini Pálssyni, sem þá bjó í Steinnesi. Ásta Margrét, móðir Tryggva var dóttir hjón- anna Jóns Leví Eggertssonar frá Kolþernumýri og Margrétar Jónsdóttur frá Hindisvík, en þau hjónin bjuggu á Egilsstöðum á Vatnsnesi. Ásta og Stefán gifta sig 1886 og búa næstu árin á ýms- um bæjum í Víðidal og má þar nefna Litlu-Ásgeirsá, Gafl, Ás- geirsársel, Dæli og Stórhól. Systk- ini Tryggva voru níu auk tveggja hálfsystkina. Þegar Tryggvi var á áttunda ár- inu fellur móðir hans frá og heim- ilið er leyst upp. Börnunum er komið fyrir á ýmsum bæjum eink- um í Víðidal en Tryggvi fer í fóst- ur til móðursystur sinnar Ragn- heiðar Ingibjargar, og manns hennar Sigfúsar Guðmundssonar bónda á Rófu (nú Uppsalir) í Mið- firði. Fram yfir tvítugt var Tryggvi heimilisfastur i Rófu eða hjá uppeldissystkinum sínum, sem bjuggu á Barkarstöðum og Kollu- fossi. Veturinn 1920 fer Tryggvi í Hvítárbakkaskóla. Árið 1923, eða þegar Tryggvi var 25 ára, giftist hann Guðrúnu Sigurðardóttur. Guðrún var fædd á Úlfsstöðum í Skagafirði en missti ung foreldra sína og var þá tekin í fóstur hjá frændfólki sínu á Flugumýri. Guðrún hafði komið að Barkarstöðum sem vinnukona en Tryggvi var þá vinnumaður þar. Fyrstu búskaparár sín búa Guðrún og Tryggvi á Rófu og Barkarstöðum. Arið 1927 hefja þau sjálfstæðan búskap á Bark- arstöðum en aðeins ári síðar dreg- ur ský fyrir sólu hjá hjónunum, sem þá höfðu eignast fjögur börn; Ástu, Gunnar, Lárettu og Svan- hvíti. Guðrún missir heilsuna og verður að fara suður til lækninga. Tryggvi leysir þá upp heimili sitt og kemur börnunum í fóstur en sjálfur fer hann í vinnumennsku á bæinn Ytri-Velli í Kirkju- hvammshreppi og hefur með sér son sinn, Gunnar. Guðrún dvelst syðra á sjúkrahúsi og árið 1929 áveður Tryggvi að fara einnig suð- ur en börnin verða eftir fyrir norðan. Þegar Tryggvi kemur suður ræðst hann fyrst í vinnumennsku hjá Eyjólfi Kolbeins í Bygggarði og Kolbeinsstöðum á Seltjarnar- nesi en ræður sig síðan til Thors Jensen og vinnur við búskap hans á Lágafelli í Mosfellssveit og Þor- láksstöðum í Kjós, og á Kjalarnes- inu sest Tryggvi fyrst að sem fjár- maður á búi Thors Jensen í Arn- arholti. Eftir það verður Kjalar- nesið vettvangur ævistarfs Tryggva, því haustið 1933 gerist hann ráðsmaður í Skrauthólum á Kjalarnesi en þeir voru í eigu Guðrúnar Matthíasdóttur, sem rak veitingahúsið Ölduna í Reykjavík, og manns hennar Frans Benediktssonar. Árið 1937 kaupir Tryggvi bú- stofninn í Skrauthólum og tekur jörðina á leigu. Víst er að þetta hefur verið mikið átak fyrir mann, sem ekki átti svo mikið sm tú- skildingsvirði utan einn góðan reiðhest, sem ekki var falur fyrir peninga svo notuð séu orð hans sjálfs. Þarna kaupir Tryggvi 14 kýr, sem hefur verið stórt kúabú á þessum árum og 4 hesta en eitt- hvað keypti hann af sauðfé um haustið. Heilsa Guðrúnar, sem lengst af hafði legið á Vífilsstöð- um, var nú komin það vel á veg að þau hjón gátu á ný stofnað heimili og tekið til sín börnin fjögur. í veikindum sínum hafði Guðrún misst sjónina og var hún blind frá 25 ára aldri til æviloka en þrátt fyrir blinduna vann hún öll heim- ilisstörf með þeirri prýði að eftir var tekið. I Skrauthólum eignast Guðrún og Tryggvi tvö börn; Jón Leví og Erlu. Tryggvi býr í sjö ár sem leiguliði í Skrauthólum en 1944 kaupir hann jörðina og þegar sá áfangi er í höfn hefst hann handa við að auka og bæta ræktun og húsakost á jörðinni. Á árinu 1953 deyr Guðrún en þá var yngsta barn þeirra hjóna átta ára. Öðru sinni giftir Tryggvi sig 1956 en þá kvænist hann eftirlif- andi konu