Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 17 Kvikmyndin Blade Runner Eftir Björn Sigurðsson Myndin er byggð á bók Philip K. Dick’s. „Do Androide Dream of Electric Sheep?“, leikstýrð af Ridley Scott (Alien), með um- sjón tæknibrella í höndum Douglas Trumbull (Close Encounters of the Third Kind, 2001) og með Harrison Ford í að- alhlutverki, er Blade Runner að slá aðsóknarmet Raiders of the Lost Ark við. Ford leikur Rick Deckard fyrrverandi leynilögreglu eða öllu heldur fyrrverandi Blade Runner. Áður en hann hætti, var hann færasti Blade Runner í borginni, og hafði það erfiða viðfangsefni að atvinnu að elta uppi og tortíma „kópíum" (fram- leitt fólk sem er óþekkjanlegt frá raunverulegu fólki) sem höfðu sloppið. Þessi lifandi vélmenni voru framleidd fyrir stríð og ný- lendutökur í geimnum, en öðru hverju tekst einu og einu að komast til jarðar. Vandamálið er að þau hafa engar tilfinningar, eru miskunnarlaus og samvisku- laus. Þau svífast einskis til að vera frjáls, en einmitt þess vegna urðu Blade Runners til. Þeir eru eina yfirvaldið sem get- ur greint á milli stríðsþrælanna og fólks. Blade Runner gerist um það bil 40 árum á eftir okkar samtíð í bandarískri borg sem líkist einna helst ruglaðri stórborg á okkar tímum. Öll auglýsinga- skiltin eru á nokkrum tungumál- um, stöðumælarnir gefa frá sér banvænt raflost ef reynt er að ræna úr þeim og símaklefarnir eru með sjónvarpsskerma svo eitthvað sé nefnt. Flestar dýra- tegundir eru útdauðar, en hægt er að kaupa tilbúin gæludýr ef peningar eru fyrir hendi, og eini ferski maturinn sem fæst er fiskur. Þetta er öld gervifæðunn- ar. Himinninn er gulur af eitr- aðri mengun og það er stanslaus súr rigning. Það er sett hvað sem er á bílana og byggingarnar til að halda þeim í lagi. Sómasam- legt fólk býr ekki undir fertug- ustu hæð og flottustu íbúðirnar eru á allt að 400. hæð. Og ef þú ert lögregla eða hátt settur póli- tíkus færðu að keyra spuna, sem er fljúgandi ríkisbifreið, búin þeim eiginleika að geta hafið sig lóðrétt á loft og svifið um borg- ina. Blade Runner er byggð á sömu formúlu og Raiders of the Lost Ark, þ.e.a.s spennandi ævintýr- amynd, með Harrison Ford í að- alhlutverki. Þeir sem sáu Chariots of Fire og Raiders of the Lost Ark hafa eflaust tekið eftir þeim skemmtilega blæ sem ríkti yfir myndunum. Ástæðan fyrir þessu er ný filmuvinnsla, en hún verð- ur einnig notuð í Blade Runner, þó svo að hún muni að öllum lík- indum ekki njóta sín sem skyldi þar sem myndin er öll tekin í stúdíói. Að baki framleiðslu myndar- innar standa Warner Brothers, þannig að hún mun þá að öllum líkindum verða sýnd í Austur- bæjarbíói, þegar að því kemur. Haustlauka- utsala 15—40 % afsláttur af öllum haustlaukum Þetta tilboð stendur aðeins yfir helgina Gerið gód kaup, strax í dag blómcmol BUIÐ I AMERIKU EINHLEYPIR KARLMENN TAKIÐ EFTIR Mates International er stærsta hjónabandsmiölun í Norður-Ameríku og Kanada. Viö erum meö 50.000 konur á skrá hjá okkur, sem bíða eftir að hitta rétta eiginmanninn — og það gæti verið þú. Konurnar munu skrifa upp á 90 daga vegabréfsábyrgð, til Bandaríkjanna eða Kanada, greiða flugfar og útvega húsnæði, allt sem þú þarft að gera er að senda okkur góða Ijósmynd af þér litmynd eða svart/ hvíta mynd og stutt bréf meö upplýsing- um um sjálfan þig: aldur, þyngd, heimilisfang, áhugamál, menntun og starfs- grein og allar þær upplýsingar, sem þér finnst máli skipta. Umsóknir frá karlmönnum á aldrinum 18—55 ára, verður veitt móttaka, verða að geta talað eitthvað í ensku, og vera einhleypir (fráskildir — OK) verða að hafa áhuga á að kvænast og vilja búa í Bandaríkjunum eða Kanada. Sendið svar viö þessari auglýsingu eins fljótt og auöiö er við gefum út bækling eftir 6 vikur og við verðum að fá mynd af þér og persónulegar upplýsingar ef þú vilt vera með. Þú velur þá sem þú vilt úr öllum hópnum og hefur samband við. Allt þetta er ókeypis. Svariö í dag og sendiö okkur mynd og persónulegar upplýsingar á neöangreint heimilisfang: Við endurtökum — svarið í dag. MATES INTERNATIONAL Hudsons Bay Center 2 BloorSt. E. Suite 2612 Toronto, Ontario, Canada. M4W 1A6 Einnig óskum við eftir sambandi við einhleypar konur — sendið mynd og bréf til Mates International. TÖLVUSKÓLINN ftRKUrfTELES ER TEKINN TIL STARFA Áhersla er lögð á raunverulega tölvukennslu með röð af sex sam- hæfðum námskeiðum. Byrjendanámskeið Framhaldsnámskeið Forritun — Forritun — Skráavinnsla — IJ Skráavinnsla — II ■^ar*to Kerfisfrædi Kerfisfræði Húsnæði skólans aö Laugavegi 97 (2. h.) er opið öllum í dag kl. 10—17 og sunnudag kl. 13—17. Sérstakt kynningarverð á námskeiðum þennan mánuð. Glæsilegar Luxor-tölvur m. litastýringu. Ný íslensk kennsluforrit. Fallegar kennslustofur. Opiö hús. Komið og sjáið. ftRK3f!TEBE§ Tölvuskóli, Laugavegi 97. Athugið Kennari Steinþór Diljar Kristjánsson Áralöng reynsla í tölvu- kennslu. Þú getur haldiö áfram hjá ftRKUriTELES Innritun sýn- ingardaga og í síma 50615 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.