sinni Sigríði Arnfinns- dóttur frá Miðfelli í Borgarfirði. Eignuðust þau hjónin þrjú börn; Grétar, Stefán og Ragnheiði. Margar minningar frá skemmti- legum stundum með afa í Skrauthólum koma í hugann, þeg- ar litið er til baka á kveðjustundu. Samskiptum við afa fylgdi sérstök hlýja. I önnum dagsins við bú- skapinn var alltaf rúm fyrir litlar hendur, sem vildu fylgja afa í fjós- ið eða til annarra bústarfa. Af ákveðni gætti hann þess að unga kynslóðin færi að með fyllstu gát, hvort sem það var í samskiptum við búsmalann eða vélar og tæki tilheyrandi búskapnum. Það var gæfa mín að fá strax í bernsku að fylgjast með búskap afa og þau kynni náðu að móta borgarbarnið. Það fór heldur ekki framhjá nein- um, sem einhver kynni hafði af búskap afa, að með sérstakri natni náði hann miklum afurðum eftir hvern grip. Afi hafði yndi af hestum og hann var laginn hestamaður. Þó ég ætti þess ekki kost að fara oft með honum í útreiðartúra minnist ég ábendinga hans, þegar komið var í hlað á Skrauthólum. Þar tal- aði maður af reynslu og þekkingu. Afi gerði miklar kröfur til hesta sinna og þar þurftu að fara saman fjör og hæfileikar. Hann lét þess oft getið að eftirminnilegasti hest- ur, sem hann hafði eignast, hafði verið jarpur gæðingur, ættaður frá Hindisvík og mikill fjörhestur en Jarp eignaðist hann á fyrstu árum sínum syðra. Afi ræktaði þó mest af hrossum sínum sjálfur og voru þau komin út af bleikri hryssu, ættaðri norðan úr Mið- firði, Lýsu frá Torfastöðum. Und- an henni var hryssan Frekja, mik- ill gæðingur og uppáhaldshross afa. Starfsdagurinn hjá afa var langur, hvort sem talið er í árum eða stundum á degi hverjum. Mjaltir og gjafamál voru lengst af gangverk í klukku hans. Afi rak búskap í Skrauthólum allt þar til á fyrra ári að yngsti sonur hans Stefán tók þar við búi. Draumur bóndans um að sjá lífsstarfi sínu viðhaldið af börnum sínum hafði ræst. Á þeim tíma sem ég naut sam- fylgdar með afa var síðari kona hans Sigríður Arnfinnsdóttir hon- um stoð og stytta í lífsbaráttunni. Af dugnaði og myndarskap bjó hún þeim hjónum heimili, sem jafnan var gott að sækja heim en dugnaður hennar var ekki minni við bústörfin. Lífskraftur Siggu í Skrauthólum er slíkur að hann kætir umhverfið og hvetur aðra til starfa. Það dró með nokkurri skynd- ingu að lokum í lífi afa. En þó máttur líkamans færi dvínandi síðustu vikurnar, var sem hugur hans lifnaði þegar talið barst að veðrinu og ástandi gróðurs. Sem fyrr var hugur hans bundinn við búskapinn og ég mun lengi minn- ast samtala, sem ég átti við hann eftir að hann lagðist inn á sjúkra- hús. Umræðuefnin voru haust- kuldarnir og horfur í landbúnaði. Eins og jafnan áður var afkoma bændastéttarinnar honum hug- leikin og í þeim efnum var hann maður samvinnu og jöfnuðar milli manna. Þessi samtöl minntu mig á þær stundir, sem ég átti með afa í fjósinu í Skrauthólum. Þá þurfti ungur drengur að spyrja margs. Nú gátum við á ný rætt um sam- eiginleg áhugamál tveir einir. Þessum samtölum lauk fyrr og af meiri skyndingu en ég hafði átt von á. Eftir lifir minningin um bóndann og kærleiksríkan afa, Tryggva í Skrauthólum. Tryggvi Gunnarsson Sigurður Magnússon skipstjóri - Minning Föstudaginn þann 8. október sl., var til moldar borinn í Reykjavík, fermingarbróðir minn, Sigurður Magnússon, skipstjóri frá Eski- firði. Siggi Magg, eins og hann var oftast nefndur af sveitungum sín- um, var fæddur að Eyri við Reyð- arfjörð þann 16. júní 1905, sonur sæmdarhjónanna Bjargar Þor- leifsdóttur og Magnúsar Erlends- sonar, bónda þar. Þegar Siggi var um fermingar- aldur, brugðu foreldar hans búi á Eyri og fluttu inn í Eskifjarðar- kauptún. Hann átti síðan heimili á Eskifirði til ársins 1961, en þá flutti hann búferlum til Reykja- víkur. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill, eins og mál- tækið segir, og sannaðist það rækilega á Sigga Magg. Ungur að árum hóf hann sjómennsku og komu fljótlega í Ijós hinir miklu hæfileikar hans til þeirra starfa. Snemma varð hann fullgildur há- seti, síðan vélstjóri og þá formað- ur og skipstjóri á hinum ýsmu skipum. Árið 1936 kaupir hann svo Víði SU og gerist sjálfur útgerðar- maður og jafnframt skipstjóri á eigin skipi. Árið 1947 eignast Siggi svo nýtt 100 smálesta skip, Víði SU-175 og er þar sjálfur skipstjóri til 1964. Það muna allir eldri Eskfirð- ingar og fjölmargir íslenskir sjó- menn og útgerðarmenn eftir „Sigga á Víði“. Um tíma mun mik- ill meirihluti þjóðarinnar hafa kannast við hann a.m.k. af af- spurn, þar eð hann var áberandi skipstjóri í íslenska fiskiflotanum, enda farsæll skipstjórnarmaður og aflakló mikil. Einu gilti hvar Siggi stundaði sjóinn, hvort held- ur var fyrir austan, sunnan eða norðan og hvort heldur var um það ræða þorskveiðar eða síldveið- öi / ar, ávallt var velgengni hans áber- andi. Ég efa, að aðrir íslenskir sjó- menn hafi dregið meiri björg í þjóðarbúið en Siggi Magg gerði, á þeim tíma sem hann var skip- stjóri, ef miðað er við þá farkosti, sem hann stýrði. — Siggi var mik- ið snyrtimenni, æfinlega hreinn og vel til fara, hvort heldur var á sjó eða í landi. Það þurfti því engan að undra, sem til þekkti, þó skip hans bæri af öðrum í flotanum. Hvar sem Siggi kom í höfn á skipi sínu, undruðust menn, hvað fiski- skip gat verið hreint og vel málað, þó svo að það fiskaði skipa best. Hirðusemi Sigga Magg um skip og veiðarfæri, var með eindæmum, og mun hafa haft veruleg áhrif í þá átt, að menn fóru almennt að gera sér grein fyrir því, að skip þurfa ekki að vera skítug og illa hirt, og að slæm meðferð verð- mæta borgar sig aldrei. Siggá varð vel til manna, enda skiprúm hjá miklum aflamanni eftirsótt. Sömu mennirnir voru því á skipi hans árum saman. Velgengni Sigga við veiðar og skipstjórn var ekki bara heppni, eins og menn segja svo oft. Hann gekk sjálfur úr skugga um það, að línan væri vel með farin og að beiting væri vel af hendi leyst. Sama gilti einnig um meðferð annarra veiðarfæra, svo sem þorskneta og síldarnóta. Hann kunni sem sé að búa í hendurnar á sjálfum sér og vissi, að því aðeins fiskaðist vel, að veiðarfærin væru vel unnin og af réttri gerð. Fyrir störf Sigga Magg í þágu þjóðarbúsins, sæmdi forseti Is- lands hann Riddarakrossi Fálka- orðunnar, árið 1959. Eskfirðingar heiðruðu hann á sjómannadaginn, árið 1974. Siggi var í sjálfu sér alvörumað- ur, en gat þó verið gamansamur, ef því var að skipta, og sagði þá gjarnan svo skemmtilegar gam- ansögur, að landfleygar urðu. Þótt Siggi Magg ætti marga gæfudaga um æfina, mun þó einn bera af þeim öllum. Það var hinn 4. október, 1941. er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sina, Hall- dóru Rannveigu Guðmundsdóttur, fyrirmyndar eiginkonu og hús- móður. Heimili þeirra stóð að Víðivöllum á Eskifirði, rómað fyrir gestrisni og reisn. Þar fædd- ust þeim tvö mannvænleg börn, sem eru þau Vilmundur Víðir, stýrimaður og kennari, og Björg, sem búsett er á Seyðisfirði. Við hjónin sendum þér, Dóra mín, börnum þínum og öðrum ætt- ingjum okkar alúðarfyllstu sam- úðarkveðjur. . . , . Arnþor Jensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.